Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er um að gera að notfæra sér meðbyrinn til að koma málum sínum heil- um í höfn. Samskipti þín við nágranna þína, systkini og aðra ættingja hafa batnað til mikilla muna. 20. apríl - 20. maí + Naut Það hefur ekkert upp á sig að vera stöðugt að harma það sem menn ekki hafa. Gerðu breytingar til batnaðar á vinnustað, heimili og í hverfinu, og þú munt njóta vin- sælda fyrir það. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er auðvelt að halda friðinn þegar maður skilur þarfir, þrár, takmarkanir og hæfileika fólksins í kringum mann. Mundu að kærleikur er vinátta en ekki vald- beiting. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú finnur til þrasgirni í samskiptum við foreldra og yfirboðara. Gerðu eitthvað nýtt og spennandi og reyndu þannig að gæða líf þitt ævintýraljóma. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér væri nær að líta í eigin barm í stað þess að reyna að skella skuldinni á aðra. Fáðu álit utanaðkomandi aðila ef þess ger- ist þörf. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð svo þú þurfir ekki að hafa eftirsjá. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú lendir í því að þurfa að semja upp á nýtt í máli sem þú hélst að væri komið í höfn. Temdu þér meira styrkjandi hugsana- ferli. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Treystu þínum innri áttavita og vertu viss um að leiðin sjálf sé mun mikil- vægari en áfangastaðurinn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Lífið verður meiri dans á rósum á næstunni en verið hefur. Skrifaðu þér ást- arbréf og teldu upp öll góðverkin sem þú hefur gert upp á síðkastið. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það hefur ekkert upp á sig að byrgja inni vonbrigði með gang mála. Reyndu að eyða aldrei orku til einskis. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þér finnst þú verða að finna upp á einhverju til að fá útrás fyrir athafnaþörf þína. Lyftu þér upp í lok dagsins. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ef þú ert eitthvað ósáttur við þann félagsskap sem þú ert í skaltu muna að þú valdir hann sjálfur. Brostu framan í heiminn. K ristján Arason fæddist 23. júlí 1961 á Sól- vangi í Hafnarfirði og ólst þar upp. „Við er- um sex systkinin og foreldrar mínir voru yndislegir og þau mótuðu okkur systkinin mjög mikið, en við erum einstaklega sam- heldin fjölskylda.“ Kristján byrjaði snemma í íþrótt- um og var á íþrótta- og leikjanám- skeiðum sem var stjórnað af Geiri Hallsteinssyni og æfði svo allar íþróttir hjá FH. „Ég neitaði að fara í sveit því þá myndi ég missa af íþróttanáminu og æfingunum hjá FH. Geir er stór hluti af mínu handboltauppeldi og var mitt átrúnaðargoð frá upphafi. Hann þjálfaði mig fyrstu árin í meistara- flokki og átti stóran þátt í að móta mig í handboltanum.“ Kristján gekk í Lækjarskóla og fór síðan í Flens- borg og lauk við stúdentsprófið það- an og spilaði handbolta með FH og í meistaraflokki. „Þaðan lá leið mín í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, og það var mest fyrir tilstilli bróður míns, Gísla, sem ég leit mikið upp til, en við vorum mjög nánir. Gísli dó þegar hann var fertugur og svona missir mótar afstöðu manns til lífsins. Maður sér að það er ekk- ert sjálfgefið að eiga afmæli og á sama tíma og við í fjölskyldunni syrgjum Gísla, þá reynum við að vera þakklát fyrir tímann sem við höfðum með honum.“ Eftir að Kristján lauk viðskipta- fræðinni fór hann til Þýskalands í atvinnumennsku í handbolta. Þá var hann kominn með konu, Þorgerði Katrínu, handboltakonu úr ÍR. „Ég byrjaði hjá Hameln, en strax ári seinna fór ég í hið fornfræga hand- boltalið Gummersbach og náði mjög góðum árangri, en við urðum Þýskalandsmeistarar 1988.“ Grannt var fylgst með þessum öfluga hand- boltamanni úti um heiminn og Spánverjar náðu kappanum frá Þýskalandi þegar hann fór að spila með Teka Santander. „Það var mik- ið ævintýri að fara til Spánar og Santander er ofboðslega falleg borg á Norður-Spáni og liðið var mjög gott.“ Kristján fór með íslenska lands- liðinu á Ólympíuleikana bæði 1984 og 1988. „Það er eiginlega það magnaðasta sem íþróttamenn gera að komast á Ólympíuleikana. Leik- arnir í Los Angeles 1984 voru mjög vel heppnaðir og þar náðum við 6. sæti, sem var frábær árangur fyrir okkur. Það var eiginlega upphafið að stjörnuliði landsliðsins undir stjórn Bogdan Kowalczyk og þetta var stórkostlegur tími með landslið- inu.