Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
✝
Margrét Haga-
línsdóttir, fullu
nafni Margrét
Ragnhildur Sveins-
ína Hagalínsdóttir,
fæddist 12. febrúar
1927 á Steinhólum
á Höfðaströnd í
Grunnavíkurhreppi
í N-Ísafjarðarsýslu.
Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
17. júlí 2021.
Foreldrar hennar voru hjónin
Hagalín Stefán Jakobsson, f. í
Reykjarfirði 1888, d. 1959,
bóndi og Rannveig Guðmunds-
dóttir, f. á Leiru í Jökulfjörðum
1893, d. 1972, húsmóðir. Systk-
ini hennar voru Matthías Só-
fonías Kristinn, f. 1918, d. 1946,
Jakob Guðmundur, f. 1919, d.
1988, Ragúel, f. 1921, d. 1999,
og Rebekka Katrín, f. 1923, d.
2017. Fósturbróðir hennar er
Daníel Karl Pálsson, f. 1938.
Margrét giftist Sigurði Krist-
jánssyni prófasti á Ísafirði 3.7.
1954. Hann fæddist 8.1. 1907 og
lést 26.7. 1980. Börn: 1) Smári
unnar Sigurbjargar Berg er
Hannes Freyr. 3) Hólmfríður, f.
1955, píanóleikari. Fv. eigin-
maður Sigurður Grímsson.
Börn þeirra a) Ragnhildur,
maki Þorsteinn Hauksson og
eiga þau dótturina Hólmfríði
Heiðbjörtu, b) Grímur Jón. 4)
Rannveig Sif, f. 1964, söngkona,
fv. eiginmaður Sören Leupold
og er dóttir þeirra Solveig Sara.
Sambýlismaður Margrétar
frá 1987 er Reynir Þórðarson, f.
1931, bankamaður. Dóttir hans
er Gunnhildur Reynisdóttir, f.
1968, BA í ensku og af-
greiðsludama.
Margrét útskrifaðist frá Ljós-
mæðraskóla Íslands árið 1949.
Vann sem ljósmóðir í Reykjavík
og var ráðin héraðsljósmóðir á
Ísafjörð 1. janúar 1953. Hún
lauk starfsævinni við mæðra-
skoðun á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Hún vann einnig á
Elliheimilinu á Ísafirði. Hún rak
prestsheimilið á Ísafirði í ald-
arfjórðung af miklum mynd-
arskap og gestrisni og var for-
maður Kvenfélags Ísafjarðar-
kirkju um árabil. Eftir að
fjölskyldan flutti til Reykjavík-
ur gekk hún í Kvenfélag Há-
teigskirkju og sat m.a. í stjórn
þess.
Útför Margrétar fer fram frá
Háteigskirkju í Reykjavík í dag,
30. júlí 2021, klukkan 10.
Haraldsson, f.
1951, líffræðingur,
kennari og fv. for-
stöðumaður
Fræðslumiðstöðvar
Vestfjarða, kvænt-
ur Helgu Friðriks-
dóttur líffræðingi
og eru börn þeirra
a) Elín, gift Júlíusi
Karli Einarssyni og
eiga þau tvær dæt-
ur, Valfríði Helgu
og Áslaugu Brynhildi, b) Friðrik
Hagalín, kvæntur Tinnu Arn-
órsdóttur og eru börn þeirra
Elvar, Helga Diljá og Birna
Katrín, c) Halldór, maki Thelma
Lind Guðmundsdóttir og eru
synir þeirra Óliver Muggur og
Hagalín Smári. 2) Agnes M. Sig-
urðardóttir, f. 1954, biskup Ís-
lands. Fv. eiginmaður Hannes
Baldursson og eru börn þeirra
a) Sigurður, kvæntur Gunnhildi
Ástu Guðmundsdóttur og er
sonur þeirra Guðmundur Mark-
ús, b) Margrét, c) Baldur, maki
Kristrún María Ólafsdóttir Gó-
mez og er dóttir þeirra Agney
María. Sonur Baldurs og Þór-
Nú er hún mamma mín farin
úr þessum heimi. Hún náði
hárri elli. Eftir hana liggja
mörg verk enda konan einstak-
lega lagin og flink á mörgum
sviðum. Hún var svo lánsöm að
geta menntað sig á því sviði
sem hugur hennar stóð til og
voru árin í Ljósmæðraskólanum
og síðar á fæðingardeildinni
henni mjög minnisstæð og kær.
