Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Blaðsíða 29
öðrum myndum hefur aukist tals-
vert síðustu 30 árin. Árið 1993 voru
tvær af 20 tekjuhæstu myndunum
byggðar á öðrum myndum en árið
2018 voru þær 16 og árið 2019 voru
allar 10 tekjuhæstu myndirnar
byggðar á öðrum kvikmyndum.
Stóra ástæðan fyrir þessari þróun
virðist vera áhættufælni kvikmynda-
stúdíóa. Gífurlegar fjárhæðir fara í
framleiðslu stærstu kvikmynda
heims og ef kvikmyndin er byggð á
efni sem vitað er að dregur marga í
bíó tekur framleiðandinn um leið
mun minni áhættu. Þetta hefur gef-
ist vel eins og árangur kvikmynd-
anna sem byggðar eru á söguheimi
Marvel-myndasagnanna sýnir.
„Þú einblínir á efni þar sem fólk
hefur tilfinningu fyrir söguhetjunum
og hefur tilfinningu fyrir framvind-
unni, fyrir söguþræðinum,“ sagði
Walt Hickey, sérfræðingur í dæg-
urmálum hjá FiveThirtyEight við
ABC-fréttastofuna árið 2017. Þetta
er auðvitað ástæðan fyrir því að svo
vinsælt hefur orðið að gera fram-
haldsmyndir en einnig að endurgera
gamlar myndir eða sjónvarpsþætti
sem hafa notið vinsælda hjá einni
kynslóð og vonast er til að geri hið
sama hjá annarri.
Virðist þarna búið að finna ákveð-
inn eiginleika mannlegs eðlis: við
viljum sjá eitthvað sem við þekkjum.
Við viljum ekki sjá sömu myndina
aftur og aftur heldur sömu persón-
urnar að takast á við ný vandamál
eða sömu söguna í nýjum búningi.
Má segja að þetta sé að einhverju
leyti tilkomið af okkar eigin áhættu-
fælni; við veljum frekar það sem við
könnumst við og vitum að verður
allavega ágætis afþreying frekar en
að taka áhættuna og sjá það sem við
þekkjum ekki.
Ekkert ferskt á sumrin
Að byggja kvikmyndir á höfundar-
réttarvörðu efni er auðvitað ekkert
nýtt í kvikmyndaiðnaðinum. Árið
1905 gaf Thomas Edison út mynd
sem byggði á röð ljósmynda á póst-
kortum. Fjöldinn allur af myndum
um leðurblökumanninn leit dagsins
ljós á níunda og tíunda áratugnum
og fengu fjórir að leika ofurhetjuna
á aðeins átta ára tímabili. Þá verður
No Time To Die, sem kemur í kvik-
myndahús í haust, 25. myndin um
njósnara hennar hátignar, James
Bond. Í gegnum kvikmyndasöguna
hafa framleiðendur einnig treyst á
vinsældir ákveðinna leikara og leik-
kvenna sem fólk vill sjá í nýju hlut-
verki.
Nú er hins vegar svo komið að á
sumrin, þegar stærstu myndir árs-
ins koma út, fara ekki myndir í kvik-
myndahús nema þær treysti annað
hvort á leikara, leikkonu eða leik-
stjóra sem nýtur mikilla vinsælda
eða þær byggist á öðru efni, sagði
Hickey við ABC. Það hefur ekki allt-
af verið svo. „Það að Steven Spiel-
berg, þegar hann var enn nokkurn
veginn óþekktur, gæti gert Jaws og
átt miðasöluna það sumarið, á heima
í fortíðinni,“ sagði Hickey.
Ómerkilegri myndir?
En er þessi þróun slæm? Kvik-
myndaunnendur vilja margir meina
svo, enda verður þessi endurvinnsla
á efni oft til þess að kvikmyndirnar
verða fyrirsjáanlegar og óspenn-
andi. Of mikið er einblínt á að skila
hagnaði frekar en að búa til góðar
kvikmyndir og fer stór hluti fjár-
magns í Hollywood í myndir sem vit-
að er að verða vinsælar. Erfiðara er
því fyrir aðra að komast að með sín-
ar hugmyndir og þurfa þeir oft og
tíðum að gera það án hjálpar kvik-
myndavera.
Aðrir benda þó á að myndir sem
njóta vinsælda hjá stórum hópi
aðdáenda skapi tengsl á milli þeirra
og samfélög myndist jafnvel. Þá má
einnig spyrja sig hvort kvikmynd sé
ómerkilegri fyrir þær sakir að hún
innihaldi karaktera eða byggist á
sögu úr öðrum myndum eða sjón-
varpsefni.
Að lokum má nefna að þótt minni
líkur séu á því að myndum byggðum
á öðru efni vegni illa í miðasölu er
ekkert víst í þeim efnum. Frægasta
dæmi síðustu ára er líklega myndin
Cats, byggð á samnefndum söngleik,
sem fékk hræðilega dóma meðal
gagnrýnenda fyrir tveimur árum og
náði ekki upp í framleiðslukostnað
með miðasölu. Þá hafði myndin Bay-
watch, byggð á samnefndum þátt-
um, stóran aðdáendahóp og fræga
leikara en náði aldrei neinu flugi í
miðasölu þegar hún kom út árið
2017.
Ljósmynd/Marvel Studios
Scarlett Johansson leikur Svörtu
ekkjuna í samnefndri kvikmynd
sem kom út í ár. Myndin er sú 24. í
röðinni um Marvel-ofurhetjurnar.
