Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 32

Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 32
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím er haldin á Akureyri í fjórða sinn í dag og á morgun. Það er lista- kollektívið MBS sem stendur fyrir hátíðinni sem lýst er sem óhagnaðardrifnu menningarverkefni með áherslu á staðbundna grasrótar- og jaðarmenningu. Hátíðin er haldin við Gúlagið, æfinga- og upptökurými MBS á Oddeyrinni. „Flest atriðin sem koma fram í ár eru frá Akureyri eða hafa sterka tengingu við útgáfufélagið MBS. Markmiðið er að efla senuna á Norðurlandi í heild með hjálp gesta sem koma annars staðar að og eru framúrskarandi í sinni listsköpun,“ segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu MBS. Mannfólkið breytist í slím FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Breiðablik á ágætismöguleika á að komast í þriðju um- ferð Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir óvænt en verðskuldað jafntefli gegn Austria Wien í Austurríki í gær, 1:1. Staðan er hins vegar erfið hjá bæði FH og Val sem töpuðu heimaleikjum sínum gegn norsku liðunum Rosenborg og Bodö/Glimt. »26 Óvænt jafntefli Blika í Vínarborg en FH og Valur töpuðu á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sandvíkurfjara á Hauganesi við Eyjafjörð hefur að undanförnu verið heitur reitur og fjöldi fólks komið þangað á hverjum degi til að sleikja sól og svamla í sjó. Ágæt aðstaða; búningsklefar með snyrtingu og heitir pottar, hefur verið sett upp í kambi fjörunnar sem snýr mót suðri, þar sem nýtur sólar allan daginn. „Senni- lega er fjaran hér á Hauganesi sú eina hér á Norð- urlandi sem snýr móti suðri og fyr- ir vikið eru hér frábærar að- stæður frá náttúrunnar hendi. Sam- kvæmt staðháttum var farið í upp- byggingu hér, en yfirleitt snúa sandfjörur í þessum landshluta móti norðri, vestri eða austri,“ segir at- hafnamaðurinn Elvar Reykjalín. Þorpið hefur tækifæri Hauganes er við utanverðan Eyjafjörð að vestan, og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Ríflega 100 manns búa í þorpinu, þar sem sjávar- útvegur hefur jafnan verið undir- staða. Með fjölskyldu sinni á Elvar og rekur salfiskverkunina Ektafisk en hefur í vaxandi mæli snúið sér að ferðaþjónustu. „Í raun hefur Hauga- nes eðlisbreyst,“ segir Elvar. „Þetta var sjávarpláss og er vissulega enn, nema hvað ferðaþjónustan er komin sterk inn. Baðstaður í fjöru, heitt vatn, hvalaskoðun, tjaldsvæði og veitingahús. Þetta allt hefur tekist að virkja í eina heild sem skapar þorpinu tækifæri.“ Byrjað var að útbúa baðaðstöðu á Hauganesi árið 2015 sem svo hefur verið bætt við, í takti við sífellt meiri aðsókn. Síðustu vikur hefur raunar verið bongóblíða á Norðurlandi sem laðað hefur ferðamenn á svæðið og þá kemur Hauganes sterkt inn. „Í fyrra og nú í sumar varð sprenging í aðsókn í Sandvíkurfjöru. Gestir eru að stærstum hluta ís- lenskt fjölskyldufólk, sem gjarnan dvelst hér á tjaldsvæðinu sem hefur verið stækkað til bráðabirgða. Nú stendur til að bæta tjaldaðstöðuna varanlega og ýmsar skemmtilegar hugmyndir eru um hvað gera skuli til eflingar ferðaþjónustu hér. Um- sókn um deiliskipulag fyrir þá breyt- ingu er hjá Dalvíkurbyggð en þeir sem þar ráða eru að mér finnst já- kvæðir í garð þróunar mála í ferða- mannaþorpinu, eins og ég kalla Hauganes,“ segir Elvar Reykjalín. Sleikja sól og svamla í sjónum á Hauganesi - Fjara mót suðri - Baðstaður af bestu gerð - Mikil aðsókn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Busl Heitu pottarnir á svæðinu eru fjórir og þessi er með leiktækjum. Ljósmynd/Elvar Reykjalín Fjaran Frá náttúrunnar hendi er frábær baðströnd á Hauganesi þangað sem fólk hefur flykkst undanfarið til að njóta sumars og sólarblíðu. Elvar Reykjalín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.