Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 18

Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 ✝ Þrúður Júlíus- dóttir fæddist 12. janúar árið 1930 á Grund á Svalbarðsströnd. Hún lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 9. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Her- dís Þorbergsdóttir húsmóðir, frá Litlu Laugum í Reykjadal, f. 16. nóv. 1891, d. 14. des. 1965, og Júlíus Jóhannesson, bóndi og fræði- maður frá Siglunesi á Sval- barðsströnd, f. 9. júlí 1893, d. 25. júlí 1969. Systkini Þrúðar voru Auður Júlíusdóttir, f. 24. nóv. 1919, Heiður Júlíusdóttir, f. 3. júní 1921, Ingvi Júlíusson, f. 6. okt. 1923, Hlynur Júlíusson, f. 29. nóv. 1925, Gunnur Júlíusdóttir, f. 27. feb. 1927, Haddur Júlíus- son, f. 17. júní 1928, og Jenný Júlíusdóttir, f. 14. mars 1934. Þau eru öll látin. tvö barnabörn. 3) Þórunn Sigur- björg, f. 10. mars 1958, hún á tvær dætur og fjögur barna- börn. 4) Gunnar, f. 12. ágúst 1961, hann á fjórar dætur og sex barnabörn. 5) Júlíus Her- bert, f. 14. sept. 1966. Hann á einn son. Lengst af bjuggu Þrúður og Guðmann í Heiðargerði 58 og ólu þar upp sín börn. Með erilsömu húsmóður- starfi, vann hún um tíma við saumaskap hjá Skinnfaxa. Árið 1974 ákváðu þau hjónin að breyta til, seldu fyrirtækið sitt Díselverk og húsið í Heiðar- gerði og fluttu norður í Staðar- tungu í Hörgárdal. Þar voru þau með hestana sína, einnig fjárbú og loðdýrarækt og Guð- mann rak þar einnig verkstæði. Þau brugðu búi og fluttu til Hafnarfjarðar, en Guðmann greindist með krabbamein og lést 13. janúar 1998. Þá fluttist Þrúður í Kirkjusand 1 og bjó þar síðan. Hún tók þátt í félagsstarfi Laugarneskirkju, á meðan það var, og einnig prjónaði hún fyr- ir Hringskonur og hafði mikla unun af. Útför Þrúðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, í dag, 23. júlí 2021, kl. 10. Á yngri árum vann Þrúður í Vaglaskógi í Fnjóskadal, þar sem hún kynntist þeim hjónum, Ein- ari Sæmundsen og Sigríði Vilhjálms- dóttur. Hún fór með þeim suður sem barnapía, en vann síðar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, þar sem Einar var framkvæmdastjóri. Þrúður giftist, 22. okt. 1952, Guðmanni Þorkeli Gunnarssyni, vélvirkja og bónda, f. 22. júní 1929, d. 13. jan. 1998. Börn Þrúðar og Guðmanns eru: 1) Nanna Sigríður, f. 30. ágúst 1951, maki hennar er Halldór Guðmundsson, f. 24. okt 1952, þau eiga fjögur börn, 11 barna- börn og 1 barnabarnabarn. 2) Konkordía Svandís, f. 1. apríl 1957, hennar maður er Guð- mann Steingrímsson, f. 20. júlí 1953. Þau eiga þrjár dætur og Þrúður, föðursystir mín, er látin á nítugasta og öðru ald- ursári. Lengst af var heilsan góð, hún bjó í sinni fallegu og vinalegu íbúð, sá um sig sjálf og gerði það sem gera þurfti. Hún naut lífsins, fylgdist með af- komendum sínum og var með- vituð um að hún þyrfti að hlúa að heilsunni. Hún var prakkari og hnyttin í tilsvörum. Hún gerði sínar æfingar daglega og göngutúrinn var um íbúðina, ef ekki komst hún út. Eitt sinn, ekki fyrir svo löngu, eða eftir að heilsan fór að hallast á hliðarvænginn, spurði ég hana hvort hún væri ekki dugleg við að gera æfing- arnar sínar. „Því ætti ég að svíkja sjálfa mig?“ svaraði hún með þjósti. Setning sem síðan kemur oft upp í huga mér. Systkinin á Hörg ólust upp við orgelleik og söng og spiluðu flest eitthvað á hljóðfæri. Ég á mynd af Þrúði með gítarinn sinn og mig, barnunga, sér við hlið. Ég spurði hana hvað hefði orðið af þessum gítar, hún sagðist hafa skipt á honum og gæðaskóm sem hana langaði mjög í, áður en hún hélt suður. Síðar voru það pensillinn og striginn sem fönguðu hugann, að ekki sé minnst á handa- vinnuverkin hennar. Það var alltaf hægt að fletta upp í Þrúði þegar talið barst að ættingjum og fleira fólki og hvenær hvað gerðist og hver fór hvert. Ef svarið kom ekki strax varð hún hugsi og and- artaki síðar var svarið