Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 ✝ Ragnheiður Þórarinsdóttir fæddist í Reykja- vík 7. apríl 1956. Hún lést á Land- spítalanum 18. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Margrét Sæmundsdóttir saumakona og Ólafur H. Torfason vegaverkstjóri. Systkini hennar sammæðra eru Kristín Þorbjörg, f. 1959, d. 2016, Ólína Margrét, f. 1961, og Torfi Jóhann, f. 1965. Ragn- heiður giftist 4. desember 1976 eftirlifandi eiginmanni sínum, Þórarni Th. Ólafssyni stýri- manni, f. 1954. Börn þeirra eru a) Ágústa Margrét, f. 1976. Hennar maður er Andrew Bry- don og börn þeirra eru Isobel Sóley, f. 2010, og Óskar Thor, f. 2015. b) Kristín Theódóra, f. 1980, börn hennar eru Emilía Kumbaravogi þar til starfsemi lauk. Árið 2006 fór hún í sjúkraliðanám og lauk því á tveimur árum og starfaði síðan sem slík. Ragnheiður starfaði talsvert að félagsmálum. Gekk í slysavarnadeildina Björg á Eyrarbakka fljótlega eftir að hún hóf búskap og síðan innan fárra ára í Kvenfélag Eyr- arbakka og starfaði þar alla tíð, var í stjórn í mörg ár og formaður þess nokkur ár. Hún vígðist inn í Oddfellow-regluna árið 2011 í Rebekkustúkuna nr. 9 Þóru á Selfossi. Hún var í hópi systra sem hyggjast stofna nýja stúku nú á haust- mánuðum. Ragnheiður veiktist skyndilega í lok apríl sl. Hún varð fljótt mjög veik og fékkst ekkert við ráðið. Hún lést sunnudaginn 18. júlí á blóð- meinadeild Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 28. júlí 2021, klukkan 14. Jarðsett verður í Eyrarbakka- kirkjugarði. Slóð á streymi má finna á: www.mbl.is/andlat/ Streymt verður frá athöfn- inni á: https://selfosskirkja.is/ Ólöf, f. 2007, og Þórarinn Smári, f. 2014, unnusti Kristínar er Egill Harðarson. c) Ólöf Halldóra, f. 1980, barn hennar er Ronja Kristín, f. 2009, sambýlis- maður Ólafar er Einar Storo. Skólaganga Ragnheiðar var í Álftamýrarskóla og Ármúla- skóla og eftir gagnfræðapróf lá leiðin á vinnumarkaðinn í ýmis störf. Ragnheiður og Þórarinn hófu búskap á Eyrarbakka í desember 1975 og bjuggu þar æ síðan. Eftir að börnin kom- ust á leikskóla starfaði Ragn- heiður í fiskvinnslu fyrstu 10 árin en síðan vann hún á Sól- völlum, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka, og síðan um 10 ára skeið á hjúkrunarheimilinu Það er virkilega erfitt að sætta sig við það að Ragnheiður frænka okkar sé farin, eftir stutt en erfið veikindi. Enn einu sinni er maður minntur harkalega á það hvað lífið er viðkvæmt og eins gott að lifa því og njóta hverrar stundar. Ragnheiður kunni að lifa lífinu, hún var einstaklega félagslynd, elskaði góð partí og veislur. Hún passaði sig að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt að hlakka til, eins og að fara í leikhús, breyta og fegra heimilið, en hún naut þess að hafa fallegt í kringum sig. Ekki skemmdi heldur fyrir að eiga eins og einn ef ekki fleiri flugmiða. Þau hjónin voru dugleg að ferðast, bæði í sólina og að heimsækja dætur sínar og fjölskyldur til Manchester og Bergen. Síðasta utanlandsferðin var til Færeyja síðasta sumar, en þau tóku krók á leið sína og fóru til Vopnafjarðar að heimsækja Ásmund systurson hennar og fjölskyldu. En Ragn- heiður var sérstaklega frændræk- in og hlúði vel að fjölskyldu sinni, hvort sem það voru hennar börn eða við systkinin, með heimsókn- um og símhringingum. Hún hélt einstaklega vel utan um okkur þegar mamma okkar lést og pass- aði að halda reglulegu sambandi. Við systkinin vottum elsku Þórarni, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Elsku frænka okkar takk fyrir allt og allt. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir) Margrét, Ólafur, Oddný Ása og Ásmundur. Það er mér nánast óskiljanlegt að Ragnheiður, bróðurdóttir mín, sé látin, en hún háði stutta glímu við erfið veikindi. Ótímabært and- lát hennar fyllir mig sorg, en sár- astur er þó missir nánustu fjöl- skyldu hennar, sem nú sér á eftir yndislegri eiginkonu, móður, ömmu og systur. Ragnheiður var smábarn þeg- ar hún kom með mömmu sinni inn í fjölskyldu mína, þegar þau Óli bróðir og Margrét, sem síðar varð eiginkona hans, urðu par. Þeim mæðgum var vel tekið og Óli gekk Ragnheiði í föður stað. Ragnheið- ur varð svo stóra systir Kristínar, sem er látin, Lóu og Torfa. Samgangur var alltaf mikill í fjölskyldunni og ég hef því fylgst með Ragnheiði frá því hún var glaðlegt barn, sem síðan varð glaðlegur unglingur með lítil eða engin unglingavandamál og síðan efnileg, glaðleg kona, enn þá með engin vandamál. Ragnheiður var alltaf ljúf, brosmild og jákvæð og kom eins fram við alla og gerði engan mannamun. Hún giftist ung Þórarni, sem hún hóf búskap með á Eyrarbakka, þaðan sem hann er ættaður, og þar hafa þau búið æ síðan. Þórarinn var fyrst framan af til sjós, enda menntað- ur til þess, en hætti því fljótlega og fékk sér vinnu í landi til að geta verið með fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu með þeim. Þau eign- uðust þrjár dætur, fyrst Ágústu og síðar tvíburana Ólöfu og Krist- ínu. Þetta var falleg og samheldin fjölskylda sem gott var að vera nálægt. Ragnheiður var stolt af dætrum sínum þremur, enda full ástæða til. Þær eru allar vandaðar og vel gerðar ungar konur, sem hafa staðið sig með mestu prýði í lífinu og eiga falleg og mannvæn- leg börn. Ég kom nokkuð oft til Ragn- heiðar, sérstaklega hér á árum áð- ur, boðin sem óboðin og fékk alltaf hlýjar móttökur og kom aldrei að tómum kofanum hjá henni. Þó að ég væri heilli kynslóð eldri en hún hafði það ekki áhrif á samskipti okkar. Við hringdum hvor í aðra og skiptumst á fréttum um fjöl- skyldurnar. Þeirra stunda mun ég sakna sárt. Síðustu árin, meðan Óli bróðir lifði, sinnti Ragnheiður honum af mikilli umhyggjusemi og natni og þær voru ófáar ferðirnar sem þau Þórarinn keyrðu til Reykjavíkur til að sinna honum. Ég veit að Óli var þeim þakklátur fyrir það og það er ég líka. Ég er líka þakklát fyrir allt sem Ragnheiður hefur gert fyrir mig, en ég átti ekki von á að ég myndi þakka henni á þess- um vettvangi og hefði svo sann- arlega viljað að það hefði verið á annan veg. Ég votta Þórarni, Ágústu, Kristínu og Ólöfu, sem og barna- börnum og systkinum Ragnheið- ar, samúð mína. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá þeim. Megi minningin um yndislega eig- inkonu, móður, ömmu og systur lifa með ykkur. Helga Torfadóttir. Það er komið að kveðjustund. Það er með mikilli sorg og trega sem ég sest niður og skrifa fáein kveðjuorð um Ragnheiði Þórar- insdóttur. Kveðjustund sem kom allt of fljótt, hún átti eftir að gera svo margt, það voru spennandi tímar fram undan þar sem þau hjónin voru bæði hætt að vinna. Enginn ræður sínum næturstað, almættið kallar til sín góða konu til mikilvægra verka, eftir sitjum við hljóð með tár á hvarmi. Ég kynntist Ragnheiði fyrst á skemmtunum og ferðalögum inn- anlands og utan með bræðrum í Oddfellow-stúkunni Hásteini. Ár- ið 2011 leiddi ég hana inn í Odd- fellow-regluna og þá bundumst við góðum vinaböndum. Hún gekk til liðs við undirbúningshóp stofnunar nýrrar Oddfellow- stúku á Selfossi síðla árs 2019 og tók þar virkan þátt í öllum verk- efnum. Til stóð að hún yrði ein af stofnfélögum í Oddfellow-stúk- unni Halldóru. Það er þungt högg fyrir okkar hóp