Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í gær greindust
123 smit inn-
anlands og tvö
á landamærum.
Aldrei áður hafa
fleiri greinst hér á
landi með kórónuveiruna á ein-
um degi. 2.030 eru í sóttkví,
1.011 í skimunarsóttkví og 745
eru í einangrun. Það er óhætt
að tala um þriðju bylguna hér á
landi.
Hins vegar eru 253.666 full-
bólusettir í landinu og 14.164
hafa fengið fyrri skammt, sem
veitir verulega vörn við bæði
smiti og veikindum. 85% lands-
manna 12 ára og eldri hafa verið
bólusettir.
Öll gögn héðan sem annars
staðar benda til þess að þrátt
fyrir að bólusetning veiti ekki
fullkomna vörn, þá veiti hún
mjög mikla vörn; dragi úr smit-
dreifingu og mildi einkenni
þeirra, sem þó veikjast, ákaf-
lega eða alveg.
Það segir sína sögu að mitt í
þessari þriðju bylgju á Íslandi
eru aðeins þrír á sjúkrahúsi
með kórónuveiruna. Það er því
rétt að fagna hversu vel bólu-
setning hefur gengið hér á landi
og hún hefur ótvírætt sannað
gildi sitt.
Tölur frá Bretlandi og Ísrael
hníga í sömu átt. Þar eru inn-
lagnir á sjúkrahús og dauðdag-
ar af völdum kórónuveirunnar
margfalt færri en í fyrri bylgj-
unum, um tíu sinnum færri,
jafnvel meira.
Líkt og lesa má í Morgun-
blaðinu í dag kann þar þó að
skeika enn meiru, því gagnaleki
úr heilbrigðiskerfinu í Bret-
landi leiðir í ljós að meira en
helmingur Covid-smitaðra á
sjúkrahúsum greindist eftir
innlögn af öðrum ástæðum, svo
þar hafa veikindi af völdum
veirunnar verið stórlega ofmet-
in. Verra er að það kom ekki í
ljós nema fyrir gagnaleka, líkt
og einhverjir hafi viljað gera
meira úr vandanum en efni
stóðu til.
Ekkert bendir til þess að sú
sé raunin hér á landi, en samt
reynist oft erfitt að særa töl-
fræði út úr heilbrigðiskerfinu,
líkt og sóttvarnayfirvöld séu
feimin við að vekja bjartsýni
með þjóðinni. Það er ástæðu-
laust, Íslendingar hafa almennt
hagað sér skynsamlega í far-
aldrinum.
Sóttvarnayfirvöld og stjórn-
völd telja rétt að hafa allan vara
á í þriðju bylgjunni og gripu til
sóttvarnaaðgerða á ný. Þær eru
ekki óhóflegar, en það verður að
brýna fyrir stjórnvöldum að
taka bæði tillit til sóttvarna og
efnahags. Það má og á að gera
hvort tveggja, en því skyldi ekki
rugla saman.
Forystumenn í ferðaþjónustu
hafa fullan skilning á aðgerð-
unum, enda hætt við að ferða-
menn missi áhugann á rauð-
merktu Íslandi. Í viðtali við
Boga Nils Bogason,
forstjóra Iceland-
air, í Viðskipta-
Mogganum í dag,
bendir hann á að
forsendurnar eru
ekki hinar sömu nú og í fyrri
bylgum. „Við hljótum í ljósi
breyttrar stöðu, þar sem bólu-
efnin eru að koma í veg fyrir al-
varleg veikindi í 90% tilvika, að
horfa með öðrum hætti á smit-
tölur en við gerðum þegar allir
voru varnarlausir gegn veir-
unni.“ Og bætir við: „Að vera
með litakóðunarkerfi sem bygg-
ist á sömu forsendum og áður en
bólusetningar urðu almennar í
sumum löndum stenst illa skoð-
un.“
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar og
einn fremsti vísindamaður
landsins, tekur í svipaðan
streng í samtali við Morgun-
blaðið í dag. „Við erum orðin
nokkuð vel bólusett þjóð og ætt-
um þar af leiðandi að geta tekið
svona bylgju eins og er að ganga
yfir okkur núna. Það er ekki al-
veg víst en það kemur í ljós á
næstu dögum.“
Með öðrum orðum að láta
gögnin, þekkinguna og vísindin
ráða för, fara varlega en láta
óttann ekki ráða.
