Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Hryggjarstykkið í plötunni er „Ís-
lenska svítan“ hennar Jórunnar Við-
ar. Það var fyrsta verkið sem var
valið,“ segir Una Sveinbjarnardóttir
fiðluleikari um nýja plötu þeirra
Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara,
Last Song.
„Ég var rosalega heppin að fá að
kynnast Jórunni og fara í tíma hjá
henni með Nico Muhly vini mínum
áður en við spiluðum „Íslensku svít-
una“ á Gljúfrasteini árið 2007. Við
fórum í heimsókn til hennar á Lauf-
ásveginn og það var alveg rosalega
gaman að spila þetta fyrir hana.
Hún var náttúrlega ótrúlegur
tónlistarmaður og hafði frá mörgu
að segja.“
Kaflarnir í verki Jórunnar eru
þjóðlegir og klassískir: vikivaki,
þjóðlag, fiðlulag, óttusöngur og
ávarp. „Verkið er bæði svolítið hátíð-
legt því það er samið í tilefni af ellefu
hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar
árið 1974 en það er líka rosalega létt
yfir því. Það er kannski eitthvað sem
við vorum að leitast við; að hafa svo-
lítið létt yfir plötunni. Það er húmor í
verkinu hennar og það er líka mikil
rytmísk spenna í því. Það er ofsalega
sérstakt.“
Íslensk tónskáld og erlend
Þær Tinna völdu síðan lög til að
hafa með verki Jórunnar. „Við vor-
um með svolítinn bunka af verkum
sem við höfum spilað áður. Sumt er
nýtt og sumt eldra. Við tókum okkur
góðan tíma til að raða þessu fallega
saman.“
Útkoman varð skemmtileg blanda
af verkum frá ólíkum tímum, bæði
íslensk og erlend. Auk Jórunnar
eiga nokkur íslensk samtíma-
tónskáld verk á plötunni. „Okkur
fannst fallegt að hafa Atla Heimi
Sveinsson og Magnús Blöndal Jó-
hannsson með,“ segir Una. Tvö verk
eftir Magnús eru á plötunni og þrjár
Maríubænir Atla Heimis. Auk
þeirra er að finna þar verk eftir
Karólínu Eiríksdóttur, sem var önn-
ur íslenskra kvenna til þess að
ganga í Tónskáldafélagið, næst á
eftir Jórunni, og því vel við hæfi að
hafa verk eftir hana með svítu Jór-
unnar.
Á plötunni eru síðan ýmis verk
eftir erlend tónskáld frá ólíkum tím-
um. Una segir að þeim Tinnu hafi
þótt gaman að finna fallegan dans,
sem passaði vel með verki Jórunnar,
eftir Hildegard von Bingen. Sú var
uppi á 12. öld og verk hennar, sem
frumflutt var árið 1151, það elsta á
plötunni.
Einnig má finna þar tvö verk eftir
Louis Couperin (1626-1661). Annað
þeirra heitir „Unmeasured Prelude“
og þótti þeim Unu og Tinnu gaman
að vinna í því þar sem það býður upp
á þónokkurt frelsi. „Við höfum báðar
verið að vinna svolítið í spuna. Verk-
ið er skrifað í bollunótum svoköll-
uðum, í heilnótum, og svo fá flytj-
endurnir að ráða lengd nótnanna í
verkinu.“ Þetta gefur tónlistar-
mönnunum færi á að útsetja verkið
eftir eigin höfði.
Verk tileinkað Jóhanni Jóhanns
Auk þess eru á plötunni verk eftir
hinn norska Ole Bull (1810-1880),
þáttur úr óperunni Thais eftir Jules
Massenet (1842-1912), verk eftir
Christoph Willibald Gluck (1714-
1787) og Claudio Monteverdi (1567-
1643).
Síðasta lagið á plötunni og jafn-
framt það yngsta, „Last Song before
the News“, er eftir Unu sjálfa. Það
er tileinkað tónskáldinu og vini Unu
Jóhanni Jóhannssyni og á rætur að
rekja til þess þegar Una var stödd í
Hallgrímskirkju að undirbúa sig
fyrir jarðarför hans. Þær Tinna
unnu svo saman að því að þróa þenn-
an hljóðheim og klára lagið.
Skemmtileg breidd
Titill þessa síðasta lags tengist
þema plötunnar. „Hún er ástarjátn-
ing til síðasta lags fyrir fréttir. Okkur
fannst lögin á plötunni ríma svo vel
við það. Öll þjóðin hlustaði á sama lag-
ið á hverjum degi enda Ríkisútvarpið
eina rásin á sínum tíma.“ Una segir
breiddina í þessum lögum, sem spiluð
voru fyrir hádegisfréttirnar á degi
hverjum, hafa verið skemmtilega, en
oft voru spiluð íslensk sönglög, ást-
arljóð eða vögguvísur. „Platan er svo-
lítill óður til línulegrar útvarps-
dagskrár, sem er hrópleg
tímaskekkja á öld hlaðvarpa.“
Lögin fanga á vissan hátt tilfinn-
inguna sem fylgir augnablikinu rétt
áður en fréttir skella á, áhyggjuleys-
ið og léttleikann sem einkennir logn-
ið á undan storminum.
Platan var tekin upp í Sundlaug-
inni Álafosskvos, sem hefur verið
breytt í hljóðver. Þar tók Birgir Jón
Birgisson hljóðmaður á móti þeim og
segir Una það hafa verið frábært að
hafa hann þeim til aðstoðar.
