Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 21
Amma var ekki þessi dæmi- gerða barnagæla. Við efuðumst aldrei um ást hennar, en henni gat samt leiðst ægilega læti og vesen sem krakkar eiga gjarnan til. Það fór til dæmis mjög í taugarnar á henni þegar við tuskuðumst og þá hrópaði hún „Áflog! Ég þoli ekki áflog“. En þó hún yrði stundum pirruð var hins vegar alltaf mjög stutt í glettið bros og hlátur. Amma var nefnilega húmoristi fram í fingurgóma. Hún var líka gædd miklum leikhæfileikum og hefði eflaust sómt sér vel sem leik- kona hefði hún haft tækifæri til. Sérlega var hún góð eftirherma og hafði lag á að tileinka sér takta og talanda fólks svo hún nánast umbreyttist í viðkom- andi. Ég minnist þess að hafa átt í mestu vandræðum með að bæla niður hláturinn í heimsókn hjá aldraðri frænku því hún var í háttum nákvæmlega eins og amma hafði leikið hana. Kímni- gáfuna missti amma aldrei þó svo að heilsu hennar hafi hrak- að hin síðari ár. Nú hefur elsku amma siglt á vit feðra sinna. Hennar er sárt saknað en minningar um góða og yndislega ömmu og vinkonu lifa áfram. Hvíl í friði, elsku amma. Ragnhildur. Það er margs að minnast að lokinni langri og farsælli ævi móðurömmu minnar. Hún fæddist í veröld sem er gjörólík því sem við þekkjum. Veröld sem var afskekkt og tækifærin þurfti að sækja. Það þótti ekki sjálfsagt að sækja sér menntun, hvað þá fyrir konur. Þótt hug- urinn stefndi hátt var oft ekki raunhæft að fylgja draumum sínum og þrám eftir. Það gerði amma samt þrátt fyrir þessar aðstæður. Fjórtán ára gömul flutti hún að heiman frá Grunnavík í Jökulfjörðum til Ísafjarðar og sá fyrir sér sjálf frá þeim tíma. Nokkrum árum síðar fór hún til Reykjavíkur í nám og lærði að verða ljósmóð- ir. Hugur hennar hafði staðið til þess og tækifærin sótti hún þótt það hefði langt í frá verið sjálf- sagt mál. Það lýsir ákveðni og útsjónarsemi sem einkenndi hennar framkomu. Hún vildi annað líf en það sem hún fædd- ist til og það skapaði hún sér með því að sækja tækifærin. Amma var ákaflega heiðar- leg, réttsýn og gerði ekki upp á milli fólks. Hún var borgaralega þenkjandi og lagði áherslu á að fylgja settum reglum. Hún vildi fólki vel. Prestsetrið var heimili hennar og afa míns á Ísafirði en það var einnig vettvangur fyrir skírnir og brúðkaup. Hún rifjaði það upp að ein jólin hefðu 25 börn verið skírð heima hjá þeim. Mjög gestkvæmt var á heimilinu og féll það í hlut ömmu að taka á móti gestum og sjá til þess að allt væri óaðfinn- anlegt. Það var sannarlega fullt starf. Hún var einkar laghent sem birtist meðal annars í því að hún var flink að sauma og saumaði föt á fjölskyldumeðlimi og á sig sjálfa. Hún lagði ríka áherslu á að vera vel til fara og fór aldrei út úr húsi án þess að hafa sig til og klæða sig upp. Allt til hinsta dags leit hún vel út. Þetta birtist á fleiri sviðum og sagði hún gjarnan sögur af því hvernig hún hefði annast verklegar framkvæmdir á heim- ilinu hvort sem það laut að smíðum eða því að skipta um dekk. Hún hafði ótrúlega mikið skopskyn og braust húmorinn út við ýmis tækifæri. Hún lék gjarnan á als oddi þar sem hún flutti heilu leikþættina sem voru frumsamdir en hún hafði svo mikið lag á því að finna spaugi- legar hliðar á mannlífinu sem glöddu hana sjálfa sem og sam- ferðamenn hennar. Þetta var svo sterk hlið á henni og til marks um það þá glitti í húm- orinn í síðustu heimsókn minni til hennar fyrir nokkrum dögum síðan þótt flest annað væri far- ið. Hún hafði líka húmor fyrir sjálfri sér og sá spaugilegar hliðar í eigin fari sem ekki er öllum gefið. Samfylgd okkar ömmu hófst á Fæðingarheimili Reykjavíkur þegar móðir mín ól mig í þenn- an heim og amma tók á móti mér sem ljósmóðir. Við fæðingu var ég því strax í öruggum og traustum höndum. Degi áður hafði afi minn, eiginmaður ömmu og faðir móður minnar, fallið