Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Tveir ágætir eldri borgarar, þeir Helgi Pétursson, nýr formað- ur Landssambands eldri borgara, LEB, og Hafsteinn Sigurbjörns- son, voru lítillega að munnhöggvast hér á síðum Mbl. fyrir stuttu. Kannski höfðu þeir ástæðu til, en mér skildist þó að nokkur samstaða væri þeirra á milli um að eldri borgarar stofnuðu stjórnmálaflokk, sem ég persónulega tel algjöra fásinnu. Hingað til hefur ómennið í garð eldri borgara í þús- undatali, Bjarni fjármálaráðherra, ekki breytt hugarfari sínu eða at- höfnum í garð þessa fólks þótt um það hafi margoft verið fjallað af flokkum utan ríkisstjórnar. Þess vegna hafa eldri borgarar ekkert að gera með að koma tveimur eða þrem- ur mönnum á þing því það yrði jafn- lítið hlustað á þá og reynslan sýnir. Eins og vitað er og margoft hefur komið fram lifa ellilífeyrisþegar í tug- þúsundatali undir fátæktarmörkum. Þar ræður ferðinni Bjarni Ben., sá sem hefur alla stjórn á fjármálum ríkisins í hendi sér og telur alla landsmenn hafa það gott, sem er auð- vitað tóm lygi eins og fleira sem kem- ur úr munni litla karlsins af Engeyj- arættinni þar sem sagt er að allt vaði í peningum og menn viti jafnvel ekki aura sinna tal. Auðnum er alltaf mis- skipt. Ég vil hér geta þess að a.m.k. þrír þingmenn Miðflokksins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmunds- son, hafa flutt þings- ályktunartillögur til hagsbóta fyrir eldri borgara og auðvitað verið ötul við að leggja fram fyrirspurnir og halda ræður í þinginu um málefni eldri borg- ara, en auðvitað allt fyr- ir daufum eyrum hins lélega þríeykis í ríkis- stjórn, B, S og K. Er til meiri mannvonska og illska en hjá þessu þríeyki þar sem máltækið „búum öldruðum áhyggju- laust ævikvöld“ er haft orðið í flimt- ingum? Ástandið er slíkt hjá tugum þúsunda ellilífeyrisþega að líkja má við aumasta kommúnistaríki. Nei, félagar Helgi og Hafsteinn, ef þið viljið okkar fólki virkilega vel, sem ég efast ekki um, þá hvetjið fé- laga okkar, a.m.k. þá sem verst hafa kjörin, til að kjósa Miðflokkinn í komandi kosningum því með því eina móti að sá flokkur verði svo sterkur að hann komist í ríkisstjórn verður líferni eldri borgara komið á viðun- andi kjöl. Við viljum ekki kommún- istaríki þar sem menn bogna í baki og blóð sprettur fram undan nöglum vegna lélegs viðurværis. Sjálfstæðismaður lætur í sér heyra Ellilífeyrisþeginn, sjálfstæðismað- urinn og Vestmannaeyingurinn Sig- urður Jónsson, nú búsettur í Garð- inum á Suðurnesjum, er með grein í Mbl. um svipað leyti og tveir þeir framangreindu. Í grein Sigurðar kveður heldur betur við annan tón og orðrétt segir hann: „Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að hlusta á baráttu- mál eldri borgara. Ég er ekki að tala um öfgahópa innan raða eldri borg- ara heldur þá sem tala á skynsam- legu nótunum.