Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa kl. 9-12.30, botsía kl. 10- 11, dansfimi með Auði Hörpu, ókeypis, kl. 13.30-14.30m leir ogTie dye - opin smiðja fyrir alla kl. 13.30-15.45, kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Allir velkomn- ir. Sími 411-2600. Boðaþing Bíósýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um hverfið kl. 10.40, höldum áfram að plokka. Stólaleikfimi með Hönnu Bedbur, allir velkomnir. Opið kaffihús kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Gjábakki Félagsvist í GJÁBAKKA á föstudagskvöldum kl. 20. Bíó- sýning miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stikl- um Ómars Ragnarssonar. Gullsmári Bíósýning þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13:15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa kl. 10.30. Leikfimi m. Hönnu kl. 11. Spilað kl. 13. Korpúlfar Pílukast kl. 9.30 í Borgum. Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum. Kundalini jóga kl. 11.15 í Borgum. Seltjarnarnes Kaffipsjall í króknum frá kl. 9, pútt á flötinni við Skólabraut kl. 11. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Kia Niro Plug In Hybrid – Luxury 10/2017. Ekinn aðeins 69 þús. km. Sjálfskiptur. Gler topplúga. Leður- áklæði ásamt allskyns lúxus. Bensín vél og uppgefin drægni um 60 km á rafmagni. Verð: 3.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Að leiðarlokum, þegar litið er yfir sviðið, þá lýsir gleði barnæskunnar í Bolungarvík upp minningarnar. Hamingjudagar æskunnar voru þegar við krakk- arnir dorguðum eftir þaraþyrsk- lingi, kola og marhnút á vorin og skautuðum á Drimlu og renndum okkur í Prestbrekkunni þegar vetur ríkti. Þegar við hófum skólagöngu okkar í Bolungarvík í lok sjötta áratugarins var Dösti einn af litla samheldna hópnum okkar. Hann var með okkur í tvo vetur en fluttist þá suður með fjöl- skyldu sinni. Það breytti því þó ekki að þegar bekkjarsystkinin á fullorðinsárum fóru að hittast reglulega lét hann sig sjaldnast vanta. Væri hann t.d. í leikstjórn- arverkefnum á landsbyggðinni reyndi hann ævinlega að koma því þannig fyrir að hann gæti mætt á okkar árlega þorrablót og mán- aðarlegar samverustundir á Kaffivagninum. Dösti hafði ein- staklega góða nærveru og lagði ávallt gott til málanna. Þá leik- stýrði hann okkur bekkjarsystr- um sínum á þorrablóti Bolvík- ingafélagsins, samdi atriði, texta og dansspor enda fagmaður því sviði. Á sextugsafmælisárinu okk- ar dvöldum við nokkur á Horni og nutum vel. Stemningin á bað- stofuloftinu með Dösta og Guð- rúnu frá Lundi mun seint gleym- ast. Við kveðjum kæran vin með söknuði og vottum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna úr Barnaskóla Bolungarvík- ur, Árný (Adda), Ása og Þorvaldur. Vinur minn til 45 ára er geng- inn á vit feðra sinna, hann Dösti, því nafni gegndi hann á uppvaxt- arárum sínum í Bolungarvík. Við félagarnir brölluðum ýmislegt saman á sínum tíma. Minnisstæð er ferð okkar á Hornstrandir sumarið 1982 ásamt honum Sö- ren. Við endurtókum ferðina þrjá- tíu árum síðar í vímu endurminn- inganna og nutum gestrisni systur hans og mágs á Hesteyri í báðum ferðum, Birnu og Sölva. Einnig naut ég gestrisni vina hans, eins og Sörens og Þórðar Þröstur Guðbjartsson ✝ Þröstur Guð- bjartsson fædd- ist 23. október 1952. Hann lést 17. júlí 2021. Útförin fór fram 26. júlí 2021. Magna (Dodda), í ferðum mínum um Noreg og Þýska- land. Þröstur kynnt- ist þeim félögum á samyrkjubúi í Ísrael snemma á 8. ára- tugnum, en mörgum þótti samyrkjumód- elið heillandi. En ljóminn dvínaði þeg- ar Þröstur upplifði