Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021 Mögulega er til heimur þar sem allt er öruggt og enginn meiðist nokkurn tímann. Allir lifa bara sælir við sitt og í fullkomnu öryggi. Enginn þarf að óttast neitt. Þessi heimur er ekki til í raunveruleikanum vegna þess að lífið er allskonar. Það getur ver- ið hættulegt og óþægilegt en við höfum lært að sætta okkur við það. Við erum ekki öll eins og það er aldrei við því að búast að allt fari á sama veg hjá öllum. Þannig er lífið og eins illa og það hljómar þá er það hluti af frelsi að fá að taka ákvarðanir sem eru kannski ekki þær bestu. Stundum hefði verið meiri skynsemi í því að setjast að- eins niður og hugsa málið í stað þess að láta bara vaða. Og hvað er þá til ráða? Ekki viljum við í raun að fólk sé alltaf að meiða sig og lenda í vandræðum af því það tekur rangar ákvarð- anir. Er það ekki hlutverk okkar að reyna að vernda borgara og koma í veg fyrir að þeir fari sér að voða? Svar sumra er einfaldlega að banna hættu- lega hluti. Við höfum gert það í áranna rás og bannað margt sem ýmsir hefðu talið eðlilegra að leyfa. Það má til dæmis ekki auglýsa sumt, jafnvel þótt allir viti að það sé til og þeim sé frjálst að kaupa það. Þetta er gert á þeim for- sendum að við séum að hafa vit fyrir fólki og gæta þess að það fari sér ekki að voða. Og það er ekki búið. Þannig komu fram hug- myndir um að halda afgreiðslutíma skemmti- staða eins og hann var í covid. Það kom í ljós að ofbeldismálum fækkaði í Reykjavík þegar allir voru farnir heim fyrir miðnætti. Væri þá ekki bara lausnin að halda því þannig? Ekki viljum við ofbeldi. Aðrir hafa stungið upp á því að banna raf- skútur eða svokölluð hopphjól eftir miðnætti um helgar. Rannsóknir hafa víst sýnt að þá eru mestar líkur á því að fólk lendi í óhappi, ekki síst þegar það er aðeins búið að fá sér í tána. En er algjört bann á þessum tækjum lausn- in? Og án þess að vilja gerast sekur um algjör- an hvaðþámeð-isma er auðvelt að hugsa um ótalmargt annað sem getur sett fólk í hættu. Hvað með reiðhjól, fólk án endurskinsmerkja, nú eða bara bíla? Að ógleymdu áfengi. Við get- um ekki með góðu móti bannað allt sem getur komið fólki í vandræði. Hugsanlega þurfum við aðeins að þroska viðhorf okkar til þessara hjóla og notkunar þeirra. Horfast í augu við að það þarf að um- gangast þau af meiri varúð en hefur verið gert, en við getum líka horft til þess að rafskútur eru frábær viðbót í samgöngumálum sem hafa leitt til færri bíl- ferða og gætt borgina lífi. Þær gera það líka að verkum að það þurfa ekki allir að hanga í bæn- um langt fram eftir nóttu að bíða eftir leigubíl. Ég held að leiðin sé að við tökum ábyrgð á því sem við gerum. Treystum fólki til að taka að jafnaði skynsamlegar ákvarðanir í stað þess að gera einhverja bölvaða vitleysu. Jafnvel þó að við vitum innst inni að fólk hefur alveg sér- staka hæfileika til að koma sér í einhvers kon- ar vesen. Það er nefnilega líka hluti af lífinu. Þegar allt kemur til alls er frelsi og traust venjulega líklegra til árangurs en boð og bönn þegar kemur að því að hafa áhrif á það hvernig fólk hagar lífi sínu og gera lífið ef til vill aðeins betra. ’ Stundum hefði verið meiri skynsemi í því að setjast aðeins niður og hugsa málið í stað þess að láta bara vaða Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is Bönnum allt Árum saman hefur Afríska þjóðarráðið, sem hefur verið leiðandi afl í suður-afrískum stjórnmálum frá því að aðskilnaðar- stefnan leið undir lok, glímt við sjálft sig út af spillingarmálum. Þessi innri barátta náði hámarki í vikunni þegar Jakob Zuma, fyrrverandi leiðtogi flokksins og forseti landsins, gaf sig fram og var stungið í fangelsi. Þar með var leiðtoginn, sem á sínum tíma sat í fangelsi fyrir að berjast gegn hvítu aðskilnaðarstjórninni, aftur kominn á bak við lás og slá. Tveir armar takast á Í flokknum, sem hefur stjórnað land- inu óslitið frá því að aðskilnaðar- stjórninni var komið frá völdum, tak- ast á þeir, sem vilja uppræta spillingu í eigi röðum, og þeir, sem