Morgunblaðið - 28.07.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
40 ÁRA Jónas Elí fæddist í
Reykjavík, en var fyrsta árið í
Ólafsvík þar sem faðir hans var
kaupfélagsstjóri. Fjölskyldan flutti
síðan í Breiðholtið og hann gekk í
Fellaskóla. Þaðan fór hann í Fjöl-
braut í Breiðholti og útskrifaðist
þaðan sem rafvirki. Frá unga aldri
hafði hann mikinn áhuga á tónlist.
„Pabbi hefur alltaf spilað á gítar
og mamma var alveg sjúk í tónlist,
svo þetta kom eiginlega í vöggu-
gjöf.“ Jónas Elí var byrjaður að
koma fram og spila og kenna í
Gítarskóla Íslands þegar hann
ákvað að fara til London og læra
meira og lauk við BA-gráðu í Uni-
versity of East London and Insti-
tute of Contemporary Music árið
2010. „Ég var þar í hartnær 8 ár
og ég lærði mikið, bæði í tónlist-
inni og ekki síður á lífið.“ Með-
fram náminu var hann að vinna,
spila á gítar mestmegnis og
kenna. Hann spilar alls konar tón-
list en er mest fyrir djass og blús.
„London er mjög spennandi borg,
en það er gífurleg harka á mark-
aðnum.“ Jónas Elí kynntist konu
sinni í London í gegnum sameig-
inlega vini, en hún er frá Limerick
í Írlandi. Þau ákváðu að flytja
saman til Óslóar, og þar fór Jónas
Elí að vinna sem rafvirki og spila
samhliða því. „Það var fínt í Nor-
egi og ég var farinn að spila með
íslenska bandinu Sinnep þar til
hluti bandsins flutti heim.“ Núna
er fjölskyldan komin til Íslands og
er að koma sér fyrir á Selfossi og
líst mjög vel á.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Jón-
asar Elí er Marina Kelly, f. 9.10.
1982, en hún er nýkomin með
vinnu á Hótel Selfossi. Börn
þeirra eru Killéan Kári, f. 2016, og
Saoirse Magnea, f. 2019. For-
eldrar Jónasar eru hjónin Helga
Magnea Kristjánsdóttir, spákona
og verslunarmaður, f. 1945, d.
2010, og Bjarni Sigmar Kjart-
ansson fiskfarandsali, f. 1949.
Jónas Elí Bjarnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Svo virðist sem vandamál hjartans
séu ekki alvarlegri en svo, að á þeim megi
sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat
og fjörugum félagsskap.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú gætir fengið tækifæri til að gefa
einhverjum þér yngri góð ráð eða kenna
viðkomandi eitthvað mikilvægt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það þarf ýmislegt að leggja á sig
til þess að halda sambandi við annað fólk
gangandi. Leyfðu hlutunum að jafna sig áð-
ur en þú hefur máls á óánægju þinni.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Samræmi skiptir máli. Ef þú vinnur
vel muntu uppskera samkvæmt því. Bættu
skipulagið hins vegar svo þú náir betri ár-
angri.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Menn geta haft skiptar skoðanir á
málum þótt þeir stefni allir að sama marki.
Láttu það samt ekki draga þig niður því
þegar allt kemur til alls þá ert þú þinnar
eigin gæfu smiður.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Dagdraumar geta verið skemmti-
legir en best er þó að sinna sínu í raunveru-
leikanum og uppskera þar árangur erfiðis
síns.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í
huga að leggja þig allan fram til að ná
henni.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að taka á honum
stóra þínum í dag því náinn vinur mun ald-
eilis reyna á þolrifin í þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hugsaðu vel um þína eigin vel-
ferð, notaðu því daginn til dagdrauma og
slakaðu á.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ef þú hefur undanfarið átt erfitt
með að sjá fyrir þér þína björtu framtíð, þá
birtir núna til. Byrjaðu smátt og þá vex þér
styrkur til að takast á við stærri mál.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þótt þú hafir í mörg horn að líta
máttu aldrei gleyma því að gera sjálfum
þér eitthvað til góða. Leggðu þig fram um
að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu
sem þú vilt þér til handa.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er fleira um að hugsa en ver-
aldleg verðmæti, þótt þeirra þurfi líka við.
