Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021 Elsku Meyjan mín, þú ert svo blíð og hefur svo fallegar hugsanir. Og það er staðreynd að þú ert það sem þú hugsar. Ef þú hugsar bjart þá líður þér vel, ef þú hugsar svart ertu í svörtu orkunni. Það er þitt að taka ákvörðun um hvað þú hugsar, því þú ert svo sterkt í hugsanaorkunni. Rökvísi er líka einkunnarorð þitt, og hvort sem þú ætlar að halda ræðu eða að tala við vin, þá raðast réttu orðin til þín. Það er svo sterkt í þér að vilja vera fullkomin og kröf- urnar sem þú gerir til þín eru allt of miklar. Svo hugsaðu betur að ef þú værir dóttir þín, eða son- ur eða einhver sem þú elskar, hvort þú myndir gera sömu kröfur til þeirra. Þú átt auðvelt með að greina hvað fólk ætlar sér, hvort sem það er í góðum eða illum tilgangi. Og með þinni skapmiklu hógværð vísarðu þeim á bug sem eru í vegi fyrir þinni leið. Og að því sögðu vil ég segja að þó þú fáir öðru hverju móral eða byrjir að vorkennna einhverjum, þá er það rökvilla. Því að orðin þín eru rétt og þú munt geta fært þig til á þann stað sem þú vilt í þessu lífi. Þú ert heilandi andleg persóna og getur hjálpað bæði mönnum og dýrum. Vegna þess að orka þín er með einhvers konar lækningakraft sem nýtist bæði þér og þínum. Þegar þú hugsar að þú hafir mikla útgeislun kemur hún til þín eins og veifað sé hendi og þegar þú gerir þetta ertu alls staðar velkomin. Þú munt vekja áhuga fólks á litlum hlutum, eins og til dæmis blómarækt, dansi eða einhverju sem þú hefur sjálf áhuga á, því það eru svo margir sem vilja líkjast þér. Þú sleppir því alveg að vera í rifrildi eða öðrum stælum. Því þú veist að það er ekki vegurinn sem þú vilt fara og allt þannig vesen virkjar orkuna niður á við. Í ástinni er faðmur þinn opinn, en kröfur gerðar. Ef þú ert á lausu og langar til að auðga líf þitt með ástinni, skaltu skrifa niður það sem þú vilt að prýði kærastann eða kærustuna, svo leyfirðu lífinu að leysa það fyrir þig. Rómantíkin er allt í kringum þig. Meira að segja ertu búin að skreyta heimili þitt þannig og fá þér föt sem útskýra enn betur karakter þinn. En ef þú nennir ekki að hleypa annarri manneskju nálægt tilfinningum þínum, skiptir það engu máli, þú þarft að taka ákvörðun um það. Orðin þín eru rétt MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Sporðrekinn minn, það er svo mikil og yndisleg mystík yfir þér. Svo margir eru að spá og langar að vita hvað þú ert að hugsa, en það er ekki séns að þeir komist inn í hjartaræturnar þínar. Þú hefur sveiflast eins og brotin fánastöng undanfarið, en munt vakna við það í kringum 8. ágúst að þú fáir þann styrk sem þú þarft að hafa og þú vitir að þú ert alltaf sig- urvegari. Þú ert eina stjörnumerkið sem sagt er að sé stöðugt vatnsmerki. Þar af leiðandi hreyfir þú þig ekki þó aðrir vilji hreyfa þig til og það þarf sérstakan útbúnað til þess að sjá eitthvað í þessu vatni. Svoleiðis lýsi ég líka karakternum þínum, því þú þolir ekkert sem heitir kjaftæði og finnst leið- inlegt að dekra upp úr þér einhver smaðjursorð, þó það væri kannski viturlegt. Þú eflir virðingu í kringum þig fyrir það að vera sterkur karakter, en þú ert það lokuð bók að enginn getur verið al- veg viss um þig og tilfinningar þínar Þinn kostur og löstur er að þú treystir yfirleitt engum nema sjálfum þér. Þú hefur næga skerpu til að geta haft tímann góðan, en þú getur verið of fylginn þér og þessi dásamlega þrjóska getur farið í þínar eigin taugar. Þú ert búinn að vera að vinna í því að láta þér líða betur og að taka lífið föstum tökum. Þú ert að fara í að endurskipuleggja verkefni eða viðburði og átt eftir að tengjast fleiri hópum sem eru með ýmislegt á prjónunum. Og þetta mun gera líf þitt skemmti- legra og þér mun líða betur og það eina sem maður þarf er að líða vel. Þannig tími er siglandi inn og þú tekur réttar ákvarðanir um hvernig þú ætlar að tækla lífið og líðan þína. Sálin þín og hugur á það til að vera „introvert“ en núna lætur þú stíflur bresta og þú átt að vera eins mikið „outrovert“ og þú getur, að gera allavega eitthvað smá í því á hverjum degi. Láttu þig vaða inn í óvenjulegar aðstæður, með nýju fólki, með því byggirðu andann og breytir sjálfinu. Því þú ert þinn eigin skapari og tíðnin sem umvefur þig á næstu mánuðum gerir þér allt kleift. Þolir ekkert kjaftæði SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, þú þarft að afkasta svo miklu til þess að vera sátt og ánægð í eigin skinni. Þú ert forystusauður, svo hjörðin fylgir þér. Það er líka svo skemmtilegt hvað þú ert skýr í því sem þú vilt að gerist og talar bæði ákveðið og fallega. Þú ert kletturinn í lífi fjölskyldu og vina þinna, og þegar erfiðleikarnir heimsækja þá sem eru þér nánir, þá er kletturinn mættur til þess að hjálpa. Þú reynir allt of mikið, hjartað mitt, að halda aftur af þér, en ekki hlaupa frá hjarta þínu, því sem þér finnst, þó það falli ekki öllum í geð. Þá er það þinn akkilesarhæll eða galli að þú getur átt það til að bæla þig niður. Þessi tími sem þú ert að fara inn í núna er til þess að hafa gaman. Þegar þér líður vel og þú hefur gaman, þá mætir ósjálfrátt til þín það sem þú hefur verið að óska eftir. Þú ert að smíða hvernig þú vilt hafa veturinn, en hann mun raðast upp aðeins öðruvísi en þú bjóst við. En ævintýrin og nýjungarnar koma til þín eins og þú sért með sérsamning við DHL. Til að hressa sálina þína við, þá er þinn litur gulur, líka rauður og já, blár. Og þessir litir hjálpa þér til þess að móta skemmtilegra líf og það er það sem við að sjálfsögðu viljum. Þeir sem eru á lausu í þessu ofursterka merki þurfa að hafa vott af kæruleysi með sér í liði og vera opnir fyrir því að gefa ástartilfinningum og tengingum tíma, og þolinmæði. Þú hefur ótrú- lega mikla samskiptahæfileika í ástarsamböndum, og ert, þegar þú ert komin í samband, trygg- lynd og trú. Það er nefnilega verið að óska eftir þér í ástinni. Tími til að hafa gaman STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vogin mín, það er svo gott þú hafir í þínu eðli að vera sáttasemjari. Nýttu þér það bæði til þess að gefa eftir eða finna út hvernig hinn aðilinn sem þú ert að semja við gefi líka rétt eftir. Þú ert loftmerki og sumir segja að þú sért merkiloftmerki. En það þýðir að þú ert frumkvöðull í svo miklu fleiru en þú sérð sjálf. Þér líkar best að það sé hreinlega vindur úr öll- um áttum, þá er enginn sáttari en þú. En þegar það er logn og þú heyrir ekkert nema tístið í sjálfri þér geturðu fundið fyrir þreytu sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þú gefur öðrum geislandi innspýtingu og öll vinna sem leiðir til þess að þú sért verkstjóri verð- ur unnin vel og vandlega. Ég hef hingað til ekki séð ósmekklega manneskju í vogarmerkinu, því snemma finnur hún sér sinn stíl. Og ef þér finnst þú sért ekki alveg að vinna nógu vel í að skapa þig eins töff og þú átt á skilið, þá opnaðu bara betur augun og skoðaðu hvernig þú varst hér áður fyrr. Því þú ert fyrir löngu búin að stela þínum stíl. Að sjálfsögðu ofhugsar svona manneskja, og það af fullum krafti. Og þess vegna þegar þú hefur marga hnúta að leysa, þá beinirðu huganum að þeim og tæklar þar af leiðandi ofhugsun sem þér finnst ekki vera þér til góða. Sjarmatröllið þú ert að upplifa tímabil þar sem þú getur farið og gert allt. Þú sjarmerar alla upp úr skónum með þínum góða krafti, svo að allir vilja svo sannarlega fylgja þér. Þú veist ná- kvæmlega hvað þú vilt og hvert þú vilt fara. Næstu sirka níutíu dagar verða svo skemmtilega óútreiknanlegir og munu koma þér svo mikið á óvart að þú verður í essinu þínu. Ást getur á þessu tímabili brotnað eða bognað. Því þú munt eiga það til að gleyma þínum heittelskaða eða þeim sem þig langar að töfra. Þú ræður hvað þú gerir í þessum efnum, að sjálfsögðu. En það væri gott fyrir þig að spekúlera og spá aðeins í það núna hvernig þú vilt hafa ástina á þeim tímum sem eru að birtast þér. Og að hugsa hana vel og sterkt inn í myndina, þá verður þetta leikur einn. Verður í essinu þínu VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert svo mikil ævintýramanneskja, en það hafa ekki öll ævintýrin þín endað eins og þú vildir. Seinna muntu samt sjá að allt hefur verið leiðin að draumum þínum. Það býr í þér svo sterkur heimspekingur að þú getur haft áhuga á öllu eða engu sama daginn. Og með þetta frjóa ímyndunarafl finnurðu réttu lausnirnar og rétta fólkið og þessi bjartsýni er í kringum þig. Ég veit um eina svo skemmtilega manneskju í þessu merki, sem einu sinni hafði fest bátinn sinn á steini á Þingvallavatni og hún var öll krambúleruð í framan og blæddi mikið. En þá ákvað hún bara að henda sér til sunds í miðju Þingvallavatni og sækja hjálp. Og þar sem hún synti í ís- köldu vatninu sagði hún upphátt við sjálfa sig: „Mikið er ég heppin að fá að sjá náttúruna og lífið frá þessu sjónarhorni.“ Að sjálfsögðu náði hún í land, því ekki datt henni annað í hug, því hún er ofurbjartsýn. En það þýðir einfaldlega að sjá lífið í bjartari litum en aðrir og þú ert sannkallað eldmerki sem er tákn einlægninnar, hlýjunnar og ástríkisins. Þú gætir átt það til síðustu mánuði ársins að fara of hratt og brenna brýr að baki þér, hvort sem það er eitthvað sem þú gerir viljandi eða ekki. Þú vandar allt sem þú gerir og þín eðlislæga hvatvísi á eftir að skrifa skemmtilega kafla í líf þitt næstu mánuði. Ef þér hefur leiðst í því sem þú hefur verið að gera er nýtt á döfinni, alveg sama hvað þú hefur hangið lengi í því. Því þú ert breytingum háður og elskar liti, ljós og spennu. Allt þetta sem ég er að telja upp er skrifað í skýin fyrir það tímabil sem ert að stökkva inn í. Það sem þú þarft að hafa að leiðarljósi er að hafa hugrekki sem fyrstu hugsun þegar þú vaknar og hugrekki í ástinni, viðskiptum og samböndum. Þú getur leyft þér að vera mjög spenntur fyrir því sem er að opnast hjá þér. Einlægni, hlýja og ástríki BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Vatnsberinn minn, þú ert að fara inn í góða tíma þar sem þú nýtur þín al- veg í botn. Þú ert að breyta einhverju skipulagi og skemmtir þér betur en þú bjóst við. Þeir sem eru í ástarhug eiga bara að gera eitthvað í málunum, ekki bíða eftir að eitthvað gerist, það er lausnin. Þú ert náttúrlega sérstakt listaverk og það er alls ekki hægt að segja þú fallir inn í neins konar form. Þér finnst alltaf að þú þurfir að læra meira, gera meira og útvíkka hug þinn. Svo það er svo sannarlega hægt að segja að þú verðir alls ekkert stopp. Þú skapar þig óháð því hvort aðrir sam- þykki það sem þú gerir eða ekki og ferð út úr þægindahringnum þegar þér dettur það í hug. Það er aldrei leiðinlegt að eiga í ástarsambandi við Vatnsbera, því þið eruð svo kósí elskhugar að öllu leyti. Það birtir yfir í kringum fólkið þitt og þú þarft að taka sterka afstöðu í sambandi við mál sem eru að angra þig. Og það besta í því er, að þú fordæmir engan og átt gott með að setja þig í spor annarra. Þú vilt svo sannarlega að öllum líði vel og vilt þar af leiðandi þóknast öðrum í því sem þeir vilja gera. Þetta getur rifið orkuna þína og hjúpinn sem þú hefur í sundur, svo núna er mik- ilvægt að minna sig á að þú ert þinnar eigin gæfu smiður. Og þeir sem eru í kringum þig hafa það líka í höndum sér að byggja sína eigin gæfu. Það er að lyftast andi þinn, hressleiki og útgeislun með hverjum deginum. Þú færð þar af leið- andi tækifæri til þess að skora þá eða það á hólm sem hindrar þig. Öllum ákvörðunum þínum fylgir svo blessaður styrkur og það mikilvægasta í öllu þessu núna er að taka stjórnina í þínar eigin hendur og storma áfram. Andinn lyftist VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Á́gúst

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.