Hún gerðist svo ljósmóðir á Ísa-
firði í ársbyrjun 1953 og þar
gripu örlögin heldur betur í
taumana. Hún tók á móti lítilli
stúlku á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Nokkrum dögum síðar lést
móðirin frá nýfæddu barni sínu.
Af ástæðum sem hér verða ekki
raktar féllst hún á að flytja í
sama hús og faðirinn og annast
barnið. Það var í Pólgötu 10 þar
sem foreldrar barnsins leigðu
hjá prestinum. Þar kynntust
foreldrar mínir, prófasturinn og
ljósmóðirin, gengu í hjónaband
og eignuðust saman okkur þrjár
systur sem erum svo lánsamar
að eiga einnig hann Smára
bróður okkar.
Gestkvæmt var á prestsheim-
ilinu í Pólgötunni og voru fyrstu
gestirnir sem mamma tók á
móti biskupshjónin Ásmundur
og Steinunn sem þá vísiteruðu
prófastsdæmið. Hún var ekki
vön að standa fyrir heimili 27
ára gömul auk þess sem hún
þurfti að sinna sínu starfi en
mjög mörg börn fæddust þá
heima svo hún þurfti að vitja
sængurkvennanna og hvítvoð-
unganna víðs vegar um bæinn.
Hún tók á móti Lilju vinkonu
minni nokkrum vikum áður en
ég fæddist og gerði þá að mestu
langt hlé á ljósmóðurstörfunum
og sinnti húsmóðurstörfunum af
alúð og trúmennsku.
Í þann tíð var fullt starf að
vera prestsfrú. Giftingar og
skírnir voru algengar heima í
stofu og oft voru gestirnir við
matarborðið fleiri en heimilis-
fólkið. Alltaf gaf hún sér þó
tíma til að sauma fötin á okkur
systkinin og marga fleiri, hafa
heita kakóið og ristaða brauðið
tilbúið í skólafrímínútunum og í
seinni tíð hef ég oft undrast að
aldrei skyldi hún hafa orð á því
að þreytandi hefði verið að
heyra okkur systur æfa okkur á
píanóið daginn út og inn. Á
sunnudögum dreif hún af upp-
vaskið eftir lambalærið og
ávaxtagrautinn til að vera mætt
á réttum tíma í messuna kl. tvö.
Hún átti auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar tilverunnar,
var forkur duglegur, útsjónar-
söm, skipulögð og drífandi og
góð fyrirmynd sem ég lærði
mikið af. Ég man til dæmis eftir
henni talandi í fastlínusímann
sem hún hélt á í vinstri hend-
inni á meðan hún sneið heila
flík með þeirri hægri. Hún víl-
aði ekki fyrir sér að gera við
gólfteppin og binda upp og
skipta um áklæði á sófasettinu
og það oftar en einu sinni. Það
þekktist ekki á mínu æsku-
heimili að sjá vandann, heldur
aðeins lausnina. Fyrir þetta
uppeldi er ég þakklát en þakk-
látust er ég mömmu minni fyr-
ir að miðla mér dýrmæta trú-
ararfinum sem hún sjálf ólst
upp við á sínu æskuheimili.
Einnig þakka ég henni allar
fyrirbænirnar sem ég veit að
hún bað fyrir mér og fjölskyldu
sinni allri.
Að leiðarlokum bið ég þess
að hún megi í fylgd englanna
hverfa heim til Guðs í friði
hans þar sem bíða vinir í varpa.
Agnes.
