Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 9
Kjarasamningaviðræður sjómanna og útvegsmanna STÁL í STÁL — kröfur sjómanna falla í grýttan jarðveg Viðræður sjómanna og útvegs- manna um nýja kjarasamninga eru að fara af stað. Meginkrafa beggja sjómannasamtakanna, Farmanna- og fiskimannasamb- andsins (FFSÍ) og Sjómannasam- bandsins (SSÍ), er sú að allur fisk- ur, sem seldur er innanlands, fari gegnum fiskmarkað. LIU hefur tekið illa í þessa kröfu og útlit er fyrir hörð átök um málið áður en yfír lýkur. Auk fiskmarkaðskröfunnar leggur FFSÍ til að sérhverju skipi verði gert skylt að veiða a.m.k sem svarar 90% af úthlutuðum veiðiheimildum sínum í þorsk- ígildum talið. Ekki er lagst gegn því að skip skipti á veiðiheimild- um á jöfnu. Þá krefjast bæði SSÍ og FFSI hækkunar á kaupliðum, kauptryggingu og bótafjárhæð- um dauða-, slysa- og örorkutr- ygginga. Ennfremur er krafist lagfæringar á ákvæðinu um útiv- ist og hafnarfrí. SSÍ vill að samið verði um hámarksútivistartíma á vinnsluskipum og um löndunar- frí á loðnu- og síldveiðum og á dragnótaveiðum á útilegu. Sam- tökin munu á næstunni leggja fram nánari útlistun á kröfum sínum. Hörð rimma framundan Augljóst er að hörð rimma er framundan í kjaraviðræðum sjó- manna og útvegsmanna, ekki síst um kvótabraskið svonefnda sem forustumenn sjómanna segja að blómstri sem aldrei fyrr, þrátt fyrir lagasetningar og nefndar- skipanir sem fylgdu í kjölfar tveggja sjómannaverkfalla. Krafa sjómannasamtakanna um allan fisk á markað fellur í grýtt- an jarðveg hjá forustu LÍÚ. Það er því stál í stál. „Fiskmarkaðirnir eru góðra gjalda verðir, en við vísum algjör- lega á bug að skylt verði að selja allan fisk á markaði. Við höfum ekki umboð til þess að svipta okk- ar menn ráðstöfunarrétti yfir afla sínum, slíkt kemur ekki til greina. Rétt er að hafa í huga að fiskvinnsla gengur best þar sem veiðar og vinnsla eru stilltar saman. Þá er það öf- ugsnúið að skylda út- gerðir, sem landa afla sínum til vinnslu, til þess að setja hann á markað á sama tíma og frystiskip þurfa þess ekki. Er það kannski vilji tals- manna sjómanna að stuðla að því að allur fiskur verði frystur á sjó? Það er ekki í þágu heildar- hagsmuna landsmanna. Tekjur sjómanna hafa hækkað meira en annarra undanfarin tvö ár, þrátt fyrir niðurskurð aflaheimila, sem sýnir hve staða þeirra er góð. Þá má minna á, að útgerðir eru í 25 efstu sætunum yfir þau fyrirtæki sem greiddu hæst meðallaun á landinu á síðasta ári,“ sagði Krist- ján Ragnarsson formaður LIÚ. „Ekki hægt að púkka undir svona menn endalaust“ Um þá kröfu FFSÍ að skipi verði skylt að veiða a.m.k. sem svarar 90% af úthlutuðum kvóta sínum í þorskígildum sagði Kristján: „Svona hugmyndir eru skref aftur á bak og koma ekki til greina af okkar hálfu, enda um ímyndaða sérhagsmuni sjómanna að ræða. Verkfallshótanir í þeim efnum hafa engin áhrif á okkur. Þetta myndi t.d. þýða að ekki yrði hægt að fækka skipum með því að flytja til aflaheimildir eða láta önnur skip veiða kvóta skips sem lendir í bilunum. Það er svo annað mál að setja þarf skýrar reglur um núver- andi veiðiskyldu svo ekki sé hægt að fara framhjá reglunum.