1.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
PENINGAR Scarlett Johansson hefur
kært Disney fyrir brot á samningi sínum
fyrir leik sinn við myndina Black Widow
sem kom út fyrr í sumar. Vegna kórónuf-
araldursins hafa nokkur kvikmyndastúdíó
brugðið á það ráð að gefa kvikmyndir
sínar út á streymisveitum á sama tíma og
þær eru frumsýndar í kvikmyndahúsum.
Þetta var gert þegar Black Widow kom
út þar sem hún fór á Disney+ er hún var
frumsýnd í bíóhúsum. Samningur Joh-
ansson var bundinn við miðasölu og því
telur hún sig hafa tapað um 50 milljónum
dollara vegna útgáfu myndarinnar á
Disney+.
Segir farir sínar ekki sléttar
Johansson fer í hart við Disney.
AFP
BÓKSALA 21.-27. JÚLÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Fimmtudagsmorð-
klúbburinn
Richard Osman
2 Bréfið
Kathryn Hughes
3 Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
4 Palli Playstation
Gunnar Helgason
5 Leyndarmál
Sophie Kinsella
6 Slétt og brugðið
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
7
Iceland The Land of Fire
and Ice
Chris McNab
8 Sagnalandið
Halldór Guðmundsson
9 Risasyrpa – rokkstjörnur
Disney
10 Iceland Visual Explorer Guide
Chris McNab
1 Palli Playstation
Gunnar Helgason
2 Risasyrpa – rokkstjörnur
Disney
3 Handbók fyrir Ofurhetjur 6
Elias/AgnesVahlund
4
Depill heimsækir
afa og ömmu
Eric Hill
5 Lyftimyndir Sveitin
Setberg
6
Harry Potter og
viskusteinninn
J.K. Rowling
7
Múmínsnáðinn og
Jónsmessuráðgátan
Tove Jansson
8 Gírafína og Pellinn og ég
Roald Dahl
9 Litli prinsinn
Antoine de Saint-Exupéry
10 Íslandsbók barnanna
Margrét Tryggvadóttir
Allar bækur
Barnabækur
Fyrsta vonda minningin: Rifin af
mér bók. Ég var rúmlega þriggja
ára. Síðan sílesandi, nú mest sagn-
fræði og ljóð.
Uppáhaldið eru kerlingar! Emily
Dickinson, Sylvia Plath, Ingunn
Jónsdóttir, Ólína Jónasdóttir, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Anna
Akhmatova og margar, margar
fleiri.
Áratugum saman, las ég aldrei
glæpasögur en Jakob Benedikts-
son sagði að ég yrði að lesa döm-
ur. Svo ég las P.D.
James og síðar féll
ég kylliflöt fyrir
Donnu Leon sem
skrifar um ham-
ingjusömu lögguna
Brunetti í Fen-
eyjum. Hún er sölu-
hæst í Þýskalandi skv. upplýs-
ingum í Der Spiegel.
Ekki má gleyma sænsku krimm-
unum eftir Sjöwall og Wahlöö um
Martin Beck. Mér finnst enn eftir
tíðan endurlestur
að Maðurinn á svöl-
unum, þar sem
engu orði er ofaukið
og persónusköpun
einstaklega skýr, sé
fyrirmynd allra
glæpasagna. Því
miður halda nú-
tímahöfundar ekki sjónarmið
þeirra í heiðri. Nýju glæpabæk-
urnar eru lengri og menn teygja
lopann endalaust að mínu mati!
Skrif sagnfræðinga hafa heldur
betur breyst, nú skrifa menn eins
og Simon Schama feimnislaust
um ævi og athafnir stjórnmála-
manna í A History of Britain í
þremur bindum.
Álíka upplýsandi og fróðleg bók
er Vermeer’s Hat eftir Timothy
Brook sem fjallar um kynni Evr-
ópumanna af heiminum á 17. öld.
Þar er m.a. frásögn af landstjór-
anum í Manila sem bað Spánar-
konung um 70 hermenn til að
hann legði Kína undir Spán. Hroki
fáfræðinnar á sér engin takmörk.
Neil Price gaf
mér nýja sýn á vík-
ingaöldina í frá-
bærri bók: Children
of Ash and Elm.
Bókin fékk mig til
að lesa Orkney-
ingasögu aftur.
Stórkostleg bók Bergsveins Birg-
issonar, Svarti víkingurinn, um
Geirmund heljarskinn staðfesti
hugmyndir mínar um upphaf land-
náms þannig að sagnfræði nú-
tímans er ekki lengur upptalning á
karlmannsnöfnum!
Fyrst þegar ég las Enten eller
eftir Sören Kirkegaard, vissi ég
ekki að þetta var heimspeki. Stíll-
inn hreif mig og þó ég skildi ekki
fjarstæðu eigin tilveru. Ég las síðar
öll hans verk mér til heilla.
Annar heimspekingur, Ludwig
Wittgenstein sem kom til Íslands
1913, segir í Tractatus: „wovon
man nicht sprechen kann, dar-
über muß man schweigen.“ Orðin
takmarka hugsunina.
Nú finnst mér mest gaman af
bókum sem ég les aftur og aftur.
Ein slíkra er Tregahandbókin eftir
Magnús Sigurðsson.
Það var eitt sinn bráðskemmti-
legur garðyrkjustjóri að vestan í
Reykjavík. Hann sagði: moldin
borgar, mennirnir ekki! Mér finnst
líkt með bókina, góð bók sem
upplýsir og fræðir, bregst aldrei.
ERNA ER AÐ LESA
Teygja lopann endalaust
Erna Arn-
grímsdóttir er
sagnfræðingur.