Í dag er kvödd tengdamóðir
mín Margrét Ragnhildur
Sveinsína og er hún síðust af
sínum systkinum að yfirgefa
þessa jarðvist. Við leiðarlok
koma fram margar minningar.
Hún fæddist á Steinhólum í
Jökulfjörðum og var alin upp af
góðum foreldrum með systk-
inum sínum.
Fólkið lifði á því sem landið
gaf þeim þannig að nytjar voru
af sauðfé og fiskur dreginn úr
sjó.
Ung fór hún að heiman og
flutti á Ísafjörð, gætti barna og
var rösk til verka. Einkar
handlagin kona. Hún þurfti að
standa á eigin fótum eins og
flestir á þeirri tíð.
Fluttist hún til Reykjavíkur
og lærði til ljósmóður. Kom til
baka í sveitina sína en þá einu
barni ríkari. Tengdamóðir mín
eignaðist son sinn Smára með
jafnaldra sínum ættuðum úr
Stapadal.
Foreldrar Margrétar, þau
Rannveig og Hagalín, tóku að
sér barnið og ólu það upp í fal-
legu víkinni Grunnavík. Þegar
kom að skólaaldri piltsins flutt-
ist hann til hennar. Þá hafði
hún gifst sómamanninum séra
Sigurði Kristjánssyni. Þá voru
fæddar tvær systur, þær Agnes
og Hólmfríður. Seinna eignuð-
ust þau hjón Rannveigu Sif.
Margrét fór fyrir stóru heimili
þar sem margar athafnir fóru
fram á prestsheimilinu. Hún
var mikil húsmóðir. Borðstofu-
borðið prýtt hvítum dúk og
hvítar tauservíettur í stíl lagð-
ar fallega inn í silfurhringi
merkta heimilisfólkinu. Á þetta
borð var borinn matur fram-
reiddur af Margréti. Oft voru
gestir sem komu og borðuðu
með fjölskyldunni þar sem
margir áttu erindi við prófast-
inn eða vinir sem lögðu leið
sína í Pólgötuna.
Ég sem ung kona náði að
kynnast aðeins þessum tíma.
Um tólf settist fólkið við borð-
stofuborðið og öllum sagt að
gjöra svo vel. Kveikt var á út-
varpinu rétt fyrir fréttir og all-
ir virtu óskir húsbóndans. Mér
er minnisstætt er ég kom vest-
ur í fyrsta skiptið að ég var
spurð um ætt og uppruna. Það
er þýðingarmikill þáttur til að
tengja fólk saman. Kom þá í
ljós að afi Þorbjörn vann með
Elíasi bróður Sigurðar. Menn-
ingarlegur blær ríkti á heim-
ilinu því oft mátti heyra klass-
íska tónlist óma í stofunum.
Margrét var einkar hnyttin í
tilsvörum og gat hermt eftir
skondnum samferðamönnum,
ógleymanleg svipbrigði sem við
nutum til fulls.
Enginn bakaði jafn góðar
tertur og Margrét. Hún kenndi
mér að steikja Berlínarbollur
sem ég hef haft til allra afmæla
barna og skyldmenna í áratugi.
Kom hún með Dísudrauma
færandi hendi til barnabarna
sinna í fermingar þeirra.
Margrét saumaði mikið. Jafn
flink á kápur, jakkaföt og fínni
kjóla. Hún var greiðvikin og
saumaði á skyldmenni sem
vandalausa. Allt vel gert og
unnið af fagmennsku og kær-
leika.
Síðustu árin á Kleppsvegin-
um átti hún með kærum vini og
sambýlingi Reyni Þórðarsyni.
Ferðuðust þau víða um land og
áttu góðar stundir. Löng er
orðin ævin hennar Margrétar
og hafa verið henni erfið síð-
ustu árin vegna heilsubrests.
Þökkuð eru löng kynni og
margar skemmtilegar sam-
verustundir í Reykjavík og á
Ísafirði.
