Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 17

Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 ✝ Aðalgeir Krist- jánsson fæddist 30. maí 1924 á Finnsstöðum í Köldukinn í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands 18. júlí 2021. Foreldrar Aðal- geirs voru Kristján Árnason, bóndi á Finnsstöðum, f. 5. nóv. 1885, d. 13. júlí 1935, og Halldóra Sigur- bjarnardóttir, húsfreyja á Finns- stöðum, f. 27. nóv. 1892, d. 3. maí 1957. Systkini Aðalgeirs voru Árni, kennari við Menntaskólann á Akureyri, f. 12. júlí 1915, d. 4. júlí 1974, Sigurbjörn, bóndi á Finnsstöðum, f. 20. des. 1917, d. 2. okt. 1973, Gerður, húsfreyja á Fremstafelli, f. 3. mars 1921, d. 11. júní 2013, Kristján Einar, bóndi á Ófeigsstöðum, f. 6. mars 1927, d. 27. maí 2015, og Hjalti, bókasafni Íslands. Þaðan lá leið hans að Þjóðskjalasafni Íslands, þar sem hann var settur skjala- vörður 1961 og var 1. skjalavörð- ur þar frá árinu 1970. Fræðimennskan átti hug Aðal- geirs allan, og þau rit sem eftir hann liggja eru vitnisburður um það. Ber þar helst að nefna áður- nefnda bók um Brynjólf Pét- ursson 1972, útgáfu á bréfum Fjölnismanna 1961, 1964 og 1984, auk margvíslegra rannsókna sem snúa að íslenskri sögu og bók- menntum, persónusögu og skjala- vörslu. Auk ritstarfa sinnti Aðalgeir margvíslegum félagsstörfum bæði hér á landi og erlendis, sat í útgáfunefnd Sverris Kristjáns- sonar 1981-1987, var formaður skjalavörslunefndar 1981 og átti sæti í undirbúningsnefnd fyrir norrænt skjalavarðaþing sem haldið var á Laugarvatni 1987. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Aðalgeir á hjúkrunarheimilinu Hvammi á Húsavík. Aðalgeir var ógiftur og barnlaus, en lætur eftir sig stóran frændgarð, marga vini og samstarfsfólk. Útför Aðalgeirs fer fram frá Þorgeirskirkju á Ljósavatni í dag, 30. júlí 2021, klukkan 13. bóndi á Hjaltastöð- um, f. 30. des. 1929, d. 6. nóv. 2019. Aðalgeir varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akur- eyri árið 1947, og hóf þá nám í íslensk- um fræðum við Há- skóla Íslands. Hann varð cand. mag. það- an í janúar 1953, og lauk jafnframt prófi í uppeldis- og kennslufræðum sama ár. 1954-1955 stundaði hann framhaldsnám við Óslóarháskóla og varð svo dr. phil. frá Háskóla Íslands 7. september 1974 fyrir tímamótarit sitt um ævi og störf Brynjólfs Péturssonar. Aðalgeir starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum veturinn 1953-1954, sinnti sagnfræðirannsóknum og útgáfustörfum í Kaupmannahöfn og Reykjavík 1955-1959, en var þá ráðinn til starfa á Lands- Glæsilegur bíll ekur í hlað í Hlíð. Út snarast léttstígur maður, kominn til að hitta frændur sína, mig og Kidda bróður. Þetta er fyrsta minning mín um Aðalgeir Kristjánsson föðurbróður minn. Hann heilsaði okkur bræðrum með gleði, en hafði síðan skiljan- lega meiri áhuga á að ræða við Al- freð fóstra minn og Bjarka. Við Kiddi fylgdumst með þessum sér- staka frænda og pískruðum mik- ið. Síðan liðu árin. Á háskólaárum mínum í Reykjavík hitti ég Alla frænda oft. Spurði hann ráða og fékk bíl- inn hans lánaðan þegar mikið lá við. Þeir ekki af lakari gerðinni, t.d. Alfa Romeo. Þá fann maður til sín undir stýri. Öll hjálp frænda míns var ómetanleg og fyrir hana er ég þakklátur. Við tóku hjá fjölskyldu minni Ólafsfjarðarár og síðar á Akur- eyri. Frændi gisti ætíð eina nótt, oftast þá síðustu fyrir suðurferð. Reyndar bara