Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 14

Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Af samtölum Morgun- blaðsins við forystumenn á vinnumarkaði á undanförnum dög- um má ráða að þeir telji að nokkuð vanti upp á að ríkisvaldið hafi uppfyllt allt sem það ætlaði í tengslum við lífs- kjarasamningana svokölluðu. Þar er sérstaklega nefnd breyt- ing á löggjöf um lífeyrissjóði sem ekki var afgreidd fyrir þinglok í vor. Aðilar vinnu- markaðarins munu væntanlega ræða þetta sín á milli en fjar- stæðukennt er að þetta geti haft nokkur áhrif á mat á stöðu samninganna í haust. Þeir hljóta að standa. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að van- efndir ríkisvaldsins muni „vafa- lítið setja mark sitt á næstu kjaraviðræður,“ og það kann vel að vera rétt. Æskilegast væri að það hefði þau áhrif að ríkisvaldinu væri haldið utan við þær viðræður og að aðilar vinnumarkaðarins semdu hjálp- arlaust sín á milli um kaup og kjör. Það er ekki heppilegt að stórir aðilar, hvort sem það eru aðilar vinnumarkaðar eða aðrir, geti sett þrýsting á stjórnvöld og knúið fram lagabreytingar. Hitt er annað mál að stjórnvöld eiga jafnan að skapa sem hag- stæðast umhverfi fyrir atvinnu- líf og launamenn og búa þannig um hnúta að verð- mætasköpun geti orðið sem mest og að skattar séu hóf- legir svo að það sem um er samið renni að sem stærstum hluta í vasa launa- manna. Hætt er við að fram undan sé barátta við meira atvinnuleysi en áður hefur þekkst hér á landi. Á þetta benti fram- kvæmdastjóri SA í samtali við Morgunblaðið í fyrradag og sagðist telja að atvinnustigið ætti að vera í forgrunni næstu kjaraviðræðna til að tryggja fulla atvinnu. Þetta er afar mikilvægt atriði sem verkalýðshreyfing, at- vinnurekendur og ríkisvald ættu að sameinast um. Ríkis- valdið getur gert það með því að skapa hér almennt hagfellt rekstrarumhverfi fyrirtækja og aðilar vinnumarkaðarins geta lagt sín lóð á vogarskálarnar með því að semja af skynsemi með það fyrir augum að fyrir- tæki landsins geti ráðið vinnu- fúst fólk til starfa. Slík hófsemd getur stuðlað að mikilli velsæld hér á landi á næstu árum. Verði launahækkanir hins vegar á svipuðum nótum og verið hefur á síðustu árum eru litlar líkur á fullri atvinnu og vaxandi vel- sæld. Ríkið á ekki að vera aðili að kjarasamn- ingum á almenna markaðnum} Hófsemd mun skapa velsæld Í lok ágúst hyggj- ast Bandaríkja- menn flytja síðustu hermenn sína frá Afganistan. Þeir hafa þegar flutt langstærstan hluta hersins á brott og samhliða því hafa talib- anar sótt í sig veðrið, aukið árásir og lagt undir sig land- svæði. Þeir eru nú taldir ráða helmingi héraða landsins og níu af hverjum tíu landamærastöðv- um. Mannfall í landinu, ekki síst meðal almennra borgara, hefur vaxið mikið samhliða þessari ógæfulegu þróun og her stjórn- valda hefur reynst óviðbúinn og ræður illa við sókn talibananna. Enginn veit fyrir víst hvernig þessu lyktar en líklega myndu fáir leggja mikið undir að núver- andi stjórnvöld í landinu hefðu betur í baráttunni miðað við þróun síðustu mánaða og miðað við hvernig Bandaríkjunum gekk. Eða jafnvel Sovétríkj- unum, sé horft lengra aftur. Það er heldur ekki til að hjálpa stjórnvöldum í Afganist- an að stjórnvöld í Kína, sem á landamæri að Afganistan, áttu fund í fyrradag með leiðtogum talibana. Á fundinum sagðist Kína virða „full- veldi“ talibana, hvað sem það nú nákvæmlega þýðir, en er vitaskuld vís- bending um að úr þeirri átt eigi þeir stuðning vís- an. Kína heldur því þó fram að það skipti sér ekki af innanrík- ismálum annarra, en hætt er við að stjórnvöld í Kabúl horfi á þessa viðurkenningu á tali- bönum sem íhlutun í innanrík- ismál. Þá hafa talibanar sagt í tengslum við fundinn í Kína að þeir muni ekki leyfa, nái þeir völdum í Afganistan, að landið verði nýtt til að skipuleggja árásir á önnur ríki. Það gerðist þó þegar þeir réðu landinu síð- ast og engin ástæða fyrir önnur ríki til að taka þessi orð trúan- leg, þó að Kínverjar virðist hafa ákveðið að gera það. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna sagði vegna fundar tal- ibana í Kína að nái talibanar völdum með hernaði og stjórni með þeim hætti sem þeir hafa gert verði Afganistan út- lagaríki. Ekki er líklegt að þau orð verði til að draga úr ofbeldi og drápum talibana í Afganist- an. Viðurkenning á hættulegum sam- tökum vekur furðu} Talibanar í Kína D elta-afbrigðið er mætt í öllu sínu veldi hingað til lands líkt og víða um heim. Þetta afbrigði hegðar sér ekki að öllu leyti eins og fyrri kórónuveiruafbrigði og nokkurn tíma tekur að átta sig á sérkenn- unum. Það eina sem við erum þó örugg með er að fólk smitast, fólk smitar og fólk veikist. Hversu margt, hversu víðtækt og hversu mik- ið er óvíst nú líkt og áður. En Delta er bráð- smitandi og er um allt samfélagið. Sú óskastaða er uppi að við vitum hvernig við þurfum að bregðast við og við vitum líka hvaðan þessi vágestur kom. Við vitum hvernig má verjast veirunni og hverja þarf helst að verja. Þetta höfum við í hendi okkar, þökk sé vísindafólki sem hefur unnið kröftuglega hér- lendis og um allan heim og deilt þekkingu sinni með okkur. Við erum líka komin þetta langt, með mikinn fjölda bólusettra hér á landi og blessunarlega marga sem náð hafa heilsu eftir að hafa veikst, þökk sé framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Engu að síður er staðan svona og við þurfum að standa saman gegn þessum vágesti. Nýjustu fregnir herma að verið sé að kalla heilbrigðisstarfsfólk heim úr kærkomnu sumarfríi. Sama starfsfólk og hefur verið undir ómennsku álagi síðustu misseri. Loksins var komið að þeim að slaka á þegar Delta mætti á svæðið. Einhverjir eiga tök á að svara kallinu en þá þarf að skapa skýran hvata fyrir það starfsfólk til að fórna hinu kærkomna fríi. Því við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það er óumdeilt því verkefnið stækkar með hverjum deginum sem líður. Á annað hundrað smita á dag, tugþúsundir sýna eru teknar, lækn- isheimsóknum fjölgar, innlögnum sömuleiðis og allt krefst þetta þjónustu heilbrigðis- starfsfólks. Þeir hvatar sem þarf að skapa þurfa að vera umfram þá sem liggja í kjarasamnings- bundnum réttindum starfsfólks þegar frí eru skert. Síðasta vetur var lagt til að framlínu- starfsfólk fengi álagsgreiðslur og var það við- haft með ýmsum hætti víða um heim, til dæmis með álagsgreiðslum og skattaaf- sláttum. Því miður var ekki gengið nógu langt hér á landi, sér í lagi þannig að allt framlínustarfsfólk nyti þeirra en ekki bara sumir, en nú er hægt að bæta úr. Því leggjum við í Samfylkingunni til að stjórnvöld lýsi því yfir án tafar að þau sem svara kallinu um að mæta til starfa úr sumarleyfi fái sérstaka álagsgreiðslu fyrir vik- ið. Það þarf slíka aðgerð, sem ekki leiðir til þess að mannekla myndist á sömu heilbrigðisstofnunum þegar þessum álagstíma lýkur. Það gengur illa að launa kom- una eingöngu með því að frídagar séu bara teknir á öðr- um tímum, því þá stöndum við frammi fyrir skorti á starfsfólki síðar. Sérstök greiðsla kæmi sér betur og rík- isstjórnin ætti tafarlaust að lýsa yfir vilja til að slíkar greiðslur komi til framkvæmda. Helga Vala Helgadóttir Pistill Við þurfum þau til starfa á hásumri Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Ú rskurð úrskurðar- nefndar um upplýsinga- mál þurfti til þess að læknir fengi skýrslu af- henta um atvik sem hann tengdist. Læknirinn var sviptur lækningaleyfi tímabundið í kjölfar atviksins en Læknafélag Íslands (LÍ) gætti hags- muna mannsins í málinu fyrir úr- skurðarnefndinni. Læknirinn vildi eintak af svo- nefndri rótargreiningu umrædds at- viks, en slík greining fer fram þegar alvarleg atvik eru skoðuð ofan í kjöl- inn. Sjúkrahús