frá og því var þessi stund enn áhrifameiri en ella. Þessari ríflega fjögurra áratuga sam- fylgd okkar ömmu lýkur nú og er ég þakklátur fyrir okkar góðu kynni, fyrir ástúð og um- hyggju sem hún sýndi mér og fyrir okkar vináttu. Sigurður Hannesson. Nú kveð ég hlýja og góða konu, ömmu mína og nöfnu, sem umvafði mig væntumþykju þegar á reyndi. Amma var dugnaðarforkur og féll ekki verk úr hendi. Hún rak umsvifamikið heimili þar sem hún hélt ófáar veislurnar. Hún var einstaklega lagin í höndunum og hannaði og saum- aði föt fyrir sig, fjölskyldumeð- limi, vini og kunningja. Ná- kvæmni var eitt af því sem hægt var að læra af henni. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af mikilli vandvirkni. Það sá maður vel þegar hún hjálpaði mér að sauma föt á sjálfa mig. Hún var þolinmóð, passaði að allt sneri rétt og kenndi mér að sníða. Fyrir utan að vera vandvirk og nákvæm hafði hún mikinn húmor og gat leikið á als oddi. Hún hafði lag á því að sjá spaugilegar hliðar á fólki og miðla því áfram. Annað sem hægt var að læra af ömmu var að vera ávallt vel til fara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að hafa sig til og mátti aldrei gleyma varalitnum. Fötin sem hún klæddist saum- aði hún ýmist á sig eða fann í tískubúðum og strílaði sig upp frá toppi til táar. Þetta hafði hún að leiðarljósi og innprentaði mér og okkur barnabörnunum. Ég er þakklát ömmu fyrir samfylgdina. Hún er hvíldinni fegin eftir áralöng veikindi og hvílir nú í faðmi Guðs og góðra engla. Blessuð sé minning henn- ar. Margrét Hannesdóttir. Frú Margrét ljósmóðir og prestkona á Ísafirði var upp- runnin norður í mynni Jökul- fjarða vestanverðu þar sem heitir Grunnavík og vetur verða harðir og miskunnarlausir með hamförum hafsins, snjóalögum, hríðarbyljum og náhljóðum í hafísnum. Prófastshjónin tóku nýliðum í prestastétt sem væru þeir eigin börn þeirra. Síra Sigurður, lof- legrar minningar, var vakinn og sofinn yfir velferð kollega sinna, mikið í mun að þeir væri ekki hlunnfarnir, en frú Margrét framúrskarandi glaðhittin og gestrisin, bugaði jafnan góðu að komumanni. Reyndar voru klerkarnir á norðanverðum Vestfjörðum myndarlega kvæntir um miðja öldina sem leið; síra Stefán á Þingeyri frú Guðrúnu, síra Lárus í Holti frú Sigurveigu, síra Jóhannes á Stað frú Aðalheiði og síra Bald- ur í Vatnsfirði frú Ólafíu. Frú Margrét var exemplarísk manneskja og góðkvendi, mynd- arkona, vel verki farin, kímin og aðhlægin. Nágrannaprestur fékk að sitja í hjá manni hennar til Reykjavíkur og voru þeir þrjá daga á leiðinni og gistu hjá starfsbræðrum tvær nætur. Frú Margrét kvaðst hafa af kenni- mönnunum nokkrar áhyggjur, og hafði orð á þessu við frú Veronicu í Bolungarvík, enda kynni hvorugur þeirra að skipta um dekk. Sjálf var hún forkur dugleg, lék sér að því að bólstra húsgögn, stoppa upp og draga áklæði á viðhafnarmublur og þannig yfirdekkti hún forláta sófasett fyrir sæmdarhjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar. Dætur eignuðust hjónin þrjár og frú Margrét son fyrir hjóna- band. Prestur í prófastsdæminu sagði að eins og þau væru nú góð heim að sækja frú Margrét og síra Sigurður, þá væri varla hægt að koma til þeirra fyrir látunum í yngstu telpunni; hún kæmi til dyra og ræki upp þess- ar líka skaðræðis sópranstrófur (con forza – molto vibrato); hún hafði erft hermigáfu móður sinnar og gleypti eftir frúnum í kórunum. Ein dætranna sagði, að fyrst þessi strákur í Bolung- arvík gæti verið prestur ætti hún að geta það líka, handa annarri keyptu foreldrarnir konsertflygil og meðleikari Ís- lands sagði, eins og hann var alltaf vanur, að þetta væri lík- lega besti flygill landsins, flygill allra flygla, eins konar platónsk frummynd flygilsins, himneskur flygill, áþreifanlegur og eilífur í senn, sem allir aðrir flyglar væru aðeins ófullkomnar og for- gengilegar eftirmyndir hans. Frú Margrét hafði eftir tón- listarskólastjóranum á Ísafirði, lék takta hans og hermdi eftir þingeysk/amrískum framburðin- um: „Dóttir þín er ákaflega mJÚsíkölsk teLPa og vel þess virði, að henni sé siNNt.