Með virðingu kveð ég Mar-
gréti tengdamóður mína og bið
börnum hennar og barnabörn-
um guðs blessunar.
Helga Friðriksdóttir.
Elsku amma mín Margrét er
fallin frá. Ég minnist hennar
með þakklæti fyrir að hafa átt
hana að öll þessi ár og fengið að
kynnast henni bæði sem barn
og fullorðinn einstaklingur.
Amma er af þeirri kynslóð
sem hefur sennilega upplifað
mestu breytingar á Íslandi á
einum mannsaldri. Hún er fædd
í torfbæ þar sem var hvorki
rennandi vatn né rafmagn og
upplifði svo Ísland sigla hrað-
byri inn í nýja tíma og lifn-
aðarhætti. Ég tel það hafa verið
mikil forréttindi að hafa fengið
tengingu við horfinn tíma gegn-
um frásagnir hennar og sögur.
Hún sagði okkur barnabörnun-
um sínum frá lífinu í Grunna-
víkurhreppi þar sem fólkið var
fátækt en heiðarlegt og minnt-
ist ætíð foreldra sinna með hlý-
hug fyrir góðmennsku þeirra í
garð bæði manna og málleys-
ingja. Hún sagði okkur frá
smalamennsku sinni og skíða-
ferðum á tunnustöfum, frá bux-
unum sem voru saumaðar á
hana úr hveitipokum, frá námi
sínu í farskóla og hvernig var
að flytja að heiman aðeins fjór-
tán ára gömul.
Á uppvaxtarárum mínum var
amma okkur fjölskyldunni stoð
og stytta enda hún og móðir
mín nánar. Þegar við veiktumst
var gott að fá ömmu með sínar
mjúku hendur sem virtust
gæddar lækningakrafti svo
magaverkir og önnur óþægindi
hurfu. Hún var einstaklega
verklagin og það var eiginlega
ekkert sem hún kunni ekki að
gera. Fyrir utan að vera fyr-
irmyndarhúsmóðir gekk hún í
hin ýmsu störf svo sem að dúk-
leggja eða yfirdekkja sófasett
og ef að sprakk á bílnum settist
hún út í móa og bætti dekkið.
Hún var einnig lista sauma-
kona og ekki fáar flíkurnar sem
hún saumaði á okkur afkom-
endur sína. Þegar ég stálpaðist
og fór sjálf að spreyta mig á
saumaskap var gott að koma og
fá leiðsögn hjá ömmu eða láta
festa rennilásinn fyrir sig kort-
er í ballið. Á hinum síðari árum
áttum við amma oft gæðastund-
ir þegar ég sat með henni og
fékk kannski að stytta buxur í
saumavélinni hennar. Eins
brugðum við okkur stundum á
kaffihús.
Margrét
Hagalínsdóttir
Kristján var sálu-
félagi minn og erfitt
er að lýsa samband-
inu sem við áttum
með orðum.
Hann var besti vinur minn en á
sama tíma eins og hlutlaust for-
eldri, ég gat sagt honum allt án
þess að vera hrædd um að einhver
myndi húðskamma mig. Þegar ég
var ekki viss um hvað ég átti að
gera í lífinu eða þegar mér leið illa
gaf hann sér alltaf tíma til að finna
út úr vandanum eða hugga mig.
Ég hef sjaldan kynnst jafn klár-
um og þrjóskum manni eins og
Kristjáni og komu þessir eigin-
leikar vel fram þegar hann hjálp-
aði mér með námið í Menntaskól-
anum í Reykjavík.
Hann gat setið með mig í sím-
anum endalaust og útskýrt lögmál
eðlisfræðinnar eða hjálpað mér
með vonlaus tegrunardæmi. Eins
leiðinlega og það hljómar náði
hann að gera það skemmtilegt,
svo með tímanum varð það að
vana hjá mér að alltaf hringja í
Kristján þegar ég var að gefast
upp á náminu.
