Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021 EM Í KNATTSPYRNU E kkert lið mætti eins peppað og glatt til leiks á EM í knattspyrnu í sumar og Ítalir. Það var engu líkara en þeir kæmu þráðbeint af hugarfars- námskeiði hjá Jóni Jónssyni og Friðriki Dór í Hafnarfirði eða Voda- fone-fjölskyldunni dansandi í sjón- varpinu. Ljóst var frá fyrsta leik að þeir ætluðu að skemmta sér og öðr- um eftir eymd plágunnar, út- göngubönn, samkomutakmarkanir og almenn leiðindi. Samheldni þeirra hefur verið al- gjör í leikjunum og liðsandinn til fyrirmyndar. Nóg er að maður kom- ist fyrir skot þá er hann fimmaður og kjassaður í drasl – ef ekki hrein- lega kysstur á munninn. Hámarki náði sú athöfn þegar vinstri- bakvörðurinn Leonardo Spinazzola varði skot frá Romelu Lukaku á marklínu í átta liða úrslitunum gegn Belgum. Á brast hópknús ársins ef ekki áratugarins með þeim afleið- ingum að bæði Þórólfur og Víðir kaldsvitnuðu heima í stofu. Tveggja metra reglan er í eðli sínu óvinur ítalska liðsins. En það er ekki bara glaðværðin og stemningin, ítalska liðið hefur leikið glimrandi vel á mótinu. Það er gömul saga og ný að þeir kunni að verjast; Giorgio Chiellini og Leon- ardo Bonucci eru hoknir af reynslu með á annað hundrað landsleiki hvor og hafa séð þetta allt áður. Enda bekkjarbræður Rómulusar og Remusar úr barnaskóla. Útilokað að koma þeim félögum í opna skjöldu. Chiellini er rosaleg týpa og hlýtur að vera launsonur Tony Adams, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Eng- lands. Getur fengið látna menn til að skila sínu – alltént uns leikurinn er flautaður af. Alvöru fyrirliði eins og sást glöggt þegar hann tók Manuel Locatelli strax undir sinn vernd- arvæng eftir að hann klikkaði á fyrsta vítinu gegn Spáni. Lét hann ekki ganga einan og óstuddan af velli í skömm, eins og varð hlutskipti Kylians Mbappés fyrr á mótinu. Hver er aftur fyrirliði Frakka? Ein- mitt, þið þurftuð að fletta því upp! Óárennilegt ungtröll Fyrir aftan þá fóstbræður stendur ungtröllið Gianluigi Donnarumma og hleypir tuðrunni helst ekki framhjá sér. Þá sjaldan það gerist bíður skyttunnar slíkt augnaráð móðgunar og illsku að hún sefur ekki í marga sólarhringa á eftir. Gaman að þessum pilti, maður er vanari því að markverðir Ítala séu á fimmtugsaldri. Giovanni Di Lorenzo er til þess að gera nýr af nálinni en hefur ekki stigið feilspor á mótinu. Hvað þá fyrrnefndur Spinazzola sem reyndar heltist úr lestinni gegn Belgum – sleit hásin í einu valhoppinu fram völlinn. Margir vilja sjá hann krýnd- an mann mótsins, þó ekki væri nema fyrir nafnið. Ég meina, Leonardo Spinazzola. Það er einhver gullin blanda af festu og hrynjandi í nöfn- um þessara manna sem hefur þá ósjálfrátt yfir okkur dauðlega menn. Varamaður Spinazzolas, Emerson, er augljós stílbrjótur en hefur það sér til málsbóta að hann fæddist í Brasilíu. Mögulegur veikur hlekkur á vellinum líka, myndu enskir ætla. Annar Ítalíu-Brassi með til- þrifalítið nafn er Jorginho sem er, til að bíta höfuðið af skömminni, fædd- ur í Imbituba. Það sem lagt er á menn í þessu lífi. Imbituba?!! En jæja, Jorginho hefur risið eins og fuglinn Fönix upp úr þessum rústum æsku sinnar og uppruna á EM og bundið saman miðjuna hjá liðinu með bravör, eða „miðsvæðið“, eins og sérfræðingarnir kalla það. Og hvar ráðast úrslitin í þessum leik? Væntanlega á miðsvæðinu? Ójú. Þar er allt svalasta fólkið í samkvæminu. Með Jorginho á miðjunni í úrslita- leiknum verða væntanlega Marco Verrati og Nicolò Barella, allt gaur- ar á toppaldri, 24 til 29 ára, og klárir í hlaup og átök. Aðalsmerki liðsins á EM hefur verið hápressan – Ítal- irnir sækja að andstæðingum sínum úr öllum áttum, eins og býflugur. Hversu mörg mörk og færi hafa komið upp úr þeim aðgerðum? Óvenju markheppnir Ítalir hafa oft teflt fram stærri stjörnum í fremstu víglínu, en Lo- renzo Insigne, Ciro Immobile og Fe- derico Chiesa hafa allir staðið sig með stakri prýði á EM. Allir hafa þeir komist í tvígang á blað, eins og Manuel Locatelli og Matteo Pessina, sem að óbreyttu hefja úrslitaleikinn á tréverkinu. Ítalir gerðu strax sjö mörk í riðl- inum, sem þeir rúlluðu upp en lentu svo í smá basli með aðra tónelska þjóð, Austurríkismenn, í sextán liða úrslitunum en það hafðist fyrir rest í framlengingu. Svo unnu þeir fræk- inn sigur á nautsterkum Belgum og sprækum Spánverjum. Flestum spekingum ber raunar saman um að Spánverjar hafi verið ívið sterkari aðilinn í undanúrslitunum en úrslit réðust, eins og við þekkjum, í víta- keppni. Í raun fyrsti leikurinn þar sem Ítalía sýndi ofurlítil veik- leikamerki. Ekki ber þó að lesa of mikið í það enda leikstíll Spánverja og Englendinga ólíkur. Úrslitaleikir eru Ítölum ekki framandi; þetta er sá tíundi á HM og EM. Fjórum sinnum hafa þeir orðið heimsmeistarar en aðeins einu sinni Evrópumeistarar, 1968. Lutu í gras í úrslitum 2000 og 2012. 55 ára bið á enda Þar standa þeir Englendingum langtum framar en þeir eru, sem frægt er, á leið í aðeins sinn annan úrslitaleik á stórmóti frá upphafi. Eru raunar með 100% árangur til þessa – unnu HM á heimavelli 1966. 55 ára bið er sumsé loks á enda; svo langt er síðan England lék síðast til úrslita að enginn man eftir þeim leik í landinu nema Elísabet II. Hveitilengjur eða nýrnabaka? EM 2020 í knattspyrnu rennur sitt skeið á enda á sunnudag með úrslitaleik sem hefur alla burði til að verða epískur. Lýkur meira en hálfrar aldar eyðimerkurgöngu Englendinga á heimavelli eða stela hinir tápmiklu Ítalir senunni? Dregur VAR jafnvel einhverjar skrautlegar kanínur upp úr hattinum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Miðjulímið Jorginho og hinn ótrúlegi leið- togi Ítalanna, Giorgio Chiellini, verða í stórum hlutverkum í úrslitaleiknum. AFP 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.