Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við erum að upplifa mikinn bata í Þverá/Kjarrá, þessi síðasta vika júlí var besta vika sumarsins,“ segir Ing- ólfur Ásgeirsson hjá Störum sem fer með veiðiréttinn. Á miðvikudaginn var höfðu 736 laxar veiðst á svæðinu og eins og veiðitölurnar í töflunni að neðan sýna þá er veiðin betri en á sama tíma síðustu sumur. Um er að ræða sömu ána, Þverá er neðri hlut- inn, niðri í byggð, en Kjarrá nefnist hún ofar. „Þverá hefur verið mjög góð allan júlímánuð og hollin hafa verið með frá 45 upp í 70 laxa,“ segir Ingólfur. „Að jafnaði hafa veiðst þar 15-20 laxar á dag sem er mjög fínt, þetta er fal- legur og feitur smálax. Einhverra hluta vegna hefur laxinn skilað sér hægt upp í Kjarrá en hann kom líka seinna í ána en venjulega. Það er sam- dóma álit manna að laxinn sé að koma viku til tíu dögum seinna en við höfum átt að venjast.“ Ingólfur segir að fyrir fáeinum dögum hafi menn við Þverá séð að heilmikið af laxi hafði komið sér fyrir í hyljum á efsta svæðinu. „Svo hafa þeir fært sig upp eftir, því í fyrradag veiddust 19 laxar í Kjarrá og daginn þar á undan 16. Veiðin var treg þar framan af sumri en er nú allt í einu fantafín. Við vonum því að svæðin eigi góðan endasprett.“ Spennandi tímar í Soginu Eftir afar dræma byrjun í lax- veiðiám landsins hafa göngur tekið við sér í kringum tvö síðustu stór- streymi. Eru menn því farnir að spá mögulegri meðalveiði í ám landsins með náttúrulegum laxastofnum. Sjá má að betri gangur er í flestum ám á Vesturlandi en síðustu sumur en spurning er hvort kröftugri göngur eigi eftir að mæta í þær fyrir norðan. Eitt þeirra veiðisvæða sem er í sýni- legri sókn er Sogið en Starir hafa nú leigt öll veiðisvæði vesturbakkans. „Á öllum svæðum Sogsins er veiðin samanlagt um 160 laxar en ég veit af níu veiddum í gær. Þar er sama sagan hvað varðar að laxinn gengur seint,“ segir Ingólfur. „Ég held við munum sjá mjög spennandi tíma í Soginu á næstu vikum. Það þökkum við fyrstu aðgerðum við netaupptökur í Ölfusá í sumar. Allir sem þekkja til svæðisins eru sammála um að þar hafi strax orðið breytingar. Alviðran gaf til dæmis aðeins 16 laxa í fyrrasumar en nú þegar hafa 20 veiðst og ágúst og september eftir. Það segir sína sögu.“ Samið var um að fimm netalagnir í Ölfusá færu upp í ár, sem er hátt í 40 prósent af netunum. Af öðrum svæðum Stara segir Ing- ólfur að síðustu daga hafi veiðst mjög vel í Víðidalsá, 20 til 25 laxar á dag, sem sé „mjög ánægjulegt og með því besta síðustu ár.“ Veiðin í Blöndu hefur verið mjög hæg í sumar. Erik Koberling staðar- haldari segir yfir 600 laxa komna gegnum teljarann og séu efri svæðin loksins að detta inn. „Það er bara veitt á átta stangir og síðustu daga hafa veiðst 10 til 20 laxar á dag.“ Einstök glíma í Kvíslinni „Ég hef í 45 mínútur glímt við fisk lífs míns! Geturðu nokkuð komið og aðstoðað mig?“ sagði félagi minn, Birgir Snæbjörn Birgisson, and- stuttur í símann. Um klukkustund fyrr höfðum við komið saman á silungasvæðið í Húseyjarkvísl í Skagafirði og höfðum ætlað að ljúka góðri veiðiferð á laxa- og silunga- svæði árinnar með því að kasta í tvo tíma. Birgir gekk niður að gömlu brúnni yfir ána að leita að fiskum og ætlaði svo að nýju brúnni á hringveg- inum og kasta þar í strenginn. Sést hafði þar til laxa á göngu. Ég hafði hins vegar gengið von- góður upp með ánni, þar sem ég hafði nokkrum árum áður sett í þrjá laxa í beit á ómerktum stað. Að þessu sinni tók enginn á þeim bletti en í streng nokkrum metrum neðar greip nýrunninn smálax hins vegar fluguna og ég hafði nýlokið við að landa honum og sleppa aftur þegar Birgir hringdi. Því silungur var það Við símtalið hætti ég vitaskuld strax sjálfur að veiða og hljóp upp að bíl. Ók niður að nýju brúnni og greip laxaháf úr skottinu. Við brúna sást ekki til Birgis en ég hljóp niður með á og eftir um 300 metra kom veiði- maðurinn í ljós í kafgrasi á bakk- anum, með veiðistöngina í keng. Þungur fiskurinn hafði smám saman leitað niður ána og Birgir varð að fara varlega því taumurinn var gef- inn upp fyrir 13 pund – þessi skepna var sýnilega langtum þyngri en það. Bakkinn var hár þar sem við vor- um og aðstaða til löndunar erfið – ekkert mátti út af bregða með svo grönnum taumi. Ég vissi að einum 50 metrum neðar væri svolítil malareyri og hvatti ég Birgi til að teyma fiskinn þangað og reyna svo að stranda hon- um. Það gekk eftir og við tók um korters tog til. Við sáum að þetta var ekki metralangur lax heldur styttri fiskur, en togþunginn í vatninu var hreint makalaus. Með yfirvegun og þolinmæði tókst Birgi að lokum að beina haus fisksins upp að bakk- anum þar sem ég sporðtók tröllvax- inn og kviðsíðan silunginn. Því sil- ungur var það. Sjóbirtingur, 86 cm langur en ummálið 49 cm. Spikfeitur aftur á sporð. Svo sannarlega fiskur lífs Birgis sem glímdi við hann í 90 mínútur, frá því að hann tók Collie Dog-túpu hans í strengnum við brúna á hringveginum. Auk þess að vera góð laxveiðiá þá er Húseyjarkv- ísl ein besta sjóbirtingsáin. Þeir sem sjá myndir af þessum draumafiski Birgis spyrja um þyngdina. Vogin sem veiðimaðurinn var með var fyrir hefðbundnari sil- ung og dugði ekki til að vigta þetta ferlíki í háfnum. Ég hef lyft nokkrum 100 cm löxum og þessi minnti mig á eina svo langa hrygnu sem var 22 pund. Þá hef ég landað 92 cm sjóbirt- ingi sem var einnig í þessari þyngd – fiskur Birgis var að lágmarki 20, lík- lega nær 22. En því verður aldrei svarað því fiskurinn synti kröft- uglega aftur út í ána eftir myndatöku og kjass frá uppgefnum en sælum veiðimanni. Glímdi við fisk lífs síns - Laxveiðin öll að koma til en göngur hafa verið óvenju seinar - Mikill bati í Þverá/Kjarrá frá síð- ustu árum - 45 til 70 laxa holl í Þverá undanfarnar vikur - Glæsilegur sjóbirtingur í Húseyjarkvísl Morgunblaðið/Einar Falur Silungur! Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur loks hendur á hinum gríðarmikla sjóbirtingi sem hann togaðist á við í einar 90 mínútur í Húseyjarkvísl í vikunni. Fiskurinn var 86 cm langur og 49 cm að ummáli. Aflahæstu árnar Staðan 28. júlí 2021 Heimild: www.angling.is *Tölur liggja ekki fyrir 0 250 500 750 1.000 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 29. júlí 2020 31. júlí 2019 Norðurá 15 911 645 225 Eystri-Rangá 18 864 3.308 1.349 Urriðafoss í Þjórsá 4 787 793 680 Þverá / Kjarrá 14 736 538 421 Ytri-Rangá&Hólsá,vesturbakki 20 715 1.140 628 Miðfjarðará 10 634 729 647 Haffjarðará 6 483 566 302 Laxá í Kjós 6 412 389 83 Langá 12 409 425 198 Laxá í Leirársveit 7 408 232 * Selá í Vopnafirði 6 330 482 606 Elliðaárnar 6 318 287 303 Laxá á Ásum 4 315 316 275 Blanda 8 284 334 408 Grímsá & Tunguá 8 284 209 210 „Fimmtudagskvöldin eru frátekin fyrir skemmtilegar ferðir,“ segir Sigurþór Hallbjörnsson, best þekktur sem Spessi ljósmyndari. Hann er einn liðsmanna í Harley- Davidson Club of Iceland sem í fyrrakvöld tóku rúnt úr borginni suður í Krýsuvík, að suðurströnd- inni og svo áfram í bæinn um Grindavík. Veður var frábært og umhverfið stórbrotið, þar sem klettar spegluðst í Kleifarvatni. Um 40 manns eru í mótor- hjólaklúbbnum. Starfið er öflugt og hjólin frábær, að sögn Spessa, sem er lengst til hægri á þessari mynd á sínu sérsmíðaða Harley-Davidson- mótorhjóli sem er 1.800 cc að vélar- stærð. sbs@mbl.is Af krafti við Kleif- arvatnið Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.