Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 31.07.2021, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 6 íbúða fjölbýli 2ja 4ra herbergja íbúðir. Staðsett við nýjan, glæsilegan grunn- og leikskóla. Fullbúnar eignir, með öllum gólfefnum og eldhústækjum. Verð frá 37.500.000 kr. Sjá vefsíðu unnardalur.is Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Umsóknarfrestur til 9. ágúst Unnardalur 1-11, 260 Reykjanesbæ Nýjar fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli sem snýr í vestur. Berjateigur 17 82,9m2 37.900.000 kr. Berjateigur 19 81,9m2 36.900.000 kr. Berjateigur 21 81,9m2 36.900.000 kr. Berjateigur 23 82,9m2 37.900.000 kr. Afhending í nóvember 2021 Berjateigur 17-23, 250 Garði Á hyggjur af stöðu tungunnar eru ekki nýjar af nálinni. Danski málvísindamaðurinn og Íslandsvinurinn Rasmus Rask sem dvaldi hér á landi í byrjun 19. aldar spáði því að íslenska myndi deyja út að 200 árum liðnum vegna þess hve dönsku- skotið málfarið væri. Þetta sagði Rask þegar hann var nýkominn til Reykjavíkur. Þegar hann hafði ferðast um sveitir landsins dvínuðu áhyggjurnar því að þar voru dönsk áhrif mun minni. Ein ástæða þess að málbreytingar eru álitnar óæskilegar er óttinn við að glata samfellunni í íslensku máli sem á að hafa verið óslitin frá landnámstíð. Meintur óbreytanleiki íslenskr- ar tungu er mikil- vægur þáttur í sjálfs- mynd Íslendinga. Sannleikurinn er þó sá að fjölmargar breytingar urðu á mál- inu á umliðnum öldum, sumar hverjar ærið byltingarkenndar. Róttækar breytingar urðu t.d. á hljóðkerfi íslensku frá 1350 til siðaskipta á 16. öld. Frægust þeirra er án efa hljóðdvalarbreyt- ingin sem var umbylt- ing á framburði sér- hljóða. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði ýmist verið stutt eða löng en eftir hana voru öll áhersluatkvæði löng. Til að átta sig á þessari breytingu er nauðsynlegt að hafa í huga að í fornmál- inu var munurinn á „a“ og „á“ sá að „a“ í gat var stutt en „á“ í gát var langt „a“ [a:] en ekki tvíhljóðið „á“ [au] eins og í nútímamáli. Samsvar- andi munur var á „i“ og „í“, „o“ og „ó“ og „u“ og „ú“. Auk þess var „e“ stutt, en „é“ var ekki [je] eins og núna heldur langt [e]. Til forna var munurinn á stuttum og löngum áhersluatkvæðum þessi: Ef áherslu- atkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með einföldu samhljóði á eft- ir (tak) en ef þau voru löng höfðu þau annaðhvort langt sérhljóð og eitt eða fleiri samhljóð á eftir (gát, gátt) eða stutt sérhljóð og tvöfalt sam- hljóð eða samhljóðaklasa á eftir (satt, felld). Núna er sérhljóð hins vegar stutt á undan tvöföldu samhljóði (kanna) og flestum samhljóðaklösum (kemba). En hvernig vitum við hvernig framburður var til forna? Við getum ekki hlustað á formæður okkar og feður eða spurt þau hvernig þau beri hljóðin fram. Ýmsar leiðir þó eru til þess að komast að fornum fram- burði, m.a. óbeinn vitnisburður í kveðskap. Unnt er að ráða af bragfræði og rími hvernig atkvæðalengdin var og hvort skáldið var með gamla lengdarkerfið eða það nýja. Svo skemmtilega vill til að síðasti nafn- greindi einstaklingurinn með gamla kerfið var Jón biskup Arason sem var hálshöggvinn 1550. Hann var gott skáld og orti merkileg kvæði bók- menntaunnendum til skemmtunar og málfræðingum með áhuga á hljóð- dvalarbreytingunni til upplýsingar. Afleiðing þessara breytinga er sú að við myndum eiga í mestu brösum með að skilja Jón Arason ef hann kviknaði aftur til lífsins á okkar dög- um, að ekki sé minnst á fólk sem var uppi enn fyrr. Því er ljóst að hug- myndin um óbreytanleika íslensku í aldanna rás er goðsögn. Hljóðdvalarbreytingin Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is F rá 1951 til loka kalda stríðsins voru utan- ríkis- og varnarmál kjarninn í öllum póli- tískum umræðum hér á landi. Nú eru þau varla nefnd. Þótt kalda stríðinu sé lokið er það veruleiki