hálfa því nauðsyn- legt var að vakna snemma, fá sér saman kaffibolla og brauðsneið og taka til nesti því Alli vildi ólmur leggja af stað um fjögur að morgni áður en ökufantarnir kæmu út á vegina. Ótalin eru vísinda- og ritstörf gamla doktorsins. Nefni þessi rit: Endurreisn Alþingis og þjóðfund- urinn, Nú heilsar þér á Hafnar- slóð og Síðasti Fjölnismaðurinn. Ævi Konráðs Gíslasonar. Eina bók til viðbótar vil ég nefna, þá sem mér þykir einna vænst um en það er bókin um Magnús organ- ista. Hugljúfari bók um íslenska alþýðumenningu hef ég tæpast lesið. Skógrækt var Alla frænda mik- ið áhugamál. Þegar niðjafundur var haldinn á Finnsstöðum 25. júlí 1994 var gengið til gróðursetning- ar út undir landamerkjum austan vegar. Plantað var umtalsverðum fjölda trjásprota. Lengi vel sást lítill árangur en síðan tóku plönt- urnar vel við sér og Hjalti bóndi, bróðir Alla, bætti þarna miklu við. Vaxandi skógarreitur gladdi þá bræður báða. Að síðustu vil ég nefna hinsta afmælisdag Sigurðar Geirfinns- sonar, hreppstjóra Kinnunga til fjölda ára. Hann var gestkomandi hjá frænda á heimili hans í Hamrahlíð 33. Mér hlotnaðist sú ánægja að vera kallaður til þess- arar fámennu og sérstöku sam- komu. Eitthvað var um söngvatn en þó allt í hófi eins og ævinlega hjá Alla frænda. Gamli hrepp- stjórinn fór á kostum. Mælti heilu kvæðin af munni fram og ekki fór á milli mála aðdáun hans á Jónasi Hallgrímssyni. Það átti reyndar við um okkur alla. Sagðar voru sögur af mönnum og málefnum í Kinn og mikið hlegið. Alli settist við píanóið og þá söng hreppstjór- inn fyrrverandi af hjartans lyst, enda gamall hetjutenór úr sveit- inni okkar. Upptöku á ég frá þessum eft- irminnilega degi. Við frændi hlýddum oft á hana, okkur til gleði og skemmtunar þegar ég síðar gisti hjá honum. Það er ótrúleg og mikil gæfa að hafa upplifað slíkar stundir. Sjaldan ræddum við eilífðar- málin. Það kom þó fyrir og eitt sinn tók Alli frændi af mér loforð um að ég sæi til þess að við hans útför yrði sungið: „Að fjallabaki sólin sígur“. Texti eftir B.J. við dásamlegt lag eftir Mozart sem frændi dáði afar mikið. Við loforð- ið er nú staðið. Komið er að leiðarlokum. Þá er gott að geta hugsað til baka og vitnað í uppáhaldsskáldið okkar beggja. Saknaðarkveðja frændi minn. Þökk fyrir allt gamalt og gott. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Aðstandendum öllum og vinum Aðalgeirs Kristjánssonar frá Finnsstöðum votta ég hlýhug og samúð. Valtýr Sigurbjarnarson. Ef hægt er að tala um að ganga einhverjum í afastað má segja að það hafi Aðalgeir Kristjánsson (Alli), afabróðir minn, gert fyrir mig. Afi minn, Árni Kristjánsson, lést þegar ég var fjögurra ára, en Alli var alltaf nálægt, sinnti mér mikið og var mér afar kær. Þegar ég var lítill brölluðum við ýmislegt saman. Við fjölskyldan bjuggum í Skotlandi þegar ég var 4-7 ára og var það mér mikið tilhlökkunar- efni að fá Alla í heimsókn. Þegar við fluttum aftur til Íslands fór ég með Alla í ferðalög um landið, bíl- túra í Heiðmörk, á sinfóníutón- leika, og það sem var ekki síður athyglisvert, á æfingar sinfóníu- hljómsveitarinnar fyrir tónleika. Þegar ég varð eldri áttum við síðan góðar stundir saman við spjall yfir sérríglasi eða skosku viskíi. Við deildum áhuga á sí- gildri tónlist, bókmenntum og sögu. Og í þau ár sem ég bjó í Bandaríkjunum og í Englandi spjölluðum við oft saman í síma. Alltaf