Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 2
2 FISKIFRÉTTIR föstudagur 13. desember 1996 Fréttir Klara settá söluskrá — vegna fyrirhug- aðrar kvótasetningar á Flæmingjagrunni Rækjutogarinn Klara Sveins- dóttir SU 50 hefur verið sett á sölu- skrá en í síðustu viku slitnaöi upp úr viðræðum um sölu á rúmlega helmings hlut í togaranum til kan- adísks útgerðarfyrirtækis. Klara Sveinsdóttir SU hefur stundað rækjuveiðar á Flæmingja- grunni undanfarin ár en með fyrir- hugaðri kvótasetningu á veiðar ís- lensku skipanna er grundvellinum kippt undan útgerð skipsins á þeim miðum að svo stöddu. Utgerðin hefur því leitað leiða til þess að finna skipinu frekari verkefni og meðal þess, sem kom til greina, var að selja meirihlutann í togar- ann og gera hann út í samvinnu við kanadíska aðila. Að sögn Ingólfs Sveinssonar, framkvæmdastjóra útgerðarinnar, komu Kanadamennirnir hingað til viðræðna í síðustu viku en ekki náðist samkomulag um verð. Klara Sveinsdóttir SU er 500 brúttórúmlestir að stærð og var togarinn smíðaður í Noregi árið 1974. íslenskir markaðir Allir markaðir Vikan 1.-7. des. 1996 Hám. Lágm. Meðal- verð verð verð Magn Tegund (kr/kg) (kr/kg) (kr/kg) (kg) Annar afli 500.00 10,00 72,97 194.696 Grálúða 200,00 100,00 195,60 15.399 Karfi 109,00 5,00 75,82 74.676 Keila 500,00 9,00 65,96 47.853 Langa ' 120,00 30,00 84,09 24.447 Lúða ’ 615.00 50,00 427,74 5.064 Skarkoli 350,00 80,00 128,39 14.111 Steinb. 1600,00 30,00 95,35 18.411 Ufsi 74,00 30,00 64,10 143.753 Ýsa 1620,00 38,00 92,34 258.212 Þorskur 150,00 42,00 97,91 847.003 91,15 1643.625 — Aflinn hefur verið mjög léleg- ur í dag en það er dagamunur á því hvernig aflabrögðin eru. í síðustu viku vorum við tvo daga á sjó og fengum þá ágætan afla, 24 tonn í tveimur lögnum en það samsvarar um 200 kílóum á bjóð ef við göngum út frá því að 500 krókar séu í bjóðinu, sagði Björn Lúðvík Jónsson, skipstjóri á Melavík SF, er við ræddum við hann nú í byrjun vikunnar. I haust og í vetur hefur stór hluti beitningarvélabátanna róið á miðin við Suð-Austurland. Þarna hefur oft fengist stór og góður þorskur en Björn segir greinilegt að minna sé af stór- þorskinum nú en oftast áður. — Þorskurinn er snöggtum smærri nú en á sama tíma í fyrra. Þá var algengt að 30-40% aflans í hverri veiðiferð væri þorskur yfir 8 kílóum og sáralítið var um smá- fisk. Núna fáum við meira af smáfiski og þorski af millistærð en það er ekki mikið um þann stóra, segir Björn Lúðvík. Það gengur allt út á kvótaviðskipti Melavíkin er yfirleitt fjóra til fimm daga á veiðum í einu og Björn Lúðvík segir reynt að passa upp á að láta ekki veiði- ferðirnar dragast þótt aflinn sé e.t.v. ekki upp á það besta. — Við verðum að stfla upp á gæðin. Á þeim lifum við, segir hann en aflinn af Melavíkinni hefur í haust og í vetur farið til fiskvinnslufyrirtækja vítt um landið. Hluti aflans hefur farið á markað og hluti beint til fyrir- tækja utan Hafnar s.s. á Eyja- fjarðarsvæðinu. — Það gengur allt út á við- skipti upp á tonn á móti tonni og ég held að velflestir bátanna séu í einhverjum kvótaviðskiptum með einum eða öðrum hætti. Af- nám línutvöföldunarinnar hefur haft slæmar afleiðingar fyrir okk- ur því fiskverðið hefur lækkað töluvert. Á meðan línutvöföld- unarinnar naut við þá fékk fyrir- tækið, sem var í viðskiptum við okkur, fjögur tonn af þorski til vinnslu á móti hverju tonni af kvóta sem það lagði fram. Nú fær það ekki nema tvö tonn fyrir tonnið og það þýðir verðlækkun fyrir okkur. Þetta er meinsemdin