að norðurslóðir hafa öðlast nýja þýðingu eins og sjá má af því að tvö stórveldi, Kína og Rússland, sækjast stíft eftir auknum áhrifum í þessum heimshluta. Augljóst er að sú ásókn hefur áhrif á stöðu Íslands. Samt er lítið um umræður um utanríkismál á Alþingi. Það verður að breytast og við hæfi að sú breyting hefjist í aðdraganda þingkosninga. Staðan í alþjóðamálum er sú, að nýtt kalt stríð er að brjótast út á milli Bandaríkjanna og Kína. Fyrr í þessari viku voru bandarískir embættismenn í Kína. Þar var þeim sagt að uppgangur Kína yrði ekki stöðvaður og það er áreiðanlega mikið til í því, bæði vegna þess að Kínverjar eru langfjölmennasta þjóð í heimi og það er fyrirsjáanlegt að fyrir lok þessa áratugar verði þeir orðnir mesta efnahags- veldi heims. Auk þess sögðu Kínverjar að Bandaríkjamenn væru að gera úr þeim, Kínverjum, ímyndaðan óvin. En – það er ekki allt sem sýnist. Kína er einræðisríki sem er undir stjórn Komm- únistaflokksins. Fjölmennasta þjóð heims býr ekki við frelsi. Það hefur afleiðingar. Á nánast hverjum einasta degi eru smáuppreisnir víðs vegar um landið. Ekkert hræðir ráðamenn í Peking meir en að þær sameinist í eina stóra og ryðji hinum 100 ára gamla kommúnistaflokki til hliðar. Þeir eins og aðrir muna hrun Sovétríkjanna. Kínverjar sækjast nú eftir áhrifum á norður- slóðum. Sú ásókn hefur fyrst og fremst snúið að Grænlandi. Hér á Íslandi hefur óvenjuleg virkni kínverska sendiráðsins í fjölmiðlum vakið athygli. Kínverjar hafa líka látið að sér kveða í Færeyjum. Rússar hafa í mörg ár unnið markvisst að því að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Þeir eiga land að þessu hafsvæði og í ljósi þess ekki óeðlilegt að þeir séu athafnasamir í þessum heimshluta. En það sem kalla má árásargirni þeirra annars staðar vek- ur áhyggjur og þá er átt við Úkraínu. Þessi árás- argirni birtist líka í tali Pútíns eins og sjá mátti á ræðu sem hann flutti fyrir nokkrum dögum og hót- unum sem hann hafði þar uppi. Í ljósi þessa er barnaskapur að halda að það verði allt með friði og spekt á norðurslóðum á næstu árum og áratugum. Við eigum samleið með nokkrum öðrum þjóðum í þessum efnum. Þar ber fyrst að nefna Norðmenn, sem eiga landamæri að Rússlandi og hafa fundið fyrir því með ýmsum hætti áratugum saman. Þá ber að nefna Skota og svo nágranna okkar Fær- eyinga og Grænlendinga. Kanada á líka hagsmuna að gæta. Það er eðlilegt og sjálfsagt að við höldum uppi reglulegum viðræðum um þessi mál við þessa nágranna okkar. Slíkar reglulegar viðræður eigum við líka að eiga við Bandaríkin, nánasta bandamann okkar í áratugi. Þeir eru eina þjóðin sem hefur bol- magn til að standa gegn ásókn Kínverja og Rússa. Jafnframt er eðlilegt að þessi mál komi til umræðu á Alþingi á hverju ári. Við eigum viðskipti við bæði Rússa og Kínverja og seinni árin hefur gætt tilhneigingar til að láta þau ráða ferðinni í samskiptum við þessi tvö ríki. Það má aldrei verða. Þessi ríki mundu fylgja slíkri undanlátssemi eftir með meiri kröfum og þar með gera tilraun til að gera Ísland að eins konar lepp- ríki sínu. Framtíðarhagsmunir þjóðarinnar verða að vera í fyrirrúmi. Auk norðurslóðamála eru það sam- skiptin við ESB í tengslum við EES- samninginn sem krefjast umræðu. Það er alveg á hreinu að samkvæmt þeim samningi höfum við heimild til að hafna tilskipunum frá ESB. Það hefur mað- urinn sem gerði þann samning, Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrverandi utanríkisráðherra, margoft sagt. Samt hefur það aldrei verið gert. Það er óskiljanlegt. Aðild að ESB er ekki lengur á dagskrá í okkar samfélagi en aðildarumsóknin hefur ekki verið dregin formlega til baka. Það er löngu kominn tími til að það verði gert og stjórnarflokkarnir verða að svara því í kosningabaráttunni af hverju það hefur ekki verið gert. Eins skrýtið og það nú er eru það tiltölulega fáir einstaklingar í hverjum flokki sem láta sig utanrík- ismál einhverju varða. Þannig var það líka í kalda stríðinu. En veruleikinn er sá að þær hættur sem varða norðurslóðir geta verið meiri hér í norður- höfum en þá voru á ferð. Nú eins og þá láta flestir þingmenn sig utanrík- ismál litlu varða og hafa lítinn sem engan áhuga á þeim. En í grunninn snúast þau um sjálfstæði þjóð- arinnar. Tveir flokkar eiga þá hugsjón helzta að gera Ísland að litlum hreppum í ESB. Sú hugsjón nýtur ekki stuðnings meðal þjóðarinnar. Umræður á Alþingi um utanríkismál þjóna þeim tilgangi að halda þjóðinni upplýstri um þau mál hverju sinni. Utanríkisþjónusta okkar lifir í einangraðri ver- öld og hefur alltaf gert. Aðrar þjóðir sýna starfs- mönnum hennar kurteisi en taka varla eftir hvað þeir segja, ef þeir þá segja eitthvað. Þetta er hlut- skipti allra smáþjóða. En það er skylda allra flokka að fjalla um utan- ríkismál í kosningabaráttunni og raunar sjálfsögð kurteisi við kjósendur. Utanríkismál of lítið rædd Áhugaleysi á Alþingi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Flestar ritdeilur, sem háðar eru á Íslandi, líða út af, þegar þátttak- endurnir þreytast, í stað þess að þeim ljúki með niðurstöðu. Svo er þó ekki um tvær ritdeilur, sem ég þekki til. Aðra háðu þeir Jón Ólafsson heim- spekingur og Þór Whitehead sagn- fræðingur á síðum tímaritsins Sögu árin 2007-2009. Í Moskvu hafði Jón fundið skjal, sem hann taldi benda til, að stofnun Sósíalistaflokksins haustið 1938 hefði verið andstæð vilja Kom- interns, Alþjóðasambands komm- únista. Þetta var minnisblað frá ein- um starfsmanni Kominterns til forseta sambandsins, þar sem hann lýsti efasemdum um, að skynsamlegt væri að kljúfa Alþýðuflokkinn. Þór andmælti þessu, enda væri slíkt inn- anhússplagg ekki nauðsynlega opin- ber stefna sambandsins, og hvergi hefði komið fram annars staðar, að Kremlverjar hefðu verið mótfallnir stofnun Sósíalistaflokksins. Ég fann síðan í skjalasafni Sósíalistaflokksins bréf frá forseta Alþjóðasambands ungra kommúnista til Æskulýðsfylk- ingarinnar, sambands ungra sósíal- ista, þar sem hann lýsti yfir sérstakri ánægju með stofnun sambandsins og stefnuskrá. Óhugsandi er, að þetta bréf hefði verið sent, hefði Komintern verið mótfallið stofnun Sósíalista- flokksins. Ritdeilunni var lokið. Þetta reyndist vera heilaspuni Jóns. Seinni ritdeiluna háðum við Hall- dór Guðmundsson, umsjónarmaður Hörpu. Hann hélt því fram, að verk Halldórs Laxness hefðu á sínum tíma hætt að koma út í Bandaríkjunum, vegna þess að íslenskir ráðamenn (Bjarni Benediktsson) og bandarískir erindrekar hefðu unnið gegn því. Ég benti á, að engin skjöl hefðu fundist um þetta, þótt vissulega hefði einn bandarískur stjórnarerindreki velt því fyrir sér í skýrslu, hvort ekki yrði álitshnekkir að því fyrir Laxness að verða uppvís að undanskoti undan skatti af tekjum sínum í Bandaríkj- unum og broti á gjaldeyrisskila- reglum. Sýndi þetta, hversu lítt bandarískir erindrekar þekktu Ís- lendinga, sem hefðu flestir gert hið sama í sporum Laxness. Jafnframt gat Laxness þakkað sínum sæla fyrir, að gjaldeyriseftirlit virðist um þær mundir hafa verið mildara en hin síð- ari ár, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sigaði lögreglunni á útflutningsfyrirtæki við hinn minnsta grun um brot á gjaldeyrisskila- reglum. En síðan hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur fundið í skjalasafni Alfreds Knopfs, útgefanda Laxness í Bandaríkjunum, álitsgerðir bókmenntaráðunauta hans, sem taka af öll tvímæli um, að ekki var hætt að gefa út bækur Lax- ness af stjórnmálaástæðum, heldur vegna þess að Knopf og ráðunautar hans töldu, að þær myndu ekki selj- ast. Ritdeilunni var lokið. Þetta reyndist vera hugarburður Halldórs. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Skorið úr ritdeilum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.