komið. Þrúður lifði lífinu, allt til enda og af fullum krafti. Hún hafði hlutverk, líf hennar hafði til- gang. Í nokkur ár hefur hún prjónað fyrir Hringskonur. Þær færðu henni bandið og hún prjónaði, gleraugnalaus, gullfal- leg ungbarnasett úr fínu garni, útprjónaðar peysur á eldri börn og svo bangsa, sem fengu hver sinn svip og augnatillit. Hvern- ig hún fór að því að prjóna ung- barnavettlinga með svo fínu út- prjóni er aðdáunarvert. En það sem skipti máli var að hún gerði gagn, hún skipti máli, lífið hafði tilgang. Innihaldslaust líf kætir engan, frænka mín var gott dæmi um hversu mikilvægt það er að fólk finni að það er þátttakandi í lífinu, hlekkur í lífskeðjunni. Það er alltaf mikil- vægt, en ekki síst á efri árum. Ég votta fjölskyldu Þrúðar samúð mína, afkomendur henn- ar og vinir eiga margar góðar og spaugilegar minningar að orna sér við. Ég kveð frænku mína með þökk fyrir vináttu hennar. María E. Ingvadóttir. Þegar maður minnist konu sem fædd er árið 1930 þá koma upp í hugann þess tíma aðstæð- ur. Flestar konur gengu þenn- an hefðbundna veg, fóru snemma að vinna, giftust, stofnuðu heimili og eignuðust börn sem þær svo helguðu líf sitt. Var það ekki þannig með Þrúði? spyr sú sem ekki kynnt- ist Þrúði fyrr en hún var orðin fullorðin, þá húsmóðir í Staðar- tungu. Ófáar ferðirnar renndi fjöl- skylda mín vestur í dal. Stelp- urnar litlar fengu að eigna sér kind hjá Mansa og Þrúði. Inn- legg að hausti, alvörusauðfjár- bændur. Og berjaferðirnar. Liðið dreift um holt og móa fyr- ir ofan Staðartungu. Alltaf gestkvæmt og kaffi hjá Þrúði fastur liður, tíu sortir eða svo. Fallegt heimilið bar vott um að þar byggi handverkskona. Þrúður vann gríðarmikið í höndunum og fram á síðasta dag prjónaði hún til styrktar góðum málefnum. En eitt var það sem skildi Þrúði frá öllum öðrum konum. Hún var, í sannleika sagt, hrekkjótt fyrir allan peninginn. Aldrei heyrði ég hana þó hæl- ast um af því að hafa hrekkt einhvern en man innilegan hlát- urinn þegar vel tókst til. Vissu- lega var hún næstyngst í stórum hrekkjóttum systkina- hópi. Hefur kannski fengið að kenna á því. Ei fyrir löngu bar Þrúði á góma í fjölskyldunni og þá spurði ein af yngri kynslóðinni svolítið hugsi: „Þrúður, – er það konan sem var með kóngulóna þegar langafi var jarðaður?“ Já, erfidrykkja eða afmæli, lífs eða liðinn. Skipti ekki máli. Fyrir næstum fjörutíu árum hittist fjölskyldan á ættarmóti á Litlulaugum. Eftir að heim var komið heyrði ég yngri dótturina reyna að telja nágranna okkar trú um að það hefði verið api á ættarmótinu. Sá sami granni neitaði að trúa, nú væri hún eitthvað að ýkja því svo langt aftur í ættir gætum við ekki hafa sótt. En barnið sat við sinn keip. Nú var það samt ekki svo að Þrúður væri í apabún- ingnum sem hún átti í fullri stærð og notaði til að hrella fólk þegar góðar aðstæður buð- ust. Nei, hún var bara með litla apann sem hékk um háls henn- ar og kleip og potaði í fólk um leið og það gekk hjá. Fyrir fáum árum fórum við hjónin til Stokkhólms og var Tóta, dóttir Þrúðar sem þar býr, okkur til aðstoðar í öllu. Þegar spurt var um búðir reyndist hún vel að sér. Nefndi hún sérstaklega að sér væri kunnugt um allar hrekkjavöru- búðir í borginni því í þær hefði hún fylgt mömmu sinni. Ég man líka eftir að hafa heyrt Tótu segja: „Ég hreyfi ekki við neinu í eldhúsinu hjá mömmu.