Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
»Kvartett Maríu
Magnúsdóttur söng-
konu kom fram á tón-
leikum Jazzklúbbsins
Múlans í Hörpu á mið-
vikudagskvöldið var.
Með henni léku Hjörtur
Ingvi Jóhannsson á pí-
anó, Sigmar Þór Matt-
híasson á bassa og
Svanhildur Lóa Berg-
sveinsdóttir á trommur.
Á dagskrá kvartettsins
voru ýmsar djassperlur
í útsetningu Maríu og
sveitar hennar. Meðal
gesta í salnum voru
margir ferðamenn sem
nutu sveiflunnar.
Kvartett Maríu Magnúsdóttur kom fram í Múlanum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í sveiflu Kvartettinn, þau Hjörtur Ingvi, Sigmar Þór, Svanhildur Lóa og María, á sviðinu í Hörpu.
Glaðbeittar Karen Sanders og Bridget Sanders voru meðal gesta.
Skúli Malmquist hefur verið ráðinn nýr framkvæmda-
stjóri Íslenska dansflokksins og hefur störf 1. september
næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Hlyni Páli Páls-
syni sem hefur verið ráðinn í listrænt stjórnendateymi
Borgarleikhússins.
Skúli nam alþjóðaviðskipti og stjórnun í London Euro-
pean Business School og hefur lokið MBA-prófi frá Há-
skólanum í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Zik
Zak Kvikmynda, var framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá
árinu 1999 til 2018 og hefur þróað og framleitt yfir 20
kvikmyndir á þeim tíma.
„Við hlökkum virkilega til að fá Skúla til liðs við Íslenska dansflokkinn og
erum viss um að hans víðtæka reynsla við leikhús, kvikmyndir og aðrar list-
greinar, innanlands, jafnt sem utan, muni nýtast mjög vel hjá flokknum,“ er í
tilkynningu haft eftir Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Í.d.
Skúli framkvæmdastjóri Dansflokksins
Skúli Malmquist
Í tengslum við Ólympíuleika eru
ætíð settar upp alls kyns sýningar
og myndlistarverk, sem kallast með
margvíslegum hætti á við íþrótta-
iðkan og menningu borganna þar
sem leikarnir fara fram. Svo er einn-
ig í Tókýó í Japan þessa dagana en
einungis heimamenn fá þó notið
uppákomanna þar gestir fá ekki að
fylgjast með keppnisviðburðum.
Meðal listviðburða í Tókýó nú er
Tokyo Tokyo FESTIVAL Special
13, með allrahanda myndlistar-
verkum og uppákomum sem kallast
á einn eða annan hátt á við leikana.
Þrettán listamönnum og listhópum
var boðið að skapa verk. Þar á meðal
er hinn breski Jason Bruges, sem
skapaði verk úr vélmennum sem lát-
laust draga ný form í möl í garði og
kallast á við fornar garðyrkjuhefðir
Japana. Argentínski leikstjórinn
Marco Canale setti upp leikverk, á
sýningunni What if Tokyo má sjá
teikningar eftir marga þekktustu
manga-teiknara Japana í dag og þá
eru alls kyns gjörningar í jarð-
lestakerfi borgarinnar.
AFP
Óstöðvandi Í Tókýó smellir maður mynd af verki Jasons Bruges, „Óstöðv-
andi garðyrkjumenn“, vélmennum sem í sífellu móta myndir í möl.
Myndlist og
gjörningar í Tókýó