Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 ✝ Guðbjartur Alexandersson fæddist 16. ágúst 1931 í Hvammi, Miklaholtshreppi. Hann lést 18. júlí 2021. Hann var elstur af níu systkinum, þau eru Bjarni, f. 1932, Hrafnkell, f. 1934, Guðrún, f. 1935, Auður, f. 1940, Þorbjörg, f. 1941, Magn- dís, f. 1945, Friðrik, f. 1947, og Helga, f. 1952. maí 1956 Elínu Rósu Valgeirs- dóttur, f. 23. febrúar 1936, d. 26. febrúar 1998. Synir þeirra eru: 1) Alexander, f. 6. október 1956. Börn hans eru a) Rósa Gyða, f. 24. júlí 1978, móðir Eygló Sig- urvinsdóttir, b) Jónas Guð- bjartur, f. 13. september 1984, c) Daníel Karl, f. 22. júní 1987, sambýliskona Michelle Boxill, og d) Júlía, f. 18. október 1990, maki Lasse Alexander Gammel- holm, þau eiga tvo drengi, Vic- tor og Alfred, móðir þeirra Anne-Marie. Maki Alexanders er Dueanngam Guðbjartsson. 2) Valgeir, f. 12. mars 1960. Maki Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir. Börn þeirra a) Vilhjálmur, f. 7. október 1990, sambýliskona Fanney Lára Helgadóttir, b) Guðlaugur, f. 23. nóvember 1992, maki Kristín Þóra Sigurð- ardóttir, c) Elías Rúnar, f. 28. ágúst 1997. Guðbjartur hóf sambúð með Guðrúnu Snjólaugu Snjólfs- dóttur árið 2000. Bjuggu þau saman þar til hún lést 15. maí 2015. Guðbjartur lauk búfræðinámi á Hólum í Hjaltadal. Guðbjartur og Elín Rósa hófu búskap í Miklaholti 1956. Byggðu þau þar nýbýlið Mikla- holt II sem þau fluttu í í maí 1961 og bjuggu þar alla tíð. Hann hætti búskap haustið 1999. Guðbjartur stundaði ýmis störf með bústörfum svo sem húsvörður í félagsheimilinu Breiðabliki og sem bókari/ gjaldkeri Laugargerðisskóla. Útförin fer fram í Miklaholts- kirkju í dag, 30. júlí 2021, klukk- an 13. Guðbjartur ólst upp á Hjarðarfelli og í Hvammi til árs- ins 1944 þegar fjöl- skyldan flutti að Stakkhamri. Foreldrar hans voru Alexander Guðbjartsson, f. 5. mars 1906, d. 21. apríl 1968, og Kristjana Bjarna- dóttir, f. 19. nóv- ember 1908, d. 25. nóvember 1982. Guðbjartur giftist hinn 19. Tengdafaðir minn lést eftir stutt veikindi. Honum kynnist ég fyrir rúmum 30 árum þegar ég og yngri sonurinn fórum að draga okkur saman. Hann og Elín Rósa tóku ávallt vel á móti mér og voru ófáar stundirnar sem við dvöld- umst í Miklaholti. Var mjög gam- an að sjá hvað Guðbjartur var tæknivæddur/nýjungagjarn, hann átti alltaf nýjustu græjurnar og símana. Mikið var tekið í spil þeg- ar degi var tekið að halla og úti- verkin búin. Áttu drengirnir okk- ar góða tíma í sveitinni hjá ömmu og afa, þó sérstaklega þegar þeir eldri fengu lömb og máttu gefa þeim nöfn og fylgjast með þeim. Faðir minn og systir áttu alltaf sinn stað hjá þeim hjónum í sveit- inni og þakka ég fyrir velvild og hlýju í þeirra garð. Eftir að Guðbjartur flutti í bæ- inn var gott að sjá að hann naut lífsins og að samverustundir urðu fleiri. Eftirminnilegt er að ég fór alltaf með hann í Bónus og apótek- ið á hverjum föstudegi meðan hann haði heilsu til og eftir það kom ég alltaf til hans á föstudög- um með innkaupin. Það var ynd- islegt þegar hann flutti að Hraun- vangi að fjarlægðin styttist og stutt var á milli okkar. Það er alltaf erfitt að kveðja en ég veit að hann er kominn á góðan stað og að honum líður vel. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir. Með þakklæti í huga kveðjum við Guðbjart Alexandersson, sam- býlismann móður okkar, Guðrún- ar Snjólfsdóttur, til 15 ára. Guð- bjartur var ekkjumaður þegar þau kynntust árið 1999 og áttu þau kærleiksríkt vináttusamband sem einkenndist af því að þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu, sem var gott fyrir þau bæði. Hann launaði henni síðar vel vináttuna í erfiðum veikindum hennar en hún lést árið 2015. Þau voru ávallt miklir vinir og félagar og ferðuðust vítt og breitt bæði innanlands og erlendis. Má þá helst minnast hversu gaman var þegar hann kynnti fyrir okkur öll- um með stolti heimabyggð sína Miklaholt II og ferðaðist með okk- ur um Snæfellsnes. Auk þess áttu þau yndislegar stundir með okkur öllum í sum- arbústaðnum í Grímsnesi. Guð- bjartur sýndi börnum okkar hlýju og velvild enda kölluðu þau hann alltaf afa. Við minnumst hans með þakk- læti og hlýju í hjarta. Við vottum allri fjölskyldu hans, eftirlifandi systkinum, sonum hans, Alexand- er, Valgeir og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Kærleikskveðja Óskar, Sigrún, Hafdís Björg, makar, börn og barnabörn. Elsku Guðbjartur bróðir hefur fengið langþráða hvíld. Hann hóf búskap í Miklaholti með konu sinni Elínu Rósu. Var ég send í Miklaholt þegar Alexander, eldri drengurinn þeirra Ellu Rósu, var væntalegur í heiminn, átti ég að hjálpa Laugu því sláturtíð var fram undan og Ella þurfti að fara til Stykkishólms og vera þar þeg- ar fæðingu bæri að. Þá voru ekki öll nútímaþægindi á Miklaholti. þau voru þá að byggja húsið sitt og bjuggu heima hjá Laugu og Val- geiri. Þau hjón voru samhent í bú- skapnum, Guðbjartur var mikill og góður bóndi og hóf mikið rækt- unarstarf strax, þau Ella gengu til verka saman eftir því sem kostur var. Allt umhverfi hjá þeim bar vott um snyrtimennsku og natni. Það var mikið áfall fyrir hann þeg- ar Ella veikist af krabbameini og féll frá aðeins sextíu og tveggja ára. það var þungur tími þegar hún barðist síðustu þrjá mánuðina á sjúkrahúsinu hér í Stykkishólmi. Guðbjartur kom á hverjum degi þegar hann hafði lokið við að sinna skepnum þeirra, og sat hjá henni allan daginn þar til aftur var kom- ið að því að gefa á garðann. Ég var tíður gestur hjá þeim hjónum á sjúkrahúsinu og þá kynntist ég fyrst bróður mínum til fulls. Kær- leikur var mikill milli þeirra hjóna og afar samrýnd, fráfall hennar var honum því mjög þungbært. Guðbjarti var umhugað um sveit- ina sína og var hann húsvörður fé- lagsheimilisins Breiðabliks til fjölda ára og átti hann stóran þátt í myndarlegri viðbyggingu við Breiðablik. Þá var hann með bók- hald ásamt gjaldkerastörfum fyrir Laugargerðisskóla í mörg ár og vann það verk eins og önnur með mikili alúð. Samvera með þeim hjónum á sjúkrahúsinu varð til þess að milli okkar systkina myndaðist einhver þráður sem oft var kippt í og þá var nauðsyn að taka upp símann og ræða saman. Í kringum árið 2000 brá hann búi og flutist til Reykjavíkur, hann var einmana í Miklaholti og það fór ekki vel í hann. Hann kynntist indælli konu, Guðrúnu Snjólfs- dóttur, og hófu þau búskap sam- an, ferðuðust og nutu tímans sem þau áttu saman, en hún féll frá fyrir um sex árum og varð hann þá afar eimana og oft óöruggur. Dætur Guðrúnar reyndust hon- um afar vel og minntist hann oft á Hafdísi, og þær systur báðar, sem hafa reynst honum afar vel og eiga þær þakkir skildar fyrir vin- áttu og hjálp sem þær veittu hon- um, hafi þær kæra þökk. Hann var búinn að óska þess að hann yrði aldrei ósjálfbjarga, óskaði þess að fá að fara áður en svo yrði. Hann sem hafði séð um sig sjálfur fram að páskum í vetur, það var honum því mikið áfall að geta ekki neinar bjargir sér veitt. Nú verða símtölin ekki fleiri. Hann dvaldi á Brákarhlíð í Borgarnesi síðustu vikurnar og naut hann þess að fá nokkur systkina sinna í heimsókn á þeim tíma, við hjónin heimsótt- um hann í síðasta skiptið á Brák- arhlíð sunnudaginn 18. júlí, ég er afar þakklát fyrir þá stund sem við áttum hjá honum. Elsku Val- geir, Unnur, Alexander og fjöl- skyldur, við trúum að nú sé hann kominn á betri stað og hitti ástvini sem á undan eru farnir. Magndís Alexandersdóttir. Guðbjartur Alexandersson ✝ Björn Grímur Jónsson fædd- ist í Ærlækjarseli í Öxarfirði 17. októ- ber 1922. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 18. júlí 2021. Foreldrar hans voru Jón Björnsson frá Glaumbæ í S- Þing. f. 5.9. 1891, d. 1.10. 1941, og Arnþrúður Grímsdóttir frá Tunguseli í Þistilfirði, f. 8.5. 1890, d. 26.9. 1971. Systkini hans eru Kristín handverks- kona og starfskona á leikskóla, f. 19.1. 1920, d. 1.11. 2004, Stef- án, bóndi í Ærlækjarseli, f. 6.6. 1921, d. 3.9. 2011, Grímur, ráðunautur og bóndi í Ærlækj- arseli, f. 25.8. 1925, d. 26.2. 1995, Karólína, grunnskóla- ar, f. 13.1. 1958, maki Erla Sól- veig Kristinsdóttir, börn þeirra eru Snæfríður, Hlynur Orri og Hafþór Ingi. Sambýliskona Hlyns Orra er Natalía Sigurðardóttir, sonur þeirra er Unnar Bjarki. Sambýliskona Hafþórs Inga er Svanhildur Arna Óskarsdóttir. 4) Arna, f. 23.11. 1960, maki Sven Plas- gård, börn þeirra eru Björn Valter, Eyvind Bjarki og Krist- ina Hrafnhildur. Sambýliskona Björns Valters er Mikaela Hel- ander, sonur þeirra er Vidar Eiríkur. Sambýliskona Eyvinds Bjarka er Hanna Kronström. 5) Bjarki, f. 17.11. 1969, d. 9.7. 1971. Björn bjó í Ærlækjarseli með bræðrum sínum til 1957, þá flutti hann til Kópaskers og vann á bifreiðaverkstæði KNÞ og síðan við vélgæslu í slát- urhúsi KNÞ, sem síðar varð Fjallalamb. Útför Björns fer fram frá Skinnastaðakirkju í dag, 30. júlí 2021, kl. 14. Virkan hlekk á streymi má finna á: https://mbl.is/andlat/. kennari og bóndi í Ærlækjarseli, f. 8.7. 1929, Guðrún Margrét, húsmóðir í Reykjavík, f. 3.12. 1931, og Kristveig, húsmóðir á Akur- eyri, f. 16.7. 1933. Þann 29. ágúst 1954 kvæntist Björn Snæfríði Helgadóttur, f. 14.12. 1926, d. 29.11. 2011, frá Hafursstöðum í Öxarfirði og eignuðust þau fimm börn, þau eru: 1) Jón, f. 5.12. 1953, maki Nína Þórs- dóttir, dóttir þeirra er Margrét Snæfríður. 2) Kristín Alda, f. 16.9. 1956, sambýlismaður Jan Erik Bengtsson, synir hennar og Slaheddine Ayedi eru Ómar, Änis og Sami. Maki Ómars er Malin Hedin, dætur þeirra eru Selma og Kristin. 3) Helgi Við- Elsku pabbi! Líf þitt varði í næstum eina öld. Fáum er svo langs lífs auðið en samt er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera búinn að kveðja þennan heim. Þú sem alla tíð hef- ur verið til staðar í okkar lífi. Á sama tíma erum við svo inni- lega þakklát fyrir að hafa átt þann besta föður og fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér í öll þessi ár. Jákvæðari og geðbetri mann er erfitt að finna. Sjaldan hefur þú kvartað eða kennt í brjósti um sjálfan þig þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf af sorg og mót- læti í lífinu. Þú hresstir við allt og alla sem voru í kringum þig og þín lífsspeki var: „Að lifa lífinu lifandi á meðan maður lifir.“ Þú kenndir okkur vinnusemi, þrautseigju og styrkinn að gefast aldrei upp hvað sem á dyndi. Þú varst alltaf óhræddur og gast ver- ið mikill glanni. Þú varst jafn- framt traustur, glaður og skemmtilegur en líka stríðinn, lékst og tuskaðist mikið við okkur krakkana þína en alltaf í góðu. Þú varst líka góður afi, elskað- ur af öllum barnabörnunum þín- um tíu, sem nutu margra góðra stunda með ömmu og afa í Mána- felli. Þú náðir líka að eignast fjög- ur barnabarnabörn. Þú varst þúsundþjalasmiður og ótrúlega tæknilega sinnaður og gerðir við flestar vélar og tæki sem biluðu á Kópaskeri og í nær- sveitum. Þú gast lagað allt frá miðstöðvum til armbandsúra. Þú varst sérstaklega flinkur og hand- laginn og síðustu 30 árin skarst þú út og smíðaðir fjöldann allan af listaverkum sem prýða mörg heimilin. Klukkurnar þínar skiptu fleiri tugum, fyrir utan ljósakrón- ur, lampa, gestabækur og fleira. Listinn er langur og öll