Til þessa hafa viðbrögð við
heimsfaraldrinum hér á landi
lítt eða ekki verið lituð stjórn-
málum. Það kann að breytast á
næstu vikum eftir því sem líður
að kosningum, en einnig í takt
við þróunina á faraldrinum.
Reynist helstu einkenni þess-
arar þriðju bylgju vera ein-
kennalaus smit þurfa viðbrögðin
að taka mið af því, ekki stöðunni
í fyrra þegar ekki mátti veita
veirunni neitt viðnám nema með
lokunum og innilokun.
Viðbrögðin þá reyndust mis-
vel, einfaldlega af því að menn
vissu ekki vel við hvað var að
etja. Menn hafa ekki eytt tíma í
að gera það allt upp, en það er
sjálfsagt að gangast við því að
eitt lukkaðist og annað ekki.
Ekki vegna þess að það skipti
miklu máli úr því sem komið er,
en það varðar traust almenn-
ings á stofnunum og stjórnvöld-
um, sem miklu varðar að við-
halda.
Ekki í blindni heldur með
opinskárri umræðu um hvað
tókst og hvað ekki, sem þjóðin
getur þá tekið afstöðu til. Hver
fyrir sig og hugsanlega í kjör-
klefanum. Því ef það er rétt at-
hugað hjá sóttvarnalækni, að
faraldurinn sé ekki úti hér fyrr
en hann er alls staðar niður
kveðinn, og að þangað til geti
hæglega liðið áratugur, þá er
ekki hægt að láta reka á reið-
anum um það árum saman, held-
ur þarf þjóðin að gefa stjórn-
völdum leiðbeiningu um hvert
skal haldið og hvernig haga skal
seglum í gegnum þessa þriðju
bylgju og þær sem á eftir geta
komið.
Þessi bylgja er ólík
hinum fyrri og það
skiptir miklu máli}
Þriðja bylgjan
C
ovid-19-veiran hefur sett svip sinn
á daglegt líf fólks um allan heim í
tæplega eitt og hálft ár. Veiran
hefur valdið veikindum tæplega
200 milljóna jarðarbúa, dregið
rúmlega 4 milljónir til dauða og sóttvarnaað-
gerðir hafa haft í för með sér mikla röskun á
daglegu lífi, í þeim tilgangi að hindra útbreiðslu
veirunnar og vernda viðkvæma hópa fyrir af-
leiðingum hennar.
Bylting varð í þróun bóluefna við veirunni,
en á innan við ári tókst að þróa og fá leyfi eft-
irlitsstofnana fyrir notkun bóluefna gegn Co-
vid-19 í mönnum, ferli sem venjulega getur tek-
ið hátt í 10 ár.
Það var okkar gæfa að hafa tekið þátt í sam-
starfi Evrópusambandsins um öflun bóluefna.
Fyrirætlanir okkar um markmið í bólusetn-
ingum náðust hér á landi í sumar, það er að þorri þjóð-
arinnar yrði bólusettur fyrir mitt árið 2021. Það markmið
náðist raunar og gott betur en það, því 25. júní 2021 höfðu
allir sem fyrirhugað var að bólusetja gegn veirunni í
fyrstu atrennu, þ.e. einstaklingar 16 ára og eldri, fengið
boð í fyrri skammt bólusetningar.
