Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 15

Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Sigurreifir Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu vann frækinn sigur á liði Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Þeir 700 áhorfendur sem voru leyfðir á vellinum létu vel í sér heyra. Unnur Karen Umfjöllun um pen- inga í fjölmiðlum og bókmenntum tekur á sig ýmsar myndir. Svo er einnig í tækni- heimum, sem nýta sér auðtrú og vankunnáttu fjölmiðlaheims. Lengst gengur ruglið í umfjöll- un um þorpsítjóta og „bitcoin“. Undir þessu hvílir vanþekking á hugtak- inu „peningar“. Salt og laun Sennilega hafa slegnir peningar haldið verðgildi sínu vegna „góð- málmsins“ og vægi hans og trú á notagildi góðmálmsins. Nú er gull viðurkennt til lúkningar skulda, þó ekki almennt. En gull hefur al- þjóðlegt verðgildi. Viðskipti með gull sem vöru eru mun umfangs- meiri en fullnusta viðskipta með gull sem gjaldmiðil. Þá var salt viðurkennt sem lúkn- ing skulda vegna vinnuframlags í Rómaveldi. Latína „salis“ þ.e. salt, og enska „salary“, þ.e. laun, eru samstofna. Saltkaupmaðurinn í Par- ís var vel efnaður, í húsi hans, Hôtel Salé, er nú Safn Picasso. Skilgreining á peningum Áður en lengra er haldið er rétt að reyna að skilgreina peninga. Í fræði- ritum er skilgreining peninga nokk- uð einföld: Peningar eru það sem al- mennt er viðurkennt til lúkningar skulda í viðskiptum eða sem geymsla verðmæta til síðari nota. Í flestum löndum er til lögeyrir. Lög- eyrir er ákveðinn með lögum, og umsjón og útgáfa lögeyris er í höndum seðlabanka í hverju landi. Einfald- asta form peninga eru seðlar og mynt, útgefin af seðlabanka eða þjóð- ríki, skuld bankans eða þjóðríkisins. Nú er stefnt að útrýmingu viðskipta með seðlum og mynt, en viðskipti skulu fara fram með rafrænum hætti, þar sem endastaður upp- gjörs er í seðlabanka í hverju landi. Bandaríkjadollar Þannig er bandaríkjadollar „grundvallaður“ á spánskum silf- urdollurum, og virðist hafa verið í notkun í hinum bresku nýlendum í Norður-Ameríku. Í fyrstu gáfu mismunandi traustir bankar í nýlendunum út dollara- seðla. Gengi þessara skuldavið- urkenninga fylgdi ekki alltaf nafn- verði skuldaviðurkenninga, bankaseðlanna. Bankarnir urðu gjaldþrota og þar með urðu skulda- viðurkenningarnar að engu og af urðu bankakreppur. Stjórnarskrárákvæði Þeir feður, sem stofnuðu Banda- ríkin með sjálfstæðisyfirlýsingu 1776 og stjórnarskrá 1787, gerðu sér grein fyrir þörf fyrir gjaldmiðil. Þannig er í stjórnarskránni heim- ild fyrir bandaríska þingið að setja „reglur“ eða lög um gjaldmiðil. Í 1. kafla og 8. grein er heimild fyrir þingið „að slá mynt, ákveða gengi myntarinnar og ákveði gengi mynta annarra þjóða, svo og að setja reglur um mál og vog.“ Með lögum frá 1913, sem tóku gildi 1914, þá verður til samræming á gjaldmiðlinum, bandaríkjadollar hefur aðeins eitt verðgildi, nafnverð sitt. Líta verður svo á að „Federal Reserve“, banda- ríski seðlabankinn, sé ríkisstofnun með beinni eða óbeinni ríkisábyrgð. Hinn endanlegi skuldari verður þannig ríkissjóður Bandaríkjanna. Seðlar og mynt útgefin af Seðla- banka Evrópu eru tryggð með eign- um bankans, en eigið fé bankans er mjög lítið, öndvert við bandaríska seðlabankann. Sennilega er árangur seðlabanka almennt fremur metinn af stöðu efnahagsmála í aðildarríkjum frem- ur en „hagnaði“ bankans. 