innlimun palest- ínskrar fjölskyldu í samyrkjubúið í seinni ferðinni, síðar á 8. ára- tugnum. Bænda sem unnu sér einskis til saka annars en að afla sér viðurværis á gæðum jarðar. Þröstur kom úr stórum systk- inahópi, hann fór í sveit að Más- keldu í Dölunum sumurin 1962 til 1966. Jón Helgi, eldra barn þeirra hjóna, Kristínar og Óskars, fædd- ist í febrúar fyrir fyrsta sumarið og var Þröstur stór hluti uppvaxt- ar drengsins og héldu þeir alla tíð góðu og nánu sambandi. Más- kelda var ætíð eins og annað heimili hans. Þröstur var einn af fjölskyldunni, mætti í allar réttir meðan þau héldu búi, ef hann hafði nokkur tök á og fleiri við- burði, eins og leitir og heimasmöl- un. Eftir að Kristín og Óskar brugðu búi 1993 hafði hann jafnan aðgang að Máskeldu og þau og var duglegur að sinna viðhaldi. Þröstur lærði til bakara en leiklistin heillaði hann og ef mig misminnir ekki var það Mávurinn eftir Anton Tjekhov sem kveikti þann neista. Hann vann í bakaríi læriföður síns með náminu í Leik- listarskólanum og þurfti yfirleitt að vakna fyrir allar aldir svo Þing- holtsbúar og aðrir gætu notið ný- bakaðs brauðs og annars bakkels- is. Þröstur tók þátt í nokkrum leikuppfærslum í Borgarleikhús- inu og í Þjóðleikhúsinu. Hinir svo- kölluðu frjálsu leikhópar eins og Alþýðuleikhúsið og Frú Emelía nutu krafta hans enn frekar. Hjá Frú Emelíu fór hann einu sinni eða oftar með hlutverk í leikritum Tjekhovs, eins og Kirsuberja- garðinum. Trúlega var eitt þekktasta hlutverk Þrastar hinn brynj- uklæddi Elli, dyravörður og bíl- stjóri í Sódómu Reykjavík. En seinni árin þegar hlutverkunum fækkaði sneri hann sér æ meir að leikstjórn áhugaleikfélaga, vítt og breitt um landið. Ég dáðist ætíð að þeirri hæfni að koma skipulagi á það sem mér fannst vera glund- roðaverkefni eins og að setja upp leikverk. Þá þurfti að skipa í hlut- verk, koma upp leikmynd og tón- list og það oft með fólki sem var í fullri vinnu eða í skóla og bjó oft drjúgan spotta frá æfingastaðn- um. Enda var Þröstur vinsæll og virtur leikstjóri sem hafði næmt auga fyrir öllu varðandi uppsetn- ingu leikverks hvort sem það var hjá áhugaleikfélögum eða þá leik- félögum innan framhaldsskól- anna. Málningarvinnan var hon- um drjúg þess á milli meðan heilsan leyfði. Minn kæri vinur, ég dáist að æðruleysi þínu á seinustu metr- unum, á fordæmalausum tímum. Ari Tryggvason. Spor í sandi, tímaglas. Tími í árum, vinátta. Tár í dropatali, sorg. Bros í minningum, gleði. Dagstund með nótt, líf. Næturhúm af birtu, dauði. Skref með skrefum, reynsla. Hlátur með tárum, þroski. Leit að vitund, minning. Gönguleið vörðuð, lífshlaup. Endamark með borða, sigur. Sól með tungli, himinn. Baugur af litum, regnbogi. Andardráttur með hvíld, frelsi. Með þessum orðum vil ég minnast vinar míns Þrastar „Dösta“ Guðbjartssonar leikara og leikstjóra. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Boy, sem og fjölskyldu hans og vina. Það er land handan regnbog- ans. Guðjón Sigvaldason. Þá ertu farinn og flýgur frjáls á ný Þrösturinn, vinur minn Dösti. Okkar kynni hófust í Reykjavík fyrir röskum fjórum áratugum. Þrátt fyrir aldursmun okkar þá skildum við hvor annan um leið og vináttuböndin hnýttust og héldu allt til enda. Við vorum báðir fullir af þrótti og orku að takast á við lífið og listin var okkur báðum hugleikin. Dösti hélt sínu striki alla tíð, trúr sínu og sínum. Á meðan ég þurfti að fara í gegnum öldurótið og finna fjölina mína var Dösti á sinni staðföstu rólegu sigl- ingu. Hann var sannur, ljúfur, heiðarlegur og átti svo hreint, ein- lægt hjarta. Trúfastur