“ Skemmtilegasti prestur landsins, mætismaðurinn ógleymanlegi, síra Baldur í Vatnsfirði, var á ferð á Ísafirði erinda sinna. Kvaðst hann ekki hafa tóm til þess að þiggja kvöldskatt hjá prófastshjónun- um að sinni, en beiddist þess aftur á móti að vera nætursakir. Um þetta féllu síra Baldri svo orð: „Ég borða ekki hjá þér í kvöld, góða, en ég sef hjá þér í nótt.“ Þetta var nú aldeilis eitt- hvað fyrir frú Margréti að hlæja að. Guð blessi minningu góðrar konu, sem var happ í mann- félagi Ísfirðinga. Hann verndi og styrki ástvini hennar alla. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Frú Margrét var hún kölluð af mörgum, sem endurspeglaði þá virðingu sem borin var fyrir henni af þeim sem nutu þeirrar gæfu að kynnast henni. Hún var einstaklega kröftug, dugmikil, vel gefin og ákveðin kona með einstaklega hlýja og þægilega nærveru. Hún var glaðlynd og hafði skemmtilegan húmor. Henni var einkar lagið að sjá það spaugilega við aðstæður og fólk en aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum. Hún talaði alltaf fallega til fólks og um fólk. Hún var ekki spör á hrós- yrði sem juku sjálfstraust og vellíðan hjá fólki. Ég fékk oftar en ekki að heyra að brosið mitt hlýjaði henni álíka mikið um hjartarætur og sólargeislar. Hver kemst ekki í betra skap við slíkt hrós! Það var alveg sama hvort hugarástandið var gott eða slæmt þegar komið var í heimsókn til hennar, alltaf tókst henni með léttu skapi sínu, hlýju og jákvæðni að betr- umbæta það. Þessir dýrmætu kostir nýttust henni einstaklega vel í hlutverki hennar sem móð- ir og umsvifamikil prófastsfrú og í störfum hennar sem ljós- móðir. Frú Margrét og dætur henn- ar þrjár voru miklir og jákvæðir áhrifavaldar í mínu lífi. Þannig var að í Súðavík þar sem ég bjó var einungis boðið upp á tak- markaða skólagöngu og senda þurfti því þorpsbörnin burt í skóla. Áki afi og Rósa amma voru mikið vinafólk séra Sig- urðar og varð það úr að ég fékk að búa hjá þeim árið sem ég lærði til landsprófs. Það er hátt í hálf öld síðan en mér er enn sterklega í minni af hve mikilli hlýju mér var tekið af öllu heimilisfólkinu. Sérstaklega frú Margréti, sem tók mér opnum örmum og strax á fyrsta degi tókst að láta mér líða eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Hún átti stóran þátt í að ég upplifði mig sem hluta af dætrahópnum hennar og milli okkar mynd- aðist vinskapur sem varð og er mér mjög dýrmætur. Hún varð mér mikil fyrirmynd æ síðan. Heimili þeirra á Ísafirði var menningarheimili og hún stýrði því af mikilli röggsemi. Séra Sigurður var áhugamaður um margt, ekki síst bókmenntir, og var hann duglegur við að vekja áhuga heimilisfólksins. Dæturn- ar voru allar í tónlistarnámi og mikill áhugi á klassískri tónlist hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Frú Margrét hafði áhuga á og tók þátt í þessu öllu auk þess að vera afkastamikil og skapandi hannyrðakona. Gestkvæmt var á prestssetrinu og alltaf var til kaffi á könnunni og heimabakað bakkelsi með því. Óháð gesta- komum sá hún til þess að hvern morgun-, hádegis- og kvöldverð væri setið að snæðingi við fal- lega uppdekkað stóra borð- stofuborðið í stássstofunni. Í minningu minni af þessum vetri var hún alltaf fyrst á fætur á morgnana og seinust að leggj- ast til hvílu á kvöldin. Hvernig hún hafði orku í allt sem hún af- rekaði yfir daginn er mér óskilj- anlegt enn þann dag í dag. Ég mun ávallt minnast frú Margrétar með hlýju og þakk- læti. Börnum hennar öllum og Reyni, barnabörnum, tengda- börnum og öðrum aðstandend- um hennar sendi ég mínar