Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 29
Eftir nærri tveggja ára töf, fyrst vegna byggingaframkvæmda og svo heimsfaraldurs, var menning- arstofnunin Humboldt Forum í Berlín loks opnuð almenningi í vik- unni. Hún stendur þar sem Palast der Republik (Lýðveldishöllin), sem áður hýsti austurþýska þingið, stóð fram til ársins 2006 þegar byggingin var rifin til að rýma fyr- ir nýbyggingu sem Franco Stella hannaði. Stofnunin er kennd við bræð- urna Alexander og Wilhelm von Humboldt, sem voru prússneskir vísindamenn sem lifðu og störfuðu á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Samkvæmt umfjöll- un á vef tímartisins Artnet var Alexander meðal fyrstu náttúruvís- indamanna heims til að fjalla um loftslagsbreytingar af manna völd- um. Hann var einnig landkönnuður á nýlendutímanum, en stór hluti af safneigninni eru munir sem teknir voru ófrjálsri hendi á ferðalögum Evrópubúa um Afríku og Asíu, að því er fram kemur í frétt á vef tímaritsins Afar. Meðal slíkra muna eru Luf boat, tréseglbátur frá Papúa Nýju-Gíneu sem stolið var frá Bismarcks- eyjum meðan þær voru undir stjórn Þjóðverja á 19. öld, og Benin Bronzes, bronsstyttur sem breski herinn stal úr konungshöllinni í Benín 1897. Þýsk stjórnvöld sam- þykktu í mars að skila styttunum aftur til Nígeríu í byrjun næsta árs, en þær verða til sýnis í Hum- boldt Forum á sýningu sem opnuð verður í september. Nokkur fjöldi fólks var mættur í vikunni til að mótmæla opnun stofnunarinnar. Flestir eru ósáttir við að verið sé að sýna stolin verk meðan aðrir eru ósáttir við hversu dýrt reyndist að koma upp Hum- boldt Forum, en kostnaðurinn Humboldt Forum opn- uð almenningi í Berlín - Menningar- stofnun opnuð við blendnar viðtökur AFP List Humboldt Forum var opnuð almenningi í vikunni. Fyrstu hundrað daga eftir opnun verður enginn aðgangseyrir rukkaður og nýta sér það margir. Mótmæli Opnun safnsins hefur verið harðlega mótmælt af fólki sem telur óásættanlegt að til sýnis séu verk sem tekin voru ófrjálsri hendi. nemur alls 680 milljónum evra sem samsvarar um 100 milljörðum íslenskra króna. Enn aðrir eru ósáttir við að Palast der Republik hafi verið rifin á sínum tíma. „Ég held að engum dytti það til hugar að rífa Palast der Republik í dag,“ segir Alfred Hagemann, yfirmaður þeirrar deildar Humboldt Forum sem fjallar um sögu svæðisins, en í kjallara byggingarinnar má ein- mitt sjá sýningu sem beinir sjónum sínum að sögu staðarins. Alls voru sex sýningar, sem stað- settar eru á fyrstu og annarri hæð byggingarinnar, opnaðar almenn- ingi í vikunni en fleiri sýningar verða opnaðar með haustinu og í byrjun næsta árs. Fyrstu hundrað dagana eftir opnun verður aðgang- ur ókeypis og ljóst að margir bíða þess spenntir að heimsækja safnið. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SCARLETT JOHANSSON FLORENCE PUGH DAVID HARBOUR O–T FAGBENLE RAY WITHWINSTONE RACHEL ANDWEISZ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (Unesco) hefur ákveðið að fjar- lægja Liverpool af heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna vegna ára- langra framkvæmda á hafnarsvæði borgarinnar sem rýrt hafi sögulegt gildi hafnarbakkans sem er frá Vikt- oríutímabilinu. Nefnd heimsminja- skrárinnar, undir formennsku Tian Xuejun, fundaði um málið í Kína í vikunni og komst að þeirri niður- stöðu að „einstakt almennt gildi“ hafnarbakkans í Liverpool hefði ver- ið eyðilagt með nýbyggingum. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að þetta sé mikil niðurlæging fyrir borgina, enda aðeins í þriðja sinn á síðustu 50 árum sem borg er fjar- lægð af heimsminjaskrá Unesco. Það gerðist síðast árið 2009. Liverpool komst á heimsminja- skrána árið 2004 vegna fagurrar byggingarlistar á hafnarsvæðinu sem rekja má til þess að borgin gegndi lykilhlutverki í sjóflutningum á tímum breska heimsveldisins með tilheyrandi uppbyggingu. Aðeins átta árum síðar fór Unesco að vara borgaryfirvöld við því að nýbygg- ingar á svæðinu hefðu þegar breytt ásýnd þess það mikið að mikil hætta væri á að verið væri að valda óaftur- kræfum skaða á ásýnd hafnar- svæðisins. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segist afar vonsvikin yfir ákvörðun Unesco og vonast til þess að hægt verði að áfrýja henni. Sagði hún að liðinn væri áratugur síðan Unesco heimsótti borgina síðast „til að sjá hana með eigin augum“ og að það væri „óskiljanlegt“ að Unesco vildi frekar að svæðinu við höfnina, sem fara á undir nýjan keppnisvöll Everton, sé óhaldið óbreyttu í „niðurníddu ásigkomulagi“. „Svæðið okkar sem er á heimsminjaskránni hefur aldrei verið í betra ásigkomu- lagi og hefur notið góðs af hundraða milljóna punda framkvæmdum í formi fjölmargra bygginga.“ Steve Rotheram, sem ber ábyrgð á borgarskipulagi Liverpool, segir ákvörðun Unesco ekki endurspegla raunveruleikann auk þess sem „ákvörðunin er tekin af fólki hinum megin á jörðinni sem skilur ekki endurreisnina sem átt hefur sér stað hér á síðustu árum“. Bætti hann við að borg eins og Liverpool ætti ekki að þurfa að velja milli þess að varð- veita menningararfinn eða skapa störf með endurbótum. Samkvæmt frétt The Guardian óttast margir að með því að víkja Liverpool af heims- minjaskrá Unesco muni engar höml- ur lengur halda aftur af verktökum sem muni nú byggja enn meira. Ljósmynd fengin af vefnum whc.unesco.org Hafnarbakkinn Liverpool var á heimsminjaskrá Unesco vegna sögulegs gildis hafnarbakkans þar í borg sem er frá Viktoríutímabilinu. Liverpool af heimsminjaskrá - Lengi verið varað við uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.