Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 1
BCRGARPLAST ÞAR SEM GÆÐIN GANGA FYRIR Einangwð||skiker Líhubalc^^^^^Twriartunnur a Ros1wajbr^^>Wíasttassar { | FRETTIR 47. tbl. 14. árg. föstudagur 13. desember 1996 Sefgörðum l-3,170 Seltjarnarnesi, Sími 5ól 22ll, Fax5ól 4185 | Krafa LÍÚ: Skipstjórar semji hver og einn „Við teljum að skipstjóri sé í fram- kvæmdastjórastarfi hjá viðkom- andi útgerð og hann eigi ekki sam- leið með öðrum á skipinu í kjara- baráttu. Þess vegna finnst okkur að koma eigi því skipulagi á að skipstjórinn semji beint við útgerð- ina um laun sín og sé óbundinn stéttarfélagi eins og tíðkast víðast hvar erlendis. Þetta gildir raunar jafnframt um stýrimenn þótt við nefnum það ekki núna,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Fiskifréttir en samtökin hafa gert kröfu um slíka beina samninga í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Það getur ekki gengið upp að skipstjórar fari í verkfall eins og gerst hefur í tvígang á síðustu ár- um. Þeir eru að reka fyrirtæki (skip) sem veltir í mjög mörgum tilfellum meiru en stærri iðnfyrir- tæki í landinu og hafa oft á tíðum yfir fleira fólki að segja. Hverjum dytti í hug að láta eitthvert stéttar- félag semja fyrir framkvæmda- stjóra iðnfyrirtækis um kaup og kjör?“spyr Kristján. Benedikt Valsson fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambandsins er ekki hrifin af þessum hugmyndum LIU. „Við skulum ekki gleyma því að skip- stjórinn er launamaður og vinnu- löggjöfin nær til hans eins og ann- arra launamanna. Hann hefur áunnið sér ákveðinn rétt með veru sinni í félögum skipstjórnarmanna víðs vegar um landið. Það sætir því furðu að útvegsmenn skuli nú koma fram með tillögu um að gera skipstjórann berskjaldaðan með því að kippa þessum réttindum burt og svipta hann kjarasamningi sínum. Þessum hugmyndum vísum við auðvitað algjörlega á bug. Ef hins vegar er vilji fyrir því hjá ein- stökum útgerðum að gera betur við skipstjóra sína en kjarasamn- ingurinn kveður á um er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu og þarf engar skipulagsbreytingar til,“ sagði Benedikt. Sjá einnig Innsýn bls. 9. Rækjufrystitogarinn Gissur ÁR 2 kom til landsins síðastliðinn þriðjudag, en hann er í eigu Ljósavíkur hf. raðsmíðaskip með sama nafni sem selt verður. Togarinn, sem keyptur er af grænlenskri útgerð, var smíðaður í langur, 10,4 m breiður og með 45-50 tonna frystigetu. Sjá nánar bls. 3. í Þorlákshöfn og leysir af hólmi Noregi árið 1984. Hann er 51,4 m (Mynd: Snorri Snorrason). Tilraunaveiðar vestan við Flæmingjagrunn: 14-15 tonn afgóðrí rækju á sólarhríng vikuafii íslenskra skipa með tvö troll á Fiæmingja- grunni er um 30 tonn Færeyski togarinn Högifossur hefur nú um nokkurt skeið stundað til- raunaveiðar á rækju á svæðinu á milli Flæmingjagrunns og kanadísku landhelginnar. Hefur sólarhringsaflinn verið um 14-15 tonn af góðri rækju en til samanburðar má nefna að íslenskir togarar, sem veitt hafa á Flæmingjagrunni með tveimur trollum, hafa fengið um 30 tonn af rækju á viku. Fréttir af veiði færeyska togar- ans bárust frá Snorra Snorrasyni yngra, skipstjóra á Dalborginni EA, en samkvæmt skeyti frá hon- um til útgerðarinnar hefur Högi- fossur stundað veiðarnar með leyfi kanadískra stjórnvalda um nokk- urt skeið. Svæðið, sem hér um ræðir, er vestan við 46,30 gráður N breiddar en samkvæmt ályktun NAFO fyrir nokkrum árum var ákveðið að láta Kanadamönnum eftir forræði yfir veiðum á þessu svæði þótt það væri að hluta utan 200 mflna landhelginnar. Næst er umrædd lína í um 50 mflna fjarlægð frá landhelgismörkunun en eftir því sem sunnar dregur eykst fjar- lægðin og er hún víða um 100-150 mílur frá 200 mflna landhelgi Kan- ada. íslendingar eru ekki alveg ókunnugir umræddu svæði vestan við Flæmingjagrunnið því fyrsta árið, sem íslensk skip stunduðu veiðar á grunninu, þá varð vart við rækju á þessum slóðum. Á fundi hjá Félagi úthafsútgerða í haust greindi Pétur Stefánsson skipstjóri frá því að hann hefði elt rækjuna alveg að línunni og orðið að sjá á eftir henni inn fyrir hana. Þarna fékkst rauðleit rækja en rækjan á Flæmingjagrunni er yfirleitt frekar ljós á lit. Snorri Snorrason, útgerðar- maður Dalborgarinnar, segir í samtali við Fiskifréttir að hann hafi reynt að fá leyfi til þess að fá að taka nokkur tog fyrir vestan lín- una í desember í fyrra, er Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, var við störf um borð í Dalborginni en kanadísk stjórnvöld hafi synjað honum um leyfið. — Fréttirnar af afla Högifossur staðfesta það sem ég hef áður hald- ið fram. Veiðisvæðið er miklu stærra en menn hafa almennt gert sér grein fyrir og það var fráleit ákvörðun hjá NAFO á sínum tíma að láta Kanadamönnum þarna eft- ir einkalögsögu á alþjóðlegu haf- svæði, sagði Snorri Snorrason. ISLENSKI FJARSJOÐURINN Ríkulegur arður • skattaafsláttur • fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi Kynntu þér málið... LANDSBREF HF. | ...starfsmenn Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbankanum veita frekari upplýsingar og eru til ráðgjafar. - i 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 Metí Bugtinni Sandkolaveiði í Bugtinni sló öll fyrri met á vertíðinni sem lauk 10. desember sl. Að sögn Guð- bjarts Einarssonar á Aðal- björgu II RE var hann alls með um 250 tonn af sandkola í ár en i fyrra var aflinn um 160 tonn. Afli Aðalbjargar RE var svip- aður. Fyrst þegar byrjað var að veiða sandkola í Faxaflóa var veiðisvæðið aðeins á sandinum fyrir utan Garð. Guðbjartur segir að nú veiðist sandkolinn um allan Faxaflóa. Bugtarleyf- ið er fólgið í því að bátarnir fá leyfi til að veiða 90 tonn af skar- kola og þegar því marki er náð verða þeir að hætta veiðum. Sandkolinn er hins vegar utan kvóta og fyrir hann fást 65 kr/ kg. Fiskifræðingar telja að afla- aukninguna megi rekja til þess að óvenju mikið hafi gengið af sandkola í Faxaflóa en veiðin sé lakari á öðrum stöðum. SKIPAÞJONUSTA físso) Olfufélagið hf

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.