Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 28
„Ef þetta er góður dagur þá held ég að ég fari alltaf í
úrslit og síðan skulum við bara sjá hvað gerist ef dag-
urinn er enn þá betri. Ég á heima í úrslitunum og það er
klárlega markmiðið að komast þangað og reyna eins
mikið og maður getur að stríða gaurunum í efstu sæt-
unum og reyna að koma sjálfum sér í þau,“ segir Guðni
Valur Guðnason meðal annars um möguleika sína í
kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Rætt er við
Guðna í blaðinu í dag en hann stígur á stokk í und-
ankeppninni aðfaranótt föstudagsins. »23
Guðni telur sig fara í úrslit í
kringlukastinu á góðum degi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Smáfuglarnir eru litríkir og því
er skemmtilegt að mynda þá. Gló-
kollur og auðnutittlingur eru fal-
legir og ekki síður músarrindillinn
með sína eftirtektarverðu brúnu
litatóna,“ segir Árni Árnason,
kennari, höfundur og þýðandi.
Um þessar mundir stendur yfir
í Gallerí Gróttu á Bókasafni Sel-
tjarnarness við Eiðistorg sýning á
fuglaljósmyndum Árna sem ber
yfirskriftina Fuglalíf – fuglarnir í
nágrenni okkar. Þar eru uppi
nærri 100 ljósmyndir af fuglum í
náttúru Íslands og tegundirnar
eru alls um 50.
Nýjar víddir opnast
„Áhugi á ljósmyndun hefur
lengi fylgt mér og þá helst að
mynda það sem fyrir augu ber úti
í náttúrunni. Í seinni tíð fór ég að
gefa fuglunum meiri gaum, jafn
vandasamt og það getur verið að
mynda þá,“ segir Árni. „Galdurinn
þarna er eins og við allar mynda-
tökur helst sá að fanga and-
artakið; þegar fuglinn er á flugi,
með afkvæmi sín, æti í goggi eða
eitthvað slíkt. Þarna skiptir miklu
máli að vera með skarpa og hrað-
virka linsu, helst ekki minna en
500 millimetra. Hvernig nýjar
víddir opnast í náttúrunni þegar
sumargestirnir eru komnir til
landsins er spennandi að sjá.
Háttalag fugla finnst mér líka
óendanlega forvitnilegt. Gaman er
að fylgjast með því hvað þeir geta
verið útsjónarsamir í fæðuöflun og
við að verja unga sína. Ég taldi
eitt sinn fimm sortir af ormum og
lirfum í nefi svartþrastar.“
Fuglalífið á höfuðborgarsvæð-
inu er fjölbreytt, segir Árni, sem
fer oftar á ákveðna staði en aðra í
leit að myndefnum. Tjörnin og
Vatnsmýrin eru þar ofarlega á
blaði og Seltjarnarnesið. Einnig er
mikið fuglalíf í Hólavallagarði við
Suðurgötu, í Elliðaárdal og Öskju-
hlíð.
„Endur og álftir eru mikið við
Tjörnina. Beint suður af henni,
nærri Hringbrautinni, þar sem
heitir Þorfinnstjörn, verpir krían í
hólmanum þar, rétt eins og á suð-
urnesi vestur á Nesi,“ segir Árni.
„Í Öskjuhlíð er mikið um smáfugla
eins og auðnutittling, músarrindil,
glókoll og nú síðast er krossnefur
farinn að sýna sig þarna. Í Foss-
vogskirkjugarði þar skammt frá
eru skógar- og svartþrestir áber-
andi sem og maríuerlan. Þá sjást
dúfur í vaxandi mæli hér í Reykja-
vík, en þær hafa verið að ná sér á
strik á undanförnum árum eftir að
hafa nánast verið útrýmt. Núna
sjást dúfur við norðurenda Tjarn-
arinnar og inni við Sundahöfn.“
Vandi að velja
Árni Árnason var um árabil
kennari við Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi auk þess að hafa sinnt
margvíslegum útgáfustörfum. Hef-
ur því langa reynslu af því að
miðla margs konar fróðleik og
setja fram með aðgengilegu móti.
„Tilgangurinn með þessari sýn-
ingu er öðrum þræði að segja og
sýna að hér í borginni er fjölbreytt
fuglalíf og ótrúlega margar teg-
undir að finna. Ég hef annars farið
víða um landið og tekið myndir af
fuglum, svo sem í Ölfusi og Flóa
og svo við sjávarsíðuna þar sem
lundinn er áberandi,“ segir Árni
og bætir við að vandinn við und-
irbúning ljósmyndasýningar sé að
velja úr.
„Finna þarf heildstæðan þráð
þegar úr þúsundum mynda er að
velja,“ segir Árni um sýningu sína.
Sú stendur til 10. ágúst næstkom-
andi, er opin virka daga frá 10-
18.30 og föstudaga frá 10-17.
Fuglarnir í borginni
- Árni sýnir í Gallerí Gróttu - Nær 100 myndir og 50 teg-
undir - Auðnutittlingur, músarrindill, endur og krossnefur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fuglamyndir Veiðibjalla með æti í goggi og litríkur glókollur. Myndirnar á
sýningunni hefur Árni tekið á sl. þremur árum og sumar eru listaverk að sjá.
Ljósmyndir/Árni Árnason
Myndasmiður Fuglalífið á höfuðborgarsvæðinu er fjölbreytt, segir Árni,
hér með myndavélina og linsuna sem skiptir miklu við fuglamyndatökur.
Kvartett Maríu Magnúsdóttur kemur fram á tónleikum
Jazzklúbbsins Múlans í Flóa á jarðhæð Hörpu í kvöld,
miðvikudag, og hefjast þeir klukkan 20. María mun
ásamt hljómsveit sinni flytja vel valin lög og eftirlætis
djassperlur í eigin útsetningum.
Ásamt söngkonunni koma fram píanóleikarinn Hjört-
ur Ingvi Jóhannsson, bassaleikarinn Sigmar Þór Matt-
híasson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir sem leikur
á trommur. Jazzklúbburinn Múlinn er nú starfræktur
24. árið í röð.
Kvartett Maríu Magnúsdóttur kem-
ur fram á tónleikum Múlans í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING