Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 19
1.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 ég, en ég er brosmildari eins og Bandaríkjamenn,“ segir hún og brosir. Oft að frjósa á næturnar Hannah segir umferðina stundum hafa verið erfiða og því hafi þau gjarnan valið aðra vegi en hringveg- inn. Þau notuðu líka tímann til að fara í gönguferðir á hálendinu, sem þau segja standa upp úr. „Við gengum mikið í Land- mannalaugum og Skaftafelli, en þar vorum við í viku. Svo var virkilega fallegt í Vík,“ segir Hannah og segir þau hafa gist í tjaldi hverja nótt í ferðinni, fyrir utan fyrstu dagana í sóttkvínni. „Við vorum fyrir austan í sólinni ásamt mörgum Reykvíkingum sem voru að elta sólina. Það var alltaf pláss fyrir okkar litla tjald samt,“ segir Hannah og segist stundum hafa öfundað Íslendingana sem voru í hlýjum húsbílum eða fellihýsum. „Það var oft kalt á næturnar!“ skýtur Niko inn í. „Já, sérstaklega uppi á hálendinu. Við vöknuðum kannski um miðjar nætur alveg að frjósa.“ Kom einhvern tímann upp sú staða að þið hugsuðuð: hvað er ég að gera hér? „Nei, aldrei,“ segir Niko. „Ég held ég myndi ekki koma aft- ur með hjól, bara vegna þess að veðráttan hér er svo erfið. Næst kem ég með bakpoka og geng um hálendið.“ Þau þurftu að lifa sparlega og reyndu að eyða bara um fimmtán hundruð krónum á dag í mat, í mesta lagi tvö til þrjú þúsund. „Stundum gengum við framhjá veitingastöðum og urðum smá öf- undsjúk,“ segir hún og hlær. Eins og klyfjaðir asnar „Þetta er í fyrsta sinn sem við kom- um til Íslands. Við hjóluðum að mestu allan tímann en einstaka sinnum tókum við rútu, ef við þurft- um að komast í gegnum göng til dæmis,“ segir Hannah. „Við fórum mjög hægt yfir,“ segir Niko og Hannah segir þau ekkert hafa verið að flýta sér. „Við erum ekki alveg eins og margt annað hjólafólk sem pakkar mjög létt á hjólin sín. Við erum meira eins og klyfjaðir asnar,“ segir Hannah og hlær. „Við erum með skákborð og dag- bækur með í för og okkur finnst best að stoppa lengi á hverjum stað. Við hjóluðum eitthvað daglega en vildum líka hafa tíma til að hugleiða, stunda jóga, lesa, ganga og kjafta saman,“ segir Hannah og segir að því fylgi mikil frelsistilfinning að ferðast um með allt sem maður þarf. „Ferðin var ekki aðeins hugsuð sem ferðalag heldur var þetta einn- ig innri vegferð. Það er í raun mikil- vægara en hversu marga kílómetra við lögðum að baki.“ Hvað lærðuð þið á þessari veg- ferð? „Það er erfitt að setja það í orð. Við byrjuðum í Reykjavík í júní- byrjun og nú erum við komin aftur hingað. Þetta er sama borgin með sama fólkinu og því er borgin kunn- ugleg, en samt svo öðruvísi en áður. Þegar ég hugsa um manneskjuna sem ég var þá, þá þekki ég hana varla. Ég held að staðir eða athafnir geti breytt manni og á leiðinni próf- uðum við nýjar aðferðir við hug- leiðslu. Ég myndi kalla þetta um- breytingu frekar en lærdóm. Ég finn stóran mun á mér til hins betra,“ segir hún og Niko tekur undir það. „Landslaginu hér fylgir einmana- leikatilfinning sem ég hef aldrei fundið fyrir áður. Hér er svo mikið víðerni og hægt að sjá svo langt og svo fámennt. Það breytir manni,“ segir Hannah. Bara pínulítið mannfólk Nú er ferðin á enda og ekkert eftir nema koma sér suður með sjó og pakka hjólunum niður. „Ég er svolítið leið að þetta sé síð- asti dagurinn. Okkur langar kannski að skoða eldgosið áður en við fljúg- um heim á morgun,“ segir hún og spyr blaðamann hve lengi gosið muni vara. Hann svarar: „Tvær vikur, tvo mánuði, tvö ár, eða tuttugu. Hver veit!“ „Já, það er þetta með náttúruna, við erum bara pínulítið mannfólk og vitum ekki neitt!“ Við segjum þetta gott enda kaffið orðið kalt, en blaðamaður spyr að lokum hvort þau ætli að koma aftur. „Hundrað prósent, um leið og við höfum safnað smá pening!“ Að hjóla eftir hringveginum gat oft verið erfitt, enda völdu þau Hannah og Niko oft aðra vegi. Hálendið var í uppáhaldi hjá parinu en þau gengu mikið, bæði í Skaftafelli og Landmannalaugum. ’ „Ferðin var ekki að- eins hugsuð sem ferðalag heldur var þetta einnig innri vegferð. Það er í raun mikilvægara en hversu marga kílómetra við lögðum að baki.“ Niko og Hannah dvöldu á tjaldstæðum og oft var gott að ylja sér við eld þegar kalt var í veðri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.