Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT
BYGGINGAKERFI
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
R
NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is
Bestu undirstöðurnar fyrir:
SÓLPALLINN
SUMARHÚSIÐ
GIRÐINGUNA
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND
ÞEGAR VERSLAÐ ER Á DVERGARNIR.IS
SVIÐSLJÓS
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Allt er til reiðu í Herjólfsdal fyrir
Þjóðhátíð 2021, sem ekki verður.
Ljósaskreytingar, brennan á
Fjósakletti, götumerkingar fyrir
hvítu tjöldin, myllan og vitinn svo
helstu kennileiti séu nefnd eru á
sínum stað. Það eina sem vantar
eru hvítu tjöldin sem ekki verða
reist þetta árið og ástæðuna
þekkja allir, samkomubann í kóf-
inu. Mikil vinna að baki og þús-
undir sem stefndu á að eyða
helginni við glaum og gleði í Eyj-
um um verslunarmannahelgina
verða að bíða annað árið í röð.
Þjóðhátíð er stór hluti af bæj-
arsál Eyjamanna og -kvenna og
börn í Vestmannaeyjum ekki göm-
ul þegar þau fara að hlakka til há-
tíðarinnar. Það eru því nokkrir
sem sjá ljósið í kófinu og halda
sína eigin litlu Þjóðhátíð. Eru
hjónin Lilja Ólafsdóttir og Halldór
Sævarsson, sem búa í austur-
bænum í Vestmannaeyjum, meðal
þeirra og taka þetta alla leið. Og
ástæða til því þau gengu í það heil-
aga á setningu Þjóðhátíðar sum-
arið 1995.
Hvíta tjaldið miðpunkturinn
„Hér erum við með hliðið inn á
hátíðarsvæðið, vitann, mylluna,
tjörnina með sinni brú, brennuna
og varðeldinn, brekku fyrir
brekkusönginn og síðast en ekki
síst hvíta tjaldið okkar sem er eins
og alltaf miðpunkturinn,“ segir
Halldór þegar hann leiðir blaða-
mann um lóðina sem myndar, líkt
og Herjólfsdalur, skemmtilega um-
gjörð um hátíðina þeirra.
Tjaldið stendur við Reimslóð,
sem er ein af götunum fyrir hvítu
tjöldin, og er búið að skreyta það.
„Við erum með mexíkóskt þema
þetta árið og verðum öll í bún-
ingum við hæfi. Dagskráin verður í
anda Þjóðhátíðar, með setningu,
kvöldvöku, brennu, söngva- og
búningakeppni og miðnæturtón-
leikum öll kvöldin. Við erum meira
að segja með þessa fínu brekku
fyrir brekkusönginn,“ segir Lilja.
Erlendir gestir
Þau fá gesti, m.a. frá Belgíu og
Úkraínu. „Þetta eru vinir okkar
sem fyrir löngu ákváðu að koma á
Þjóðhátíð og svo kemur vinur okk-
ar sem hefur verið með okkur á
hátíðinni í tíu eða tólf ár. Og þetta
verður venjuleg Þjóðhátíð, bara
heima en ekki inni í Dal. Verði
brennan og flugeldasýning í Herj-
ólfsdal kemur maður sér einhvers
staðar vel fyrir og nýtur.“
Lilja segir að þau vilji halda í
hefðina og ef það er ekki hægt í
Dalnum er bara eitt ráð; að gera
það heima. „Við höldum upp á
brúðkaupsafmælið okkar og erum
með vinum og fjölskyldu. Út á
þetta gengur Þjóðhátíð og brúð-
kaupsafmælið okkar miðast við
setningu Þjóðhátíðar á föstudegi á
Þjóðhátíð, sama hver mánaðardag-
urinn er,“ segir Lilja og afhendir
blaðamanni dagskrá hátíðarinnar.
„Það stefnir í gott veður um
helgina eins og alltaf á Þjóðhátíð
og við hlökkum til,“ sögðu Halldór
og Lilja að lokum.
Gift Lilja Ólafsdóttir og Halldór Sævarsson giftu sig á þjóðhá-
tíð í Eyjum 1995 og eru hér með syni sínum, Sævari Vilberg.
Þjóðhátíð Lilja og Halldór eru búin að gera allt klárt heima
fyrir helgina, og skreyta bæði húsið og garðinn.
Hátíðin flutt úr Dalnum heim á lóð
- Þjóðhátíð ekki í Herjólfsdal í ár - Lilja og Halldór gefin saman á setningu Þjóðhátíðar árið 1995
- Halda sína eigin litlu þjóðhátíð við heimilið um helgina með veislutjaldi og mexíkósku þema
Hvíta tjaldið Hér verður án nokkurs vafa tekið lagið í góðra
vina hópi og veitingar munu fá borðið stóra til að svigna.
Leikmunur Vitinn verður til staðar
í garðinum hjá Lilju og Halldóri.
Ljósmyndir/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Tímamót Lilja og Halldór fyrir utan hvíta tjaldið, eitt helsta auðkenni Þjóðhátíðar í Eyjum. Þarna verður haldið upp á 26 ára brúðkaupsafmælið.