og vinnu- samur. Fyrirgefningin var honum eðlislæg og auðveld þegar hennar var þörf. Dösti var svo ríkur í sínum anda. Hann eltist ekki við gull- kálfana og græðgissamfélagið var honum ekki að skapi. Hann kunni svo sannarlega að gleðjast með sigrum annarra. Ég var svo lán- samur að vinna við hlið hans við uppsetningu á söngleiknum Oli- ver í Keflavík; þvílíkur kraftur og vinnusemi. Og það sem hann lað- aði fram hjá ungum sem öldnum var töfrum líkast. Á meðan ég hef velkst um öldurót og lygnur lífs- ins, hefur Dösti verið einn af stólpunum sem alltaf var hægt að ganga að. Líkt og viti sem lýsir út á hafið og veitir öryggi og festu. Hann krafðist þess aldrei að eiga allt sviðið. Hann kunni svo sann- arlega að deila því með öðrum og njóta þess þegar aðrir áttu leik- inn. Sjálfhverfan var honum fjarri. Mér þótti vænt um að geta heimsótt Dösta á líknardeildina, en vegna ástandsins urðum við að notast við símann eftir það. Við töluðum saman nánast hvern dag og síðast aðeins rúmum tveimur dögum fyrir kveðjustundina. Ég náði að segja honum hversu ég dáðist að æðruleysi hans og hann fór fullviss um að Sumarlandið biði hans með vini í varpa. Ég er staddur við strendur Grænlands þegar ég rita þessi orð. Það er óvíst að ég nái kveðjustundinni. Ég tek mér hann til fyrirmyndar og sýni því æðruleysi. En held í vonina. Við náðum að segja það sem við þurftum að segja hvor öðrum. Við Pong sendum Boi, sem var ástin hans stóra, syst- kinum, fjölskyldu og vinum, okk- ar innilegustu kveðjur. Dösti minn. Þrösturinn minn ljúfi. Taktu til vængja þinna vinur. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J. Hallgrímsson) Einar Örn og Pong. Það er komið að kveðjustund. Enn á ný er höggvið skarð í litla hópinn sem útskrifaðist sam- an úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Við sjáum nú á bak fjórða bekkjarfélaga okkar. Þegar við kynntumst og hófum saman nám í leiklistarskóla SÁL fyrir 47 árum óraði okkur ekki fyrir því hvað þessi hópur átti eft- ir að verða stór hluti lífsgöngu okkar. Þarna var spunninn þráð- ur sem aldrei hefur slitnað. Við höfum borið gæfu til að halda allt- af góðu sambandi, hist reglulega og ræktað vináttuna, gengið sam- an í gegnum sigra og sorgir. Í þessum hópi var Dösti, ljúfling- urinn með stóra hjartað. Dösti fór ekki endilega alltaf troðnar slóðir í lífinu. Hann hafði aflað sér tölu- verðrar lífsreynslu þegar hann hóf leiklistarnámið, hafði starfað á samyrkjubúi í Ísrael, ferðast víða og skoðað og upplifað ævin- týri lífsins með opnum huga. Hann hafði líka lokið sveinsprófi í bakaraiðn og við bekkjarfélag- arnir nutum góðs af því að með- fram náminu vann hann í bakaríi og gladdi okkur stundum með snúðum og kruðeríi. Sum kvöld var hann í skólanum fram undir miðnætti og var svo mættur í bakaríið klukkan fjögur eða fimm að morgni. Hann Dösti var nefnilega alltaf hörkuduglegur til vinnu og vílaði ekki fyrir sér að taka að sér hvers kyns verkefni. Eftir að leiklistar- náminu lauk starfaði hann jöfn- um höndum sem leikari og leik- stjóri. Hann lék hjá atvinnuleikhúsum landsins, með leikhópum og bæði í kvikmynd- um og sjónvarpi og skilaði mörg- um hlutverka sinna eftirminni- lega – varð líklega þekktastur fyrir hlutverk Ella í kvikmynd- inni Sódóma Reykjavík. Hann var afar vinsæll leikstjóri hjá áhugaleikfélögum landsins og átti gott með að virkja sköpunargleði og krafta misreyndra leikara og annarra meðlima leikfélaganna. Þegar á þurfti að halda skrifaði hann sjálfur leikritin, eða aðlag- aði eldri verk hópnum. Stundum hannaði hann líka leikmyndina