Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021 LESBÓK Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960E60 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Stóll E-60 orginal kr. 38.600 Retro borð 90 cm kr. 142.000 (eins og á mynd) PILLUR Leikararnir Hugh Jackman og Ryan Reynolds halda áfram að senda hvor öðrum pillur á samfélags- miðlum en nú síðast var það Jackman sem grínaðist í Reynolds. Jackman og Reynolds hafa hæðst að hvor öðr- um í nokkur ár en upphafið virðist mega rekja til þess þegar Reynolds lék Wade Wilson í myndinni X-Men Origins: Wolverine þar sem Jackman lék titilhlutverkið. Árið 2016 mætti Reynolds með grímu af Jackman á frumsýningu Deadpool þar sem hann lék aðalhlut- verkið. Nú á dögunum setti Jackman inn mynd af sér með leikstjóra myndarinnar Free Guy, Shawn Levy, sem Reynolds leikur í. Sagðist Jackman vera staddur í veislu hjá Levy sem hefði gleymt að bjóða Reynolds sem sæti eftir heima með sárt ennið. Reynolds ekki boðið Jackman og Reynolds eru miklir mátar. AFP JAFNRÉTTI Óskarsverðlaunaleikkonan Geena Dav- is segir ofurhetjumynd Marvel, Black Widow, þar sem Scarlett Johansson fer með titilhlutverkið, vera skref í rétta átt fyrir Hollywood er varðar jafnrétti kynja. Davis, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í myndinni Thelma and Louise, hefur síðustu árin vak- ið athygli á kynjamisrétti innan kvikmyndaiðnaðar- ins, þá sérstaklega hve fá hlutverk eru í boði fyrir konur. Þó að hafa konu í aðalhlutverki í eins stórri mynd og Black Widow sé skref í rétta átt segir Davis enn margt hægt að bæta. „Það eru mjög fá hlutverk fyrir konur á mínum aldri og eldri,“ sagði hún við CBS á dögunum. Mun fleiri hlutverk séu í boði fyrir eldri karla. Skref í rétta átt Geena Davis er óhrædd við að tjá sig. AFP Matt Damon snýr aftur í hlutverki ónefnds leikara Ásgarðs. Endurkoma Damons ENDURKOMA Matt Damon mun snúa aftur í litlu hlutverki í næstu mynd um þrumuguðinn Þór, Thor: Love and Thunder, sem kemur út á næsta ári. Damon lék leikara frá Ásgarði sem lék Loka í leikriti sem sett var upp til heiðurs honum í þriðju myndinni um þrumuguðinn, Thor: Ragnarok. Taika Waititi leik- stýrði myndinni og kom með fersk- an blæ inn í kvikmyndaröð Marvel með sínum einstaka húmor. Waititi mun einnig leikstýra þeirri næstu og fóru tökur fram í Ástralíu fyrir stuttu. Sást þar til Damons og þeg- ar hann var spurður út í málið stað- festi hann endurkomu sína sem hinn ónefndi leikari. Þ egar litið er yfir framboð kvik- mynda í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina er eitt sem stendur upp úr. Í dag, sunnu- dag, eru 11 myndir í boði í bíóhúsum Sambíóanna. Af þeim eru allar nema ein, teiknimyndin Flummurnar, byggðar á áður útgefnu efni. Myndin sem sýnd er oftast er myndin Jungle Cruise sem byggð er á tæki í skemmtigarðinum Disneylandi. Sjö af myndunum 11 eru byggðar á öðr- um kvikmyndum, þ.e. eru fram- haldsmyndir eða endurgerðir af gömlum myndum. Þetta framboð virðist endurspegla þróun sem hefur átt sér stað í Holly- wood síðustu ár og áratugi; fram- leiðslufyrirtækin virðast stóla á kvikmyndir byggðum á efni sem áhorfendur kannast við og reyna þannig að nýta sér vinsældir þess. Gamlir karakterar í nýjum að- stæðum eða nýir karakterar í þekkt- um aðstæðum. Ekkert kemur á óvart, allt fylgir sömu formúlunni. Við lifum á tímum hagnaðarsjónar- miða en kvikmyndir sem listform eiga undir högg að sækja. Hræðast áhættu Ef litið er á 20 tekjuhæstu kvik- myndir hvers árs á heimsvísu sést að fjöldi þeirra mynda sem byggjast á Hvarf frumleikans Fjölgun framhaldsmynda og annarra kvikmynda sem byggjast á öðrum myndum hefur líklega far- ið framhjá fáum kvikmyndaunnendum. Hvað veldur og þarf að snúa þróuninni við? Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Stórmyndir eins og Jaws, þar sem óþekktur leikstjóri með frumlega hugmynd að kvikmynd er við stjórnvölinn, heyra líklega sögunni til. Ljósmynd/Universal Studios Kvikmyndaheimur Marvel (MCU) er líklega hvað þekktasta dæmið um röð kvikmynda sem byggja á hver annarri. Árið 2008 kom myndin Iron Man með Robert Downey Jr. í hlutverki járnkarlsins út og markaði upphaf gullaldar ofurhetjumynda, allavega þeirra sem byggja á myndasögum Marvel. Eru myndirnar orðnar 24 á aðeins 13 árum og eru að minnsta kosti 14 aðrar á mismunandi stigum framleiðslu. Það má varla blikka augunum og þá er komin ný mynd um ævintýri Þórs úr norrænni goðafræði eða þriðji þríleikurinn um kóngulóarmanninn farinn af stað. Tekist hefur ótrúlega vel til við gerð þessara mynda ef litið er til miðasölu. Hhver mynd hefur að meðaltali halað inn tæpan milljarð bandaríkjadala á heims- vísu, en framleiðslukostnaðurinn, sem hefur þó verið gríðarlegur, er langtum lægri. Þó má ekki bara skrifa árangurinn á ást kvikmyndaunnenda á ofurhetju- og framhaldsmyndum því mun verr hefur tekist til hjá myndasögurisanum DC. Tæpur milljarður á mynd Herlegheitin hófust með Járnkarlinum árið 2008.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.