Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Rúna er farin, með brosið sitt blíða og blikið í augunum. Hún var kær frænka og mik- ill húmoristi sem bar með sér að vera frá ætt- aróðalinu Holti í Þistilfirði þótt hún væri sannarlega Reykvík- ingur og heimskona. Móðir hennar og amma mín voru syst- ur. Við frænkur áttum skemmti- legt samband síðustu ár í gegn- um Busku, íslenska hundinn hennar, sem er einstakur; fal- legur og góður eins og eigand- inn. Ég fékk að passa hana nokkrum sinnum og ávallt var launað með heimsókn og höfð- inglegum gjöfum sem Rúna valdi af rómaðri smekkvísi. Silfur- hring á ég sem Rúna smíðaði og færði mér fyrir pössun eitt sinn og hann ber ég með stolti og gleði. Brynjar minn vann farsæl- lega með Rúnu að grafískri út- færslu á Njáluverkefni og alltaf var fagmennska og fegurð í fyr- irrúmi í öllum hennar verkefn- um. Þá var hún pabba mínum ómetanleg stoð og stytta í hönn- un og umbroti Þorna og þistla, kvæðakvers hans sem út kom þegar hann var sjötugur árið 2010. Rúna var orðvör og fátöluð um sjálfa sig en vildi alltaf allt fyrir alla gera. Synir hennar eru elskaðir og dáðir enda bæði fal- legir og góðir eins og móðirin. Það var gaman að eiga þátt í leynimakki þeirra bræðra þegar Rúna varð sextug fyrir tveimur árum. Þá fór hún til Palla í Seattle en vissi ekki að Nonni kom Busku í orlof til mín svo hann gæti farið líka og komið mömmu sinni á óvart. Það tókst svo sannarlega og gleðin var við völd! Mikill er missir þeirra og fjölskyldunnar allrar. Engin orð geta lýst þeim harmi, engin orð geta huggað núna. En við sem þekktum Rúnu minnumst henn- ar með kærleika og djúpu þakk- læti og við það eitt að hugsa um hana verður heimurinn betri um stund. Steinunn Inga Óttarsdóttir. Árin sem við áttum daglega saman að sælda, Rúna og ég, eru hulin mósku fjarlægðar, en svo kvikna augnablikin, sem ná allt aftur til þess er við lékum okkur í garðinum við steininn sem kall- aður var hesturinn, þar sem hægt var að finna fjögurra laufa smára. Siggi, bróðir hennar, var náttúrlega með líka, við vorum Guðrún Þórisdóttir ✝ Guðrún Þór- isdóttir fæddist 10. júlí 1959. Hún lést 13. júlí 2021. Útför Rúnu fór fram 22. júlí 2021. með „drossíuna“, sem var lítið tré- bretti með fjórum hjólum. Þá vorum við lítil, kannski á fjórða ári, en síðan breyttust garðarnir í margvíslega heima, neðansjávar eða út í geim, hvert sem hugurinn bar okkur. Við sungum „sí lovs jú je je je“ á tréstiganum og nokkrum árum síðar var barist sumarlangt, stúdentar gegn lögreglu. Svo leið að stofnun fræðafélagsins; settar voru upp skólastofur í görðum og jafnaldrar jafnt sem kímileitir fullorðnir fengu upp- fræðslu í náttúrufræðum og öðr- um raunvísindum, að hætti ungra beturvita. Rúna var þó oft inni þegar við hin vorum úti í „hasar“. Það var kannski eitt af því sem einkenndi hana, nostur og alúð; hún vann vel, var metn- aðargjörn í góðri merkingu orðs- ins, fékk háar einkunnir, list- feng, handverk og teikning lá fyrir henni, sem leiddi hana á braut auglýsingateikningar og hönnunar. Áhuginn, sem hún sýndi smíðaborði móður minnar, varð til þess að mamma bauð henni tilsögn, sem varð að ein- hverjum skiptum. Á þetta minnt- ist Rúna löngu síðar, þegar hún fór einnig að vinna í silfur. Rúna var fagurkeri. Þegar ég heim- sótti hana sárþjáða við sjúkra- beðinn sá ég að hún hvessti sjón- ir í gegnum lyfjaþokuna og tók inn símunstrið á mussunni minni, ættað frá Masaí-þjóðinni í Afríku. Mér hlýnaði um hjartað og hugsaði um hvað hugurinn er sterkur, skapandi og listrænn. Svona geta mennirnir verið, og svona var hún Rúna mín, leik- systir mín. Ásdís Thoroddsen. Heimur barna einskorðast gjarnan við þeirra næsta ná- grenni. En þegar ég fór í tíu ára bekk í Laugarnesskóla urðu straumhvörf og veröldin stækk- aði alla leið upp á Vesturbrún. Aðdráttaraflið voru nýju vinirnir í bekknum, tvíburarnir Rúna og Siggi Þórisbörn, Auður Möller og Ásdís Thoroddsen. Vinir fyrir lífstíð, þráðurinn á milli okkar spunninn úr tærleika og hispurs- leysi æskuvináttunnar. Tíminn leið áfram í endalausu spjalli á leiðinni úr og í skólann, nýjum uppgötvunum og sniðugum uppátækjum; við stödd á þeim tíma þegar taktur lífsgöngunnar er sleginn. Rúna var alin upp í skapandi umhverfi þar sem handverk var í hávegum haft, dóttir kennar- anna okkar í Laugarnesskóla, Herborgar Kristjánsdóttur handavinnukennara, og Þóris Sigurðssonar teiknikennara. Fallega heimilið þeirra á Vest- urbrún 6 stóð alltaf opið og eldri systur þeirra Sigga furðanlega umburðarlyndar við okkur krakkana. Rúna ávaxtaði listavel þá hæfileika sem hún fékk í vöggugjöf, augljóst að hún myndi velja sér skapandi vett- vang í lífinu, hugmyndarík, upp- finningasöm og vandvirk. Allt lék í höndum hennar. Rúnu fylgdi alltaf léttleiki og gleði, enda var hún með ríka kímnigáfu og auga fyrir því skemmtilega í tilverunni. Fáguð og tilgerðarlaus, hlý og bar raunverulega umhyggju fyrir öðru fólki. Það fékk ég oft að reyna. Hún sagði skemmtilega frá, en hafði meiri áhuga á að hlusta á aðra en að segja frá sjálfri sér. Meiri áhuga á að gefa en þiggja. Líf Rúnu hverfðist í kringum synina tvo, Nonna og Palla, sem veittu henni svo mikla ást og gleði. Þeir umföðmuðu mömmu sína – rétt eins og hún þá. Þeir hafa erft hennar miklu mann- kosti. Hugur minn er hjá þeim tveimur og systkinum hennar – þegar klippt er svo harkalega á lífsþráð einstakrar vinkonu. Guðrún Nordal. Manni verður eiginlega orða vant við að reyna að meðtaka þá ósanngjörnu og illskiljanlegu staðreynd að hún Rúna skuli vera fallin frá, langt fyrir aldur fram. Það er svo andstætt öllu sem eðlilegt getur talist. Ég minnist Rúnu með mikilli eft- irsjá og hlýju. Við kynntumst ár- ið 1979 þegar við hófum saman nám við Myndlista- og handíða- skóla Íslands. Að loknu undir- búningsári fórum við bæði í aug- lýsingadeild, þar sem við lærðum grafíska hönnun, en það ágæta heiti hafði ekki fest sig í sessi á þessum árum. Hópurinn sem hóf nám í auglýsingadeild- inni árið 1980 var óvenju stór miðað við það sem verið hafði ár- in á undan. Þetta var samheldinn hópur skemmtilegra og ólíkra einstaklinga sem gekk undir nafninu Hin fjórtán fræknu. Rúna sýndi strax frá byrjun að hún bjó yfir miklum hæfileikum á sínu sviði. Henni var listrænt auga í blóð borið. Næmi hennar fyrir litum og formi var óvenju- legt og sérstakt. Hlátur hennar var bráðsmitandi og alltaf gott og gaman að vera þar sem hún var nærri. Hún fór ekki um með miklum látum, heldur einkenndi látleysi, mýkt og húmor fas hennar, öðru fremur. Ekki man ég nákvæmlega hvað varð til þess að til varð fjögurra manna grúppa innan nemendahópsins sem kallaði sig MORR-hópinn. Heiti hans voru upphafsstafir okkur fjögurra sem í honum voru; Magnúsar, Oddnýjar, Ragnars og Rúnu. Við brölluðum margt skemmtilegt saman í þessum hópi og héldum skemmtileg partí á ýmsum stöð- um. Eitt af því sem við tókum að okkur var gerð sjónvarpsauglýs- ingar fyrir tískuvöruverslun. Það var mikið ævintýri og sýndi Rúna í þeirri vinnu að hún hefði getað orðið góður leikstjóri eða listrænn stjórnandi. Hún var bú- in að sjá þetta allt fyrir og var ekki lengi að hóa saman góðum hópi fólks til að taka þátt í þessu með okkur. Það eru þakkarverð forréttindi og lán að hafa fengið að kynnast manneskju eins og Rúnu og missirinn mikill. Ég votta fjölskyldu hennar og öllum aðstandendum mína innilegustu samúð. Magnús Valur Pálsson. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. GUNNAR JÓNAS JÓNSSON lést sunnudaginn 30. maí á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vandamenn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRGVIN SIGURÐUR SVEINSSON, Brekkubæ, Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðudaginn 3. ágúst klukkan 13. Vigfús Jón Björgvinsson Kristín Ósk Kristinsdóttir Eðvarð Björgvinsson Ásta Lunddal Friðriksdóttir Guðný Björgvinsdóttir Ingibjörg E. Björgvinsdóttir Björgvin Hólm Björgvinsson Ágústa Hauksdóttir Ásbjörg Björgvinsdóttir Jón Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA AÐALBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést mánudaginn 26. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir, en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Jón Ingvar Pálsson Þórdís Þorvaldsdóttir Þorkell Jóhann Pálsson Stefán Kristján Pálsson María Guðbjörg Hensley Páll Pálsson Margrét Jónína Kristjánsdóttir Haraldur Pálsson Jóhanna Sólrún Norðfjörð Birgir Pálsson Sigrún Birna Óladóttir Margrét Pálsdóttir Bjarni Bjarnason ömmu- og langömmubörn Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR GUÐJÓNSSON frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, til heimils á Nestúni 7, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 28. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sólveig Stolzenwald Elín Hjartardóttir Stolz Ragnhildur Erla Hjartardóttir Viðar Rúnar Guðnason Svanur Sævar Lárusson Írena Sólveig Sverrisd. Stolz Margrét Rós Svansdóttir Rebekka Rut Sverrisd. Stolz Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN MÁR INGÓLFSSON kennari, lést aðfaranótt fimmtudagsins 29. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Maríanna Elísa Franzdóttir Helga María Stefánsdóttir Edda Stefanía Levy Stefán Már Levy Helguson Ástvaldur Þór Levy Helguson Elsku eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GÍSLI JAKOB ALFREÐSSON, leikari og fyrrv. þjóðleikhússtjóri, lést miðvikudaginn 28. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana verður nánari útfærsla á útförinni auglýst síðar. Guðný Árdal Alfreð Gíslason Eva Gunnarsdóttir Anna Vigdís Gísladóttir Elfa Gísladóttir Thomas J. Richardson Helga Elísabet Þórðardóttir Páll Kr. Pálsson Úlfar Ingi Þórðarson Einar Sveinn Þórðarson Ragnhildur Fjeldsted Þórður Jón Þórðarson Sawai Wongphoothorn Anna Jóhanna Alfreðsdóttir Finnur Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GERÐUR ÞÓRKATLA JÓNASDÓTTIR, áður Auðkúlu við Hellu, lést fimmtudaginn 22. júlí á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum. Útförin fer fram frá Oddakirkju föstudaginn 6. ágúst klukkan 14. Sævar Jónsson Þorgils Torfi Jónsson Þórhalla Sigmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURÐAR ÁSGEIRSSONAR, Kópavogstúni 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar. Svanlaug María Ólafsdóttir Ólafur Sigurðsson Sigrún Þorsteinsdóttir Jónína Sigurðardóttir Jón Ágúst Benediktsson Sigurður Sigurðsson Ásta Guðmunda Hjálmtýsd. Kolbrún G. Sigurðardóttir Sigmar Torfi Ásgrímsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.