Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
and i v e
35%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is
Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18
..kíktu í heimsókn
DENTAL
CARE
SKIN
COMPLEX
STRENGTH
& VITALITY
Steinar Þór Ólafsson samskipta-
fræðingur skrifar endahnút
Viðskiptablaðsins þessa vikuna og
ræðir þar nýjungina papparör og
hina gömlu plast-
poka sem nú eiga
undir högg að
sækja.
- - -
Hann víkur að
pappírspok-
unum sem mörg
fyrirtæki hafi tekið
í notkun og vitnar til rannsóknar
danska umhverfis- og matvæla-
ráðuneytisins sem hafi sýnt, „að
pappírspokar þyrftu margfalt
meiri orku og fleiri auðlindir til
framleiðslu en plastpokarnir.
- - -
Til að pappírspokinn reynist
umhverfisvænni þarf að nota
hann að lágmarki 43 sinnum og
lífræna bómullarpoka þarf að nota
20.000 sinnum til að hafa ekki
verri áhrif á jörðina en einnota
plastpoki sem flokkaður er á rétt-
an hátt.
- - -
Það er í lokaorðum setningar-
innar hér á undan sem hund-
urinn liggur grafinn. Plast er ekki
alslæmt heldur ræðst allt af því
hvað við gerum við það. Hérlendis
getur t.d. Pure North Recycling
endurunnið plast að fullu með um-
hverfisvænum orkugjöfum, hið
svokallaða hringrásarhagkerfi í
sinni tærustu mynd.“
- - -
Þetta eru athyglisverðar hug-
leiðingar. Ef það er rétt að
nota þurfi pappírspokann 43 sinn-
um til að hann sé vænni fyrir um-
hverfið en plastpokinn, þá er ólík-
legt að úthýsing plastpokanna
skili sér fyrir umhverfisvernd.
- - -
Og hver ætli nái að nýta bóm-
ullarpokann sinn 20.000 sinn-
um?
Er það mögulegt?
Steinar Þór
Ólafsson
Pappír eða plast?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Níunda Lindex-verslunin á Íslandi
var opnuð í gær. Verslunin er á Sel-
fossi og er sú stærsta utan höfuð-
borgarsvæðisins.
„Það er sérlega gaman að koma
heim ef svo má segja og loka hringn-
um, sem hófst í bílskúr hér á Sel-
fossi,“ er haft eftir Lóu Dagbjörtu
Kristjánsdóttur, umboðsmanni
Lindex, í fréttatilkynningu frá versl-
uninni. „Með 75 þús. kr. í startfé
lögðum við af stað í ferðalag um
landið og markar þetta tímamót að
nú, rúmlega tíu árum seinna, skulum
við vera að opna í okkar heimabæ,
meðal vina og ættingja. Sagt er að
hver vegur að heiman sé vegurinn
heim og við gætum ekki verið glað-
ari með að geta fagnað með fólkinu
okkar á þessari hátíðarstundu, en
segja má að Lindex sé nú loks komið
heim,“ segir Lóa Dagbjört enn frem-
ur.
Nýja verslunin er alls 800 fer-
metrar. Ráðgert hafði verið að opna
verslunina formlega í næsta mánuði
en undirbúningur gekk framar von-
um og vegna samkomutakmarkana
var ákveðið að opna dyrnar í gær.
Fyrsta Lindex-verslunin á Íslandi
var opnuð árið 2011 í Smáralind og
frægt varð að loka þurfti henni
skömmu síðar vegna vöruskorts.
Síðan þá hefur Lindex þanist út og
nú starfa um 100 manns hjá fyrir-
tækinu á Íslandi.
Lindex opnar stórverslun á Selfossi
- Ánægjulegt að opna í heimabænum, segja eigendur - Tíu ára velgengni
Eigendur Albert og Dagbjört Lóa.
Brennan á Fjósakletti er einn af há-
punktum Þjóðhátíðar í Vestmanna-
eyjum. Bálkösturinn, eins og annað
í Herjólfsdal, er tilbúinn en sam-
kvæmt upplýsingum sýslumannsins
í Vestmannaeyjum í gær hefur ekki
verið gefið út leyfi fyrir brennunni
sem átti að lýsa upp Dalinn í kvöld.
Ekki er enn útséð um hver örlög
Þjóðhátíðar verða þetta árið, en
þjóðhátíðarnefnd hefur gefið út að
stefnt verði að því að halda hátíðina
síðar í sumar. Þó liggur fyrir að
hún verður ekki haldin nú um
helgina. Brekkusöngnum verður þó
streymt á netinu og ættu því allir
sem vilja að geta fengið nasasjón af
stemningunni, þótt það verði að
vera heima í stofu þetta árið. Magn-
ús Kjartan Eyjólfsson, söngvari
Stuðlabandsins, stýrir söngnum.
Miðasala fer fram á tix.is.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Herjólfsdalur Ekki er útséð um hvort brennan fer fram í kvöld eða síðar meir.
Allt klárt en enginn
mætir í Herjólfsdal