Akureyrar meinaði honum aðgang að greiningunni, m.a. á grundvelli þess að skýrslan væri vinnugagn og þannig undanþegin upplýsingalögum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málatilbúnað læknisins og Læknafélags Íslands. Reynir Arngrímsson, formaður LÍ, segir það meðal hlutverka félags- ins að aðstoða lækna sem lenda í vandræðum. „Það er afstaða okkar að styðja, en dæma ekki,“ segir Reynir við Morgunblaðið. Andmælaréttar ekki alltaf gætt Vandaðir stjórnsýsluhættir voru að sögn Reynis virtir að vettugi um langa hríð í þessum málaflokki: „Við viljum tryggja það að læknar fái rétt- láta málsmeðferð í málum sem þess- um og stjórnsýslulögum sé fylgt. Við höfum sérstaklega rekið á eftir því að andmælaréttar lækna sé gætt en því hefur um langt skeið verið ábótavant. Við höfum verið að veita þessu við- spyrnu og það hefur í kjölfar þess bæst til betri vegar.“ Svipting leyfis afar þungbær Nokkur mál eru í ferli vegna mistaka lækna, en Reynir segir þau koma upp reglulega en þá eru læknar stundum sviptir lækningaleyfinu tímabundið. Það sé afar þungbært fyrir lækna eins og annað heilbrigð- isstarfsfólk. „Eftir mistök eru raun- verulega þrír sem verða fyrir áfalli. Það er sjúklingurinn sjálfur, fjöl- skylda sjúklingsins og heilbrigð- isstarfsfólkið. Þau eru undantekn- ingalaust niðurbrotin eftir að hafa lent í atvikum sem þessum.“ Flest mistök sem verða innan heilbrigðisstofnana eru að sögn Reyn- is kerfislæg eða einhvers konar röð mistaka. „Það er oftast ekki um mis- tök einstaklings eða eins læknis að ræða. Yfirleitt kerfislæg mistök, það er röð ákvarðana sem leiða til mistaka eða ákvörðunartökuleysi. Læknar taka mistök mjög svo nærri sér.“ Læknafélag Íslands hefur undanfarið beitt sér fyrir því að stuðningsferli fari fljótt í gang eftir að mistök hafa átt sér stað: „Það þarf að fara fljótt af stað einhvers konar stuðningsferli innanhúss sem gefur viðkomandi andrými til þess að jafna sig. Það gengur ekki að þeim sé bara hent á næturvakt beint í kjölfarið eins og lengi hefur viðgengist.“ Kalla eftir nýju kerfi Auk breyttra rannsóknar- aðferða telur Reynir að bæta megi eftirfylgni eftir ákvarðanir um lækna og hæfi þeirra. „Ef vandræðin eru af heilsufars- ástæðum þyrfti viðkomandi þá að geta fengið viðeigandi meðferð eða endurhæfingu og áætlun um hvernig hann geti aftur náð fullri heilsu og þá fengið starfshæfisvottorð frá viðkom- andi aðilum. Ef hins vegar grunur leiki á um að viðkomandi sé ekki að sinna símenntun eða hafi gert fagleg mistök þá þarf það koma alveg skýr- lega fram hvað fór úrskeiðis og hvað megi betur fara í framtíðinni svo hann geti starfað aftur. Þetta þarf allt að liggja fyrir svo menn endi ekki í blindgötu.“ Mistök heilbrigðisstarfs- fólks þurfi annan farveg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Læknir á sjúkrahúsinu óskaði eftir gögnum vegna atviks sem kom þar upp og varð til þess að læknirinn missti leyfið tímabundið. Alma D. Möller landlæknir segir lækna ekki bera ábyrgð á mis- tökum sem verða vegna kerfis- bundinna þátta eins og ónóg mönnun geti verið dæmi um. Þetta kemur fram í svari henn- ar við fyrirspurn Læknablaðs- ins í nýjasta tölublaði þess. Þar er greint frá gríðarlegri undiröldu meðal lækna vegna læknaskorts á Landspítalanum. Vilhjálmur Ari Arason, 65 ára læknir sem hafði starfað í 40 ár á bráðamóttökunni, sagði starfi sínu lausu fyrr í sumar. Hann sagði neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni vegna læknaskorts og sagði það álag sem fylgdi auka líkur á mistök- um: „Það hafa orðið mjög sorgleg tilvik sem tengjast þessu gríð- arlega álagi og má að hluta til rekja til þreytu starfsmanna. Við erum að útsetja okkur fyrir gríðarlegri áhættu því ein mis- tök geta skilið milli lífs og dauða.“ Mistök tíðari undir álagi LÆKNAR ÓÁNÆGÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.