Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 27
Bandaríkjunum. Í gær fullyrti
ESPN jafnframt að Sunisa Lee
væri fyrst kvenna af asískum upp-
runa til að verða ólympíumeistari í
fjölþraut.
Fyrir utan hæfileikana og sterkar
taugar þykir Sunisa Lee hafa sýnt
mikla þrautseigju í undirbúningi
fyrir leikana. Hún braut bein í ökkla
og skaddaði einnig hásin. Auk þess
hefur ýmislegt gengið á í fjölskyld-
unni síðustu árin. Stjúpfaðir hennar
lamaðist í slysi árið 2019 og tvö
ÓL Í TÓKÝÓ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Í aðdraganda Ólympíuleikanna var
talið svo gott sem öruggt að gull-
verðlaunin í fjölþraut kvenna í fim-
leikum yrðu hengd um háls Simone
Biles frá Bandaríkjunum. Rétt eins
og á leikunum í Ríó árið 2016. En
margt fer öðruvísi en ætlað er, jafnt
í íþróttum sem annars staðar.
Biles hætti við þátttöku í vikunni
eins og fjallað hefur verið um. Það
hafði þó ekki þær afleiðingar að
Bandaríkjamenn þyrftu að sjá á eft-
ir gullinu til keppanda frá annarri
þjóð en þær bandarísku hafa sigrað
í fjölþrautinni á fimm Ólympíu-
leikum í röð. Í Aþenu, Peking,
London, Ríó og nú Tókýó því Sunisa
Lee sigraði. Rebeca Andrade frá
Brasilíu fékk silfurverðlaun og hin
rússneska Angelina Melnikova hlaut
bronsverðlaun.
Keppnin var mjög sterk ef horft
er til þess að verðlaunahafarnir
fengu allar mjög háar einkunnir.
Lee fékk 57.433 stig samtals, And-
rade 57.298 og Melnikova 57.199
stig.
Sunisa Lee er aðeins 18 ára göm-
ul sem þó þykir ekki endilega ungt
hjá fimleikafólki í hæsta gæðaflokki.
Hún keppir nú á Ólympíuleikum í
fyrsta sinn og vann silfurverðlaun
fyrr í vikunni með Bandaríkjunum í
liðakeppninni. Lee öðlaðist góða
reynslu á HM í Stuttgart árið 2019
en þar varð hún önnur í gólfæfing-
um og þriðja á tvíslá. Auk þess var
hún í bandaríska liðinu sem varð þá
heimsmeistari í liðakeppni.
Foreldrarnir frá Laos
Sunisa fæddist í St. Paul í Minne-
sota 9. mars 2003 og tók upp eftir-
nafnið Lee eftir stjúpföðurnum
John Lee sem kom inn í líf mæðgn-
anna þegar Sunisa var tveggja ára
gömul. Sunisa Lee er af asískum
uppruna en foreldrar hennar flutt-
ust bæði til Bandaríkjanna frá Laos
á barnsaldri.
Hún er fyrsti Bandaríkjamað-
urinn frá þeim slóðum sem vinnur
til verðlauna á Ólympíuleikum. Á
ensku er talað um „Hmong Americ-
ans“ en þar er átt við fólk sem á
rætur að rekja til Laos, Víetnams,
Mjanmars, Taílands og svæðis í suð-
urhluta Kína. Fólk ættað frá þess-
um slóðum telur um 260 þúsund í
skyldmenni hennar létust úr kór-
ónuveirunni.
„Gullverðlaunin skipta mig miklu
máli vegna þess að um tíma langaði
mig mest til að gefast upp og fannst
ólíklegt að ég kæmist á leikana
vegna meiðsla. Ýmsar tilfinningar
bærast í manni en ég er mjög stolt
af sjálfri mér fyrir að hafa haldið
mínu striki,“ sagði Lee á blaða-
mannafundi og sagði tilhugsunina
um að vera ólympíumeistari í fjöl-
þraut „súrrealíska“.
