Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 13. desember 1996 3 Fiskiskipaflotinn Þorlákshöfn: Ljósavík fær öflug- an rækjufrystitogara Rækjufrystitogari bættist í flota landsmanna nú í vikunni, þegar Gissur ÁR 2 í eigu Ljósavíkur hf. kom til landsins. Þetta er 12 ára gamall grænlenskur togari, sem áður hét Wilhelm Egede og var í eigu Polar Frost Trawl. Hann var smíðaður í Langsten skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1984 og hefur verður gerður út til rækjuveiða við Grænland síðan. Skipið kemur í stað raðsmíðaskipsins Gissurar ÁR sem nú verður selt. Kaup- verð grænlenska togarans hefur ekki verið gefíð upp. Gissur ÁR 2 er 51,4 m langur og mælist 1103 brúttótonn. (Myndir: Snorri Snorrason). í brúnni á nýja Gissuri ÁR 2. Frá vinstri: Guðmundur Guðfinnsson skipstjóri og útgerðarmennirnir Unnþór Halldórsson og Guðmundur Baldursson. Nýi Gissur ÁR er 51,4 metrar á lengd, 10,4 metrar á breidd og mælist 1.103 brúttótonn. Hann er knúinn 2.240 hestafla Wichmann aðalvél. Togvindur eru 28 tonna af gerðinni Brattvaag. í togaranum er fjórföld vinnslulína fyrir Japans- markað með fjórum pökkunar- stöðvum, tvö suðutæki fyrir rækju og tveir lausfrystar. Heildarfryst- igetan er 45-50 tonn á sólarhring. Að sögn Guðmundar Baldursson- ar hjá Ljósavík hf. skapast aukin vinnslugeta og auknir vinnslum- öguleikar með tilkomu þessa skips, t.d verður hægt að sjóða tvo flokka af rækju samtímis. Engar breytingar þarf að gera á skipinu áður en það heldur til veiða nú um helgina. Pað var málað í Dan- mörku fyrir heimkomuna með Wilkens skipamálningu frá Skipa- málun ehf. en hér heima var settur í það Furuno höfuðlínumælir og Maxsea tölva. Til skamms tíma gerði Ljósavík út tvö rækjufrystiskip, raðsmíða- skipið Gissur ÁR og Hersi ÁR (áður Jón Finnsson RE). Hersir var seldur Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum nýlega og ætlunin er að selja raðsmíðaskipið einnig. Fyrir nokkru var gerður samning- ur við aðila á Patreksfirði um sölu á Gissuri en ekki er ennþá ljóst hvort af sölunni verður. Þar sem Á togþilfarinu. grænlenski togarinn er mun stærri en raðsmíðaskipið (í brúttótonna- tölu er helmingsmunur) þarf að koma til viðbótarúrelding og hefur Ljósavík keypt nokkra báta, bæði stóra og smáa, í því skyni. Raðs- míðaskipið er 42 m langt, 8,10 m breitt og 529 brúttótonn (315 brl.) að stærð. Strandveiðar Samtök strandveiðimanna við N-Atlantshaf: Undirbúningur hafinn að stofnun samtakanna — fundaferð forustumanna LS vestanhafs Forustumenn Landssambands smábátaeigenda (LS), þeir Arthur Bogason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri, eru nýkomnir heim úr ferð til Kanada og austurs- trandar Bandaríkjanna þar sem þeir kynntu hugmyndina að stofn- un samtaka strandveiðimanna við Norður-Atlantshaf fyrir sjómönn- um og öðrum hagsmunaaðilum þar vestra. Sams konar fundir verða haldnir með Norðmönnum, Færeyingum og Grænlendingum í næsta mánuði og áformað er að í febrúar verði haldinn undirbún- ingsfundur að stofnun samtak- anna. Arthur vék að hugmyndinni að stofnun samtakanna í skoðunar- grein hér í Fiskifréttum 1. nóvemb- er s.l. Markmið samtakanna á að vera að knýja fram á alþjóðavett- vangi sem og í hverju heimalandi viðurkenningu á forgangsrétti strandveiðimanna og byggðarlaga þeirra til hefðbundinnar veiða á grunnsjávarmiðum og tryggja að þessir aðilar geti nýtt sér aðlig- gjandi svæði sér til lífsviðurværis og lífsbjargar. Með strandveiðum er fyrst og fremst átt við kyrrstæð veiðarfæri, handfæri, línu, net og gildrur. Strandveiðar eru þó skil- greindar með allólíkum hætti frá einu svæði til annars. Átta fundir haldnir vestanhafs „Við áttum sex fundi með sjó- mönnum á Nýfundnalandi og í Nova Scotia og fundum fyrir mikl- um áhuga og skilningi á þörfinni fyrir samvinnu og samstöðu. Með- al þeirra sem rætt var við voru stærstu samtök sjómanna á Nýfun- dnalandi, FFAW, sem hafa innan sinna vébanda 90% allra fiski- manna í landinu bæði á smáum skipum og stórum. I New Brunswick í Kanada heimsóttum við félagið Maritime Fishermen Union (MFU), sem okkur til mik- illar furðu líkist í mjög mörgu Landssambandi smábátaeigenda, því það er álíka gamalt og LS, hef- ur innan sinna raða svipaðan fjölda báta og af svipaðri stærð og veitir mjög áþekka þjónustu. Aðalmun- urinn er sá að félagsmennirnir veiða humar þar en þorsk hér. í Cape Cod í Massachusetts funduð- um við með fulltrúum sjómanna frá þremur ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna, Massachusets, Maine og New Hampshire. Loks fórum við svo til Boston en þar var mér boðið að flytja ræðu á ráð- stefnu um sjávarútvegsmál, sem um 90 forsvarsmenn hagsmuna- samtaka og stjórnsýslu í sjávarút- vegi í Bandaríkjunum sátu. Alls staðar þar sem við komum var málefninu sýndur áhugi en það á síðan eftir að koma í ljós hversu margir vilja gerast stofnfélagar,“ segir Arthur. Fram kemur í máli Arthurs að Færeyingar og Grænlendingar hafi þegar tekið þessari hugmynd opn- um örmum og lýst sig fúsa til þátt- töku, en viðræður við þá og Norð- menn eru áformaðar í janúarmán- uði. Stefnt er að því að halda fund til undirbúnings stofnunar samtak- anna í febrúar n.k. Gagnsemi samtakanna Arthur var inntur eftir því hvaða beint gagn mætti hafa af samtök- um sem þessum í réttindabaráttu í hverju landi fyrir sig. Hann svaraði því til að með því að skiptast á upplýsingum um ástand og skipu- lag fiskveiðistjórnunar á hverjum stað mætti læra af reynslu annarra og nýta hana til að undirbyggja baráttuna heima fyrir. Jafnframt hlyti vilji alþjóðlegra fjöldasam- taka á þessu sviði að vega þyngra í umræðunni en ef hver væri að bauka í sínu horni. „Þá liggur beint við að slík samtök geri kröfu um aðild og aðgang að þeim alþjóðast- ofnunum sem fjalla um málefni fiskveiða á svæðinu,“ sagði Arthur Bogason. Arthur

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.