Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 8
8 FISKIFRÉTTIR föstudagur 13. desember 1996 Fiskveiðar og kvótaviðskipti Hólmgeiri Jónssyni framkvæmda- stjóra Sjómannasambandsins svarað: Fyrír hverja erforysta SSÍ að berjast? — spyr Guðmundur Guðmundsson skipstjóri á Hafsúlunni — Ég mótmæli harðlega fullyrðingum Hólmgeirs um að það sé verið að neyða okkur til þess að taka þátt í kvótabraski og að við séum með þessu að taka vinnuna frá einhverjum öðrum. Staðreynd málsins er sú að við erum mjög sáttir við þessi viðskipti og þau koma allri áhöfninni til góða, segir Guðmund- ur Guðmundsson, skipstjóri á Hafsúlunni HF 77, en hann hafði samband við Fiskifréttir vegna greinar sem Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasamhands Islands, rit- aði í blaðið í síðustu viku. Forsaga þessa máls er sú að í viðtali við Guðmund í Fiskifrétt- um 22. nóv. sl. kom fram að Sæunn Axels hf., sem kaupir aflann af Norðmenn: Fákarfakvóta við Grænland Norðmenn hafa samið um gagnkvæmar veiðiheimildir við Evópusambandið fyrir árið 1997. Þeir fá nú í fyrsta sinn karfakvóta við Grænland og mega veiða 2.000 tonn. Þá fá þeir 2.650 tonna kvóta af grá- lúðu og er þar um aukningu að ræða. I Norðursjó fá Norðmenn 127 þús. tonn af 420 þús. tonna heildarkvóta fyrir makríl; og 46 þús. tonn af 159 þús. tonna heildarkvóta fyrir sfld til mann- eldis. Kolmunnakvóti Norð- manna er 255 þús. tonn á næsta ári. bátnum, legði honum til þrjú tonn af þorskkvóta á móti hverju tonni sem veitt væri af kvóta bátsins. Guðmundur vildi ekki greina frá verðinu, sem greitt er fyrir aflann, og í grein sinni segir Hólmgeir að ástæðan sé sennilega sú að verðið sé svo lágt að skipstjórinn skamm- ist sín fyrir að nefna það. Hólmgeir gagnrýnir áhöfnina á Hafsúlunni fyrir að brjóta kjarasamninga sjó- manna með því að taka þátt í að fjármagna kvótakaup útgerðarinn- ar og hann hafnar því alfarið að viðskipti Hafsúlunnar HF séu at- vinnuskapandi fyrir sjómenn. Vegna þessa vill Guðmundur koma eftirfarandi á framfæri: — Það er rétt hjá Hólmgeiri að verðið fyrir þorskinn í þessum við- skiptum er 70 kr/kg. Við erum mjög sáttir við það verð. Frá 12. september sl. og fram til 10. des- ember er afli bátsins um 480 tonn. Þar af eru um 70 tonn af ufsa en afgangurinn er þorskur. Kvóti bátsins miðað við slægðan þorsk er 260 tonn en það jafngildir 325 tonnum af óslægðu. Við værum Olía á hafi úti Olíuskip á vegum High Sea Services verða reglulega á eftirfarandi svæðum með: • Svartolíu - IFO 30 • Gasolíu • Vatn • Smurolíu • Reykjaneshryggur • Barentshaf • Flæmski hatturinn • Hjaltlandseyjar • Önnur svæði eftir samkomulagi Gára ehf. - skipamiðlun Skútuvogi 1-B, 104 Reykjavík Sími: 581-1688. Fax: 581-1685 Heimasímar: Kári Valvesson - 555-2479 Sigvaldi Hrafn Jósafatsson - 567-0384 „Gróflega reiknað stóðum við frammi fyrir því að velja á milli hásetahluts upp á annars vegar eina milljón króna og hins vegar tvær miltjónir króna. Eg vil biðja Hólmgeir að reikna þetta dæmi til enda og segja mér hvor leiðin sé hagstæðari fyrir áhöfnina,“ segir Guðmundur Guðmundsson skipstjóri á Hafsúlunni. sem sagt búnir með þorskkvótann fyrir nokkru ef við hefðum aðeins veitt af eigin kvóta en vegna við- skiptanna við Sæunni Axels hf. getum við alls veitt 1300 tonn af þorski á fiskveiðiárinu. Við hefð- um í mesta lagi náð 120 kr/kg með- alverði út úr okkar eigin kvóta og aflaverðmætið fyrir þorskinn hefði þá verið að hámarki 39 milljónir króna. 