“ Um umræðuna um kvótabrask- ið sagði Kristján: „Við verðum ekki varir við þessa miklu óánægju sem sögð er ríkja meðal óbreyttra sjómanna út af kvótaviðskiptum. Við eigum t.d. bágt með að trúa að sjómenn suður með sjó geri ágrein- ing við það að til Suðurnesja hafi verið flutt 18.000 tonn í þorskígildum á síð- asta fiskveiðiári. Þessi óánægja er öll runnið undan rifjum sjó- mannaforustunnar sjálfrar sem býr sér til alls konar grýlur út og suður. Tvisvar í röð hafa verið sett lög á Alþingi um þessi mál að beiðni forustu- manna sjómanna sem síðan hlaupa alltaf út undan sér. Það er ekki hægt að púkka undir svona menn öllu meira,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Rökleysa hjá Kristjáni“ Fiskifréttir báru ummæli Krist- jáns undir Benedikt Valsson fram- kvæmdastjóra Farmanna- og fiski- mannasambandsins. „Það er rök- leysa hjá Kristjáni Ragnarssyni að LÍÚ hafi ekki umboð til þess að semja við sjómenn um það hvernig aflanum sé ráðstafað. Útvegs- menn eru samningsaðili okkar en ekki fiskvinnslumenn. Talsmenn útvegsmanna hafa fullt frelsi til þess að semja um það hvort allur fiskur sé seldur á fiskmarkaði eða ekki. Það gegnir mikilli furðu að talsmenn LÍÚ skuli leggjast gegn því að allur fiskur fari á markað. Þessi afstaða þeirra er dragbítur á eðlilega þróun innan sjávarút- vegsins með tilheyrandi ávinn- ingi fyrir greinina, vegna þess að kostirnir við að setja allan fisk á markað eru mun fleiri en gallarn- ir. Auk þess má búast við bættum samskiptum sjómanna og útvegs- manna, sé þessi leið farin til þess að leysa vandann um verðmynd- un á fiski,“ sagði Benedikt. Vindmillur En hverju svarar Benedikt því að óánægjan með kvótaviðskipt- in séu fyrst og fremst runnin und- an rifjum sjómannaforustunnar en ekki óbreyttra sjómanna. „Eg veit ekki hvaða vindmillur snúast í kollinum á Kristjáni Ragnar- ssyni. Við erum sí og æ að bregð- ast við ábendingum frá umbjóð- endum okkar en ekki að skálda upp nein mál af þessum toga eins og hann gefur til kynna. Við höf- um haft spurnir af miklu fleiri kvótabraskmálum en komið hafa upp á yfirborðið, en vandinn er sá að sjómennirnir treysta sér ekki til þess að leggja þau á borð- ið. Þeir eru að hugsa um atvinnu- öryggi sitt og framfærslu fjöl- skyldna sinna. Ég skil þau sjónar- mið mjög vel. Sjómenn eru í bölvanlegri samningsstöðu eins og atvinnuástandið í stéttinni hefur verið og því láta þeir ekki til skarar skríða í slíkum málum,“ sagði Benedikt Valsson. Lágmarks- verðið hétt — þegar Skagfirðingur SK seldi afla í Bremerhaven Togarinn Skagfirðingur SK land- aði tæpum 166 tonnum af fiski í Bremerhaven nú í byrjun vikunnar og var aflinn seldur á markaðnum á mánudag og þriðjudag. Verð- mæti aflans reyndist vera 18 mill- jónir króna og meðalverðið 108,80 kr/kg. Töluvert framboð var af karfa frá íslandi í Bremerhaven í vikunni og því reyndi í fyrsta skipti á það hvort umsamið lágmarksverð, 2,5 þýsk mörk fyrir kílóið, stæðist. Sala Skagfirðings SK var tilkynnt með góðum fyrirvara og því naut togarinn lágmarksverðsins sem nær til allt að 250 tonna af karfa sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Hátt verð á skarkola Töluvert framboð var af íslensk- um gámafiski í Englandi dagana 2. til 5. desember sl. Seld voru alls 465 tonn fyrir 68,3 milljónir króna og var meðalverðið 147,01 kr/kg. Ýsa er jafnan uppistaða útflutn- ingsins til Englands og að þessu sinni voru seld 213 tonn og var meðalverðið 117,07 kr/kg. Fyrir 104 tonn af þorski fengust 144,61 kr/kg, 9 tonn af karfa seldust á 125,23 kr/kg, fyrir 64 tonn af skar- kola fengust 211,88 kr/kg og tæp 3 tonn af ufsa seldust á 91,66 kr/kg. Aðeins voru seld 75 kg af grálúðu frá íslandi en þrátt fyrir það var verðið aðeins 249,74 kr/kg. Fiskifréttir í hverri viku ÓSKUM ÚTGERÐ 0G ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA SKIPIÐ. SKIPIÐ ER ALLT MÁLAÐ AF SKIPAMÁLNING ehf. með © wilekens þýskri hágæða skipamálningu. tfrn Mfilnlfpnc I SKIPAMÁLNING EHF Iflf lilalÍilllrt FISKISL0Ð 92 - 101 REYKJAVIK ■■IIUIIUIIU g S: 562 5815 - FAX 552 5815 e.mail: jmh@treknet.is GISSURÁR2

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.