Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 32
Kaldalónstónleikar verða í Dalbæ á Snæfjallaströnd á morgun, laugardag, kl. 15. Snjáfjallasetur stendur að tónleikunum í samstarfi við Minningarsjóð Sigvalda Kaldalóns til að minnast 75 ára afmælis útgáfu á verk- um tónskáldsins. Hallveig Rúnarsdóttir sópran flytur margar helstu perlur Kaldalóns og leikur Hrönn Þráins- dóttir á píanó. Einnig kemur dúettinn Dúllurnar fram. Á sunnudag kl. 15 verður síðan dagskrá í Dalbæ til að fagna útgáfu bókar sem gefin er út í aldarminningu Jóns Hallfreðs Ingvarssonar frá Lyngholti. Sigvalda Kaldalóns minnst á tónleikum og útgáfuhófi í Dalbæ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Gullverðlaunin skipta mig miklu máli vegna þess að um tíma langaði mig mest til að gefast upp og fannst ólíklegt að ég kæmist á leikana vegna meiðsla. Ýmsar tilfinningar bærast í manni en ég er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa haldið mínu striki,“ sagði Sunisa Lee á blaðamannafundi í Tókýó eftir að hafa nælt í gull- verðlaun í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíu- leikanna. Fyrir fram var talið öruggt að Simone Biles myndi vinna greinina en hún hætti við þátttöku. Landa hennar tók við keflinu og sigraði. »27 Dóttir innflytjenda frá Laos tryggði Bandaríkjunum gull í fjölþraut ÍÞRÓTTIR MENNING honum. „Svo ætla ég að bæta við ein- um slide- og munnhörpuleikara,“ segir Helgi og á þá við Þorleif Gauk Davíðsson, sem kallaður er Gaukur og hefur undanfarið gert garðinn frægan innan tónlistarheimsins með munnhörpu- og slide-gítarleik. Alveg eins og Eurovision Þá segir Helgi að líkja megi stemningunni við Eurovisionpartí. „Þú ert kannski með grillpartí heima og familían eða vinirnir koma. Síðan ferðu bara að grilla. Svo byrjar út- sendingin og þú getur farið inn í eld- hús að skála. Þá kemur kannski lag- ið þitt og þá er allt sett í botn! Allir í stuði bara.“ – Í rauninni bara ný tegund tón- leikahalds sem er komið til að vera? „Já, algjörlega. Það er líka svo gaman að geta boðið upp á þennan valmöguleika,“ segir Helgi og bætir við að það sé einfalt að fá miða. „Þetta er mjög einfalt; ferð bara inn á þessar veitur og smellir á skilt- ið okkar. Ert leiddur inn, færð bara reikninginn seinna og þarft ekkert að gera meir. Eins einfalt og hægt er.“ Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Helgi Björnsson, tónlistarmaður, leikari og þjóðargersemi, mun annað kvöld trylla lýðinn í beinni útsend- ingu frá Hótel Borg. „Þetta eru bara tónleikar í beinni,“ sagði Helgi þegar Morgun- blaðið náði tali af honum. „Ekki ólíkt því sem við höfum verið að gera með Heima með Helga og Það er komin Helgi.“ Þættirnir Heima með Helga féllu vægast sagt í kramið hjá þjóðinni á síðasta ári meðan skemmtanalíf lá alfarið niðri og hlaut Helgi til að mynda fálkaorðu fyrir það framtak. Þessir tónleikar voru aftur á móti skipulagðir í maí með það í huga að lýðurinn væri allur bólusettur. Sú staða sem nú er komin upp vegna sóttvarnamála er því tilviljun. „Hugmyndin var, þegar við ákváðum þetta í vor, að bjóða upp á valkost fyrir þá sem vilja vera heima, uppi í sumarbústað eða hér og þar, þá sem vilja ekki endilega fara á neitt flandur,“ segir Helgi. „Við vildum bjóða upp á þann val- kost að geta bara stillt inn á sjón- varpið og fengið tónleika í beinni eins og maður þekkir og hefur nú séð áður. Það verða engir áhorf- endur. Við verðum bara með beina útsendingu frá Borginni.“ Sama stemning og áður – Bara sama stemning og í Heima með Helga? „Já algjörlega. Eins og áður þá verðum við með fullt af skemmtilegum gestum og óvæntum uppákomum og svo framvegis,“ seg- ir Helgi án þess að vilja spilla of mik- ið fyrir þættinum sjálfum. Spurður hvort tónleikarnir verði meira grand, nú þegar þau eru kom- in með hinn glæsilega art deco- stíliseraða Pálmasal undir tón- leikana, svarar hann játandi. „Meira grand? Ekki spurning. Við verðum með marga gesti og notum Borgina sem stúdíó. Erum þarna við Austurvöll.“ Þá verða Reiðmenn vindanna með Helgi verslunar- manna heima í stofu - Eins og Eurovision - Stuð og stemning - Góðir gestir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveifla Helgi Björns fyrir utan Hótel Borg, en þaðan verður hann með streymistónleika á laugardagskvöld ásamt Reiðmönnum vindanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.