Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 6

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 6
Akureyri/Fiskvinnsla og útgerð Ný framkvæmdastjóri tók við stjórnartaumunum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa 1. september sl. Óhætt er að slá því föstu að val stjórnar ÚA hafi komið nokkuð á óvart því fyrir valinu varð Guðbrandur Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarsviðs fslenskra sjávarafurða hf. Um hæfileika Guðbrands, sem er matvælafræðingur að mennt, verður ekki deilt en fáir hefðu trúað því að óreyndu að stærsta fiskvinnslufyrirtækið innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna myndi sækja nýjan stjórnanda í raðir keppi- nautanna í ÍS. Guðbrandur hefur nú gegnt starfí framkvæmdastjóra um rúmlega þriggja mánaða skeið og okkur lék forvitni á að vita hvort miklar áherslubreytingar yrðu í rekstri fyrirtækisins í kjölfar framkvæmdastjóraskiptanna. En fyrst nokkur orð um ÚA sem hefur verið í sviðsljósi fjölmiðlanna að undanförnu vegna sölu Akureyrar- bæjar og KEA á hlutabréfum í félaginu. Vandi landvinnslunnar er m.a. fólginn í háu launahlutfalli vegna snyrtingar og pökkunar að mati framkvæmdastjóra ÚA. Það er því spurning hvort vinnubrögð eins og hér sjást heyra því senn sögunni til Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað árið 1945 og eignaðist fé- lagið sinn fyrsta togara, nýsköpun- artogarann Kaldbak, tveimur ár- um síðar. Vinnsla á vegum ÚA hófst árið 1950 og fram til ársins 1957 hafði fyrirtækið aðeins með höndum saltfisk- og skreiðarverk- un. Frysting hófst hjá ÚA árið 1957. Fyrsti skuttogarinn, Sólbak- ur EA 2, kom til Akureyrar árið 1971 og á árinu 1979 var síðasti síðutogarinn tekinn úr rekstri. Fram til ársins 1987 var ÚA alfarið í landvinnslu en það ár var Slétt- baki EA breytt í frystitogara. Á árinu 1990 var tekin upp altæk gæðastjórnun hjá fyrirtækinu og var það verkefni styrkt af sjávarút- vegsráðuneytinu. Fyrir tveimur ár- um festi ÚA síðan kaup á hinum öfluga frystitogara Svalbaki EA en ári fyrr eignaðist fyrirtækið meiri- hlutann í þýska útgerðarfyrirtæk- inu Mecklenburger Hochseefisch- erei (MHF). í fyrra haslaði ÚA sér síðan völl á sviði vinnslu uppsjáv- arfiska er loðnufrysting og hrogna- frysting var hafin á vegum félags- ins. ÚA var stofnað með það að markmiði að efla atvinnulíf á Ak- ureyri og óhætt er að segja að fyrir- tækið hafi framan af verið rekið eins og fleiri bæjarútgerðir. Akur- eyrarbær hefur lengst af átt góðan meirihluta í fyrirtækinu en eins og komið hefur fram í fréttum hefur bærinn smám saman verið að selja hlut sinn í ÚA. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna keypti í sl. viku 13,7% hlut í fyrirtækinu af Akur- eyrarbæ og þá var jafnframt gengið frá kaupum Burðaráss á 11,3% hlut KEA í ÚA. Hlutur Akureyr- arbæjar er nú 20% en stærstu hlut- hafarnir eru nú Burðarás með yfir 24% hlut og SH með tæplega 14% hlutafjár. Hlutur ÚA er 10% en aðrir stórir hluthafar eru Hampiðj- an með 6,3% og VÍS með 2,3% hlut. ÚA er langstærsti einstaki eignaraðilinn að SH með 15% hlut. Þá á fyrirtækið 60% í Lauga- fiski á Laugum í Reykjadal, 35% í Stöplafiski, sem hefur með hönd- um þurrkun á loðnu, 25% hlut í Tanga hf. á Vopnafirði, 50% í SUA á Seyðisfirði, 20% í Skag- strendingi hf., 12% íFiskeldi Eyja- fjarðar og 53% hlut í MHF. 1200 tonna kvótaaukning í þorski Að sögn Guðbrands Sigurðs- sonar hefur nú verið samþykkt nýtt skipurit fyrir ÚA og er eitt helsta verkefnið á næstunni að breyta landvinnslunni með það að markmiði að auka úrvinnslu á sjáv- arafurðum. — Þrátt fyrir að veltan hafi auk- ist lítillega þá hefur tap verið af reglulegri starfsemi og því þurfum við að breyta. Reyndar hefur reksturinn verið réttu megin við strikið ef tekið er tillit til hagnaðar dótturfyrirtækja og annarra tekna en þegar á heildina er litið þá þurf- um við að bæta um betur í rekstrin- um, segir Guðbrandur. Heildarafli hinna sex togara ÚA hefur verið nokkuð stöðugur und- anfarin ár og hefur aflinn verið frá um 21-23 þúsund tonn á ári þrátt fyrir að þorskveiðiheimildirnar hafi verið skornar niður jafnt og þétt. Þorskkvótinn var aukinn á þessu fiskveiðiári, í fyrsta skipti um margra ára skeið, og skilaði það ÚA 1200 tonna kvótaaukn- ingu í þorski. Heildaraflaheimildir félagsins á fiskveiðiárinu eru ríf- lega 14,500 tonn og þar af eru rúm 4200 tonn af þorski og tæp 5200 tonn af karfa. Vaxtarbroddurinn er í bitavinnslunni Vandi landvinnslunnar hefur verið í brennidepli undanfarin ár og hafa margir tekið svo djúpt í árinni að segja að landvinnslunni sé ekki viðbjargandi. Hún eigi ein- faldlega enga framtíð fyrir sér. Guðbrandur er ekki sammála þessu. — Vandinn er þríþættur. I fyrsta lagi er launahlutfallið er of hátt. Við getum náð því niður með því að auka afköstin og verðmæti framleiðslunnar. Það, sem er nær- tækast í þessu sambandi, er að bæta afurðahlutfallið. Fara í meiri sérvinnslu og maður sér að vaxtar- broddurinn í þessari grein er bita- vinnslan. Við þurfum því að ná betri tökum á bitavinnslunni og verða bestir á því sviði. Bitarnir henta vel í magnsölupakkningar fyrir veitingahús og mötuneyti, þeir henta vel í smásölupakkning- ar og síðast en ekki síst þá henta þeir vel í frekari úrvinnslu. í öðru lagi þurfum við að nýta afskurð Vanda landvinnslunn- ar verður að leysa með aukinni vélvæðingu — rætt við Guðbrand Sigurðsson, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa Ný tækni hefur haldið innreið sína í frystihúsin. Hér eru úthafskarfaflök frá togurum MHF skorin niður í bita með skurðarvél, sem byggir á tölvusjón, frá Marel Lausfrystir flakabitar eru flokkaðir fyrir pökkum með tölustýrðum Mar- el flokkara betur og í þriðja lagi þurfum við að auka vélvæðingu í öllu fram- leiðsluferlinu, segir Guðbrandur en hann leynir því ekki að hann horfi til þess árangurs sem náðst hafi í rækjuvinnslunni með aukinni tæknivæðingu. Tilkoma flokka- rans, sem nefndur hafi verið járn- frúin, hafi t.d. lækkað launakostn- að mjög verulega í þeim fyrirtækj- um sem fjárfest hafi í þessari nýju tækni. Guðbrandur segir að mikið af þeirri úrvinnslu á fiski, sem hægt sé að fara í, sé tiltölulega einföld. Það vanti hins vegar ákveðinn vélbún- að, þekkingu á úrvinnsluþættinum og kröfum markaðarins. Þekking- una sé hægt að kaupa og hægt sé að þróa úrvinnsluna innan fyrirtækj- anna. — Það er alveg ljóst að við mun- um aldrei fara út í það að skera niður blokk og fullvinna slíka af- urð með brauðmylnsnu eða deigi. Við erum einfaldlega ekki sam- keppnishæfir við þær verksmiðjur sem fyrir eru í þessari vinnslu. Bitavinnslan hentar okkur hins vegar mjög vel. Þá horfi ég líka til aukinnar úrvinnslu á sjófrystu hrá- efni. Ég hef trú á að þessi hefð- bundni markaður fyrir sjófrystan fisk verði mjög erfiður á næsta ári. Framboðið er að aukast og verðið að lækka. Ég velti því fyrir mér hvort ekki mætti ná betri árangri með því að einfalda vinnsluna úti á sjó og fullvinna síðan flökin í landi. Skera þau niður í bita og auka með því verðmætin. Njótum þess að hafa sinnt Bandaríkjamarkaði ÚA hefur lengi verið í farar- broddi þeirra frystihúsa sem fram- leitt hafa flök fyrir Bandaríkja- markað. Hefur tryggð fyrirtækis- ins við markaðinn verið viðbrugðið og reyndar hefur for- ráðamönnum ÚA verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki beint fram- leiðslunni hverju sinni inn á þá markaði sem skilað hafa mestum verðmætum. — Við njótum þess að hafa sinnt Bandaríkjamarkaði. Dollarinn hefur staðið mjög þokkalega, segir Guðbrandur en hann upplýsir að á síðasta ári hafi alls verið framleidd rúmlega 2900 tonn af afurðum fyrir Bandaríkjamarkað og nemi sú framleiðsla tæplega 32% af heildarverðmætunum á árinu. Næst á eftir kemur Japansmarkað- ur með 20% hlutdeild, Þýskaland með 19%, Bretland með 11%, önn- ur Asíulönd með 7%, Frakkland með um 5% og önnur markaðs- svæði með samtals 6,5%. Framleiðsla á þorskflökum í fimm punda pakkningum hefur löngum verið uppistaðan í fram- Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA Myndir/Fiskifréttir: ESE leiðslunni fyrir Bandaríkjamark- að. Guðbrandur segir góðan markað fyrir fimm punda pakkn- ingarnar og verðið hafi verið hag- stætt. Hins vegar sé markaðurinn ekki að stækka. Horfum til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski I umræðunni um hlutabréfamál ÚA kom m.a. fram að KEA hefði áhuga á að kaupa hlutabréf Akur- eyrarbæjar í félaginu með það að markmiði að auka samvinnu fyrir- tækjanna tveggja og jafnvel að sameina sjávarútvegssvið KEA og ÚA í einu fyrirtæki. Guðbrandur segir að sameining sé ekki á döf- Starfsmaður ÚA með lausfrysta bita inni en auðvitað megi færa fyrir því góð rök að það hefði verið ákveð- inn styrkur fyrir bæði fyrirtækin ef af sameiningu hefði orðið. — Það er alveg ljóst að okkur væri í lófa lagið að taka mun meira hráefni til vinnslu hér í frystihúsinu en nú er gert og að því leyti hefði sameining fyrirtækjanna verið skynsamleg. Á hitt ber að líta að slík hagræðing gæti verið mjög sársaukafull fyrir ýmsa aðila. Starfsfólki hefði verið fækkað og fleira í þeim dúr. Það kom hins vegar í ljós í viðræðum okkar við KEA að það eru ýmsir fletir á því að fyrirtækin hafi með sér aukið samstarf á komandi árum. I því sambandi má sérstaklega nefna miðlun á hráefni á milli fyrirtækj- anna. Guðbrandur segir það e.t.v. ekki heppilegasta kostinn að tvö fyrirtæki, sem hafa