19 af 27 aðildarríkjum Evrópu- sambandsins nota EURO sem gjald- miðil, auk íslenskra fiskvinnslu- fyrirtækja. Og svo kemur rafmynt! Fyrir nokkrum árum fóru ein- hverjir drengir í bankaleik með raf- mynt. Sennilega voru drengirnir nokkuð vel að sér í tölvufræðum. Þeir byggðu bálka með rafmynt og hófu að selja líkt og um gjaldmiðil væri að ræða. Íslenskum fjölmiðlum þótti það mikil tíðindi þegar áttu sér stað viðskipti með ónýtan bíl og gjaldmiðillinn var rafmyntin „bit- coin“. Landsvirkjun selur rafmagn til gagnavinnsluvera, sem „grafa eft- ir bitcoin“ eins og um námuvinnslu sé að ræða. Guð láti gott á vita ef Landsvirkjun fær greiðslu fyrir raf- orkureikninga til slíkra gagnavera. Reglulega birtast fréttir af gengi „bitcoin“ gagnvart bandaríkjadollar. Lengst af hefur gengi „bitcoin“ stefnt til fjalla. Einhver halli varð nýlega á genginu, niður á við. Verði á „bitcoin“ má helst líkja við verðlagningu á óseldum hótelher- bergjum og gistiþjónustu úr fortíð. Hefur „bitcoin“ eiginleika pen- inga? „Bitcoin“ hefur enga eiginleika peninga. „Bitcoin“ er ekki almennt viðurkennt til lúkningar skulda. „Bitcoin“ hefur ekki eiginleika gulls, sem er sjaldgæfur málmur, en við- urkennt í skuldauppgjörum vegna þess hve lítið er til af því. Að öðru leyti hefur það takmarkað notagildi. Mestur hluti viðskipta með gull sem gjaldmiðil er sem heiman- mundur með indverskum brúðum. Tannlæknar hafa hætt að nota gull í munnviðgerðir. Gullið hefur ekki sinn dýrleik af því það sé betri málmur en silfrið. Gullið hefur sinn dýrleik af því að líkjast sólinni. Silfrið líkist tunglinu. Það er nefnilega þannig að silfrið kemur að gagni í iðnaði en gull nýt- ist í hégóma. Sólin gerir þó ólíkt meira gagn tunglið. Salt kemur enn að ágætum notum í matvælavinnslu, en er ekki sjald- gæft og er auðvinnanlegt, öfugt við gull. Því er salt vart brúklegt til lúkningar skulda, nema á milli salt- fiskverkenda. Hver er hinn endanlegi skuldari „bitcoin“? Það er með öllu óljóst. „Bitcoin“-kauphallir með tengingu við raunbankastarfsemi breyta þar engu um. Trúðakenningar Af og til skjótast fram trúðakenn- ingar þorpsítjóta um peninga. „Bit- con“-kenningin og verðmæti þess er trúðakenning þorpsítjóts. Önnur þorpsítjót spila með og hlaupa á eftir þar til mesta þorpsítjótið situr uppi með verðlausan svartapétur sem innstæðu í bálkakeðju í gagnaveri. Og hvað varðar mig um það? Önnur trúðakenning er sú að seðl- ar og mynt útgefin af seðlabanka, sem skuldaviðurkenning, sé eign seðlabanka. Slíkt kemur fram í „áliti“ í áritun bankaráðsmanns í ráði Seðlabanka Íslands, án þess að það sé skýrt nánar á hvern veg slíkt geti gerst undir kerfisbundinni skráningu eigna og skulda í bókhaldi seðlabanka. Víst er þó að blaða- og fréttamenn þurfa grunnfræðslu um eðli og kröf- ur til peninga og þess, sem er brúk- að til lúkningar skulda. Ella verða kallaðir þropsítjótar sjálfir. Sjálfstæði og „bitcoin“! Guðbjartur sagði eitt sinn: „Mað- ur er þó ævinlega sjálfstæður maður heima í kotinu sínu. Hvort maður lif- ir eða drepst, þá kemur það aungv- um við utan manni sjálfum. Og ein- mitt í því er sjálfstæðið fólgið.“ „Bitcoin“ er heimilt að starfa sjálf- stætt, lifa og drepast án þess að aðra varði um leik þorpsítjóta í tölvu- fræðum. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Af og til skjótast fram trúðakenn- ingar þorpsítjóta um peninga. „Bitcon“- kenningin og verðmæti þess er trúðakenning þorpsítjóts. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Peningar og bálkapeningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.