Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 4
0 1 0 2 5
10 7 13 10 11
38
56
78 82
95 88
71
123 123 118
Heimild: covid.is
Heimild: LSH
118 ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
962 einstaklingur er í
skimunarsóttkví
2.508 einstaklingar
eru í sóttkví
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær
Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
120
100
80
60
40
20
0
7.676 staðfest
smit alls
Fjöldi innanlandssmita frá 28. febúar 2020
106 100
123
965 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
15 af þeim sem eru
undir eftirliti
flokkst sem gulir
3 flokkast
sem rauðir 112 af þeim sem
eru undir
eftirliti eru börn
10 sjúklingar eru
inniliggjandi á
LSHmeð Covid-19
2 einstaklingar
eru á gjörgæslu
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Fjöldi innanlandssmita frá 9. júlí eftir stöðu bólusetningar
Ragnhildur Þrastardóttir
Steinar Ingi Kolbeins
Þóra Birna Ingvarsdóttir
118 ný kórónuveirusmit greindust í
gær. Þó liggur ekki fyrir hvort
fleiri smit hafi bæst í þegar leið á
daginn, en sökum nýs verklags al-
mannavarna verður sá háttur nú
hafður á að ef ekki næst að setja
inn allar smittölur þá bætast þær
við í uppfærslu næsta dags. Alls
eru nú 966 í einangrun og 2.508 í
sóttkví. Már Kristjánsson, yfir-
læknir smitsjúkdómadeildar á
Landspítalanum, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að 20
sjúklingar væru gulir og því með
nokkur einkenni, sex væru rauðir
og því með alvarleg einkenni vegna
veirunnar.
Appelsínugult Ísland
Ísland varð appelsínugult á upp-
færðu korti Sóttvarnastofnunar
Evrópu í gær. Stofnunin styðst þá
við samræmdan litakóða þar sem
hún flokkar lönd í mismunandi
hættuflokka eftir fjölda nýgeng-
inna smita. Kortið er uppfært viku-
lega en tekið er mið af nýgengi
smita síðustu tvær vikurnar. Ný-
gengi smita náði yfir 200 í gær og
gert var því ráð fyrir því að Ísland
yrði rautt. En vegna þess hvernig
gögnum er safnað saman varð nið-
urstaðan appelsínugult Ísland.
Bólusetja barnshafandi konur
Bólusetningar á barnshafandi
konum hófust í gær. Bólusett var
með bóluefni frá Pfizer og Mod-
erna. Þá var kona handtekin við
Suðurlandsbraut, þar sem bólu-
setningin fer fram, vegna óláta.
Konan mótmælti bólusetningunum
og veittist að heilbrigðisstarfsfólki
með látum. Konan olli töluverðu
uppnámi meðal þeirra sem biðu í
röðinni. „Þið eruð að drepa börnin
okkar“ og „óléttar konur eru að
fara í sprautu og drepast“ er meðal
þess sem konan hrópaði. Kamilla
Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill
sóttvarnalæknis, var spurð út í at-
vikið á upplýsingafundi í hádeginu.
„Hvað á maður að segja við fólk
sem segir svona? Ég á ekki svör
við því.“ Margrét Héðinsdóttir,
verkefnastjóri bólusetninga hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
segir að bólusetningin hafi gengið
vel þrátt fyrir þessa uppákomu.
Rétt tæplega fimm hundruð manns
mættu í bólusetningu í dag og voru
um 90% þeirra barnshafandi konur.
Upplýsa ekki um stök tilvik
Landspítalinn tilkynnti í gær að
spítalinn muni í samráði við sótt-
varnalækni gefa út bólusetningar-
stöðu þeirra sem þurfa að leggjast
inn ef innlögnum fer að fjölga.
Ekki verði slíkar upplýsingar gefn-
ar út í einstaka tilvikum óski fjöl-
miðlar eftir því. „Þetta eru svo fáir
einstaklingar sem eru í þessari
stöðu og þá vita þeir sem starfa
hérna á spítalanum kannski meira
en þeir ættu að vita um þá,“ segir
Runólfur Pálsson, yfirlæknir Co-
vid-göngudeildar spítalans. Hann
segir einnig að þegar innlögnum
fjölgi verði bólusetningarstaðan
gefin út án þess að hægt sé að
rekja hana til einstaklinga.
Barnshafandi konur bólusettar
- Ísland appelsínugult á samevrópsku korti - Gefa ekki út bólusetningarstöðu sjúklinga til fjölmiðla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sprautað í vöðva Bólusetning fyrir barnshafandi konur hófst í gærdag.
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
Kórónuveirufaraldurinn er á blúss-
andi siglingu innanlands og nú er
orðið daglegt brauð að yfir hundrað
smit greinist. Yfirvöld hvetja alla til
að sinna persónubundnum sótt-
vörnum og hlaða niður C-19-
rakningarforritinu. Ólafur Kristján
Ragnarsson, verkefnastjóri staf-
rænna lausna hjá embætti land-
læknis, segir mikilvægt að sem flest-
ir hlaði niður forritinu þar sem vægi
þess mun halda áfram að aukast því
lengur sem líður á faraldurinn.
