Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
30 ÁRA Elvar Páll fæddist í Reykja-
vík og ólst upp í Smárahverfinu í Kópa-
voginum. Hann hefur alla tíð haft mik-
inn áhuga á íþróttum og frá 5 ára aldri
æfði hann fótbolta með Breiðabliki.
„Ég var samningsbundinn Breiðabliki
til ársins 2015 þegar ég fór yfir til
Leiknis í Reykjavík og spilaði með því
til ársins 2018 þegar ég fótbrotnaði illa
og þurfti að leggja skóna á hilluna.“
Elvar hefur spilað yfir 130 leiki í efstu
og næstefstu deild á Íslandi. „Ég próf-
aði margar íþróttir, t.d. tennis, en bróð-
ir minn, hann Arnar Sigurðsson, er ein-
mitt fimmtánfaldur Íslandsmeistari í
tennis. Það voru of stór spor að fylla
svo ég hélt mig við fótboltann þar sem
ég hef alltaf fundið mig best. Svo var ég á fullu í hestamennskunni þegar ég
var yngri og keppti til að mynda á landsmóti hestamanna árið 2006.“
Elvar Páll fór í Verzlunarskóla Íslands og þar kynntist hann Eyrúnu Rak-
el sem er í dag unnusta hans. „Við kynntumst á lokahófi Knattspyrnu-
sambands Íslands árið 2010 og ég var með Íslandsmeistaramedalíuna um
hálsinn sem gaf mér sjálfstraust til að þora að tala við hana.“ Eftir Verzló
fóru Elvar og Eyrún saman á fótboltastyrk til Bandaríkjanna í Auburn há-
skólann í Alabama. Í dag eiga þau tvö börn, Elís Arnar, sem fæddist árið
2018, og Emmu Hjördísi, sem fæddist í febrúar á þessu ári. Elvar lauk BS-
prófi í læknistengdri líffræði um jólin 2013 og kom heim í kjölfarið og fór að
vinna við rannsóknir. Elvar ákvað árið 2015 að fara í HÍ og útskrifaðist árið
2017 með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. „Líffræði
og viðskiptafræði er frábær blanda sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í
því sem ég er að gera í dag.“ Núna vinnur Elvar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu
Men&Mice þar sem hann er stafrænn markaðsstjóri. „Það er rosalega
skemmtilegt að vinna hjá Men&Mice og fyrirtækið er á mjög spennandi veg-
ferð.“
Fyrir utan boltann hefur Elvar mikinn áhuga á allri útivist, hestamennsku,
göngum, veiðum og hlaupum. „Ég er þjálfaður af besta hlaupaþjálfara lands-
ins, Arnari Péturssyni, og hef í raun aldrei verið betri.“
Elvar Páll Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Vertu óhrædd/ur við að kanna
hluti og draga síðan af þeim lærdóm
sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekk-
ert er eins vont og óvissan.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú færð stuðning við málstað þinn
úr óvæntri átt og má segja að hann
skipti sköpum fyrir þig. Látið smámuni
ekki skemma fyrir.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt erfitt með að einbeita
þér að því sem fyrir liggur. En mundu að
hver er sinnar gæfu smiður.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér finnst þú verða fyrir miklum
þrýstingi frá samstarfsmanni þínum.
Sýndu þolinmæði og umburðarlyndi
gagnvart þessu í dag, það er fyrir bestu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Nú getur þú ekki lengur vikist und-
an því að bretta upp ermarnar og ganga
á hólm við þær áskoranir sem bíða þín á
vinnustað þínum. Ekki láta hlutina vaxa
þér í augum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Veltu þér ekki upp úr því sem lið-
ið er enda geturðu hvort eð er engu
breytt héðan af. Reyndu að gera eitthvað
sem veitir þér ánægju í dag.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ættir að nota daginn til að heim-
sækja foreldra þína eða aðra sem þú
hefur tekið þér til fyrirmyndar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú færð óvæntar gleðifréttir
svo full ástæða er til að gera sér glaðan
dag. Stutt ferðalag yrði þér til góðs.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það væri ekki úr vegi að
verja deginum í að fara í gegnum málin
og finna út, hvað þú vilt og hvert skal
stefna.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert eins og milli steins og
sleggju í ákveðnu máli. Hleyptu öðrum
ekki að fyrr en þú veist að þeir séu
traustsins verðir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þegar þú veist hvað þú átt að
gera, er ekki um annað að velja en að
gera það. En gefðu þér góðan tíma því
mikið ríður á að framsetning þín sé ljós.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þig langar til að eyða peningum í
fallega hluti í dag. Allt á sinn tíma og nú
er aðalmálið að halda fast utan um
budduna.
ari með Anderlecht og markakóng-
ur belgísku deildarinnar og valinn
besti maður deildarinnar og svo var
hann valinn Íþróttamaður ársins
1987 á Íslandi. Þegar Arnór var
sendur til franska liðsins Bordeaux
á kaupleigusamningi voru belgískir
aðdáendur óhressir og bréfum
rigndi inn til Anderlecht þar sem
þeir kröfðust þess að fá aftur „hvítu
járnbrautalestina úr norðri“ í liðið.
Ekki varð þó úr því og eftir stutt
stopp hjá Häcken í Svíþjóð fór hann
yfir til Örebro og var þar í fjögur ár,
en þá kom hann til Íslands 1998 og
spilaði með Val og síðar Stjörnunni.
Arnór er leikjahæstur allra ís-
lenskra knattspyrnumanna frá upp-
hafi hvað deildaleiki með félags-
A
rnór Guðjohnsen fædd-
ist á Húsavík 30. júlí
1961 og ólst þar upp til
9 ára aldurs. „Pabbi
var í fótbolta í Völsungi
og ég fór alltaf með honum á æfingu
á kvöldin. Svo vorum við guttarnir
bara að leika okkur í fótbolta allan
daginn.“ Í bænum byrjaði Arnór að
spila með Víkingi og það kom strax í
ljós að þar færi strákur sem myndi
ná langt. Arnór var langyngsti
knattspyrnumaður landsins til að
fara í atvinnumennsku á þeim tíma,
en hann skrifaði undir samning við
belgíska liðið Lokeren daginn fyrir
17. ára afmælið. „Þetta ár, 1978,
urðu mikil kaflaskil í mínu lífi. Fót-
boltinn hafði alltaf verið númer eitt
hjá mér og ég spilaði með unglinga-
landsliðinu í Póllandi snemma vors,
byrjaði svo með meistaraflokki Vík-
ings, var valinn í U21 liðið og spilaði
með því einn leik á móti Norð-
mönnum. Svo skrifaði ég undir
samninginn og var valinn í lands-
liðshópinn þetta sama ár og var svo
farinn út í byrjun september.“
Ekki nóg með það, heldur átti
Arnór von á sínu fyrsta barni, en
hann varð að fara út áður en son-
urinn fæddist. Þegar hann lenti í
Brussel tók framkvæmdastjóri
Lokeren á móti honum og lét hann
fá skeyti. Í því stóð: „Sonur fæddur.
Allt gekk vel. Kær kveðja, mamma.“
Næstu árin var Arnór hjá Loke-
ren og Eiður Smári, fór alltaf með
pabba sínum á leikina og það sást
snemma að hann myndi feta í fót-
spor föður síns. Margir höfðu auga-
stað á fótboltamanninum ljóshærða
og eftir fimm ár hjá Lokeren fór
Arnór yfir til Anderlecht, þar sem
hann var næstu sjö árin. „Ég var
búinn að vera meiddur lengi fyrstu
árin eftir að ég fór til Anderlecht og
það tók meira og minna 2-3 ár að fá
mig heilan. En það voru líka sætir
sigrar þegar ég loksins kom til baka
úr meiðslunum og árið 1986-7 er lík-
lega hápunktur ferils míns og ég er
bara ofsalega þakklátur fyrir að
hafa fengið að starfa við það sem ég
elskaði að gera.“
Það er ekki orðum aukið að árið
1986-7 var rosalegt hjá okkar
manni. Arnór varð belgískur meist-
með hann.“ Í landsleik Íslands gegn
Eistlandi í Tallinn 1996 léku feðg-
arnir báðir með landsliðinu, en Eið-
ur Smári leysti föður sinn af á vell-
inum, sem er líklega í fyrsta skipti í
sögunni sem feðgar spila í sama
landsleik. Hugmyndin var að láta þá
spila báða saman í landsleik á
heimavelli mánuði síðar, en í milli-
tíðinni fótbrotnaði Eiður Smári með
unglingalandsliðinu svo ekkert varð
úr því.
Eins og allir vita er mikið fót-
boltaveldi í fjölskyldunni og eru allir
synir Arnórs og núna afadrengirinir
að gera góða hluti í boltanum. „Þeir
alast upp í þessum fótboltaáhuga
eins og ég gerði á sínum tíma með
pabba og núna eru afastrákarnir
Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður – 60 ára
Anderlecht Arnór varð belgískur meistari, marka-
kóngur og valinn besti maður deildarinnar 1986-7.
Hvíta járnbrautalestin úr norðri
FeðgarArnór,
Eiður Smári,
Kjartan Borg
og Arnór
Borg.
Ungur
pabbi
Arnór með
Eið Smára.
liðum varðar og lék líka í 18 ár með
íslenska landsliðinu og var í hópi
leikja- og markahæstu manna þess.
Svo er ógleymanlegt þegar hann
skoraði fjögur mörk í landsleiknum
gegn Tyrkjum á Laugardalsvell-
inum árið 1991. Síðan spannar at-
vinnuferill hans 20 ár og ekki marg-
ir sem leika það eftir. „Ég hafði
bara svo hrikalega gaman af því að
spila og reyndi bara að teygja það
eins og ég gat og meðan ég gat gert
eitthvert gagn á vellinum vildi ég
vera með.“
Á sínum tíma sagði Arnór í viðtali
í belgíska sjónvarpinu að hann
myndi vilja spila landsleik með Eiði
Smára. „Þetta var draumur hjá
mér, því ég sá alveg hvert stefndi
Til hamingju með daginn