skein í gegn væntumþykja og áhugi á mér og mínum. Heimili Alla, beint á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð, var mikil menningarstofnun þar sem mikið var af bókum, en auk þess átti Alli heljarstórt plötusafn og góð hljómflutningstæki með stærstu hátölurum sem ég hef séð á einkaheimili. Það var gaman að koma í heimsókn til hans og hlusta á tónlist og ræða málin. Við ræddum oft stjórnmál og þar skein í gegn sterk réttlætiskennd Alla, og krafa um heiðarleika í stjórnmálum. Einnig ræddum við oft handbolta sem skaut óvænt upp kollinum sem áhugamál þeg- ar Alli var um sjötugt. Alli gaukaði gjarnan að mér menningarverðmætum, tónlist eða bókmenntum, og þegar ég lauk stúdentsprófi gaf hann mér heildarsafn Knuts Hamsun á norsku. Ég tók áskoruninni og las Sult, Gróður jarðar, Viktoríu og „August“-bækurnar á frummál- inu. Þegar ég fór í doktorsnám í taugavísindum sýndi Alli þeim rannsóknum mikinn áhuga, las yf- ir handrit og kenndi mér mikil- vægar lexíur um skýrleika í fram- setningu og góð vinnubrögð við textagerð. Alli var sjálfur mikils- virtur höfundur fjölda bóka um sagnfræði og var hann einn helsti sérfræðingur landsins um sam- skipti Íslendinga og Dana í gegn- um aldirnar og um Íslendinga í Kaupmannahöfn. Einnig gaf Alli út góðar þýðingar á ritum rúss- neskra meistara eins og Ívans Túrgenev, sem var í miklu uppá- haldi hjá honum. Tengsl Alla við heimasveitina, Kinnina í S-Þing- eyjarsýslu, voru ávallt sterk og í einu af hans síðustu ritverkum fléttaði hann saman eigin minn- ingum og sögu sveitarinnar. Það rit bíður útgáfu. Síðustu 13 ár ævi sinnar dvaldi Alli í Hvammi á Húsavík. Það var alltaf gaman að koma til hans og hann var jafnan ánægður með innlitið. Síðustu 3-4 árin var heil- inn orðinn ögn þreyttur á að geyma allar þessar upplýsingar, Alli var farinn að gleyma ýmsu en honum virtist líða vel og var glað- ur að hitta mig, þó ekki væri hann alveg viss um hvort ég væri ég eða pabbi minn. Ég hitti Alla síðast fyrir rúmum mánuði fyrir norðan. Hann var glaður en mér varð þó ljóst að þetta færi að styttast í annan endann hjá honum. Nú er hann látinn eftir 97 ára merkilega ævi, en verk hans og minning munu lifa. Árni Kristjánsson. Þá hefur Alli frændi kvatt þennan heim, 97 ára gamall. Ég sá mig knúna til að skrifa nokkur orð til að minnast þessa heiðurs- manns sem setti mikinn svip á æsku mína. Alli var fastagestur á æsku- heimili mínu á hátíðisdögum, hann var yfirleitt mættur fyrstur og ég tengdi nærveru hans alltaf við að eitthvað stæði til. Þrátt fyr- ir að vera fíngerður maður var hann mikill matgæðingur og var alltaf duglegur að hrósa matnum, og sagði þá jafnan: „Þetta er lipur matur.“ Alli hafði lag á því að koma fram við börn af virðingu og vænt- umþykju. Til að mynda sendi hann mér löng vélrituð bréf þegar við fjölskyldan bjuggum erlendis þegar ég var fimm ára gömul. Alli hafði einstakt dálæti á tónlist, sýndi tónlistarnámi okkar frænknanna mikinn áhuga og hvatti okkur til dáða. Hann var fræðimaður fram í fingurgóma, af honum stafaði viskuljómi, en hann var aldrei hrokafullur eða yfirlæt- islegur, heldur kom hann fram við alla eins og jafningja. Alli gaf mér alltaf skemmtilegar og menning- arlegar gjafir sem ég held upp á enn í dag. Það varð dálítið tómlegt eftir að Alli flutti norður til að njóta síðustu ára ævinnar í heimasveit sinni. Þó að samskiptin hafi minnkað