að missa hana úr starfinu, konu með reynslu og þekkingu til að takast á við öll verkefni. Ragnheiður var okkur góður félagi og vinur, hún var allt- af fús til að taka að sér verkefni hver sem þau voru, þegar átti að kaupa veitingar á fundi þá stóð hún upp við aðra systur og sagði nei, þetta sjáum við um, allt sem hún gerði var vel gert. Við Halldórusystur munum sakna okkar góðu systur, við minnumst hennar með kærleik í hjarta, með þakklæti fyrir allar góðu stundirnar á lífsins vegi. Ragnheiður verður alltaf hluti af hópnum, hún lagði með okkur veginn sem við munum ganga, í okkar huga og hjarta verður hún alltaf ein af Halldórusystrum. Kæri Þórarinn og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra, megi góður Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Blessuð sé minning okkar látnu systur. Hljómfagrar myndir horfinna daga, í huganum geymast sem töfrandi glóð. Svo er minning þín ljúf og lífs þíns saga, ljós þitt lifir með okkur er varst þú svo góð. (J.R. Lilliendahl) Fyrir hönd verðandi Halldóru- systra, Margrét Katrín Erlingsdóttir. Okkur setur hljóð. Nú hefur myndast skarð í hópinn okkar góða. Ragnheiður er farin allt of fljótt. Eftir margra ára vináttu og gæðastundir standa eftir minn- ingar sem hvert og eitt okkar á í hug og hjarta. Minningar um fundi og ferðir, afmæli og fögnuði, helgarferðir og samveru. Það var ekki komið að tómum kofunum þegar veislur sem Ragn- heiður kom að voru annars vegar, þar lék allt í höndum hennar. Ragnheiður hafði sterkar skoðan- ir og lét þær óspart í ljós og stund- um þannig að ekki líkaði öllum. Ragnheiður var gjafmild og einn- ig fagurkeri og hafði næmt auga fyrir umhverfi og listum. Þegar Ragnheiður varð sextug hélt hún veglega afmælisveislu. Þar hylltum við hana með glensi og afmælissöng og setjum hér eitt erindi úr söngnum en það lýsir henni vel. Hún stundum er settleg og stundum er hvatvís, og endalaust gefur hún lífinu lit. Hún kann sko að vera til, alltaf svo huggó. Já, Ragnheiður okkar hún er bara skvís. Með eindæmum gestrisin alltaf hún er. Með kræsingar ljúfar á borðum hjá sér. Elsku Þórarinn vinur okkar, dætur og fjölskyldan öll, við vott- um ykkur innilega samúð. Bless- uð sé minning Ragnheiðar um ókomin ár. Auður og Rúnar, Guð- björt (Gúddý) og Jón Ómar, Hafdís og Jóhann- es (Jói), Hugborg (Hugga) og Sig- urmundur (Diddi), Ingi- björg (Inga) og Páll (Palli), Ragnheiður (Ragga) og Birgir (Biggi). Ég man þegar ég sá Ragnheiði fyrst, þá var hún nýflutt á Eyr- arbakka með honum Þórarni Th. Ólafssyni. Þau bjuggu fyrst á Tjörn á Eyrarbakka, á meðan þau voru að byggja sér framtíðarhús- næði. Ragnheiður var glæsileg kona með rautt hár og kvikar hreyfingar. Hlátur hennar heyrð- ist vel þar sem hún var, hún var dugleg og ósérhlífin og sagði hisp- urslaust það sem henni fannst. Hún var nærgætin við þá sem minna máttu sín og sýndi þeim hlýju. Hún var mikil húsmóðir, heimilisstörf léku í höndum henn- ar og hún var mikill fagurkeri. Ragnheiður byrjaði í Kvenfélagi Eyrarbakka fljótlega eftir að hún flutti á Bakkann og tók að sér mörg ábyrgðarstörf innan Kven- félagsins. Hún var formaður kaffinefndar, var í stjórn Kven- félagsins og seinna formaður þess í nokkur ár. Hún átti sér áhuga- mál fyrir hönd Kvenfélagsins fyr- ir utan hefðbundin störf hennar innan þess; það var að Kvenfélag Eyrarbakka ætti sér sinn eigin fána. Þessu markmiði sínu fyrir hönd Kvenfélagsins náði hún og gætti þess vel að fáninn væri hafð- ur við merkisatburði Kvenfélags- ins og einnig þegar kvenfélags- kona var til grafar borin. Undirrituð var með Ragnheiði í einni