„Það eru í kringum 190 til 200
þúsund manns með appið núna. Við
sjáum hvort fólk er með gömlu eða
nýju uppfærsluna en það eru lang-
flestir með nýjustu útgáfuna,“ segir
Ólafur.
Hann bætir við að inni í þessari
tölu séu einnig ferðamenn, þótt lang-
flestir séu Íslendingar, en nokkur
þúsund ferðamenn hafa hlaðið niður
forritinu og þá aðallega fólk frá
Bandaríkjunum, Þýskalandi og Dan-
mörku.
„Það er væri best ef allir Íslend-
ingar sem eiga snjallsíma myndu
hlaða niður for-
ritinu. Eins og
staðan er núna
eru það 200 þús-
und, sem er mjög
gott.“
Ólafur segir að
ekki sé hægt að
sjá hverjir eru
með rakningar-
forritið en það sé
hægt að lesa úr
línuriti fjölda virkra notenda.
„Það virðist vera þannig að um
leið og smitum fjölgar fer línuritið
upp. Síðan þegar smitum fer fækk-
andi fer fólk að eyða forritinu. En
brottfallið er ekki jafn skarpt og
fjölgunin.“
Hann telur að fólk eyði ekki forrit-
inu til þess að komast hjá sóttkví þar
sem að ef einstaklingur er útsettur
fyrir smiti og fær tilkynningu um
það í gegnum rakningarforritið, þá
er viðkomandi ekki skráður í sóttkví.
Enginn veit um tilkynninguna sem
viðkomandi fékk, ekki einu sinni
smitrakningarteymið. Það gerist
ekki fyrr en einstaklingurinn skráir
sig sjálfur í smitgát að rakningar-
teymið veit af einstaklingnum og þá
fer sá ekki endilega í sóttkví.
„Þegar þú skráir þig í smitgát
ertu ekki í sóttkví heldur einungis
smitgát. Þú skráir þig og ert beðinn
að fylgjast með einkennum. Síðan
færðu strikamerki í sýnatöku eftir
nokkra daga en þú ert ekki í sóttkví
nema smitrakningarteymið hafi
sérstaklega samband eða þú byrjar
að finna fyrir einkennum.“
Ólafur segir að fólk geti hunsað
tilkynninguna um að það sé útsett
fyrir smiti en vonar að fólk passi sig
og fylgist með einkennum hjá sér ef
það geri það. Hann bætir við að það
sé engin leið fyrir smitrakning-
arteymið að sjá hve margir hunsa
tilkynninguna um útsett smit.
„Í rauninni þegar þú færð tilkynn-
ingu frá forritinu þá vitum við hjá
rakningarteymi ekkert um það, eða
hvað margir fá tilkynningu og held-
ur ekki hverjir. Þetta er algjörlega
ópersónugreinanlegt.“
Ólafur segir tæknina vera gerða
svona til þess að óprúttnir aðilar og
stjórnvöld fari ekki að fylgjast með
þegnum sínum, en tæknin er al-
þjóðleg og notuð í mörgum öðrum
löndum, til dæmis Bretlandi.
„Það er engin leið fyrir hakkara
eða ríkisstjórnina að fylgjast með
þér í gegnum rakningarappið; það er
ekki möguleiki.“
Ólafur telur að ef faraldurinn fari
að dragast á langinn, og flestir bólu-
settir, að rakningarforritið mun
gegna lykilhlutverki í því að lífið
komist aftur í eðlilegt horf.
„Ef einstaklingur fær tilkynn-
ingu um að hann sé útsettur fyrir
smiti og á ömmu sem er veik fyrir,
þá heimsækir viðkomandi hana
ekki fyrr en sá er búinn að fara í
sýnatöku. Ekkert smitrakning-
arteymi eða svoleiðis, við höldum
áfram með lífið en erum með svona
tæki í einhvern tíma til þess að
reyna að vernda viðkvæmasta hóp-
inn.“
Ólafur segir að í raun hafi rakn-
ingarforritið ekki nýst í fyrri bylgj-
um þar sem fólk var mun meðvitaðra
hvar það var búið að vera en nú og
einnig að forritið var gert óvirkt um
tíma vegna villu í reiknireglu forrits-
ins.
„Það nýtist ekki jafn vel og menn
héldu í byrjun, en forritið virkar
núna miklu betur eftir uppfærsluna
og er sérstaklega gott fyrir þessa
þriðju bylgju því fólk veit ekkert
hvar það er búið að vera.“
Ólafur hvetur alla til að hlaða nið-
ur rakningarforritinu og minnir á að
það er mikilvægt að opna það.
logis@mbl.is
Rakningarforritið gegnir lykilhlutverki
- Mikilvægt til þess að vernda viðkvæmasta hópinn - 200.000 niðurhöl - Óvirkt um tíma
Morgunblaðið/Eggert
Covid-19-smitrakningarforritið
mun gegna lykilhlutverki.
Ólafur Kristján
Ragnarsson
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI