Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A ugu heimsins beinast nú að Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan þar sem þúsundir íþróttamanna frá 206 þjóðum mættu til leiks. Yf- irbragð leikanna er þó talsvert ann- að nú en venjulega vegna sóttvarna, grímuskyldu og annarra sóttvarna. „Samt er þó margt svipað og áður, svo sem andinn í Ólympíu- þorpinu; blönduð menning, skreyt- ingar á byggingum og sjálf íþrótta- keppnin. Því er sorglegt að sjá áhorfendastúkurnar í glæsilegum íþróttamannvirkjum hér standa auðar. Ég hef farið á Ólympíuleika frá 2004, en þessir eru sérstakir vegna þeirra reglna og takmarkana sem gilda nú,“ segir Andri Stef- ánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins í Tókýó. Óháð styrjöldum Skilaboð Ólympíuleika gagn- vart heiminum eru margvísleg. Kjörorð Ólympíuhreyfingarinnar hafa verið hraðar – hærra – sterkar – og nú er búið að bæta við orðinu saman. Upp á latínu eru þessi kjör- orð Citius, Altius, Fortius – Comm- uniter. „Með orðinu saman sem viðbót er fest í sessi að við getum náð framförum, það er farið hraðar, hærra eða orðið sterkari, með sam- vinnu. Slíkt bindur aðra þætti sam- an og gerir það ómögulega gerlegt,“ segir Andri. „Boðskapur Ólympíu- leikanna er líka sá að hér eru allir saman, óháð þeim styrjöldum sem háðar eru víða um heim. Friðar- boðskapur er líka nátengdur leik- unum, því til forna gilti að meðan á Ólypíuleikum í Grikklandi stóð skyldi friður ríkja meðal þjóða. Ól- ympíuleikarnir eiga áfram rétt á sér og með aukinni tækni og þróun í fjölmiðlum tel ég að fleiri muni fylgjast með þeim í framtíðinni, þó slíkt verði á annan hátt en verið hef- ur.“ Þjóðir starfa saman Íslendingarnir á Ólympíu- leikunum hafa aðsetur í byggingu þar sem Danir, Norðmenn, Suður- Afríkumenn, Indverjar, Venesúela- menn og hluti Íra eru einnig búsett- ir. Fararstjórar Norðurlandanna leita til hver annars um ráð og að- stoð sé þess þörf, en þó er reynt að halda samgangi og blöndun í lág- marki. „Ólympíuþorpið er einstakt samfélag. Hér er allt til alls og hugsað vel um þarfir þátttakenda. Hér er gisti- og mataraðstaða, en einnig þvottahús, hárgreiðslustofa, snyrtistofa, verslun með nauðsynja- vöru, fatahreinsun, skósmiður, banki, pósthús, flutningamiðlun, blómabúð og svo mætti áfram telja,“ segir Andri og heldur áfram: „Í Ólympíuþorpinu vinna minni þjóðir oft með þeim stærri og sækja þannig þjónustu og reynslu til sinna nágranna. Ísland hefur aðgengi að þjálfara í skotfimi sem er að vinna fyrir Eista og að öðrum sem er á vegum Finna. Þjálfari Antons Sveins McKee sundmanns sinnir einnig keppendum Singapúr og fleiri þjóða. Fjölbreytni er einnig áberandi þegar horft er til þeirra íþróttagreina sem keppt er í. Hér eru hávaxnir og lágvaxnir, litlir og stórir, ungir og gamlir og allir geta verið framarlega í sinni íþróttagrein og jafnvel unnið til verðlauna. Þá eru fylgdarmenn og -konur oft fyrr- verandi ólympíufarar og jafnvel verðlaunahafar. Þetta er ótrúlegt umhverfi.“ Viðhorf Japana jákvæð Viðhorf Japana gagnvart Ól- ympíuleikunum segir Andri al- mennt vera jákvæð. Þeir sem eru sjálfboðaliðar á leikunum séu hjálpsamir. Honum þykir áberandi hve gestgjafarnir eru kurteisir, já- kvæðir, velviljaðir og áfram um að allir njóti viðburðarins. „Við getum verið þakklát fyrir að leikarnir eru haldnir í Tókýó. Ég hygg að fáar þjóðir hefðu að teknu tilliti til aðstæðna ráðið jafn vel við verkefnið og Japanir gera,“ segir Andri sem kom austur til Japans nokkru áður en Ólympíu- leikarnir hófust og verður á svæð- inu eitthvað fram yfir lok þeirra, sem er á sunnudaginn í næstu viku, 8. ágúst. Hluti af íslenska hópnum er nú þegar farinn heim og fleiri fara á næstu dögum. Mið- að er við að íþróttafólk sé farið úr þorpinu innan 48 stunda frá því að keppni í þeirra grein lýkur, sbr. reglur sem settar voru vegna Covid-19. Boðskapur samvinnu og friðar AFP Fimleikar Kanadíska stirnið Brooklyn Moors er fulltrúi þjóðar sinnar á ÓL og hefur þar sýnt mikla fimi. Ólympíuþorpið er einstakt samfélag, segir Andri Stefánsson sem er aðalfararstjóri Íslendinga á ÓL í Tókýó. Framkvæmd leikanna, sem heimurinn allur fylgist með, þykir hafa tekist vel hjá Japönum. Fararstjóri Ólympíuleikar án áhorfenda og sorglegt að sjá áhorfendastúk- urnar í glæsilegum íþróttamannvirkjum auðar, segir Andri Stefánsson. Handbolti Íslendingar eru þjálf- arar fjögurra liða á ÓL. Í efri röð t.v. er Dagur Sigurðsson, sem þjálf- ar karlalandslið Japans, til hægri Þórir Hergeirsson, þjálfari kvenna- lið Noregs. Í neðri röð er Alfreð Gíslason, til vinstri, þjálfari karla- liðs Þýskalands, og Aron Krist- jánsson sem stýrir liði Bareins. AFP Tilþrif Snerpa og hraði í leik Spánverja og Argentínumanna í C-riðli í körfubolta. Leiknin er lyginni líkust. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó eru nú aðeins fjórir en áratugir eru síðan þeir hafa verið jafn fáir. Margt kem- ur þar til, segir Andri, sem telur mikla einföldun að segja heimsfaraldur alfarið orsökina. Halda beri til haga að lágmörk og kröfur alþjóðasérsambanda hafi breyst og nú sé miklu erfiðara en áður vinna sér þátttökurétt á ÓL. Í dag séu ekki til B- lágmörk í frjálsíþróttum eða sundi. Ísland eigi því mun minni möguleika á sama fjölda keppenda og áður var. „Árangur Íslendinga mætti alveg vera betri, enda viljum við alltaf að okkar keppendur nái sem lengst,“ segir Andri. „Íþróttaþingi ÍSÍ 2021 var að hluta til frestað fram á haust en þar var afreks- stefnan til umræðu og í mótun. Aðrar þjóðir hafa verið að gefa í gagnvart af- reksíþróttum og við Íslendingar þurfum tvímælalaust að endurskoða okkar áherslur þar.“ Viljum að okkar keppendur nái sem lengst FJÓRIR ÍSLENDINGAR Á ÓL ÞAR SEM ER ERFIÐARA EN ÁÐUR AÐ VINNA SÉR KEPPNISRÉTT Sund Einn íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum að þessu sinni var Anton McKee sem náði 24. sæti í keppni í 200 metra bringusundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.