Kristján Þór
Guðmundsson
✝
Kristján Þór
fæddist 15. júlí
1968. Hann lést 24.
júní 2021.
Útför Kristjáns
fór fram 26. júlí
2021.
Ég á endalaust af
góðum minningum
með honum og það
er ég svo þakklát
fyrir.
Þegar ég bjó í Sví-
þjóð kenndi hann
mér golf og dró mig
með í golfferðirnar
sínar sem voru alltaf
jafn skemmtilegar.
Hann gaf mér
myndavél og kenndi
mér að taka flottar myndir og fo-
toshoppa þær. Hann var megin-
ástæðan fyrir því að ég byrjaði að
æfa karate og skutlaði hann mér á
fjölmargar karate-æfingar og
fylgdist með nýju tækninni sem ég
var að læra, svo æfðum við auðvit-
að heima þar sem hann var með
brúna beltið sjálfur. Þegar ég fór
svo að keppa var hann alltaf kom-
inn með hlekk á upptökur af bar-
dögunum mínum og hughreysti
mig þegar illa gekk. Hann gerði
mig að þeirri manneskju sem ég
er í dag og sorgin við það að missa
svona traustan vin er ólýsanleg.
Ég er endalaust þakklát fyrir allar
góðu stundirnar og minningarnar
og mun minning hans lifa með mér
út lífið.
Meðan kúlur fljúga um loftin
blá við gætum leikið frið, elsku
Kristján.
Þín
Kristjana.
Elskulegur vinur minn, Krist-
ján Þór Guðmundsson, lést á
heimili sínu í Malmö þann 24. júní
sl. Við kynntumst á unglingsárum
og náðum strax vel saman. Það
sem einkenndi Kristján þann tíma
var gott hjartalag, hlý nærvera og
þægilegt viðmót, sem hélst allar
götur síðan. Samtöl okkar voru já-
kvæð og vinsamleg. Kristján var
ekki dómharður né nærðist hann á
illu umtali um náungann. Hann
lagði áherslu á að rækta vináttuna
á uppbyggilegan hátt, var einlæg-
ur og hafði til að bera bróðurlegan
kærleik, sem mér sýnist að þeir
fjölmörgu vinir, sem hann eignað-
ist í gegnum tíðina, hafi notið. Á
unglingsárum hafði Kristján
metnað í námi og starfi. Ég dáðist
að vinnusemi hans og samvisku-
semi. Í Fjölbraut í Breiðholti fékk
hann t.d. verðlaun fyrir framúr-
skarandi námsárangur. Í læknis-
fræði í Háskóla Íslands fann
Kristján sig vel og blómstraði í
náminu. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með Kristjáni einbeita sér
að læknisfræðinni á námsárunum.
Kristján var brosmildur, húmor-
isti og það var skemmtilegt að um-
gangast hann. Eitt af því besta í
fari Kristjáns var að sjá hversu vel
hann kom fram við vini sína.
Kristján flutti til Danmerkur árið
2001 og nokkrum árum síðar til
Svíþjóðar og starfaði sem læknir í
Noregi. Þegar Kristján kom til Ís-
lands í heimsókn, sem hann gerði
reglulega, gaf hann sér góðan
tíma til að hitta vini og fjölskyldu.
Ég votta fjölskyldu hans og vinum
samúð mína.
Pétur Fjeldsted Einarsson.
Það hefur verið erfitt að með-
taka það sem er því miður raunin,
Kristján Þór er farinn frá okkur,
það er svo óraunverulegt.
Við kynntumst Kristjáni fyrst í
grunnskóla og menntaskóla. Upp
frá því deildum við mörgum góð-
um stundum, þar sem hann var
límið í hópnum, enda með ein-
dæmum skemmtilegur á góðri
stundu. Það var alltaf stutt í húm-
orinn hjá honum, sem var oft kald-
hæðinn og beinskeyttur, en orð-
heppnari menn eru vandfundnir
og frasarnir sem Kristján skóp
verða lengi í minnum hafðir hjá
okkur félögunum.
