Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 13. desember 1996 Stórhættuleg smáfískavernd — eftir Sveinbjörn Jónsson Smáfiskaskilja í Fiskifréttum 22. nóvember síðastliðinn var m.a. fjallað um smáfiskaskiljur á mjög jákvæðan hátt og nokkuð ítarlega. I um- fjölluninni er Norðmönnum eignaður heiðurinn af uppfinn- ingunni og má það til sanns vegar færa, þar sem þeir hófu tilraunir með slíkar skiljur um 1990. Það er svo aukaatriði, sem ekki skipt- ir svo miklu máli, að undirritaður teiknaði smáfiska-grindarskilju fyrir tveggja poka troll fyrir rúm- um áratug eða rétt fyrir 1980 og lagði þá teikningu inn í Netagerð Vestfjarða í von um frekari úr- vinnslu. Miðað við þann hugsunar- hátt sem ríkjandi er meðal ís- lendinga um nýtingu þorsk- stofnsins okkar verð- ur undirrit- aður að fagna því að ekki varð úr frekari úr- vinnslu á hugmynd hans. Það vill nefnilega svo til að smáfiskaskiljur eru mjög vara- söm tæki lendi þau í höndum fáfróðra manna sem ekki skilja eðli og uppbyggingu fiskistofna. Líklegasta niðurstaða notkunar á slíku tæki hjá íslendingum í dag er að takast muni að úrkynja þorskstofninn og gera hann óf- rjósaman á nokkrum árum. Tæki sem gerir mönnum kleyft að velja dýrasta fiskinn úr neðansjávar er að vísu framför frá því að velja hann úr á dekki og sleppa þeim fiski sem stofninn þarf mest á að halda. Hægt að útrýma nær öllum 7 ára físki og eldri Ef núverandi staða íslenska þorskstofnsins er rétt metin af Hafrannsóknastofnun er smá- fiskavernd á kostnað þroskaðri einstaklinga stórhættuleg. Þetta sést best ef staða hinna ýmsu ár- ganga er borin saman innbyrðis. Þriggja ára nýliðar voru taldir vera 195 milljónir í vor en á sama tíma voru átta ára þorskar og eldri taldir vera 8,4 milljónir. Sé þetta skoðað í tonnum voru þriggja ára þorskar rúm 200 þús. tonn en átta ára og eldri þorskar tæp 60 þús. tonn. Á þessu má svo sjá að með fullkominni flokkun- artækni væri mögulegt að útrýma nánast öllum sjö ára fiski og eldri með innan við 200 þús. tonna veiði. Gaman væri að vita hvort Hafró mundi velja, ef um hreint var væri að ræða, að láta drepa allan sjö ára fisk og eldri eða allan þriggja ára fisk. Undirritaður hefur komið sér upp þekkingu á eðli háfrjósamra kannibalískra fiskistofna sem gera málið jafnvel enn alvarlegra en þessi beini samanburður gefur til kynna, en telur ekki rétt að fara út í þá sálma í stuttri grein. Hann vill hins vegar vekja athygli manna á mismunandi mikilli frjósemi þriggja ára hópsins og hinna og varpa fram þeirri spurningu, hvort staða hrygningarstofns íslenska svo skrýtin tilviljun að í íslensku máli skuli orðið Vestfirðingur nán- ast vera orðið skammaryrði vegna þess að Vestfirðingar hafa frá upp- hafi barist fyrir svipaðri leið og Færeyingar völdu. Svona getur pólitísk nauðsyn hræddra stjórn- málamanna farið með annars ágætt tungumál. Um stærðfræði Þegar undirritaður stundaði kennslu hér á árum áður reyndi hann m.a. að kenna börnum stærðfræði, þar á meðal margföld- Millj. fiska 200 Fjöldi 3-14 ára lll. 4 l 618110112114. 3 5 7 9 11 13^ Þús. tonn „Á þessu má sjá, að með fullkominni flokkunartækni værí mögulegt að útrýma nánast öllum sjö ára fiski og eldri með innan við 200 þús. tonna veiði“ þorskstofnsins muni þola fiskveið- istjórn af því tagi sem Islendingar virðast hafa mest dálæti á um þess- ar mundir. Hlífa ber þeim físki sem vantar í stofninn Þar sem form þorskstofnsins er afar mikilvægt til þess að honum nýtist eiginleikar sínir til viðhalds og ræktunar, hlýtur það að liggja í augum uppi að rétt væri að nýta flokkunartækni til að hlífa þeim sem vantar í stofninn en ekki öf- ugt. En það er víst borin von að dýrkendur magnbundinna kvóta- kerfa muni nokkurn tíma viður- kenna svo einfaldan sannleika. Undirritaður öfundar Færey- inga mikið þessa dagana. Þeir hafa borið gæfu til að losa þjóð sína úr álögum kvótakerfisins og ef marka má orð Óla Brekkans í ríkisútvar- pinu nýlega er þungu fargi létt af færeyskum sjómönnum. Það er Þungi 3-14 ára I 4 I 6 I 8 I 10 I 12 I 14 3 5 7 9 11 13KT Fjöldi 8-14 ára unartöfluna. í dag virðist mér ekki vanþörf á að kenna jafnvel menntuðust mönnum þjóðarinn- ar þessi annars einföldu fræði og þá sérstaklega þann tilgang stærðfræðinnar að lfkja eftir fyrirbærum í umhverfi okkar. Eru 3x5 sama og 5x3? Nei gat ég sagt. Ef pabbi þinn fer þrisvar á sjóinn og fær fimm tonn á dag er það betra en ef hann fer fimm sinnum á sjóinn og fær þrjú tonn á dag. Þessu get ég staðið á í frjálsri sókn eða sóknarstýringu, en hvað með kvótakerfi? Ef pabbi hans Dóra fer þrisvar á sjó- inn og landar fimm tonnum af blönduðum afla á dag sem selst á 70 kr.kg. fær hann eina milljón og fimmtíu þúsund krónur. Ef pabbi hans Steina fer fimm sinn- um á sjó og flokkar úr ódýrasta fiskinn og landar þremur tonnum á dag sem seljast fyrir 100 kr.kg. fær hann eina og hálfa milljón krónur fyrir. Hvort er betra? Og þá fyrir hvern? Ef lögð eru saman náttúruleg afföll (Hafró) og ótalinn dánar- stuðull (discounted mortality) þriggja ára ára nýliða í íslenska þorskstofninum um þessar myndir er ekki ólíklegt að út komi tala í kringum 35%. Hvað þurfa þeir einstaklingar sem lifa að bæta við sig mikilli þyngd svo árgangurinn verði jafnþungur að ári ef engin önnur afföll koma til? Útkoman er tæp 54%. Ef nátt- úruleg afföll Hafró eru nú of lág tala fyrir þriggja ára nýliða vegna vanmats á mismunandi stöðu einstaklinga í vistkerfinu og of- mats varðandi sjö ára fisk og eldri af sömu ástæðu, hvaða áhrif hef- ur það á valið til ásetningar? Ef mismunandi frjósemi er síðan tekin inn í dæmið, hvar lendum við þá? Andi Stalíns Þó svo að staða stærðfræði- kennslu í íslenskum grunnskól- um sé vissulega áhyggjuefni hafa afskipti undirritaðs af fræði- mönnum þessarar þjóðar og vel menntuðum stjórnmálamönnum valdið því að hann hefur meiri áhyggjur af kunnáttu þeirra (eða siðferði) en kunnáttu grunn- skólanema. Ótrúleg þrákelkni stjórnkerfisins til að viðurkenna þau hryðjuverk, sem búið er að vinna á íslensku samfélagi og fiskistofnum þjóðarinnar með kvótakerfum, kann ekki góðri lukku að stýra. Miðað við um- mæli þeirra um refsingar og sökudólga verður þess ekki langt að bíða að andi Stalíns svífi hér yfir vötnunum svo hægt verði að sinna „nauðsynlegum“ söguföls- unum og hreinsunum í þágu kvótasamfélagsins. Höfundur er sjómaður á Suðureyri. 5 Er Skerjadýpiskarfinn ofveiddur á hryggnum? Er varla sami stofn — segir Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur — Út af fyrir sig þarf það ekki að koma á óvart að djúpkarfaveiðin í Skerjadýpinu og víðar hafi minnk- að. Við höfum bent á það undan- farin ár að farið hafi verið langt fram úr tillögum Hafrannsókna- stofnunar varðandi karfaaflann og það hlýtur að hafa áhrif á afla- brögðin. Hins vegar höfum við ekkert í höndunum sem styður þá kenningu að djúpkarfinn í Skerja- dýpinu og djúpkarfinn við land- helgislínuna sé einn og sami stofn- inn. Ég dreg það reyndar í efa að svo sé. Þetta sagði Þorsteinn Sigurðs- son, fiskifræðingur, er Fiskifréttir inntu hann álits á minnkandi karfaafla og áhyggjum sjómanna þar að lútandi. í síðasta blaði kom fram hjá skipstjórunum á Venusi HF og Skagfirðingi HF að enginn munur væri á Skerjadýpiskarfan- um og djúpkarfanum sem veiðst hefði á úthafskarfaveiðunum í sumar og höfðu skipstjórarnir áhyggjur af því að djúpkarfi úr Skerjadýpinu hefði verið uppi- staðan í úthafskarfaaflanum í sum- ar sem leið. Þorsteinn tekur ekki undir þetta. — Það, sem einkum bendir til þess að þarna sé ekki sami stofninn á ferðinni, er að nokkuð er um að djúpkarfinn á úthafskarfaveiðun- um sé sýktur en ekki hefur orðið vart við sýktan karfa í Skerjadýp- inu. Það gefur vísbendingu um að ekki sé samgangur á milli svæð- anna og að um tvo stofna eða stofnbrot sé að ræða, segir Þor- steinn en í máli hans kemur fram að ef enginn samgangur sé á milli djúpkarfans við landhelgislínuna og Skerjadýpiskarfans þá ættu erfðafræðirannsóknir, sem nú standa yfir, að skera úr um það.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.