eigum við mikið af fallegum hlutum sem þú hefur smíðað og skorið út. Eitt af stóru áhugamálunum þínum voru veiðar sem þú sinntir með óþrjótandi áhuga, hvort sem um var að ræða fisk- eða fugla- veiðar. Þú fórst meira að segja á elgsveiðar til Svíþjóðar, kominn yfir nírætt. Oft fengum við að fara með þér á veiðar og eigum við margar góð- ar minningar frá þeim tímum. Við vorum þó oft þreytt þegar heim var komið því þú varst óþreytandi þegar um veiðar var að ræða og áttir erfitt með að hætta. Þessar ferðir gátu því orðið langar fyrir okkur börnin. Það sama gilti um berjatínslu, þar var enginn þrautseigari en þú og áttir þú alltaf nóg af berjum. Þú varst líka meistari í harð- fiskgerð og gafst mörgum fiskinn þinn góða. Þér þótti líka mjög gaman að ferðast, fórst í margar utanlands- ferðir og varst alltaf fyrstur manna að skrá þig í ferðir eldri borgara. Þið mamma voruð sérstaklega samrýnd og góð hjón og þegar mamma greindist með alzheim- ersjúkdóminn hugsaðir þú um hana og sást til þess að hún gæti búið heima, nánast til síðasta dags. Það var erfitt hlutverk en þú tókst því með jafnaðargeði, ást og þolinmæði eins og öllu öðru í líf- inu. Við kveðjum þig með söknuði elsku pabbi og varðveitum allar góðu minningarnar í hjörtum okk- ar. Við vitum að þér líður vel núna, laus úr fjötrum gamals líkama og kominn til elsku mömmu og Bjarka bróður. Við trúum að þar hafi orðið miklir gleðifundir. Börnin þín, Jón, Kristín Alda, Helgi Viðar og Arna. Af mörgu er að taka þegar minnast skal Björns Jónssonar frá Mánafelli. Hann var maður margra mannkosta þó hann hafi aldrei hreykt sér af neinu enda ekki hans stíll. Ég kynntist honum fyrst þegar ég kom með Jonna í fyrsta sinn í Mánafell. Hann tók á móti mér með sinni einlægu, hæg- látu hlýju og lét mér finnast ég velkomin án þess að fjölyrða um það. Það kom fljótt í ljós hversu mikilli manngæsku hann bjó yfir. Hann var einstaklega barngóður og barnabörnin hændust að hon- um. Hann hafði þann sið á meðan hann var í vinnu, að fá sér blund í sófanum í hádeginu, á meðan hann hlustaði á fréttirnar. Og væru barnabörn í heimsókn var ekki óalgengt að tvö eða þrjú fengju sér smá lúr ofan á afa. Það raskaði aldrei ró hans, þau voru alltaf velkomin. Aldrei sá ég Björn skipta skapi, hann bjó yfir þolin- mæði, þrautseigju, æðruleysi og umburðarlyndi gagnvart öllu; mönnum og málefnum. Í dag pre- dika alls kyns lífsstílsfræðingar um núvitund, það að vera sjálfum sér nægur og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þetta eru allt saman eiginleikar sem Björn bjó yfir, án þess að velta því fyrir sér að til væru sérstakar kenning- ar um þetta. Hann var bara svona. Nýtni og nægjusemi var hon- um í blóð borin, enda alinn upp í stórum systkinahópi. Hann missti föður sinn ungur og systkinin þurftu að hjálpa til við búskapinn. Honum féll aldrei verk úr hendi. Hann stundaði skotveiði, veiddi fisk og tíndi egg. Hann reri lengi á opna bátnum Sæfara og gerði út á grásleppu. Hann tíndi ber á með- an hann gat staðið í fæturna og eiginlega lengur, því eftir að hann þurfti að styðjast við hækjur þá hafði hann þann háttinn á að láta sig detta ofan á góða þúfu, tíndi allt sem hann náði í og hífði sig svo upp á hækjunni. Svo ræktaði hann kartöflur, gulrætur, rabarbara, rófur og jarðarber. Þegar barna- börnin komu í heimsókn á sumrin, var alltaf byrjað á að kíkja á jarð- arberin til að gá, hvort ekki væru einhver orðin rauð. Líf hans sner- ist mikið um að afla matar og þeg- ar börnin voru farin að heiman tók það þau Snæju svolítinn tíma að átta sig á að þau gætu kannski dregið aðeins í land með það. Björn var snillingur í að gera við hluti. Það var haft á orði að ef Björn gæti ekki