af basarnefndum Kven- félagsins og kynntist henni þar, jafnframt því að þekkja hana sem samborgara. Með þessari kveðju langar mig, fyrir hönd Kvenfélags Eyrar- bakka, að þakka Ragnheiði fyrir hennar framlag til Kvenfélags Eyrarbakka og til samfélagsins alls. Kristín Eiríksdóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka. Brostinn er hlekkur – skarð er fyrir skildi. Það var mikið áfall að fá fréttir af andláti Ragnheiðar. Hún hafði verið slöpp og veik sl. mánuði en maður bjóst alltaf við að hitta hana hressa á næsta fundi. Kallið kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kannski svolítið líkt henni sjálfri. Hún kom, umvafin orku hvatvísi og glaðværðar og þegar hún kvaddi hljóðnaði og varð tómlegt. Þannig var Ragnheiður. Hún fyllti hvert rými af orku sinni. Ragnheiður var mikil fjölskyldumanneskja og voru eiginmaður, dætur og barna- börn henni allt. Hún var mynd- arleg húsmóðir og fagurkeri. En umfram allt var Ragnheiður góð- ur og sannur vinur vina sinna. Fé- lagslynd var hún að eðlisfari og tók virkan þátt í samfélagi sínu. Hún var m.a. mjög virk í kven- félagi Eyrarbakka þar sem hún var formaður um tíma en lengst af í forsvari fyrir einni kaffinefnd fé- lagsins. Þar nýtti hún styrkleika sína vel – myndarskapur var henni eðlislægur. Hún var hrein- skiptin og klæddi ekki hlutina í óþarfa umbúðir. Þá skipti álit samferðafólks hana ekki öllu þótt hennar verk hafi allir virt og met- ið. Það var aldrei lognmolla í hennar nærveru. Þórarinn var stóra ástin henn- ar Ragnheiðar og mátti ætíð sjá og heyra á tali hennar hversu sönn ást hennar var. Þau komu fyrir sem mjög ólíkir einstakling- ar en saman voru þau ein heild, samofin og farsæl öllum þeim sem á horfðu. Þórusystur eiga eftir að sakna hlátraskalla hennar, glaðværðar, vináttu og félagsskapar. Það hljóðnar í sal og sál. Fyrir hönd Rebekkustúkunnar nr. 9, Þóru, votta ég Þórarni, dætrunum og fjölskyldu allri mína dýpstu samúð og bið Guð að varðveita minningu kærrar syst- ur. Þar til við hittumst að nýju, í vináttu, kærleika og sannleika. F.h. Þórusystra, Elsa Ingjaldsdóttir. Elsku vinkona. Þá er komið að leiðarlokum, þú kvaddir alltof fljótt. Minningarn- ar streyma fram. Við vinkonurnar úr Álftamýrarskóla stofnuðum snemma saumaklúbb, vorum ekki nema 11 ára gamlar. Sá klúbbur entist svo sem ekki lengi. En þeg- ar við vorum þrítugar var klúbb- urinn endurvakinn og höfum við gert margt skemmtilegt saman í gegnum árin. Tónleikar, ferðarlög og utanlandsferð. Þá er ferð okk- ar til Vestmannaeyja sem stendur upp úr, veðurblíðan einstök og allt sem fylgdi þessari ferð líður seint úr minni. Ferðin okkar til Man- chester var einnig ógleymanleg. Afmælisveislan þegar þú fagnaðir 60 ára afmælinu þínu gleymist seint. Svo glæsileg þegar þú tókst á móti öllum gestunum. Síðasta skemmtun sem við áttum saman, í febrúar 2020, þá fórum við út að borða og á Stuðmannatónleikana, já, við kunnum sko að skemmta okkur og njóta samverunnar. Þú varst höfðingi heim að sækja, maður gat alltaf bankað upp á á Túngötunni. Þín verður sárt saknað úr saumaklúbbi 56. Við þökkum ómetanlega vin- áttu í gegnum árin. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá þá komin er skilnaðarstundin. Sendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur til Þórarins, dætra þeirra, tengdasona og barna- barna. Þínar vinkonur Björg, Fríða, Helga, Lilja, Margrét (Magga), Svana, Svanhildur. Ragnheiður Þórarinsdóttir ✝ Hulda Elvý Helgadóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1940. Hún lést á Landspít- alanum 8. júlí 2021. Hún var dóttir Helga J. Hafliða- sonar bifvélavirkja, f. 1908, d. 1965, og Sigurbjargar Jóns- dóttur húsmóður, f. 1905, d. 1997. Systkini Huldu eru Sigurbjörg, Kristín, Hafdís, Hafþór, Ómar Þór og Helgi. Hulda var gift Ragnari Hjalta- syni, f. 28.3. 