enn lifa í ljóma baráttunnar gegn að- skilnaðarstefnunni og telja hina vera að sverta flokkinn og skíta í eigið hreiður. Í augum þeirra fyrrnefndu er Zuma holdgervingur alls, sem hef- ur misfarist í flokknum, en hinna síð- arnefndu frelsishetja. Zuma er lýst sem glaðværum og heillandi stjórnmálamanni, smal- anum, sem komst til metorða og varð fjórði forseti Suður-Afríku. Millinafn hans er Geleyihlekisa, sem merkir „sá sem hlær á meðan hann malar óvini sína“ á súlúsku. Hann hefur einnig fengið viðurnefnið teflon- forsetinn vegna þess hvernig honum hefur tekist að koma sér undan rétt- vísinni. Viðurnefnið bjargaði honum þó ekki þegar flokkurinn hrakti hann úr embætti 2018 undir lok annars kjör- tímabils hans og núverandi forseti, Cyril Ramaphosa, tók við stjórn- artaumunum. Zuma var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir rúmri viku og voru hon- um gefnir fimm dagar til að gefa sig fram. Hann var þó ekki dæmdur fyr- ir spillingu heldur fyrir að gefa sér- stakri rannsóknarnefnd um spillingu langt nef. Hann neitaði að bera vitni og þegar hann gekk út úr vitnaleiðsl- unni sakaði hann Raymond Zondo, sem leiðir rannsóknarnefndina og er einnig varaforseti æðsta dómstóls Suður-Afríku, um að vera sér andsnúinn. Lét Zuma sér í léttu rúmi liggja þótt tugir vitna hefðu bendlað hann við ýmiss konar misferli. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem sótt er að Zuma. Hann á yfir höfði sér 16 ákærur um svik og spillingu vegna kaupa á vopnum frá evrópsk- um vopnaframleiðendum árið 1999 þegar hann var varaforseti. Árið 2006 var hann dreginn fyrir dóm og sakaður um að hafa nauðgað dóttur starfsfélaga sem var með HIV-veiruna. Zuma sagði við rétt- arhöldin að hann hefði haft mök við konuna án þess að nota verjur og far- ið í sturtu á eftir til að fá ekki veir- una. Hann var sýknaður. Zuma tók við forustu Afríska þjóð- arráðsins af Thabo Mbeki árið 2007. Voru þá miklar væringar í flokknum og tókst honum ekki að lægja þær. Tveimur árum síðar leysti armur í flokknum, undir forustu Zuma, upp nefnd, sem forveri hans hafði skipað til að taka á spillingu. Var nefndin orðin full aðgangshörð við Zuma og félaga hans. Zuma skipaði hins vegar sjálfur nefndina, sem kennd er við Zondo dómara, áður en hann fór úr emb- ætti, en neitaði síðan þráfaldlega að koma fyrir hana. Haldið er fram að á síðustu fjórum árum valdatíma hans hafi skaðinn vegna spillingar Zuma og hirðar hans numið 13.000 millj- örðum króna. Zuma fæddist 12. apríl árið 1942. Hann gekk í Afríska þjóðarráðið á táningsaldri þegar hreyfingin var neðanjarðar. Hann sat í tíu ár í fang- elsi á Robben-eyju fyrir að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. Eftir það fór hann í útlegð og fór fyrir njósna- deild flokksins. Zuma hvorki reykir né drekkur. Hann hefur kvænst sjö sinnum og á að minnsta kosti 20 börn. Zuma varð forseti árið 2009. Hann á sér dyggan stuðningshóp, sem reyndar hefur farið minnkandi með árunum. Þá á hann sér einnig fylgj- endur í röðum þingmanna og emb- ættismanna. „Látið Zuma vera“ En hann hefur alltaf verið umdeildur og við minningarathöfn um Nelson Mandela árið 2013 baulaði almenn- ingur á hann þar sem hann deildi sviðinu með þjóðarleiðtogum. Óvissa ríkti um hvort Zuma myndi gefa sig fram eftir að hann var dæmdur. Lögregla sendi vopnaðar sveitir og brynvagna til Nkandla í KwaZulu-Natal-héraði þar sem hann fæddist, þegar fresturinn rann út. Fyrir utan heimili hans stóð fjöldi manns og kyrjaði „látið Zuma vera“. Hálftíma fyrir miðnætti á miðviku- dag vék mannfjöldinn hins vegar til hliðar og bílalest límúsína með Zuma innan borðs ók honum í fangelsið. Dudu Zuma-Sambudla, dóttir hans, tísti að hann hefði verið kátur og haft á orði að hann vonaði að laganna verðir ættu enn fangafötin, sem hann hefði klæðst á Robben-eyju. Uppgjör í Suður-Afríku AFP Karl Blöndal kbl@mbl.is Jakob Zuma, fyrrver- andi forseti Suður- Afríku, ávarpar stuðn- ingsmenn við heimili sitt í Nkandla 4. júlí eftir að hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.