Láttu þetta samt ekki trufla þig, haltu þínu
striki.
haldsfélagi Kringlunnar, sem
aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
árið 1998. Árið 2000 sameinaðist
það félag Þyrpingu og tók ég þá við
stöðu framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs í sameinuðu félagi. Árið
2002 fékk ég það tækifæri að koma
að stofnun Eikar fasteignafélags og
leiða það áfram. Eik fasteignafélag
ári eignaðist ég mitt fyrsta barn,
Agnesi Önnu, og síðan komu bræð-
urnir Alex Baldur 2005 og Rík-
harður 2006 og núna síðast eign-
aðist ég Nadju Lillínu árið 2020.“
Eftir að heim var komið hellti
Garðar sér í viðskiptalífið af mikl-
um krafti. „Ég hóf feril minn í fast-
eignageiranum hjá Eignar-
G
arðar Hannes Frið-
jónsson fæddist á
Fæðingarheimilinu í
Reykjavík 28. júlí
1971. Hann ólst upp í
Ljósheimunum til sex ára aldurs,
en þá flutti fjölskyldan í Vestur-
bæinn og hann gekk í Melaskóla,
Hagaskóla og fór síðan í Verslunar-
skóla Íslands. Garðar segir að það
hafi verið gott að alast upp í Vest-
urbænum. „Ég var meira í tónlist
en íþróttum og lærði bæði á blokk-
flautu og lúður.“
Þegar Garðar fór í Verslunar-
skólann byrjaði hann að læra klass-
ískan söng samhliða náminu. „Ég
var í Nýja tónlistarskólanum og
lærði að mestu leyti hjá Alinu Dub-
ik. Ég tók þátt í nemendaóperum
tónlistarskólans og söng meira að
segja hlutverk Papagenos í Töfra-
flautunni eftir Mozart, sem sett var
upp í Tjarnarbíói.“
Eftir stúdentsprófið var Garðar
ekki alveg viss um hvert stefna
skyldi, en ákvað að leita í smiðju
helstu hugsuða sögunnar og sjá
hvað þeir gætu kennt honum. „Ætli
það séu ekki heimspekingarnir Ari-
stoteles, John Stuart Mill, Fried-
rich W. Nietzsche og Jean-Paul
Sartre sem hafa haft hve mest
áhrif á mig. Það var í raun og veru
ekki fyrr en síðar í lífinu sem ég
gerði mér grein fyrir því hvað sú
menntun hafði jákvæð áhrif á mig
og hvað hún hefur nýst mér mikið í
starfi. Að mínu mati eiga flestar
nútímastjórnunarkenningar sér
rætur í heimspeki síðustu og þar
síðustu aldar. Jafnframt tel ég það
hafa verið mikið lán að fá að alast
upp í heimspeki með köppum eins
og Páli Skúlasyni og Þorsteini
Gylfasyni.“ Garðar útskrifaðist með
BA-gráðu í heimspeki árið 1995 frá
Háskóla Íslands.
Garðar segir að alla tíð hafi hann
verið góður í tölum og haft áhuga á
viðskiptum á sama tíma og heim-
spekin og tónlistin hafi alltaf heill-
að líka. Það varð því úr að ári eftir
útskrift úr HÍ hélt hann utan til
náms og útskrifaðist með MBA-
gráðu frá háskólanum í Salford í
Bretlandi árið 1997. „Á því sama
var stofnað af Lýsingu hf. Gangur
félagsins hefur verið góður og hef-
ur það alltaf skilað hagnaði frá
stofnun að undanskildum þremur
árum við og eftir efnahagshrunið
2008. Félagið var skráð á aðallista
Nasdaq Nordic-kauphallarinnar ár-
ið 2015 og nema eignir félagsins nú
yfir hundrað milljörðum króna. Í
Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eikar fasteignafélags – 50 ára
Rómantíkin Hjónin Zemfira og Garðar í fallega bænum Annecy í Frakklandi árið 2019 á afmælisdegi Garðars.
Eikin með rætur í heimspekinni
Kauphöllin Eik var skráð á aðallista Nasdaq í kauphöllinni árið 2015. Fjölskyldan Fjör í Bled í Slóvaníu.
Til hamingju með daginn