Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Blaðsíða 8
ERLENT
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021
Þ
egar kórónuveiran fór á flug í
Indónesíu í byrjun júlí hófu
landsmenn að hamstra lyfið
Ivermectin af miklum ákafa og brátt
var það uppselt í apótekum víða um
land. Ástæðan fyrir þessari áfergju í
lyf, sem notað er gegn sníkjudýrum,
var málflutningur stjórnmálamanna
og áhrifavalda á félagsmiðlum. Vís-
indin styðja hins vegar engan veginn
fullyrðingar um ágæti Ivermectin
við að vinna á kórónuveirunni og
hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna og sóttvarnayfir-
völd í Bandaríkjunum og Evrópu-
sambandinu varað við notkun þess.
Meira að segja framleiðandinn,
Merck, sagði enga vísindalega stoð
fyrir því að lyfið hefði áhrif á veiruna
og það gæti valdið skaða ef það væri
notað með röngum hætti.
Verðið á flöskunni af Ivermectin
rauk úr 1.500 krónum í 2.600 í
Indónesíu vegna eftirspurnarinnar,
sagði lyfsali við AFP. Ástæðan var
meðal annars vegna lof á netinu.
Ráðherrar og heilarar
„Ivermectin er einn af öruggu og
áhrifaríku lyklunum að því að binda
enda á faraldurinn samkvæmt ýms-
um læknum og mörgum vísinda-
legum sönnunum,“ skrifaði Reza Gu-
nawan, sjálfskipaður heilari, á
Twitter þar sem hann er með 350
þúsund fylgjendur.
Annar stuðningsmaður er indó-
nesíski auðmaðurinn Erick Thohir,
sem einnig er ráðherra ríkisfyrir-
tækja. Hann hrósaði Ivermectin og
mæltist til að lyfið yrði framleitt inn-
anlands. Ríkisfyrirtækið Indofarma
gæti framleitt milljón töflur á mán-
uði. Thohir er fyrrverandi eigandi
knattspyrnuliðsins Inter Mílanó og á
hlut í bandaríska körfuboltaliðinu
76ers frá Fíladelfíu.
Sjávarútvegsráðherra landsins,
Susi Pudjiastuti, sagði á Twitter að
þrátt fyrir að hann væri ekki læknir
teldi hann að á tímum örvæntingar
og erfiðleika mætti reyna allt. Ráð-
herrann er með 2,5 milljónir fylgj-
enda á félagsvefnum.
Ivermectin hefur verið hampað
víða, mest í Suður-Ameríku, en líka
má nefna Frakkland, Líbanon, Suð-
ur-Afríku og Suður-Kóreu. Lyfið á
sér líka stuðningsmenn hér á landi
og má geta að Frosti Sigurjónsson,
fyrrverandi þingmaður Fram-
sóknarflokksins, skrifaði um það og
spurði af hverju íslensk stjórnvöld
notuðu ekki þetta ódýra lyf hér.
Þeir sem lengst ganga halda fram
að yfirvöld horfi vísvitandi fram hjá
gagnsemi Ivermectin til að hygla
lyfjafyrirtækjum og segja að öllum
brögðum sé beitt til að þagga niður í
þeim. Í þeirra heimi hafa stjórnvöld
um allan heim látið yfir almenning
ganga endalausar samkomutak-
markanir og aðrar aðgerðir með
ómældum skakkaföllum fyrir efna-
hag heimsins, frekar en að viður-
kenna lækningamátt undralyfsins
Ivermectin, allt í þágu lyfjarisa.
Umræða um lyfið í sambandi við
kórónuveiruna kviknaði fyrst um
mitt ár 2020. Þá birtist grein eftir
ástralska vísindamenn þess efnis að
háir skammtar sýndu virkni gegn
SARS-CoV-2-veirunni, sem veldur
kórónuveikinni, á rannsóknarstofu.
Lyfjafræðingar bentu hins vegar
strax á að vegna sérstakra eiginleika
Ivermectin myndi sennilega vera
ógerningur að ná sambærilegum
styrk lyfsins í blóðrás sjúklinga við
það sem notað var í tilrauninni.
Hæpin rannsókn
Í nóvember í fyrra birtist svo órit-
rýnd grein á gáttinni Research
Square um virkni og öryggi Iver-
mectin þar sem Ahmed Elgazzar,
vísindamaður við Benha-háskóla í
Egyptalandi, var aðalhöfundur.
Þar sagði að kórónuveirusjúkling-
ar, sem lagðir voru á sjúkrahús og
gefið Ivermectin snemma, hefðu
sýnt „verulegar framfarir og dregið
hefði úr dauðsföllum“ sem nam 90%.
Þessi rannsókn var ein af þeim
sem notaðar voru í nokkurs konar
algreiningu á áhrifum Ivermectin.
Þar voru ýmsar rannsóknir teknar
saman og var niðurstaðan sú að sam-
anburður á þeim hefði leitt í ljós að
með því að gefa kórónuveiru-
sjúklingum Ivermectin mætti fækka
dauðsföllum af völdum kórónuveir-
unnar um 62%. Þarna voru 15 litlar
klínískar rannsóknir með samtals
2.438 þátttakendum teknar saman.