hug- heilustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja þau öll í sorg þeirra. Rósa Björk Barkardóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 lesinn og fróður, með ríka réttlæt- iskennd og beitt skopskyn. Með okkur tókust fljótt vina- bönd og ég fann í honum tryggan vin, sem deildi m.a. með mér áhuga á tónlist og aðdáun á verk- um meistara Chaplin. Kristján dró að sér marga góða vini og var ég velkominn inn í hans nánasta vinahóp og áttum við strákarnir saman ótalmargar eft- irminnilegar og góðar stundir um árabil. Engum duldist að Kristján var mjög metnaðarfullur, agaður og einstaklega ósérhlífinn, ekki síst þegar kom að námi og vinnu. Ef það var eitthvað sem hann ætlaði sér, þá var ekkert sem gat stoppað hann í að ná markmiðum sínum. Þessum aga vinar míns hef ég alltaf dáðst að en fannst þó á stundum sem að hann ætti það til að sökkva sér fullmikið í vinnu, með tilheyrandi álagi og einangr- un sem engum er hollt til lengdar. Um aldamótin urðu vatnaskil í vinahópnum er Kristján fluttist af landi brott, fyrst til Danmerkur og síðan til Svíþjóðar, þar sem hann kom sér upp fallegu heimili í Malmö og starfaði lengst af sem röntgenlæknir í Noregi. Vináttuböndin voru þó alltaf sterk og voru oft miklir fagnaðar- fundir í kringum jólin þegar hann kom heim til Íslands. Þá var gjarnan tekið á móti manni með bróðurlegu faðmlagi og beittum húmor og svo rifjaðar upp góðar minningar frá yngri ár- um. Með fráfalli Kristjáns er stórt skarð höggvið í vinahópinn, sem verður aldrei fyllt aftur. Ég finn fyrir nístandi sorg og söknuði að geta ekki átt með honum fleiri stundir og heyrt aftur smitandi hlátur hans. En er ég fylgi honum síðasta spölinn þá er hjarta mitt fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda í nær fjóra áratugi að kalla Kristján Þór vin minn. Minning hans mun lifa áfram með okkur sem eftir stöndum. Ingólfur (Hjalli) Geirdal. Elsku vinur minn. Hjörtun sem þú sendir dætrum mínum sama dag og þú ákvaðst að kveðja þetta líf segja meira en allt sem mér gæti dottið í hug að skrifa niður núna. Þetta átti ekki að fara svona. Kristján kom inn í fjölskylduna mína þegar við bjuggum í Malmö. Fljótlega varð til einlæg vinátta milli okkar allra og eins og Krist- ján orðaði það svo vel sjálfur bor- uðu dætur mínar sér beina leið inn í hjartað á honum og gáfu honum aftur trú á lífið. Stelpurnar okkar Óla sáu ekki sólina fyrir Kristjáni og kepptust þær um að knúsa hann og kúra með honum að horfa á sjónvarpið þegar hann var hjá okkur sem var sem betur fer mjög oft. Þær voru duglegar að segja honum hvað þær elskuðu hann mikið og töldu niður dagana þegar hann var í burtu að vinna í Noregi og þangað til hann kom heim. Ég man sérstaklega eftir því þegar von var á Kristjáni eftir nokkurra daga fjarveru þegar bjöllunni var hringt og þrjár stelpur hrópuðu upp yfir sig: „Kristján er kom- inn!“ og þegar hann birtist svo í dyrunum stukku þær beint í fang- ið á honum. Árið 2014 áttum við Óli von á fjórðu prinsessunni og tók Kristján fullan þátt í með- göngunni. Ég hafði oft orð á því að mér liði eins og ég væri gift tveim- ur mönnum. Á sjálfan fæðingar- daginn var hann með dætrum okkar að bíða frétta og er þeim minnisstætt þegar hann tilkynnti þeim að Hrafnhildur væri fædd og sýndi þeim fyrstu myndirnar af henni. Daginn eftir kom hann á fæðingardeildina til mín og fékk hana í fangið. Ég gleymi aldrei hversu klökkur og hrærður hann var. Ég get ekki lýst því betur en þetta hversu náinn Kristján var mér, Óla og dætrum okkar og hversu fallegt samband okkar var. Við hjónin áttum ólík tengsl við Kristján. Hann og Óli hlógu mikið og fífluðust, gerðu óspart grín hvor að öðrum. Á milli mín og Kristjáns var djúp trúnaðarvin- átta þar sem við gátum talað um allt. Við áttum okkar beyglur sem við náðum svo oft að slétta með því að tala og