Mikil tilraunakona
Una leikur að vanda á fiðlu en
Tinna spilar á dótapíanó og undir-
búið píanó í verkunum. Undirbúið
píanó kallast það þegar hlutum er
komið fyrir á milli strengja píanósins
til að breyta hljóðum þess. Auk þess
spilar Tinna á strengina í flyglinum
með hrosshárum. „Hún er mikil til-
raunakona og við höfum ótrúlega
gaman af því að bralla ýmislegt sam-
an í stúdíóinu,“ segir Una um sam-
starfskonu sína.
Vonir standa til að þær Una og
Tinna geti fagnað útgáfunni með
nokkrum tónleikum á Menningar-
nótt. „Við ætlum að vera á ferðinni á
Menningarnótt og spila af plötunni
og jafnvel vera með óskalög ef fólk
vill fá að heyra eitthvað sérstakt. Við
verðum í Fríkirkjunni, Mengi og
Listasafni Reykjavíkur og hlökkum
mikið til. Við vonum að það eigi eftir
að verða að veruleika.“
Last Song er tileinkuð föður Unu,
Sveinbirni Rafnssyni, sem hún segir
mikinn tónlistarunnanda.
„Platan er ástarjátning til
síðasta lags fyrir fréttir“
- Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir gefa út plötuna Last Song
Blanda „Við tókum okkur góðan tíma til að raða þessu fallega saman,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari
(t.h.) um plötu þeirra Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara (t.v.), sem ber titilinn Last Song og er tileinkuð föður Unu.
Nóbelshöfundurinn Sir Kazuo
Ishiguro gæti mögulega hreppt sín
önnur Booker-verðlaun en hann er
meðal 13 höfunda sem tilnefndir
eru til verðlaunanna í ár. Þessi
kunnu verðlaun eru veitt fyrir
skáldverk á ensku sem er gefið út á
Bretlandi eða Írlandi. Breski rithöf-
undurinn Ishiguro, sem fæddist í
Japan, hreppti verðlaunin árið 1989
fyrir The Remains Of The Day
(Dreggjar dagsins) og hefur verið
tilnefndur fyrir þrjár aðrar bækur
sínar. Hann er nú tilnefndur fyrir
sitt nýjasta verk, sem er hans átt-
unda skáldsaga: Klara And The
Sun.
Ólíkar skáldsögur
Aðrir tilnefndir höfundar nú eru
Anuk Arudpragasam fyrir A Pas-
sage North, Rachel Cusk fyrir
Second Place, Damon Galgut fyrir
The Promise, Nathan Harris fyrir
The Sweetness Of Water, Karen
Jennings fyrir An Island, Mary
Lawson fyrir A Town Called Sol-
ace, Patricia Lockwood fyrir No
One is Talking About This, Nadifa
Mohamed fyrir The Fortune Men,
Richard Powers fyrir Bewilder-
ment, Sunjeev Sahota fyrir China
Room, Maggie Shipstead fyrir
Great Circle og Francis Spufford
fyrir Light Perpetual.
Fleiri verðlaunahöfundar en Is-
higuro eru meðal hinna tilnefndu
en hinn bandaríski Richard Powers
hefur til að mynda hlotið Pulitzer-
verðlaun í heimalandinu. Þá hafa,
auk Ishigurus, þau Powers, Galgut,
Lawson og Sahota áður verið til-
nefnd til verðlaunanna.
Styttri listi sex tilnefndra bóka
verður kynntur í september en
verðlaunin verða síðan afhent í nóv-
ember. Nemur verðlaunaféð nærri
níu milljónum króna. Í fyrra
hreppti Douglas Stuart Booker-
verðlaunin fyrir frumraun sína,
Shuggie Bain, sögu sem fjallar um
dreng sem elst upp við fátækt með-
al fíkniefnaneytenda í Glasgow á
níunda áratug síðustu aldar.
Wikipedia
Vinsæll Kazuo Ishiguro í Stokkhólmi fyr-
ir fjórum árum, þegar hann tók við Nóbels-
verðlaununum í bókmenntum.
Ishiguro enn og
aftur tilnefndur til
Booker-verðlauna
Leikararnir Matt Damon og Abigail
Breslin og leikstjórinn Tom
McCarthy voru lukkuleg þegar þau
mættu í fyrrakvöld til frumsýn-
ingar kvikmyndarinnar Stillwater í
Rose-kvikmyndahúsinu í lista-
miðstöðinni Lincoln í New York.
Í kvikmyndinni leikur Damon
harðjaxl úr olíuiðnaðinum sem fer
til Frakklands að reyna að frelsa
dóttur sína sem, hefur verið hneppt
í varðhald vegna gruns um að hún
hafi framið morð. Þar munu vanda-
mál hrannast upp, meðal annars
vegna menningarlegra árekstra og
flókins lagaumhverfis í Frakklandi.
Í viðtali fyrir frumsýningu mynd-
arinnar sagðist Damon óttast að
einhverjir kynnu að halda að þetta
væri upphaf hasarmyndaraðar í
anda Taken-kvikmyndanna með Li-
am Neeson. Svo væri ekki en
Stillwater væri þó marglaga og
dramatísk mynd.
Stillwater frumsýnd í New York
AFP
Frumsýning Damon, Breslin og leikstjórinn Tom McCarthy voru kát þegar
þau stilltu sér upp fyrir myndatöku. Bak við þau má sjá Damon í myndinni.