Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021 Þ rír fræðimenn vinna nú að verk- efni sem snýr að því að rann- saka upplifun aðfluttra Íslend- inga og erlendra innflytjenda af aðlögun í byggðarlögum á lands- byggðinni. Fræðimennirnir eru Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Há- skóla Íslands, Pamela Innes, dósent í mann- fræði við Háskólann í Wyoming, Bandaríkj- unum, og Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við HÍ. „Við höfðum allar komið að rannsóknum á aðstæðum innflytjenda á Íslandi og vild- um sameina krafta okkar í þessu verkefni,“ segir Unnur. „Ég og Pamela ákváðum að sækja saman um styrk frá Vísindasjóði Bandaríkjanna, sem við svo fengum. Síðan fengum við Önnu með okkur í verkefnið sem nýdoktor.“ Anna segir hana og Pamelu sjálfar taka með sér inn í verkefnið ákveðna reynslu af því að vera innflytjendur á Íslandi. Anna kemur frá Póllandi hefur búið hér í næstum 20 ár en Pamela er frá Wyoming og kom hingað fyrst fyrir um tíu árum. „Engin okk- ar hefur þó búið á strjálbýlu svæði, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ bætir Unnur við. Einblínt á landsbyggðina Þær stöllur dveljast tvo til þrjá mánuði á hverjum stað fyrir sig áður en farið er á þann næsta. „Við tökum viðtöl við fólk og tökum þátt í viðburðum sem haldnir eru í bæjarfélögunum,“ segir Unnur. „Við tölum við mismunandi hópa fólks, fólk sem hefur flutt þangað frá öðrum löndum, fólk sem hefur flutt frá öðrum bæjarfélögum en einn- ig aðra bæjarbúa til að fá mynd af hvað þeim finnst um þær breytingar sem eru að verða á svæðinu er fólk flyst þangað. Við spyrjum fólk hvað það telji mikilvægt og skilgreinum það ekki fyrir það.“ Pamela bætir við: „Vanalega gerum þetta einfaldlega með því að dveljast á staðnum, hefja samræður við fólk og spyrja það um aðra sem við gætum rætt við.“ Stundum hafi þær þó tengiliði á svæðinu áður en komið sé þangað sem geti svo bent þeim á viðmælendur sem svo bendi þeim á aðra. „Þetta er kallað snjóboltaaðferðin,“ segir Unnur. Aðspurðar segja þær stöllur nokkrar ástæður fyrir því að þær einblíni á byggð- arlög úti á landi en ekki á höfuðborgar- svæðinu. „Það hefur verið gerður fjöldi rannsókna á aðstæðum innflytjenda á þétt- býlum stöðum en það er nú vaxandi áhugi á strjálbýlli svæðum í Evrópu,“ segir Unnur. „Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að strjálbýl svæði séu einsleit en rannsóknir sýna að þau eru mjög fjölbreytileg,“ bætir hún við. „Eitt sem við tókum með í reikninginn var að saga þessara staða er mjög ólík er varðar fólksflutninga og innflytjendur,“ seg- ir Pamela. „Það var því áhugavert að skrá- setja þessa sögu, bæði til að átta sig á hverjum stað fyrir sig en einnig til að bera saman ólíka staði með tilliti til fólksflutn- inga.“ Þær segjast hafa nú þegar séð mikinn mun á milli staða en þær hafa verið við rannsóknir í Skagafirði og á Vestfjörðum og fara næst til Húsavíkur áður en þær færa sig á Reyðarfjörð og síðar sunnar á landið. „Hvaða hópar koma þangað, hversu stór- ir, komu þeir nýlega eða fyrir áratugum og hvers konar efnahagsástand býr fólk við?“ segir Unnur um mismuninn á milli svæða. Þá segir hún að áður hafi verið rannsakað af hverju fólk flyst burt frá strjálbýlum svæðum en ekki afhverju það flyst til þeirra sem sé eitt af því sem þær einblíni á í sinni rannsókn. „Við skoðum þá sem flytja vegna lífsstíls og vinnu auk flóttafólks. Það er oft mjög meðvituð ákvörðun hjá fólki að flytj- ast út á land.“ „Þegar hópur fólks frá sama landi flytur í lítinn bæ úti á landi hefur það áhrif á bæinn en maður myndi ekki taka eftir því í borg á við Reykjavík,“ bætir Anna við. Tungumálið mikilvægt Hver er tilgangurinn með rannsókn af þessu tagi? „Að skapa þekkingu,“ segir Anna. Pamela tekur undir þetta. „Við erum að vinna á Íslandi en spurningarnar sem við spyrjum og svörin sem við fáum eru mik- ilvæg um heiminn allan. Við erum að bæta við þekkingu sem varpar ljósi á efnahags- leg, pólitísk og félagsleg áhrif, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar þar sem fólks- flutningar eiga sér stað á strjálbýlum svæð- um. Og það er alls staðar,“ segir hún. „Þar sem við tölum einnig við þá sem búið hafa lengi á svæðinu fáum við ítarlegar upplýsingar um þær breytingar sem hafa átt sér stað og hvort þeir sjái þær sem já- kvæðar eða neikvæðar,“ segir Pamela. Í fyrri rannsóknum þeirra Unnar, Önnu og Pamelu hefur íslenska tungumálið skipað stóran sess. „Rannsóknir Pamelu hafa að mestu leyti snúist um tungumál. Mínar rannsóknir hafa snúist um mismunandi hópa innflytjenda hér á landi og þær hafa margar endað á því að snúast um þekkingu á íslensku jafnvel þótt það hafi ekki verið upphaflegt markmið. Tungumálið kemur mikið upp í viðtölum við fólk,“ segir Unnur, en Anna hefur lagt áherslu á pólska inn- flytjendur og hennar rannsóknir hafa einnig snúist í kringum tungumál. „Tungumálið er mikilvægt, en mér hefur ekki fundist það jafn mikilvægt og umræð- an á Íslandi sýnir. Það er frekar eitthvað sem Íslendingar hafa áhyggjur af,“ segir Unnur. Anna bætir við að tungumálið sé ekki nauðsynlegt svo fólk geti fótað sig í sam- félaginu en það sé þó mikilvægur þáttur í því. „Þetta er mikilvægt málefni, en við myndum ekki segja að fólk verði að læra ís- lensku eða neitt slíkt,“ segir hún. Hvaða þættir eru þá mikilvægir, um hvað spyrjið þið? Pamela Innes, Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska vinna saman að því að rannsaka upplifun aðfluttra í byggðarlögum á landsbyggðinni. Verkefnið er stórt og tímafrekt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Of mikið af alhæfingum „Það er svo mikið af alhæfingum sem notaðar eru í umræðunni sem ekki eru byggðar á staðreyndum,“ segir Unnur Dís Skapta- dóttir sem um þessar mundir vinnur að stóru verkefni ásamt tveimur kollegum sínum, Pamelu Innes og Önnu Wojtynska. Verk- efnið hlaut meira en 110 milljóna króna styrk og snýr að því að rannsaka upplifun aðfluttra í bæjarfélögum á landsbyggðinni, bæði Íslendinga og útlendinga. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.