við það hélt Alli sam- bandi með einstaka bréfi. Í seinni tíð hef ég fengið að kynnast nýrri hlið á Alla sem fræðimanni í námi mínu í sagnfræði, mér hefur þótt afar vænt um það. Sagt er að í hvert skipti sem manneskja kveður þetta líf hverfi með henni heill heimur. Það á sannarlega við þegar kemur að Alla frænda; hann lifði lengst systkina sinna og með honum kveð ég því heila kynslóð forfeðra minna. Afi minn Árni, bróðir Alla, lést árið 1974, svo að ég fékk aldr- ei að kynnast honum. Alli varð eiginlega að hálfgerðum afa, í gegnum hann fékk ég dýrmæta tengingu við gamla tíma og for- feður mína. Nú er kominn tími til að fylgja Alla síðasta spölinn úr þessum heimi. Ég þakka honum fyrir allt sem hann hefur gefið mér. Nanna Kristjánsdóttir. Alli var mikill sögumaður. Það verður þó að segjast eins og er að lengi vel vöktu sögurnar tak- markaðan áhuga. Eftir á að hyggja var upptalning á bæjum og ábúendum eigi að síður prýði- leg leið til að stytta stundir í löngum ökuferðum norður í land. Það var ekki auðvelt að keyra malarvegi á litlum Saab 66 og ábyrgðarhluti að vera með litla frænku í bílnum. Það hefur líka verið þolinmæðisverk að aka með níu ára stelpu og ömmu hennar (úr hinni fjölskyldunni) suður- og austurleiðina í Fremstafell sum- arið 1977. Mér var seinna sagt að þá hefði oft þurft að skipta um dekk, en það sem eftir situr hjá mér var gleðin yfir því að sjá í fyrsta sinn Skaftafellsjökul, Systrafoss og Hallormsstaða- skóg. Í styttri ökuferðum kynnt- umst við systkinin Heiðmörk en auk þess á ég óljósa minningu um að hafa setið í aftursæti Saabsins á Þingvöllum meðan vinur Alla, Jón Jónsson, bróðir Ásgríms, málaði landslagið. Framan af var auðveldara að heilla litlu frænkuna með tónlist en sögu. Alli færði okkur krökk- unum grammófónplötur með gull- molum Schuberts, Beethovens og Mozarts sem við settum oft á fón- inn. Þegar ég var unglingur fékk ég frá honum kassa með öllum pí- anósónötum Schuberts. Í kjallar- anum í Hamrahlíð 33 spilaði Alli fyrir okkur á píanóið. Ég man ekki hvort hann setti plötur á fón- inn, en risastóru koparlituðu há- talararnir sem stóðu á gólfinu gleymast seint. Hamrahlíð 33 var raunar mitt fyrsta heimili. Pabbi og mamma bjuggu hjá Alla fyrstu mánuðina eftir að ég fæddist og mér skilst að hann hafi eftirlátið þeim bæði svefnherbergið og bókaherbergið sitt. Alli var tiltölulega ungur þegar hann fór á eftirlaun frá Þjóð- skjalasafni Íslands. Þegar leiðir okkar lágu saman á bóka- og skjalasöfnum var hann farinn að ráða sér sjálfur og tímann nýtti hann til að skrifa um stúdentalíf og fræðistörf Íslendinga í Kaup- mannahöfn, endurreisn Alþingis á nítjándu öld og margt fleira. Hann kom sér upp vinnuaðstöðu þar sem þá hét Handritadeild Landsbókasafns Íslands. Hér mátti ganga að honum vísum þar til hann ákvað að setjast í helgan stein norður á Húsavík. Í Þjóð- arbókhlöðunni sást vel hversu fé- lagslyndur hann var, greiðvikinn og viðræðugóður. Það var líflegt við skrifborðið hans Alla og mikið hlegið. Ég kveð góðan afabróður með þakklæti og góðum minningum. Ragnheiður Kristjánsdóttir. Það var spenna og eftirvænting í loftinu þegar við í Söngfélagi verkalýðssamtakanna í Reykja- vík (SVÍR) stigum á svið í Þjóð- leikhúsinu á sextugsafmæli Jóns Leifs þann 30. apríl 1959 til að flytja kantötu hans Þjóðhvöt við kvæði Davíðs Stefánssonar. Söngstjóri var dr. Hallgrímur