mjög líka starf- semi með höndum, sameinist. Skynsamlegra sé að fyrirtæki eins og ÚA, sem er með sterka stöðu í botnfiski, leiti hófanna um sam- einingu við fyrirtæki sem hafi góð- ar aflaheimildir í t.d. rækju eða uppsjávarfiski eins og sfld eða loðnu. — Því er ekkert að leyna að það er ofarlega á baugi hjá okkur að auka hlutdeild okkar í veiðum og vinnslu áuppsjávarfiski. Sennilega væri skynsamlegast að gera það með sameingu eða samvinnu við fyrirtæki á því sviði. ÚA á sjálft enga loðnu- eða síldarkvóta en með samstarfi við Tanga hf. á Vopnafirði og með starfsemi SÚA á Seyðisfirði höfum við tekið þátt í frystingu á loðnu og loðnuhrogn- um. Hugur okkar stendur til að eignast sfldar- eða loðnukvóta en menn hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en ráðist er í kaup á sfldar- kvóta. Verðið er einfaldlega það hátt. Við verðum að taka á snyrtingunni Svo vikið sé nánar að bolfisk- vinnslunni hjá ÚA þá hefur fyrir- tækið fjárfest í ýmiss konar búnaði á undanförnum mánuðum og miss- erum með það að markmiði að auka framleiðnina. — Við erum orðnir vel í stakk búnir til þess að takast á við það sem kemur á eftir snyrtingunni. Keyptur hefur verið nýr lausfrystir og tiltölulega fullkominn flokkari frá Marel sem ræður vel við það afurðamynstur sem er hjá fyrirtæk- inu í dag. Við erum með mikla pakkningu í poka, þ.e.a.s. á fiski í smásölupakkningum fyrir markað á meginlandi Evrópu, og alls er gert ráð fyrir að þessi framleiðsla verði rúmlega 2000 tonn á árinu. í þessari vinnslu höfum við náð fram mikilli sjálfvirkni. Það er ekki langt síðan að við vorum með her manns í pokavinnslunni en nú sjá þrír starfsmenn um að pakka 30 kflóum á mínútu. Öll frekari úr- vinnsla byggir mikið á lausfrystum afurðum og að því leyti erum við komnir með góðan grunn til að byggja á. Næsta verkefni er að taka á öðrum þáttum framleiðslunnar Myndir og texti: Tveir af fjórum togurum MHF sem eru í höfn á Akureyri og þá einkum á snyrtingunni. Við fengum danskt ráðgjafafyrirtæki til þess að gera úttekt á þessum þætti og við munum vinna að nauðsynlegum breytingum í sam- vinnu við það. Sjálf fiskmóttakan er einnig til skoðunar. Á því sviði hefur lítið breyst undanfarin 30 ár eða svo ef notkun á fiskikörum í stað kassa er undanskilin. — Eru nröguleikar á því að hægt verði að vélvæða snyrtinguna að einhverju leyti á næstunni? — Þessar vélar eru ekki til í dag frekar en fyrir tíu árum. Það hafa ýmsar vélar komið fram en enginn framleiðandi hefur enn náð að koma fram með vél sem hreinsar orma eða bein úr flökum. Vatns- skurðarvélarnar, sem notaðar eru til þess að sneiða niður fiskflök eft- ir fyrirfram ákveðinni forskrift, hafa reynst misjafnlega vel en ég hef trú á því að það verði hægt að nýta þessa tækni við snyrtingu á flökum þegar fram líða stundir. Snyrtingin er sá þáttur vinnslunnar sem krefst mesta vinnuaflsins og nú þegar landvinnslan er komin upp að vegg þá þýðir ekkert annað en að leita leiða til þess að draga úr kostnaði. Lausnin er m.a. aukin vélvæðing en það verður aðeins á færi stærstu og öflugustu fyrirtækj- — Togurunum verður lagt í tvo til þrjá mánuði í