1938. Börn þeirra stíg í Reykjavík með eiginmanni sínum Ragnari Hjaltasyni, þar sem þau byrjuðu sinn búskap. Þaðan fluttu þau til Hafn- arfjarðar og stofnuðu Sendibíla- stöð Hafnarfjarðar ásamt fleiri bílstjórum, Hulda starfaði í síma- afgreiðslu meðan á sambúðinni stóð. Eftir sambúðarslit flutti Hulda í Breiðholtið með sín þrjú börn og vann í blómabúð með Kristínu systur sinni. Um 1990 stofnaði Hulda hjónabandsráðgjöf og kom mörgum pörum saman, ásamt því að vera útivinnandi húsmóðir. Einnig var hún virk í félagsstarfinu Vinafélaginu, sem hún sinnti vel og skipulagði sam- komur kringum félagið. Á efri árum flutti hún í Safamýri 40 og var þar sín síðustu ár. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 28. júlí 2021, klukk- an 13. eru: 1) Ásta Björk, f. 2.10. 1960, maki Guðmundur Guðna- son, f. 5.1. 1961. Þeirra börn eru Ív- ar Þór, f. 29.5. 1984, Elvý Ósk, f. 10.6. 1987, og Axel Örn, f. 28.8. 1989. 2) Helgi, f. 22.12. 1961, hans barn er Ása Lilja, f. 3.6. 1996. 3) Víðir Þór, f. 4.1. 1965, d. 20.3. 1981. Hulda ólst upp á Hverfisgötu 92a í Reykjavík og var alla sína grunnskólagöngu í Austurbæj- arskóla. Hún flutti á Skólavörðu- Elsku mamma og amma, það er alveg ofboðslega erfitt að setjast niður og semja bréf til þín, miðað við hvað þú varst heilsuhraust átt- um við ekki von á að missa þig svona snemma. Það er mikill sökn- uður að hafa þig ekki lengur kring- um okkur, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Þú varst alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á í okkar lífi. Fjölskyldan var þér mikilvægust og þú notaðir öll tækifæri til að koma fjölskyldunni saman. Það var auðvelt að fá þig til að brosa og hlæja og þér þótti gaman þegar við fífluðumst sam- an. Það sem þú elskaðir ættfræð- ina, þú gast talað um hana tímun- um saman og það var ofboðslega gaman að hlusta á þig. Þú varst með allt á hreinu þegar það kom að fjölskyldumeðlimum eins og fæðingardaga og -ár hjá öllum ættingjum. Þú sagðir okkur svo oft einhverja hluti um ættingjana okkar sem við höfðum ekki hug- mynd um, oft þegar við vorum að segja þér frá einhverjum eða kynna þig fyrir nýju fólki þá vissir þú alveg hvort einstaklingurinn væri skyldmenni eða ekki. Þú áttir líka til í að spá fyrir okkur með bollum eða spilum og þú náðir al- veg að fanga okkur með forvitn- inni og oftar en ekki rættist spá- dómurinn frá þér. Þú áttir líka til að spila tölvuleiki með okkur og voru það alveg góðar stundir. Bíl- túrarnir sem við áttum til að taka voru líka alveg æðislegir, þú tókst þinn tíma til að segja okkur hvern- ig hlutirnir höfðu verið í gamla daga og hversu mikið hafði breyst með tímanum. Þú fræddir okkur um lífið og tilveruna í hvert sinn sem við fórum eitthvað út. Þér fannst svo ofboðslega gaman að borða að það var alltaf hægt að lokka þig með í bíltúr ef þú vissir að það yrði einhver matur í leið- inni. Þú varst ekkert mikið fyrir að hafa gæludýr í kringum þig en það var alveg ótrúlegt hvað dýrin sóttu mikið til þín, þau hafa örugglega skynjað hlýleikann frá þér. Við eigum margar góðar minningar um þig, elsku mamma og amma, og við munum varðveita þær eins og við getum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við erum þér ævinlega þakklát fyrir tímann sem þú varst með okkur. Helgi, Elvý Ósk og Ása Lilja. Hulda Elvý Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.