Helgason en hann hafði veturinn 1959 tekið við stjórn þessa bland- aða kórs sem Sigursveinn D. Kristinsson stofnaði árið 1950. Nafni kórsins var síðar, að ósk dr. Hallgríms, breytt í Alþýðukórinn (SVÍR). Flutningur á þessu vand- sungna verki þótti takast vel þótt kórinn skipaði fólk sem flest hafði sáralitla tilsögn fengið í söng og nótnalestri. Því minnist ég á þennan kór að meðal karla í ten- órnum var Aðalgeir Kristjánsson. Hann hafði raunar byrjað í kórn- um á þeim tíma sem Ásgeir Guð- jón Ingvarsson, byggingarfulltrúi í Kópavogi, stjórnaði honum. Í þessum kór hófust fyrstu kynni okkar Aðalgeirs. Á góðum stund- um kórfélaga var Aðalgeir hrókur alls fagnaðar. Einhverju sinni bauð hann nokkrum kórfélögum og kunningjum heim í kames sitt í Sigtúni 31. Þar var þröngt setinn bekkurinn. Þarna var glösum lyft, spjallað og sungið. Aðalgeiri veittist létt að setja saman vísur. Einhverju sinni fór- um við nokkrir kórfélagar til helg- ardvalar í lítinn skíðaskála, sem mig minnir að staðið hafi í skarðinu milli Blákolls og Sauða- dalshnjúka austan við Jósepsdal. Ásgeir, söngstjóri okkar, var með í þeirri för. Við lentum í ausandi rigningu á göngu okkar upp í skálann. Þá kastaði Aðalgeir fram þessari vísu: Regnið bylur, bleytan fer bráðum upp í klyftir þó er ennþá þurrt á mér það sem máli skiptir. Aðalgeir var eitt ár gjaldkeri í stjórn kórsins og líklega með- stjórnandi síðasta árið sem kórinn starfaði (1961-62). Og einhverju sinni sat hann ársþing Landssam- bands blandaðra kóra (LBK) sem fulltrúi kórsins. Á árunum áður en Aðalgeir fluttist norður rakst ég gjarnan á hann í lestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, þar sem hann sat við sína Mackin- tosh-tölvu. Við fengum okkur þá gjarnan kaffi og spjölluðum sam- an á kaffistofunni. Á leið austur á Fljótsdalshérað sumarið 2012 lögðum við Sigrún lykkju á leið okkar og heimsóttum Aðalgeir á Hvammi, heimili aldr- aðra á Húsavík. Það voru hlýjar móttökur sem við fengum þar. Þær eru ljúfar minningarnar um Aðalgeir Kristjánsson. Systk- inabörnum hans sendi ég samúð- arkveðjur. Gunnar Guttormsson. Aðalgeir Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Nú vin minn góðan veit ég ná, með vild og þökk ég höfuð hneigi. En kunn er öldungs ósk og þrá hann uni í sátt að hvílast megi, því friðarhöfn má fyrir sjá, frelsis von á efsta degi. Ingvar Gíslason, MA-stúdent ’47. Ástkær stjúpfaðir, afi, langafi, bróðir og frændi, SVERRIR GUNNARSSON bifvélavirki, Hrafnistu, Brúnavegi 13, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 24. júlí. Útför hans verður gerð í kyrrþey, að hans ósk. Ásmundur Jónsson María Björk Ólafsdóttir Vignir Gunnarsson Bergljót Jónsdóttir Kristbjörg Gunnarsdóttir Jón Matthíasson Valdimar Gunnarsson Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HREINSDÓTTIR, Hnífsdal, lést mánudaginn 26. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 31. júlí klukkan 14. Sigurður Viðar Jónasson Ari Viðar Sigurðarson Dagný Ósk Axelsdóttir Guðfinna S. Sigurðardóttir Davíð Rúnar Benjamínsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Djúpavík, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 9. ágúst klukkan 13. Jóhanna Sigríður Ragnarsdóttir Ester Lára Magnúsdóttir Ragnar Ólafur Magnússon Edna Sólrún Falkvard Birgisd. Jóhann Skagfjörð Magnúss. Vigdís Sigurlínudóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.