“ Mér hefði verið nær að tileinka mér þá reglu. Fór ekki vel út úr fikti í eldhúsinu hjá Þrúði. Munkurinn í líkkistunni, músin sem skaust yfir gólfið og ýmis kvikindi í bollum og glösum. En einlægur hlátur Þrúðar er ógleymanlegur. Því miður fækkaði samveru- stundum þegar Þrúður flutti suður. Það olli því að þegar við heyrðumst var margt að ræða. Sjaldan minna en tveir tímar, já, já, já, stundum þrír. Virkaði samt svo stutt. Skemmtilegur félagi er fall- inn. Ég mun minnast Þrúðar þegar góðs manns er getið. Við hjónin sendum þeim sem nú sakna innilegar samúðar- kveðjur. Vaka Jónsdóttir. Þrúður Júlíusdóttir Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Minningarnar eru fjölmargar en það stendur upp úr hvað manni leið alltaf vel- komnum til ykkar afa í Skipa- sundið og á Kleppsveginn. Ég held það hafi átt við um alla sem komu til ykkar enda var gestagangurinn stundum slíkur að nóg þótti um. Ég minnist orða Petrínu langömmu „láttu þeim líka við þig“. Það á vel við um þig amma mín, það þótti öllum vænt um þig og leið vel í návist þinni. Alltaf gastu töfrað fram hlaðborð veitinga svo und- an svignaði, ávallt nóg til og meira frammi. Þótt maður margsegðist bara ætla að fá Soffía Guðrún Jóhannsdóttir ✝ Soffía G. Jó- hannsdóttir fæddist 28. júní 1931. Hún lést 11. júlí 2021. Útför Soffíu G. Jóhannsdóttur fór fram 21. júlí 2021. kaffi þá var maður alltaf einhvern veginn mættur í þriggja rétta mál- tíð. Þegar ég var lít- ill þótti mér gaman að fara með afa niður á Suður- landsbraut að sækja þig í vinn- una, sitja í mötu- neytinu hjá Esso með kremkex og djús úr vél- inni. Alltaf var auðsótt að fá að gista hjá ömmu og afa í svarta svefnsófanum niðri. Í minning- unni var alltaf nóg um að vera á neðri hæðinni í Skipasundinu. Langamma bjó þar fram á sinn síðasta dag, Kristrún og Hel- ena voru þar og oft eitthvað af barnabörnunum í gistingu. Líf og fjör alla daga. Svo voru það samlokurnar. Það gerði enginn samlokur eins og þú, amma mín, í samlokugrillinu sem þið fenguð í brúðkaupsgjöf og staf- aði mikil brunahætta af síðari ár. Nú þegar þú yfirgefur þetta jarðlíf máttu vera stolt af þín- um afkomendum sem telja á fjórða tuginn. Þú varst við góða heilsu alla tíð og náðir að halda upp á 90 ára afmæli þitt í faðmi fjölskyldunnar rétt áður en þú kvaddir. Þú varst alltaf með hugann við fólkið þitt, vildir fá að heyra hvernig öllum gengi og fylgdist vel með. Vildir fá alla í heimsókn og sem oftast. Tækninýjungar voru ekki alltaf þín sterkasta hlið, fórst í bank- ann með pappírsgíróseðilinn til að fá hann stimplaðan og bankayfirlitin urðu að vera út- prentuð, en í kófinu varstu snögg að læra á spjaldtölvu til að geta séð þá sem hringdu í þig. Það var þér mikilvægt að halda góðu sambandi við alla í kringum þig. Að lokum endurtek ég mín síðustu orð til þín þegar ég sat hjá þér á spítalanum og þú hélst fast í höndina á mér; ég elska þig amma mín, takk fyrir allt. Jón Gunnsteinn. Í dag, er við kveðjum yndis- legu og fallegu ömmu okkar, fyllist hugur okkar af góðum minningum. Amma okkar var ótrúlega sterk kona sem skipti sjaldan skapi og var okkur mik- il fyrirmynd. Heimili hennar var alltaf op- ið fyrir fjölskyldu og vini enda var hún hrókur alls fagnaðar og hress með eindæmum. Hjá ömmu og afa var alla tíð tekið vel á móti okkur og má segja að þar hafi verið okkar annað heimili. Það gefur okkur gleði í hjarta að vita að amma og afi eru sameinuð á ný. Elsku amma, við erum þér ævinlega þakklát fyrir veitta ást og umhyggju. Minningin um þig mun lifa sem ljós í hjörtum okkar. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíl í friði elsku amma. Þín barnabörn, Helena, Jóhann og Georg Ingi. ✝ Jóhann Óskar Jóhannesson fæddist 26. júní árið 1974 á Sauð- árkróki, en ólst upp á Felli í Sléttuhlíð. Jói lést í faðmi fjölskyld- unnar, þann 14. júlí 2021, á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Birnu Hrólfsdóttur og Jóhannesar Eggerts Jóhannssonar. Jó- hanna lést árið 2017. Systkini hans eru Hrólfur Ingi og Rósa Sig- urbjörg. Eiginkona hans er Lilja Guð- mundsdóttir og börnin þeirra Eggert Snær Jó- hannsson, fæddur 2002, Sigurrós Birta Jóhanns- dóttir, fædd 2004, og Hilmar Logi Jóhannsson, fæddur 2007. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. júlí 2021, kl. 13. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku Jói okkar. Kveðja Arna og Hera. Að eignast góðan vin er ómet- anlegt og ég átti einstakan vin í Jóa frá Felli, við tengdumst þann- ig böndum að vináttan var ótrú- lega sterk og einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og við þurftum helst að hittast eða tala saman í síma á hverjum degi. Við áttum margar stundir í bílskúrnum við að laga bílana okkar og ræða mál- in og þá var nú ekki töluð vitleys- an, fannst okkur alla vega, en við vorum svo sem ekkert að kljúfa atóm í þessum samræðum og tím- inn flaug og stundum var klukkan orðin allt of margt. Hjálpsemi hans og umhyggja gagnvart mér og fjölskyldu minni var mér ómetanleg og ég vonaði að við næðum því að verða eld- gamlir og enn að hittast og laga eitthvað og spjalla, en allt í einu er Jói orðinn fárveikur en samt svo sterkur og ákveðinn í að sigra krabbann, en honum auðnaðist það ekki, því miður, og eftir stendur maður með milljón spurningar og allt er svo ósann- gjarnt. Ég er samt svo þakklátur fyrir það að hann var sjálfum sér líkur til síðasta dags og enn að plana framtíðina. Elsku Jói minn, takk fyrir að vera einstakur vinur og allan tím- ann sem við höfum átt saman, ég naut hverrar stundar. Innilegar samúðarkveðjur til Lilju, barnanna og fjölskyldunnar allrar. Jón Kristinn Sigurðsson. Fyrir nokkrum vikum bárust mér þau slæmu tíðindi að Jói frændi frá Felli, eins og hann var ávallt kallaður á mínu heimili, hefði greinst með alvarlegan sjúkdóm. Mér var illa brugðið en ég hugsaði með mér: ef einhver getur sigrast á svona löguðu þá getur Jói frændi það. Jói var hraustmenni, karlmenni og drengur góður. Fljótlega kom á daginn að veikindi Jóa voru mjög alvarleg. Barátta sem Jói háði af æðruleysi og festu, ákveðinn í að sigra og halda áfram með lífið, var hafin. Í baráttunni naut Jói stuðn- ings Lilju eiginkonu sinnar og barna þeirra sem studdu hann með ráðum og dáð eins og þeim er lagið. En eftir stutta en mjög erf- iða baráttu báru veikindin Jóa of- urliði. Þeir sem þekktu Jóa vita að það þurfti mikið til að hann léti í minni pokann, hann var fastur fyrir og sterk persóna. Það er sárara en orð frá lýst og jafn- framt fjarstæðukennt að Jói frændi sé fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við Jói höfum verið nánir vinir allt frá því að hann sleit barns- skónum í Felli en ég var „í sveit“ hjá frænku minni og frænda, for- eldrum Jóa. Ég á því láni að fagna að hafa kynnst Jóa snemma á lífsleiðinni og vinátta okkar var mér ómetanleg og verður aldrei fullþökkuð. Jói reyndist mér alla tíð ákaflega góður og traustur vinur og hann tók mér eins og ég er. Betri vin en Jóa er ekki hægt að hugsa sér. Jói var mér sem bróðir allt frá því að við vorum samtíða sem dreng- ir í Felli. Ófáar eru ferðirnar sem við Jói fórum saman, ég í misgóðu ástandi en hann ávallt með allt sitt á hreinu. Ég naut góðs af um- hyggju frænda míns hvað sem á daga okkar dreif. Við Jói áttum mörg sameiginleg áhugamál, m.a. byssur, vélar og bíla svo eitt- hvað sé nefnt. Þegar við Jói hittumst, sem var allt of sjaldan, ræddum við áhuga- mál okkar og skiptumst á skoð- unum. Jói var vel að sér í mörgu og það var alltaf gott að leita ráða hjá honum. Leiðir okkar Jóa lágu líka saman í okkar störfum þar sem hann starfaði sem verkstjóri í Slippnum á Akureyri. Jói var út- sjónarsamur, lausnamiðaður, ráðagóður og faglegur í sínum störfum. Stórt skarð er höggvið í skyldmenna- og vinahóp Jóa, það skarð verður aldrei fyllt. Ég votta Lilju, Eggert Snæ, Sigurrós Birtu, Hilmari Loga, Eggert föður Jóa, systkinum Jóa, mökum þeirra og börnum mína dýpstu samúð. Ómar Bragason. Jóhann Óskar Jóhannesson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ELVÝ HELGADÓTTIR, lést fimmtudaginn 8. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júlí klukkan 13. Ásta Björk Ragnarsdóttir Guðmundur Guðnason Helgi Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.