vetur og það er hagkvæmara að láta skipin liggja hér en í höfninni í Rostock, segir Guðbrandur en hann upplýsir að uppistaðan í aflaheimildum fyrir- tækisins sé kvóti á úthafskarfa á Reykjaneshryggnum. Þar er þýska fyrirtækið með alls 17 þúsund tonna kvóta. Aðrar veiðiheimildir eru sem hér segir: 1400 tonn af þorski og fleiri tegundum við Norður-Noreg og við Svalbarða, 1200 tonna grálúðukvóti við A- og V-Grænland og hlutdeild í sameig- ekki skilað viðunandi rekstri. MHF er mjög verðmætt fyrir ÚA og ég hef alla trú á því að hægt verði að reka fyrirtækið með góð- um hagnaði þegar búið er að end- urnýja skipakostinn. Framhald á þorskinnflutningi frá Noregi Óhætt er að fullyrða að það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári er ÚA gerði samninga við norskt Pokapökkunarverksmiðja ÚA. Þrír starfsmenn sjá um að pakka 30 kílóum af bitum á mínútu anna að fara þá leið. Ég ímynda mér að þessi meðalstóru fyrirtæki, sem hafa víða verið kjölfestan í at- vinnulífinu, muni eiga erfiða tíma framundan. Stóru húsin og svo smá og mjög sérhæfð fyrirtæki munu standa upp úr að mínu mati. Þetta er engin óskhyggja af minni hálfu. Menn þurfa ekki annað en að líta í kringum sig og skoða hvað hefur verið að gerast í öllum iðn- aði, bæði hér og í nágrannalöndun- um, segir Guðbrandur. MHF er mjög verðmæt eign fyrir UA Svo sem að framan greinir á ÚA ríflega helmings hlut í þýska út- gerðarfyrirtækinu Mecklenburger Hohseefischerei. Fyrirtækið gerir út fimm togara og eru fjórir þeirra nú í höfn á Akureyri og sá fimmti á leiðinni. inlegum kvóta Þjóðverja við A- Grænland. — Nú hafa verið uppi hugmynd- ir um sameiningu þessara tveggja þýsku fyrirtækja sem Islendingar eiga aðild að. Hvernig stendur það mál? — Það er rétt að erindi þess efn- is hefur borist okkur en það á alveg eftir að fjalla um það mál. Það hef- ur mikill árangur náðst í rekstri MHF og nú má segja að jafnvægi sé komið á í rekstri eftir nokkurt tap undanfarinna ára. Við höfum átt mjög gott samstarf við verkalýðs- félögin og þannig tókust samning- ar um að sjómenn á skipunum færu á atvinnuleysisbætur á meðan skipin lægju bundin við bryggju. Næsta stóra verkefnið er að endur- nýja togarana. Við höfum náð fram ákveðinni hagræðingu og þrátt fyrir fimm alvarlegar vélar- bilanir á árinu þá hefur fyrirtækið útgerðarfyrirtæki um kaup á þorski til vinnslu hér á landi. Guðbrandur segir mikinn áhuga á því að framhald geti orðið á þess- um viðskiptum og verið sé að vinna að því máli. — Það er mjög mikils virði að geta unnið náið með fyrirtækjum í öðrum löndum og skipst á skoðun- um. Hvað varðar Noreg þá er ljóst að Norðmenn verða með um 450 þúsund tonna þorskkvóta á næsta ári og sá afli berst að mestu leyti á land á fjórum til fimm mánuðum. Ef okkur tekst að leysa flutninga- vandamálið þá er góður grundvöll- ur fyrir því að flytja smærri þorsk- inn hingað til vinnslu. Við höfum leitað til manna sem eru sérfróðir á þessu sviði og vonandi tekst okkur að ná fram hagstæðum samningum um flutninga á þorskinum hingað til lands, segir Guðbrandur Sig- urðsson.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.