Ekki var þó allt sem sýndist.
Egypska greinin hefur nú verið
dregin til baka. Meistaranemi í
læknisfræði í London, Jack Law-
rence að nafni, fékk grein Elgazzars
úthlutað í verkefni í skólanum. Hann
komst að því að textanum í kynning-
unni að greininni hefði að mestu
leyti verið stolið. Hann hefði verið
tekinn úr fréttatilkynningum og af
vefsíðum um Ivermectin og kórónu-
veiruna og samheitaorðabókarforrit
notað til að breyta orðalagi.
Fleira reyndist í ólagi. Í greininni
sagði að þátttakendur hefðu verið 18
til 60 ára, en þrír sjúklingar voru þó
undir 18 ára aldri. Sagði að rann-
sóknin hefði verið gerð frá 8. júní til
20. september 2020, en grunngögn
sýndu að flestir sjúklinganna höfðu
verið lagðir inn áður og dáið fyrir
það. Þá bar tölum ekki saman milli
þess sem stóð í greininni og fram
kom í undirliggjandi gögnum um
dauðsföll í hópnum sem ekki fékk og
fékk Ivermectin.
Útslagið um að ekki væri mark
takandi á greininni gerði að 79 sjúk-
lingaskrár voru greinilega tvítekn-
ing á öðrum skrám, sem lágu grein-
inni til grundvallar. Nick Brown,
gagnasérfræðingur við Linneus-
háskóla í Svíþjóð, sem var fenginn til
að fara yfir rannsóknina ásamt Gi-
deon Meyerowitz-Katz, áströlskum
faraldurssérfræðingi, sagði að þetta
gæti tæplega hafa gerst óvart þar
sem ekki hefði verið um orðrétt afrit
af sjúkraskránum að ræða.
Þetta var afhjúpað í grein í The
Guardian 19. júní. Þegar blaðið og
læknaneminn sendu fyrirspurn á El-
gazzar og háskóla hans í Egypta-
landi bárust engin svör. Greinin hef-
ur hins vegar verið dregin til baka
og þar sem hún var eina rannsóknin
sem sýndi að Ivermectin hefði áhrif í
samantektinni á rannsóknunum 15 á
lyfinu hefur fótunum verið kippt
undan henni. Meyerowitz-Katz sagði
að hinar rannsóknirnar í samantekt-
inni sýndu í raun enga virkni.
Öflugt snýkjudýralyf
Ivermectin er öflugt lyf gegn sníkju-
dýrum. Mest er það notað í sunnan-
verðri Afríku og hefur bjargað millj-
ónum manna frá blindu og öðrum
meinum og jafnvel dauða og útrýmdi
fjárkláðamítlinum á Íslandi. Árið
2015 fengu írski sníkjudýrafræðing-
urinn William C. Campbell og jap-
anski lífefnafræðingurinn Satoshi
Omura nóbelinn í læknisfræði fyrir
að þróa virka efnið Avermectin á síð-
ustu öld gegn smiti þráðorma, sem
valda meðal annars fílaveiki og
fljótablindu. Við frekari þróun varð
til Ivermectin, sem er enn virkara.
Fílaveiki og árblinda heyra vegna
þessa lyfs nú næstum sögunni til.
Efasemdir um virkni Ivermectin
gegn kórónuveirunni hafa alla tíð
verið miklar. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin gaf út í mars að ekki ætti
að gefa kórónuveirusjúklingum
Ivermectin, nema það væri í rann-
sóknarskyni. Vísbendingar um að
lyfið hefði áhrif á dánartíðni eða
stuðlaði að lækningu væru afar tak-
markaðar og óábyggilegar.
„Lítill kostnaður og mikið fram-
boð gefa að mati nefndarinnar ekki
tilefni til að nota lyf, sem óvíst er að
geri nokkurt gagn og viðvarandi
ástæða er til að halda að geti valdið
skaða,“ sagði í niðurstöðu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar.
Fyrr í sama mánuði gáfu sótt-
varnayfirvöld ESB út svipuð tilmæli.
Á heimasíðu bandaríska matvæla-
og lyfjaeftirlitsins, FDA, er síða þar
sem er spurt og svarað. Þar er
spurningin „Ætti ég að taka Iver-
mectin til að fyrirbyggja eða vinna á
Covid-19?“ Svarið er stutt: „Nei.“
Heimildir: Los Angeles Times,
The Guardian, Der Spiegel og AFP.
Trúa á sníkjudýralyf gegn kórónu-
veirunni þótt ekkert bendi til virkni
Heilbrigðisyfirvöldum víða um heim hefur orðið lítið ágengt í að kveða niður þrýsting um að nota sníkjudýralyfið Ivermectin
gegn kórónuveirunni og samsæriskenningar blómstra þótt hvorki gögn né rannsóknir bendi til að það gagnist. Ein rannsókn
benti þó til hins gagnstæða, en nú er komið fram að ekki stóð steinn yfir steini í henni.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
AFP
Fjöldabólusetning með Sinovac fer fram
á fótboltavelli í borginni Surabaya í
Indónesíu á fimmtudag.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
og
ferd
fe
sa