Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 371.600 manns bjuggu á landinu um mitt þetta ár og hafa landsmenn aldrei verið fleiri. Áfram- haldandi flutningur fólks til landsins á þátt í þeirri fjölgun. Þannig fluttu 340 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins á fyrri hluta ársins og 610 fleiri erlendir rík- isborgarar fluttu þá til landsins en frá því. Samanlagt tæplega þúsund aðfluttir umfram brottflutta þrátt fyrir erfiðar aðstæður í faraldri. Miðað við þróun síðustu tíu ára má ætla að meirihluti þessa fólks setjist að á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni, þ.m.t. á Suðurnesjum. Íbúafjölgun hefur áhrif á eftir- spurn eftir húsnæði. Því er spurning hvort flutningur til landsins muni ásamt öðru hreyfa við íbúðamarkaði. Leiguverð lítið hækkað Síðustu misseri hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað nokk- uð stöðugt en leiguverð lítið hækkað. Virðast þau skil hafa orðið árið 2019 þegar samdráttur varð í ferðaþjón- ustu og mikið framboð var af nýjum og óseldum íbúðum í miðborginni. Þorsteinn Arnalds, framkvæmda- stjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun (HMS), segir nokkra þætti skýra hvers vegna leiguverð hafi ekki fylgt húsnæðisverði. „Nokkrir þættir urðu til þess að það slaknaði á leigumarkaðnum. Meðal þeirra var minni eftirspurn frá ferðamönnum eftir íbúðum í skammtímaleigu. Jafnframt jókst at- vinnuleysi og eru vísbendingar um að erlendir starfsmenn, sem leigja frekar en að eiga, hafi farið úr landi. Þá sýna kannanir okkar á leigu- markaði að ungt fólk hafi þá í ein- hverjum mæli farið af leigumarkaði og flutt í foreldrahús,“ segir Þor- steinn. Þá geti vaxtalækkanir haft óbein áhrif til lækkunar leiguverðs. Vaxtalækkanir hafa áhrif „Leiguverð endurspeglar kostn- aðinn við að eiga og reka húsnæði. Sá kostnaður lækkar þegar vextir lækka. Það ásamt minnkandi eftir- spurn eftir leiguhúsnæði held ég að eigi þátt í lægra leiguverði,“ segir Þorsteinn sem telur aðspurður að innkoma Bjargs leigufélags hafi styrkt þessa þróun. Félagið hafi enda komið inn á markaðinn þegar umrædd skil urðu í leiguverði og íbúðaverði fyrir um tveimur árum. „Þá var rætt um að ýmsir leigusal- ar hefðu verið tilbúnir að lækka verð til að halda í góða leigjendur. Það hefur haft einhver áhrif,“ segir Þor- steinn sem spáir hærra leiguverði. „Ég tel að þessi þróun muni ekki halda áfram. Ef það verður sterk við- spyrna í hagkerfinu, og ferðaþjón- ustan heldur áfram að styrkjast, má ætla að leiguverð hækki.“ Íbúafjölgun hefur áhrif Þorsteinn segir aðspurður að íbúafjölgun á Íslandi á fyrri hluta ársins, vegna flutninga íslenskra og erlendra ríkisborgara til landsins, sé til þess fallin að ýta undir leiguverð. Tæplega þúsund fleiri fluttu þá til landsins en frá því. „Þessir þúsund einstaklingar þurfa væntanlega um 400 íbúðir. Það virðist því blasa við að þeir muni bítast um húsnæði. Það hefur verið slaki á leigumarki og þetta fólk er líklegra að fara þangað en að kaupa íbúðir, sem þegar er slegist um.“ Sækja í séreignina Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Eco- nomics, segir það eiga þátt í þróun leiguverðs að dregið hafi úr skamm- tímaleigu til ferðamanna. Þá hafi lægri vextir dregið úr spurn eftir leiguhúsnæði en aukið spurn eftir séreign. Fækkun leigusamninga á íbúðarhúsnæði vitni um þá þróun. Jafnframt hafi uppbygging á fé- lagslegum íbúðum haft áhrif. Meðal annars hafi Bjarg lækkað leiguverð en það geti þrýst á aðra leigusala að bjóða hagstæðari húsaleigu. Því til viðbótar hafi leigufélögum vaxið fiskur um hrygg og það aukið framboð á íbúðum í langtímaleigu. Sveitarfélög hafi úthlutað mörg- um lóðum til slíkra leigufélaga. Magnús Árni væntir þess að- spurður að nafnverð íbúða haldi áfram að hækka. Þá ekki síst vegna takmarkaðs framboðs næstu 24 mánuði. Staðan geti hins vegar breyst hratt ef Seðlabankinn hækk- ar vexti á næstu mánuðum. Gæti þrýst á leiguverðið - Tæplega þúsund fleiri fluttu til landsins en frá því, á fyrstu sex mánuðum ársins - Sérfræðingur segir aðflutninginn mögulega munu ýta undir leiguverð á íbúðum Búferlaflutningarmilli landa eftir ríkisfangi 2000-2021* Aðfluttir umfram brottflutta Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018 -65 6.621 2019 -175 5.136 2020 506 1.734 2021* 520 960 +7 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 Þúsundir '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2021 -10.772 51.983 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2021 -2.005 33.394 2015-2021 -273 29.270 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar *Til og með 30. júní 2021 (fyrstu sex mánuði ársins) Fyrstu 6 mán. ársins 2021 Heimild: Hagstofa Íslands Vísitala húsnæðis- og leiguverðs Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, janúar 2007 til júní 2021 275 250 225 200 175 150 125 100 75 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Vísitölurnar sýna breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs Heimild: Þjóðskrá Íslands Allir flokkar íbúðarhúsnæðis, vegið meðaltal Vísitala húsnæðisverðs Vísitala leiguverðs* Janúar 2011 = 100 201,3 246,9 *Útreikningar á vísitölu leiguverðs ná aftur til janúar 2011 Þorsteinn Arnalds Magnús Árni Skúlason « Veitingahúsið Jómfrúin tapaði 24,7 milljónum króna í fyrra og jókst tapið frá árinu 2019 þegar það nam 17,6 milljónum. Rekstrartekjur drógust saman um 15,4% og námu 286,3 milljónum. Segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi fyrirtækisins að tekjutapið megi rekja til fjöldatak- markana sem leiddu af sóttvarna- aðgerðum stjórnvalda. „Félagið brást við þessum að- stæðum meðal annars með því að nýta sér þau úrræði sem félagið hafði kost á að nýta, þar á meðal frystingu lána. Engu að síður er félagið í ágætri stöðu og telur stjórn að félag- ið sé rekstrarhæft um fyrirsjáanlega framtíð.“ Eignir Jómfrúarinnar námu 91,3 milljónum í árslok 2020 en skuldir námu 116,9 milljónum króna. Tap Jómfrúarinnar nam 24,7 milljónum króna 30. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.69 Sterlingspund 174.4 Kanadadalur 100.0 Dönsk króna 19.953 Norsk króna 14.156 Sænsk króna 14.554 Svissn. franki 137.37 Japanskt jen 1.1419 SDR 178.86 Evra 148.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.2702 « Seðlabanki Ís- lands tapaði 29,3 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2021, samanborið við 98 milljarða hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Virðisbreytingar eigna voru nei- kvæðar sem nam 6,6 milljörðum en höfðu verið jákvæðar sem nam 13 millj- örðum í fyrra. Munar þar nær einvörð- ungu um virðisbreytingu erlendra eigna. Stærstan hluta hins bókfærða taps má hins vegar rekja til gengis- munar. Var hann neikvæður sem nam 21 milljarði að þessu sinni en var já- kvæður um 88 milljarða á fyrri árshelm- ingi 2020. Rekstrarkostnaður bankans hækk- aði um 177 milljónir milli ára og nam 3,9 milljörðum króna. Laun og launa- tengd gjöld hækkuðu um 10 milljónir og námu 2,5 milljörðum króna. Eignir bankans námu í lok júnímánaðar 895,8 milljörðum króna. Langstærsta eign bankans er bundin í erlendum verð- bréfum og öðrum eignum gjaldeyr- isforðans eða 665,4 milljarðar króna. Tap Seðlabankans á fyrri hluta árs 29,3 ma. Ásgeir Jónsson STUTT Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.