gert við bilaðan hlut þá væri hann ónýtur. En hann gat líka verið launstríðinn. Eitt sinn var hann spurður hvers vegna hann væri svona flinkur viðgerðarmaður. „Það er vegna þess að ég þurfti að skrúfa allt saman, sem Jonni skrúfaði í sund- ur,“ sagði hann glottandi. Þegar hann lét af störfum fór hann að skera út og náði mikilli færni og listfengi í því og gripir hans voru eftirsóttir. Annað helsta áhuga- mál Björns var að spila bridds, sem hann gerði alveg undir það síðasta. Þegar hann var kominn á sjúkrahúsið á Húsavík, mikið veikur og gat ekki farið fram úr, sagði hann við hjúkrunarfólkið: „Þið megið nú alveg hóa í mig, ef það vantar fjórða mann.“ Björns verður sárt saknað af fjölskyldu og vinum, en minningin lifir um góðan mann, sem gerði heiminn betri fyrir okkur. Nína Þórsdóttir. Elsku Björn afi. Nú hefur þú kvatt þessa jarðvist eftir stutt veikindi. Ég var alveg handviss um að þú myndir verða 100 ára enda varstu svo hress langt fram á tíræðisaldurinn. En við ráðum víst litlu um hvenær við fæðumst eða deyjum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hitta þig og gefa þér koss á kinn og faðmlag rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Það koma upp margar góðar minningar þegar ég lít til baka. Við systkinin vorum oft í pössun hjá ykkur ömmu þegar við vorum yngri og þá er mér efst í minningu skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir okkur fyrir svefninn og vís- urnar sem þið amma kennduð okkur; Afi minn fór á honum Rauð, Sigga litla systir mín og svo framvegis. Þú kenndir okkur líka að spila veiðimann og Svarta Pét- ur ásamt fleiri spilum sem ég man ekki nafnið á núna. Ég man sér- staklega vel eftir svarta blettin- um sem þú teiknaðir á nefið á okkur ef við töpuðum Svarta Pétri og hlátrasköllunum sem því fylgdi. Þegar ég var orðin eldri fór ég stundum ein í heimsókn til þín og við sátum lengi að spjalli við eld- húsborðið í Mánafelli, oft á tíðum voru umræðuefnin frekar heim- spekileg. Við ræddum til dæmis dauðann og hvað kæmi á eftir honum en nú ert þú líklega búinn að leysa þá ráðgátu. Kannski hvíslarðu því einhvern tímann að mér í draumi. Þú hafðir líka ein- staklega gaman af að segja mér frá bókum sem þú varst að lesa og varst iðulega búinn að segja mér frá öllum söguþræðinum áður en ég vissi af svo ég þurfti ekki að hafa fyrir því að lesa þær sjálf. Fleira sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um nýlegar minningar með þér er skemmti- legi dagsrúnturinn okkar í Mý- vatnssveit og svo þegar ég, þú og Systa fórum eitt sinn á Hafurs- staði á veiðar og ætluðum aldrei að geta kveikt upp í grillinu til að elda aflann. Það var mikið hlegið og gantast þennan dag enda varstu lúmskur húmoristi. Ég á margar veiðiminningar um þig, hvort sem það er á sjó eða landi, og er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu áhugamáli þínu, sem þú hafðir mikla unun af. Það var oft erfitt að fá þig til að stoppa og það mátti helst ekki fyrr en öll ílát voru yfirfull. Ég hef sjálfsagt erft eitthvað af þessari þrjósku frá þér. Þú varst einstaklega flinkur í útskurði og ég á mörg listaverk eftir þig. Ég hef stundum sagt að ef ég gæti valið einn veraldlegan hlut sem ég mætti bjarga úr elds- voða þá væri það lampinn sem þú skarst út og gafst mér í jólagjöf. Þvílík listasmíði! Það eru svo margar fleiri minningar sem væri hægt að segja frá hér en ég læt duga að rifja þær upp með sjálfri mér og fjölskyldunni. Takk fyrir allt elsku afi minn, ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert. Ég veit alla- vega að þú ert á góðum stað í faðmi Snæju ömmu og Bjarka litla. Þín Snæfríður. Björn Grímur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.