Tilvísunin er súrrealísk
- Sigurganga bandarískra kvenna
heldur áfram í fjölþrautinni á ÓL
AFP
Liðleiki Sunisa Lee í æfingum á jafnvægisslá á leikunum í gær.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
_ Körfuknattleiksmaðurinn Dúi Þór
Jónsson er kominn til liðs við Þór á
Akureyri og hefur samið við félagið
til eins árs en hann kemur frá Stjörn-
unni. Dúi er tvítugur leikstjórnandi og
mun væntanlega taka stöðu sam-
herja síns úr U20 ára landsliðinu,
Júlíusar Orra Ágústssonar, sem er
farinn frá Þór til bandarísks há-
skólaliðs. Dúi hefur leikið með meist-
araflokki Stjörnunnar undanfarin
fjögur ár en einnig spilað með Álfta-
nesi í 1. deild.
_ KA hefur fengið liðsauka frá Þór í
fótboltanum en Jakob Snær Árnason
er búinn að skipta um félag á Ak-
ureyri. Jakob er 24 ára og hefur leik-
ið 76 leiki með meistaraflokki Þórs í
1. deildinni frá 2015 og lék auk þess
hálft tímabil með KF í 3. deild.
_ Hinn 18 ára gamli Hákon Arnar
Haraldsson fékk í gærkvöld sitt
fyrsta tækifæri í mótsleik með
danska knattspyrnufélaginu Köben-
havn. Hákon kom inn á sem vara-
maður á 76. mínútu í Hvíta-Rússlandi
þegar FCK vann þar stórsigur, 5:0, á
Torpedo Zhodino og tryggði sér sæti
í þriðju umferð undankeppni Sam-
bandsdeildar Evrópu. Hákon kom
boltanum í mark Torpedo en þá var
búið að flauta og Skagastrákurinn
fékk gult spjald að launum.
_ Motoki Sakai, landsliðs-
markvörður Japana í handknattleik
sem ver mark landsliðs þjóðar sinnar
á Ólympíuleikunum þessa dagana,
hefur samið við Íslandsmeistara Vals
til eins árs. Hann er 26 ára og kemur
frá Toyoda Gosei Blue Falcon í heima-
landi sínu. Hann er annar landsliðs-
maður Japans sem kemur til íslensks
liðs fyrir næsta tímabil en línumað-
urinn Kenya Kasahara mun leika með
Herði á Ísafirði í 1. deildinni.
Eitt
ogannað
Íþróttamaður frá San Marínó varð í
gær sá fyrsti í sögu landsins til að
vinna verðlaun á Ólympíuleikum er
Alessandra Perilli hreppti brons í
skotfimi kvenna í Tókýó.
San Marínó er rúmlega 33 þús-
und manna þjóð en frá landinu eru
fimm keppendur í Tókýó. Fleiri
hafa ekki keppt fyrir hönd þjóð-
arinnar á einum og sömu leikunum
síðan í Atlanta árið 1996 en þá
mættu sjö til leiks. Liechtenstein
var fram að þessu fámennasta þjóð
til að vinna til verðlauna á Ólympíu-
leikum. sport@mbl.is
San Marínó nældi
í verðlaun í Tókýó
AFP
Tilfinningar Alessandra Perilli er
orðin þjóðhetja í San Marínó.
CBS hélt því fram í gærkvöldi að
Los Angeles Lakers væri á góðri
leið með að næla í einn öflugasta
leikmann deildarinnar, Russell
Westbrook. Lakers er í viðræðum
við Washington Wizards sem
Westbrook lék með á síðasta tíma-
bili. CBS telur að Lakers muni láta
þrjá menn í staðinn: Kentavious
Caldwell-Pope, Kyle Kuzma og
Montrezl Harrell, auk valréttar í
fyrstu umferð nýliðavalsins í ár.
Westbrook er 32 ára og varð
stigahæsti leikmaður NBA 2015 og
2017. sport@mbl.is
Westbrook á leið
til LA Lakers?
AFP
Stjarna Russell Westbrook gæti
orðið samherji LeBrons James.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Würth-völlur: Fylkir – Valur.................... 17
Í KVÖLD!
Ólympíuleikar
Karlar, C-riðill:
Slóvenía – Japan................................. 116:81
Spánn – Argentína ............................... 81:71
_ Slóvenía 4, Spánn 4, Argentína 2, Japan
2. Slóvenía og Spánn komin áfram.
Konur, A-riðill:
Kanada – Suður-Kórea ........................ 74:53
Spánn – Serbía...................................... 85:70
_ Spánn 4, Kanada 3, Serbía 3, Suður--
Kórea 2. (2 stig fyrir sigur, 1 fyrir tap)
Vináttulandsleikur karla
Eistland – Ísland .................................. 93:72
57+36!)49,
Ólympíuleikar
Konur, A-riðill:
Svartfjallaland – Noregur.................. 23:35
- Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs.