“ Hann segir að landsliðið hafi komið til Seoul með miklar vænt- ingar árið 1988 og það hafi verið vonbrigði að lenda í 8. sæti. „En það er alveg ógleymanlegt að fá tækifæri til að taka þátt í Ólympíu- leikum fyrir Íslands hönd og maður sér það í dag hvað íþróttamenn eru að leggja mikið á sig til að komast til Tókýó á leikana núna.“ Árið 1986 var Kristján fimmti markahæsti leikmaður heimsmeist- aramóts karla í Sviss þegar Ísland náði sínum besta árangri til þess tíma og endaði í 6. sæti, en Kristján er fyrsti Íslendingurinn sem fór yfir þúsund mörk með landsliðinu. Kristján var á mikilli siglingu og ár- ið 1989 var hann kosinn 4. besti handboltaleikmaður heims og auk þess að vinna spænska bikarinn varð hann Evrópumeistari bikar- hafa með Teka Santander árið 1990 og fyrstur allra Íslendinga til að vinna Evrópumeistaratitil í hóp- íþrótt. Kristján kom heim árið 1991 og fór að þjálfa og spila með sínu gamla liði FH. „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun og það var mikil stemmning og troðfullt á öll- um leikjum í úrslitakeppninni. Við náðum að hreppa alla þá titla sem við kepptum um árið 1992.“ Kristján fór aftur yfir til Þýska- lands þegar hann fékk tilboð frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bayer Dormagen 1994. „Það var mjög krefjandi að koma sem erlendur þjálfari, en okkur gekk vel og við náðum 5. og 6. sætinu.“ Kristján var í Þýskalandi í þrjú ár en þá kom hann heim og þjálfaði FH næstu árin, en lagði boltann á hill- una 2001 og fór að vinna hjá Ís- Kristján Arason viðskiptafræðingur og handboltakappi – 60 ára Á ferðalagi Fjölskyldan saman á ferðalagi á góðri stund. Frá vinstri: Gísli Þorgeir, Þorgerður Katrín, Kristján, Katrín Erla og Gunnar Ari. Ævintýralegur ferill í boltanum Hjónin Auk þess að fylgjast með öllu í handboltanum hafa Kristján og Þorgerður mjög gaman af gönguferðum í landinu okkar fagra. Morgunblaðið/Einar Falur Handboltinn Kristján er einn af leikja- og markahæstu landsliðs- mönnum Íslands frá upphafi með 1.123 mörk í 245 landsleikjum. Til hamingju með daginnMIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 6.980 Tálguhnífar Verð frá kr. 4.360 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 6.980 Smiðshnífur/sporjárn Verð kr. 2.160 Hnífsböð Verð frá kr. 1.520 Spónhnífur Verð kr. 6.980 Skátahnífur Verð kr. 6.650 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 1.195 Flökunarhnífur Verð kr. 5.980 Vefverslun brynja.is Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 40 ÁRA Margrét Rut fæddist í Reykjavík og ólst þar upp að hluta en einnig í Chicago og Washington í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hennar voru í námi og síðar vinnu. „Ég er því ekki alltaf alveg með á nótunum þegar kemur að ákveðnum lögum í Euro- vision,“ segir hún og hlær. Hún byrjaði á myndlistar- braut í FB en útskrifaðist sem sjúkraliði og vann við það í nokkur ár samhliða því að fara í Listaháskóla Íslands í myndlist. „Mér fannst að ég þyrfti að læra eitthvað praktískt, en á sama tíma var ég alltaf heilluð af skapandi listum. Í dag stefni ég á meist- aranám í listþerapíu því þá tekst mér að samtvinna þessa tvo þætti.“ Síðasta haust var Margrét Rut með sýningu í Gallerí Fold og sýndi þar skúlptúra, textíl og teikningar. „Verkin mín eru feminísk, líkamsmiðuð og lífræn, en hafa líka aðrar undirliggjandi vísanir.“ Allt er að gerast hjá Margréti Rut á þessu ári. „Við Haraldur fluttumst heim í Covid núna í júní þegar allt lokaðist, en vorum búin að vera í San Francisco í rúmlega 5 ár.“ Núna er Margrét farin að æfa brasilískt jiu jitsu, glímuíþrótt þar sem afl andstæðingsins er notað gegn honum. „Það er mikil fegurð og virðing fyrir mörkum annarra í þessu sporti og þetta eru svona vinalegar kyrkingar. Ég mæli með þessu fyrir alla aldurshópa.“ Auk þess er hún að fara í Stýrimannaskólann til að læra að stýra bát. „Við erum að byggja „Listaresidensíu“ uppi á Kjalarnesi, og ég vil geta siglt þangað. Þetta er bara árið sem ég er að gera allt sem mig langaði að gera fyrir 20 árum og núna leyfi ég mér að taka pláss og finna minn farveg.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Margrétar Rutar er Haraldur Ingi Þorleifsson, f. 2.8. 1977, sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í byrjun árs, eins og frægt hefur orðið. Þau eiga börnin Emmu, f. 2012, og Miró, f. 2017. Margrét Rut Eddudóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.