Það er því með söknuði og mik-
illi eftirsjá að við kveðjum þennan
öðlingsdreng og kæran vin. Sökn-
uðurinn er erfiðastur því við höf-
um séð fram fyrir okkur að eiga
góðar stundir fram á okkar efri ár,
engu að síður er eftirsjáin eftir of
fáum samverustundum síðustu ár-
in einnig viðvarandi, það sker í
hjartað.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Það æxlaðist svo að við þrír úr
vinahópnum enduðum sem bú-
settir í Svíþjóð, í Malmö og Gauta-
borg. Það hefur verið gott að hafa
Kristján innan seilingar þar sem
hægt var að hittast þegar það
passaði og hann var ekki á hinu
heimili sínu, vinnustaðnum í Nor-
egi. Eins og áður sagði létum við
allt of sjaldan verða af því að hitt-
ast þrír saman, en þess í stað var
spjallað, í síma og yfir netið um
samfélagsmál líðandi stundar o.fl.
Eins og gengur og gerist tekur
„lífið“ yfir og það að skipuleggja
hitting þar sem við gátum allir hist
var eitthvað svo „erfitt“, ekki síst
eftir að Covid byrjaði þar sem
Kristján var mjög svo passasamur
að setja sig ekki í aðstæður sem
gætu skapað smithættu, að okkur
skilst samkvæmt fyrirmælum frá
vinnuveitenda og að sjálfsögðu
eigin sannfæringu.
Kristján var mikið einn síðasta
árið og einmana. Viðar og Hanna
mynduðu með Kristjáni lokaðan
vinahóp í Malmö til að geta hist
endrum og sinnum, þegar Krist-
ján hafði tækifæri til og var ekki í
Covid-sóttkví, það var því miður
allt of sjaldan.
Þegar við vinirnir hittumst var
það eins og við hefðum hist í gær,
okkur þykir því óendanlega vænt
um okkar síðustu sameiginlegu
stund í Malmö, í lok árs 2020, með
stuttum fyrirvara gátum við þrír
Svíþjóðarfararnir hist og átt síð-
degisstund saman, þar var að
mestu rætt um persónuleg mál
líðandi stundar, það var gott að
spjalla við Kristján og húmorinn
var aldrei langt undan.
Það er hægt að rifja upp marg-
ar góðar samverustundir sem við
höfum átt í gegnum tíðina, það
munum við eiga í minningunni.
„Enn einn dagur er liðinn
ég er ennþá alveg einn.
Hvernig gat þetta orðið svo?
Þú ert ekki hér með mér
þú kvaddir aldrei.
Einhver segi mér hvers vegna
þú varst að fara?
Og yfirgefa heiminn minn svo kaldan
En kvöld eitt
mér fannst ég heyra þig gráta.
Að biðja mig um að koma
og faðma þig að mér.
Ég heyri bænir þínar
byrðar þínar mun ég bera.
En fyrst vil ég halda í hönd þína
þá getur eilífðin byrjað.“
Með sorg í hjarta kveðjum við
góðan dreng og vin, hugur okkar
er hjá fjölskyldu, ættingjum og
vinum Kristjáns Þórs.
Jökull Már Steinarsson,
Viðar Maggason og Hanna
Kiviniemi Köngäs.
Fimmtudagskvöldið 24. júní
fékk ég þá harmafregn að Krist-
ján Þór Guðmundsson vinur minn
hefði kvatt okkur.
Ég kynntist Kristjáni fyrst í
gegnum sameiginlegan vin á ung-
lingsárum okkar og fann fljótt að
þar fór skarpgreindur töffari sem
var einstaklega orðheppinn, vel
HINSTA KVEÐJA
Elsku besti Kristján
minn.
Við erum öll svo döpur
vegna þess að þú ert farinn.
Ég elska þig mjög mikið.
Ég vona að ég hitti þig
aftur, ég sakna þín mjög
mikið.
Þín vinkona,
Hrafnhildur.