Holland – Angóla .................................. 37:28
Japan – Suður-Kórea ........................... 24:27
_ Noregur 6, Holland 6, Suður-Kórea 2,
Japan 2, Svartfjallaland 2, Angóla 0.
Konur, B-riðill:
Spánn – Brasilía.................................... 27:23
Ungverjaland – Rússland.................... 31:38
Svíþjóð – Frakkland............................. 28:28
_ Svíþjóð 5, Spánn 4, Brasilía 3, Rússland
3, Frakkland 3, Ungverjaland 0.
E(;R&:=/D
Þórir Hergeirsson er kominn með
norska kvennalandsliðið í hand-
bolta í átta liða úrslitin á Ólympíu-
leikunum í Tókýó þrátt fyrir að
tvær umferðir séu enn eftir af riðla-
keppninni.
Noregur valtaði yfir Svartfjalla-
land í seinni hálfleik í gær og vann
35:23 eftir að staðan var jöfn í hálf-
leik, 13.13. Nora Mörk og Henny
Reistad skoruðu sjö mörk hvor fyr-
ir norska liðið.
Noregur og Holland eru í sér-
flokki í A-riðlinum og mætast í úr-
slitaleik hans á morgun. Sigurliðið
mætir fjórða liði B-riðils, en það
verða öflugir mótherjar því öll sex
liðin í þeim riðli eru firnasterk og
harður slagur þeirra á milli um öll
sætin.
AFP
Stórsigur Hin þrautreynda Stine Bredal Oftedal í norska landsliðinu sækir
að marki Svartfellinga í viðureign þjóðanna í Tókýó í gær.
Stórsigur og þegar
komnar áfram
Eistland vann Ísland örugglega í
vináttulandsleik karla í körfuknatt-
leik í Eistlandi í gærkvöldi 93:72.
Eistar voru yfir 50:34 að loknum
fyrri hálfleik. Leikurinn er þáttur í
undirbúningi íslenska liðsins sem
tekur þátt í forkeppni HM í ágúst
og leikur þá gegn Svartfjallalandi
og Danmörku.
Ægir Þór Steinarsson var stiga-
hæstur með 16 stig og gaf fjórar
stoðsendingar. Þórir Guðmundur
Þorbjarnarson skoraði 11 stig og
bankar á dyrnar hjá A-landsliðinu
eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkj-
unum. Elvar Már Friðriksson skor-
aði 10 stig, gaf fimm stoðsendingar
og tók fjögur fráköst.
Styrmir Snær Þrastarson tók
ekki þátt í leiknum þar sem hann
glímir við smávægileg meiðsli og
þótti skynsamlegt að gefa honum
hvíld en hann lék með U-20 ára
landsliði Íslands fyrir skömmu.
Liðin léku einnig á miðvikudag
en þá fyrir luktum dyrum í óform-
legum leik þar sem leikið var í 48
mínútur en ekki 40 eins og tíðkast í
landsleikjum. Var það meðal ann-
ars gert til að gefa leikmönnum
meiri tíma til að sýna sig og snana.
Margir af atvinnumönnum Ís-
lands fóru ekki í ferðina og nægir
þar að nefna Martin Hermannsson,
Tryggva Snæ Hlinason og Jón Axel
Guðmundsson og í því ljósi erfitt að
leggja mat á úrslitin.
Liðið sem Ísland tefldi fram verð-
ur seint talið hávaxið á mælikvarða
körfuboltalandsliða því leikmenn
sem leika með íslenskum liðum
voru einnig fjarverandi eins og
Kristófer Acox og Haukur Helgi
Pálsson. Þá gáfu leikmenn eins og
Pavel Ermolinskij, Ragnar Nat-
hanaelsson og Sigurður Þor-
steinsson ekki kost á sér.
Eistarnir reyndust
mun sterkari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Drjúgur Elvar Már skoraði 10 stig
og gaf fimm stoðsendingar í gær.