Nú hafa rúmlega 90% 16 ára og eldri fengið a.m.k. fyrri
skammt bóluefnis gegn Covid-19, og þar af eru um 85%
fullbólusett. Það er árangur á heimsmælikvarða og Ísland
er meðal þeirra þjóða sem gefið hafa flesta bóluefna-
skammta, samkvæmt upplýsingum af Our World in Data.
Þennan góða árangur Íslands má skýra á ýmsan hátt, en
ég tel að tveir þættir skipti miklu. Í fyrsta lagi
er ljóst að landsmenn hafa sýnt mikinn vilja til
þess að mæta í bólusetningu. Það er ekki sjálf-
sagt að svo sé og í sumum löndum í kringum
okkur er staðan því miður ekki jafn góð hvað
þetta varðar. Í öðru lagi langar mig að nefna
skipulagið við framkvæmd bólusetninga, sem
er ótrúlega gott og framkvæmdaaðilar sem
koma að því eiga stórt hrós skilið. Okkur hefur
því sem betur fer tekist að nýta bóluefni, sem
við höfum fengið, mjög vel.
Það er líka sérstaklega mikilvægt að lönd
heimsins leggist á eitt til að tryggja aðgengi
allra jarðarbúa að bóluefni gegn Covid-19 og
það erum við að gera og munum sannarlega
gera áfram líka, bæði í gegnum COVAX-
verkefnið og með því að gefa umframskammta
sem við nýtum ekki hér.
Í lok júní réðumst við í afléttingar á samkomutakmörk-
unum að tillögu sóttvarnalæknis. Nú hefur staðan breyst
og nauðsynlegt var að herða aðgerðir á ný 25. júlí sl. Því
miður er veiran óútreiknanleg og engin forskrift er til að
því hvernig bregðast eigi við Covid-smitum í bólusettu
þjóðfélagi. Því þurfum við, eins og við höfum gert hingað
til, að fylgja ráðleggingum okkar færustu vísindamanna á
sviði sóttvarna og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsyn-
legar eru til að hindra útbreiðslu veirunnar. Við kunnum
það og getum það, saman.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Covid í bólusettu samfélagi
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Þ
au bóluefni sem notuð hafa
verið hingað til við Co-
vid-19 eru öll á fljótandi
formi og þurfa að geymast
í kulda. Það gæti breyst fljótlega því
bóluefni í formi dufts og taflna eru
nú í þróun víða um heim.
Í Suður-Svíþjóð þróa fyrirtækin
Iconovo og ISR nú saman bóluefni
við Covid-19 á duftformi sem hægt
verður að anda að sér í gegnum lítið
innöndunartæki. Teymið sem vinnur
að þróun þess vonast til þess að duft-
ið geti leikið stórt hlutverk í barátt-
unni við kórónuveirufaraldurinn
með því að gera fólki kleift að bólu-
setja sig sjálft heima hjá sér.
„Þetta er auðvelt að nota og
ódýrt að framleiða. Þú fjarlægir
bara plasthuluna og svo seturðu
tækið í munninn og dregur inn and-
ann,“ segir Johan Waborg, forstjóri
fyrirtækisins, í samtali við BBC.
Fyrirtækið hefur til þessa framleitt
innöndunartæki fyrir fólk með
astma.
Bóluefni sænsku fyrirtækjanna
hefur aðeins verið prófað á músum
hingað til en rannsóknir á virkni
þess í mönnum hefjast á næstu
tveimur mánuðum. Enn er óljóst
hvort það muni veita sams konar
vernd og önnur bóluefni sem áður
hafa verið samþykkt gegn kór-
ónuveirunni.
Í Ísrael þróar fyrirtækið Ora-
med Pharmaceuticals bóluefni við
Covid-19 á töfluformi. Í mars var til-
kynnt að bóluefnið, sem er útfærsla
á bóluefni indverska fyrirtækisins
Premas Biotech, hafi orðið til þess
að mótefni myndaðist í svínum.