1300 tonna afli á 70 kr/kg þýðir hins vegar aflaverðmæti upp á 91 milljón króna. Gróflega reikn- að stóðum við frammi fyrir því að velja á milli hásetahluts upp á ann- ars vegar eina milljón kr og hins vegar tvær milljónir kr. Ég vil biðja Hólmgeir um að reikna þetta dæmi til enda og segja mér hvor leiðin sé hagstæðari fyrir áhöfnina, segir Guðmundur en í máli hans kemur fram að viðskipti svipuð þessum tíðkist á velflestum netabátum um þessar mundir. — Ég þekki vel hug sjómanna á netabátum hér á suðvesturhorninu í þessum málum. Flestir bátanna eru með litla þorskkvóta og þá er búið að skera miskunnarlaust nið- ur á undanförnum árum. Maður spyr sig þeirrar spurningar fyrir hverja forysta sjómanna sé eigin- lega að berjast. Hún er greinilega ekki að berjast fyrir sjómenn á netabátunum. Hvar var forystan þegar kvótinn var settur á og bátar með humarkvóta voru skertir um 18 tonn í þorski fyrir hvert tonn af humarskottum, sem þeir fengu í sinn hlut, og þegar síldarbátarnir voru skertir um 90 tonn af þorski vegna sfldarkvótanna? Þessi þorskur var að stærstum hluta fluttur yfir á togarana. Hvað sagði forystan vegna þessarar skerðing- ar og annarrar skerðingar sem bátaflotinn hefur orðið fyrir? Svo vilja þessir menn banna frjálst framsal aflaheimilda. Bátaflotinn hefur lifað á frjálsa framsalinu. Ef það væri afnumið þá myndi það rústa helming bátaflotans um leið og fleiri færu fljótlega sömu leið. Þetta kæmi harkalegast niður hér á aðal vertíðarsvæðinu og ég veit ekki hvað margar fjölskyldur á þessu svæði færu á vonarvöl fyrir vikið. Mér er til efs að forysta SSI sé búin að reikna þetta dæmi til enda, segir Guðmundur en um til- færslu á 100 tonna þorskkvóta frá togaranum Örvari HU til Hafsúl- unnar hefur hann þetta að segja: — Hvað ætli Skagstrendingur hf. sé búinn að kaupa marga báta og flytja kvóta þeirra yfir á togara fyrirtækisins á undanförnum ár- um? Hefur það verið atvinnuskap- andi? Það væri gaman að heyra skoðun forystu SSÍ á því máli, seg- ir Guðmundur Guðmundsson. Gleymdi flotinn er týndur á ný — segir Viðar Sæmundsson á Ársæli Sigurðssyni HF — Sjómenn á netabátunum eru orðnir verulega áhyggjufullir vegna þeirrar stefnu sem umræðan um viðskipti upp á tonn á móti tonni virðist vera að taka. Sann- leikurinn er sá að við lifum á þess- um viðskiptum og ef þau væru bönnuð þá myndi það slátra báta- flotanum. Það er kannski það sem forysta sjómannasamtakanna vill, segir Viðar Sæmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður Ársæls Sigurðssonar HF. Að sögn Viðars er kvóti flestra vertíðarbátanna við hungurmörk- in. Sjálfur segist hann vera betur staddan en margir aðrir. Miðað við niðurskurð undanfarinna ára sé hann með þokkalegan kvóta, 170 tonn af þorski miðað við óslægðan afla en það sem af er fiskveiðiárinu sé hann búinn að veiða vel á þriðja hundrað tonn. — Það er ekki nema ár síðan að það geisaði mikil vorkunnsemi hjá þingmönnum vegna stöðu báta- flotans. Það var talað um gleymda eða týnda flotann og það þyrfti að bæta stöðu hans. Það er engu lík- ara en að þingmennirnir hafi gleymt þessum flota strax aftur. Ég er ekkert viss um að fólkið í land- inu sé sammála forystu sjómanna- samtakanna um að banna framsal kvóta og viðskipti með veiðiheim- ildir, segir Viðar Sæmundsson. Utgerðarmenn - Skipstjórar síldveiðiskipa Óskum eftir að kaupa síld til vinnslu. Upplýsingar í síma 481 1100 ísfélag Vestmannaeyja hf.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.