hlusta. Kristjana mín átti svo í honum einstakan sálufélaga og hann í henni, alveg frá því þau hittust fyrst þegar hún var í kringum átta ára. Hann var sá sem sat með henni á netinu í maraþonlærdómi að hjálpa henni í gegnum stúdentsprófin þegar ég og pabbi hennar vorum að vinna og hugsa um hin börnin og allt þetta hversdagslega at. Hann var hvort eð er miklu betri í því en við. Ég trúi því ekki að ég sitji hérna og skrifi minningargrein um þig elsku vinurinn minn. Loks- ins ætlaðir þú að flytja heim. Við vorum búin að hamast svo í þér að láta verða af því og vorum öll að springa úr tilhlökkun yfir því að nú væri komið að því. Þú varst bú- inn að festa þér íbúð í göngufæri frá stelpunum þínum og ætlaðir að flytja inn núna í september. Ég er búin að heyra svo oft undanfarna daga að enginn hefði getað breytt því hvernig fór. En eftir sit ég og hugsa. Hlustaði ég ekki nóg? Sagði ég ekki réttu orð- in? Hvað ef? Elsku Kristján. Ég og Óli pöss- um upp á stelpurnar okkar sem þú átt svo mikið í og munt alltaf eiga. Þín vinkona, Hulda Lind. Kaupmannahöfn færði okkur Kristján saman, eins og oft vill verða með Íslendinga í erlendum borgum. Við Guðmundur, fyrrver- andi eiginmaður minn, fluttum þangað um svipað leyti og hann; við áttum sameiginlega vini og þekkt- um fáa í borginni, og fyrr en varði vorum við orðin eins og fjölskylda. Við könnuðum borgina saman, flæktumst á milli kaffihúsa og veit- ingastaða, borðuðum saman á stórhátíðum, hjálpuðumst að við að flytja og deildum reynslunni af því að fóta okkur í framandi þjóðfélagi. Stjáni var hryllilega skemmtilegur sögumaður og gerði mest grín að sjálfum sér, og við veltumst um af hlátri yfir ævintýrum hans á Rík- isspítalanum og samskiptum á bjagaðri dönsku við umheiminn. Hann, sem gat verið svo alvörugef- inn, átti það líka til að tárast af hlátri yfir eigin óförum. Stjáni bjó yfir óvenjulegum gáfum og þekk- ingu á undarlegustu hlutum; þökk sé honum mun ég alltaf vita miklu meira um steinsteypu en ég mun nokkurn tímann hafa not fyrir. Ná- kvæmni hans og greiningarhæfni var við brugðið, og leitin með hon- um að hinum fullkomna sófa er ógleymanleg. Stjáni hefur örugg- lega sest í hvern einasta sófa sem var til sölu á öllu Stór-Kaupmanna- hafnarsvæðinu. Hann var svolítið hrjúfur á yf- irborðinu og gat virst óárennilegur; hávaxinn, herðabreiður og bursta- klipptur, augnaráðið skarpt og greindarlegt, og gat brugðið fyrir köldu ef gert var á hlut hans. En hann bjó líka yfir endalausri mildi og manngæsku, hlýrri kímnigáfu og örlæti. Það var gaman að vera með honum, hlýtt og bjart, þótt stundum greindi maður djúpan trega undir niðri. Hann var óskap- lega barngóður og tók eldri dóttur okkar með kostum og kynjum þeg- ar hún bættist við litlu fjölskylduna. Það dró aðeins í sundur með okkur þegar Stjáni flutti yfir Eyr- arsundið til Malmö, og enn meira þegar við fluttum heim til Íslands, en alltaf héldum við sambandinu og reyndum að hittast þegar hann kom heim. Ég minnist þess með þakklæti þegar hann gerði sér ferð yfir sundið til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum til að hlusta á mig lesa skjálfraddaða upp úr fyrstu bókinni minni í Jónshúsi. Við fórum út að borða og heimsóttum gamla uppáhaldsstaði, eigruðum um borgina okkar og rifjuðum upp gömul ævintýri, og hlógum eins og áður. Elsku vinur, takk fyrir sam- fylgdina og allar góðu minningarn- ar, gleðina og birtuna sem þú gafst af þér. Sigríður Hagalín Björnsdóttir - Fleiri minningargreinar um Kristján Þór Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, GEORGÍA MAGNEA KRISTMUNDSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 18. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks skilunardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Einar Sigurþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.