og tók þátt í smíði og málun. Milli leiklistarverkefnanna tók hann að sér að mála hús og híbýli. Í málningarvinnunni sem og ann- ars staðar var hann eftirsóttur og vann sín verk af einstakri vand- virkni, samviskusemi, ósérhlífni, en líka af þeirri gleði sem ein- kenndi hann. Það var alltaf gam- an að spjalla við Dösta og fylgjast með honum lakka glugga. Enginn þótti okkur honum fremri við þá vandasömu iðju. Dösti var glað- lyndur, jákvæður og skemmtileg- ur og átti svo sannarlega sinn þátt í því hve oft var hlegið dátt þegar hópurinn kom saman. Að leiðarlokum er þó það sem upp úr stendur hvað hann Dösti okkar var ljúfur, heilsteyptur, fölskva- laus og hjartahlýr maður, heiðar- legur, hjálpsamur og með ein- stakt jafnaðargeð. Þrátt fyrir að síðustu mánuðirnir hafi oft verið Dösta erfiðir komu mannkostir hans þá vel í ljós: æðruleysi, já- kvæðni, ljúfmennska og hversu mjög hann bar hag fólksins síns, vina og vandamanna fyrir brjósti. Það hefur verið ómetanlegt að eiga vináttu Dösta í öll þessi ár. Nú fer hann yfir í sumarlandið þar sem hann hittir fyrir og ber kveðju til vina okkar, Gunnars Rafns, Margrétar og Bjössa. Við kveðjum elsku Dösta með mikl- um söknuði og þakklæti fyrir all- ar gæðastundirnar og vottum ástvinum hans okkar dýpstu sam- úð. S-bekkurinn: Andrés, Emil, Gerður, Hanna María, Kristín, Ragnheiður Elfa, Sigfús, Tinna. ✝ Georgía Magn- ea Kristmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1951. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 18. júlí 2021. Hún var dóttir hjónanna Láru Magnúsdóttir, f. 26. júní 1922, og Kristmundar F. Sigurjóns- sonar, f. 5. apríl 1923. Þau eru bæði látin. Bróðir samfeðra er Helgi Kristmundsson, f. 16. ágúst 1946. Georgía gift- ist Einari Sigur- þórssyni, f. 16. ágúst 1947, þann 15. október 1983. Foreldrar hans voru Sveingerður Benediktsdóttir, f. 22. apríl 1922, og Sigurþór Ein- arsson, f. 30. sept- ember 1909. Georgía starfaði sem sálfræðingur stærsta hluta ævi sinnar eða þangað til heilsu hennar fór að hraka. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elskuleg mágkona mín, hún Dodda, er farin í Sumarlandið. Hún vissi alltaf að hún yrði ekki langlíf og minntist á það við fólkið sitt að hún ætti ekki von á því að verða 70 ára en því náði hún í apríl sl. Dodda hafði alltaf létta lund og góðan húmor og átti alltaf auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á ýmsum málum. Áhugamálin voru ýmisleg, ferðalög bæði innanlands og utan og fóru þau hjónin í mörg ferðalög á meðan heilsa henn- ar leyfði. Fóru þau til Þýska- lands, Austurríkis og var borgin Vín í sérstöku uppá- haldi hjá henni. Hún hafði mikið yndi af klassískri tón- list og lestri góðra bóka. Fyr- ir mörgum árum eignuðumst við systkinin sælureit í sveit- inni okkar góðu og þar áttu hún og Einar margar góðar stundir saman og ekki var nú leiðinlegt ef það hitti svo á að við værum þar öll samankom- in . Elsku Einar minn, missir þinn er mikill þar sem þú varst bæði að missa yndislega eiginkonu og einnig þinn besta vin og lífsförunaut. Megi minningar ylja þér um ókomin ár. Við Óli vottum þér samúð okkar og minnumst Doddu með virðingu og þökk fyrir allt. Þórdís Sigurþórs- dóttir og Óli. Georgía Magnea Kristmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa okkar ÞÓRÐAR BERNHARÐS GUÐMUNDSSONAR, Túngötu 15, Ólafsfirði. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir Arna Björk Þórðardóttir Guðmundur F. Þórðarson Lilja Rós Aradóttir Elís Hólm Þórðarson Hulda Teitsdóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.