“ Þarna talar maður, sem ég tel að sé nú ekki alveg á hor- riminni með digur eftirlaun sem fyrr- verandi kennari, aðstoðarskólastjóri og seinna meir bæjarstjóri í Garðin- um. Það gerðist eftir að hann sóttist eftir bæjarstjórastólnum í Eyjum en sjallar þar vildu hann ekki og þá flúði kappinn bara upp í Garð. Ellilífeyr- isþegar í þúsundatali, sem eiga vart til hnífs og skeiðar, myndu glaðir vilja vera í sporum Sigurðar hvað eft- irlaun varðar. Það sem hann á trú- lega við þegar hann talar um öfga- hópa er að ég undirritaður og fleiri höfum deilt óvægilega á fjármála- ráðherrann og formann hans, ekki að ósekju, og vælir yfir því. En það vil ég segja við Sigurð, að ég mun ekki upphefja neinn sálmasöng yfir óþverrum sem halda ellilífeyris- þegum í helgreipum fátæktar án þess að blikna. Það er táknrænt fyrir Bjarna fjármálaráðherra að hann tel- ur það ekki eftir sér að ausa millj- örðum króna í útlendinga, flóttafólk, sem engan rétt hefur til að abbast upp á okkur Íslendinga, en þar á ég auðvitað ekki við kvótafólkið, sem hingað er velkomið. Mín lokaorð verða því þau, sem ég áður kom inn á, og segi aftur við Helga og Hafstein: Beinið fjölda elli- lífeyrisþega til að kjósa Miðflokkinn svo hann komist í ríkisstjórn, því með því eina móti birtir yfir hjá þúsundum ellilífeyrisþega. Óráð fyrir eldri borgara að stofna stjórnmálaflokk Eftir Hjörleif Hallgríms »Ellilífeyrisþegar verða að skilja að kjósi þeir Miðflokkinn til stjórnarsetu mun líf þeirra verða miklu bærilegra og það er það sem þarf. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er ellilífeyrisþegi. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Mörgum (eða all- mörgum) þykir gaman að fara niður á Aust- urvöll að morgni sauj- ánda júnís til að hlusta á forsætisráðherra segja nokkur falleg orð um íslenskt þjóð- erni, dást að blóm- sveigunum og stund- um söngnum, seðja forvitnina um hver sé fjallakona ársins og horfa á fína fólkið sitja á stólum undir regnhlífum. Flest látum við okkur nægja að hreiðra um okkur fyrir framan sjón- varpsskjáinn og fylgjast þannig með herlegheitunum. Það sem við mest sjáum fyrir utan blessaðan forsætis- ráðherrann eru fæturnir á Jóni okk- ar Sigurðssyni, einhver laufblöð og illa villt mótmælaspjöld og svo stór tilkynning með ljósaskreytingu um American Bar. Ég hef engan séð finna að þessu fyrirkomulagi. Jafnlitla eftirtekt virðist hafa vak- ið eilítil umsögn í Fréttablaðinu 9. júní síðastliðinn. Ungar greining- arkonur á Hólum og í Árnagarði hafa kynnt sér hvernig íslenskri tungu vegnar í okkar nútíma- samfélagi. Í ljós kemur, að mati marga sem vinna í ferðaþjónustunni að þessi forngripur, íslensk tunga, sé til mikilla vandræða, þegar græða á fé af því að taka á móti ferðamönn- um. Nú er það ekkert launungarmál að til þess að sinna láglaunastörfum í þessu ríka samfélagi, höfum við kall- að til fólk að utan, Pólverja í bygg- ingariðnaðinn og við fiskverkun, og atvinnulaust ungt fólk til að til að sinna ferðamönnunum á enskri rót- velsku. Varla förum við að reka þetta fólk úr landi, þó að það kunni ekki ís- lensku. Margt af því leggur sig fram og talar auk þess orðið frambærilega íslensku og getur jafnvel bent á hvar Skógafoss er, ef ferðamanni dettur í hug að spyrja slíks. Það á þó ekki við um alla og má þá minnast þess, að til að fá vinnu á betri stöðum í ýmsum greinum erlendis, til dæmis í þekkt- um stórverslunum Evrópu, er kraf- ist undibúningsnámskeiðs, þótt ekki sé nema í stuttan tíma. Þá gæti þetta ágæta fólk til dæmi svarað einhverju skynsamlegu, ef beðið er um her- bergi í íslensku, í stað þess að svara: Ég ekki skilja, eins og margir hafa kynnst. Málakunnátta er þáttur í fagkunn- áttu að taka á móti ferðamönnum. Þær Evrópuþjóðir sem