Áætlað er að klínískar rannsóknir á
því hefjist fljótlega.
Oramed hefur hlotið leyfi til að
hefja klínískar rannsóknir á bóluefn-
inu á 24 óbólusettum sjálfboðaliðum.
Fylgst verður með hvort þeir myndi
mótefni í kjölfar þess að fá bóluefnið
og hversu mikið magn þeir mynda.
Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hefja
rannsóknina í næsta mánuði.
Skiptir sköpum fyrir íbúa í
fátækum ríkjum
Vonir standa til að bóluefni á
duftformi eða sem töflur geti nýst til
að koma bóluefnum hraðar til fólks
sem býr í fátækum ríkjum.
Bóluefnin sem þegar eru sam-
þykkt gegn kórónuveirunni þarf að
geyma við allt að mínus 70 gráður al-
veg þar til því er sprautað í sjúk-
linga.
Bóluefnaduftið sem nú er þróað
í Svíþjóð á hins vegar að þola allt að
40 gráður. „Það sem skiptir sköpum
er að þú gætir dreift duftbóluefninu
mjög auðveldlega án þess að þurfa
að halda því köldu allan tímann og
það væri hægt að gefa það sjúkling-
um án þess að heilbrigðisstarfsmenn
þyrftu að koma að því,“ segir Ola
Winquist, stofnandi IRS og prófess-
or í ónæmisfræðum við Karolinska
spítalann.
Hann telur að bóluefnið muni
gagnast sérstaklega vel til að hraða
bólusetningum í Afríku þar sem
hlýtt veðurfar og takmarkað fram-
boð rafmagns eru stórar áskoranir
þegar kemur að því að geyma og
nota Covid-19-bóluefni áður en þau
renna út.
Að sama skapi þarf ekki að
geyma bóluefnatöflurnar sem nú eru
í þróun í kulda og þær þarfnast ekki
aðkomu heilbrigðisstarfsfólks.
„Bóluefnið okkar, sem er gefið í
gegnum munn, þarf ekki að vera
djúpfryst líkt og önnur bóluefni við
Covid-19. Það getur verið úrslita-
atriði varðandi það hvort land nái
sér út úr faraldrinum eða ekki,“
sagði Nadav Kidron, forstjóri Ora-
med Pharmaceuticals, í samtali við
ísraelska fjölmiðla.
Bóluefnatöflur stefna
hraðbyri á markað
AFP
Bólusetning Vonir standa til að bóluefni á duftformi eða sem töflur geti
nýst til að koma bóluefnum hraðar til fólks sem býr í fátækum ríkjum heims.
Nokkur lyfjafyrirtæki eru með lyf
í þróun til meðferðar á Covid-
sjúklingum. Pfizer og Merck eru
á síðustu stigum prófana og
áætlar Pfizer að sitt lyf, sem er í
töfluformi og er tekið tvisvar á
dag, gæti komið á markað fyrir
lok árs. Töflurnar eru ætlaðar
þeim sem eru smitaðir af Co-
vid-19 og með mild einkenni.
Japanska fyrirtækið Shionogi
fetar nú í fótspor Pfizer og
Merck. Það hóf nýlega prófanir á
mönnum fyrir nýtt lyf á töflu-
formi við Covid-19. Prófanir
munu líklega standa yfir fram á
næsta ár. Bóluefni hafa reynst
vel gegn Covid-19-sjúkdómnum
en ekki vilja allir láta bólusetja
sig og þá geta bólusettir einnig
smitast af veirunni og fengið ein-
kenni. Þessum nýju lyfjum er því
ætlað að bregðast við þörf sem
hefur skapast fyrir lyf til að með-
höndla sjúkdóminn. Önnur lyf
sem þegar eru gefin við Covid
eru aðeins notuð á spítölum og
virka einungis í sumum tilfellum.
Ný lyf við Co-
vid-19 í þróun
LYFJAFYRIRTÆKI