lengsta reynslu hafa í móttöku ferðamanna í umhverfi nútímans, eins og Spán- verjar og Frakkar, hafa séð við mörgu. Allar merkingar til leiðbein- ingar ferðamönnum, hvort sem er á pappír eða vegg, eru ævinlega fyrst á spænsku eða frönsku en síðan t.d. ensku eða öðru algengu eða aðgengi- legu máli; ferðafólk er er af ýmsu þjóðerni þó að enskumælandi menn hafi komist upp með að halda að þeirra tunga sé sú eina sem gildi. Reyndar eru sérkenni og tunga ólíkra landa meðal eftirsóknar- verðrar upplifunar reyndra og kröfuharðra ferðamanna. En ferðamenn eru nú einu sinni gestir og það er gestaþjóðin sem set- ur reglurnar, ekki bara hvað það kostar að sofa af nóttina. Og eftir hverju eru ferðamenn að sækjast sem til Íslands koma? Varla til að æfa sig í ensku. Það kom ýmsum á óvart þegar í ljós kom að íslensk kjötsúpa og soðning hafði ekki minna aðdráttarafl en hamborgarar og pizzur. Ég er ekki að boða hér neinar öfgar. Megi ferðaþjónustan hér efl- ast og ekki síst styrkj- ast að sjálfsvitund og metnaði, landi og lýð til gagns. Gott að hún er að rétta úr sér. En hér þarf líka að axla ábyrgð. Hjá sumum meðvituðum þjóðum er talað um menningarlegar skyldur hverrar kynslóðar við tungu sína og erfðir. Menn mega ekki gleyma því, að ís- lensk tunga er meðal þess sem telst til menningarverðmæta ekki bara okkar, heldur alls heimsins, eins og Menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur skilgreint og barist fyrir. Og það hefur fallið í okkar skaut að varðveita þennan þátt menningar- arfsins og leiða áfram. Í tungunni býr reynsluþekking margra alda hjá þjóð við sérstæðar aðstæður elds og íss, og í henni býr þekkingarforði norrænna og germanskara manna um trú og siði margra alda, um skáldskap og hugarlíf, sem hvergi annars staðar hefur varðveist. Eld- urinn og ísinn hefur gert hana auð- uga af lýsingarorðum mannlífisins, gömlu skruddurnar hafa lokið upp og flutt áfram leyndardóma kynslóð- anna. Við Íslendingar erum svolítið á síld og þó að við séum þokkalega stödd, miðað við þorra þjóða, klæjar okkur oft í lófana. Svolítið gefin fyrir skjótfenginn gróða. En það er nú einu sinni þannig, að reynsla sög- unnar hefur kennt mönnum, að fjár- hagslegt sjálfstæði og menningar- legt sjálfstæði þar sem tungan er forystumerki, fer saman. Ábyrgð þeirra sem standa fyrir ferðaþjón- ustunni er mikil og af umræddri blaðaklausu varð ekki skilið að öllum væri það ljóst. Í frásögn blaðsins luku skýrslu- höfundar orðum sínum þannig: „Enginn ætti að geta ferðast um Ís- land án þess að komast að því, að hér er talað sérstakt tungumál sem er ekki enska. Yfirvöld verða að átta sig á stöðunni og marka ferðaþjónust- unni málstefnu til framtíðar“ […] „Mögulega mun alheimurinn á end- anum hugsa á engilsaxneskum nót- um, en það er alveg óþarfi að flýta. þeirri þróun um of.“ Ef það gengur eftir verður líka óþarfi að mæta á Austurvöll sautjánda júní við fætur hans Jóns okkar. Tungumál til sölu? Eftir Svein Einarsson Sveinn Einarsson »Menn mega ekki gleyma því, að ís- lensk tunga er meðal þess sem telst til menn- ingarverðmæta ekki barta okkar, heldur alls heimsins, eins og Menn- ingarstofnun Samein- uðu þjóðanna hefur skil- greint og barist fyrir. Höfundur er leikstjóri og rithöfundur. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.