sem við þurfum að kljást við en mér sýnist á öllu að staða okkar sjómannanna sé ákaflega slæm í þessu máli, segir Björn Lúðvík en hann segirað lokun hringveg- arins vegna Skeiðarárhlaupsins hafi ekki bætt úr skák. Verðið á Fiskmarkaði Hornafjarðar hafi lækkað um leið og þjóðvegurinn lokaðist enda hafi flutnings- kostnaðurinn aukist til muna. Verðlækkunin hafi því alfarið bitnað á útgerðinni og sjómönn- unum. Menn tala um að þorskurínn sé farínn að éta undan sér Krossfiskurinn hljóp út á 100 faðma Melavíkin hefur aðallega verið að veiðum út af Hornafirði og svæðinu þar fyrir austan. Björn Lúðvík segist ekki vita hvort Skeiðarárhlaup- ið hafi haft áhrif á fisk- gengd á svæðinu undan Skeiðarársandi. Menn hafi reyndar ákveðnar áhyggjur af humarmið- unum en það komi ekki í ljós fyrr en á ver- tíðinni hvort hlaupið hafi spillt þeim. — Það eina, sem ég hef heyrt þarna að vestan, er að krossfis- kurinn hafi hlaupið úr á 100 faðma dýpi und- an hlaupinu. Eg sel það ekki dýrara en ég keypti það en hitt veit ég að það var oft mikið af krossfiski með ströndinni en ég hef ekki áður heyrt að hans hafi orðið vart niðri á 100 faðma dýpi. í spjallinu við Björn kemur fram að óvenju lítið sé um æti í þorskin- um fyrir austan um þessar mundir. — Ástandið er um margt óvenjulegt. Sfldin er t.d. miklu norðar en verið hefur á þessum árstíma undanfarin ár. Það er lítið um æti og menn tala um það að þorskurinn sé farinn að éta undan sér. Um daginn fengum við reynd- ar þorsk sem tekið hafði smákeilu sem var föst á einum króknum. Það hef ég ekki séð áður. Við erum reyndar með 30 þúsund króka í sjó þannig að þetta segir svo sem ekki mikið. Hins vegar hefur komið fyrir að við höfum fengið tvo til þrjá þorska á sama krókinn. Krókurinn hefur þá farið í gegnum tálknin á fyrsta þorsk- inum og jafnvel þeim, sem næstur kemur, áður en sá síðasti gleypir beituna. Þá hefur komið fyrir á karfaveiðum að fyrst komi einn lítill karfi á krókinn, síðan komi annar stærri og gleypi hann og loks komi einn mjög stór og gleypi allt saman. Björn Lúðvík Jónsson skipstjóri á Melavík SF34 Sannkölluð maraþonlína Björn Lúðvík segir tíðarfarið lengst af hafa verið þokkalegt í haust og í vetur. Þó hafi verið leiðinda kaldi á köflum en veður hafi þó sjaldnast hamlað veiðum. — Nóg af þorski? Það held ég varla. Það er ekki hægt að tala um fiskgengd í þessu sambandi. Ef maður er svo heppinn að hitta á fisk þá verður maður að færa sig og leggja línuna annars staðar ef mað- ur ætlar að fá einhvern afla í næstu lögn. Óhætt er að segja að línubátarn- ir, sem útbúnir eru með beitning- arvélum, séu stórvirk veiðiskip. Á línunni, sem lögð er í einu lagi, eru 30 þúsund krókar og er heild- arlengdin 38,143 metrar. Það liggur því við að línulengdin slagi upp í vegalengdina sem hlaupin er í heilu maraþonhlaupi. Björn Lúðvík segir að það borgi sig að leggja línuna í einu lagi þótt það komi þá fyrir að hluti línunnar liggi á svæði þar sem lítils afla sé von. — Það er langdrýgst að hafa þennan háttinn á. Það borgar sig ekki að leggja línuna í mörgum stubbum, segir skipstjórinn en það fylgir línuveiðunum að margir eru í áhöfn beitningar- vélabátanna. í áhöfn Melavíkur eru t.d. 14-15 manns og er línan lögð og dregin til skiptis allan sól- arhringinn. Björn Lúðvík segir að yfirleitt sé reynt að leggja lín- una frá því upp úr miðnætti og fram undir morgun. Það gefi yfir- leitt besta raun. Tindabikkjan raðar sér á krókana Lítill aukaafli hefur verið með þorskinum á línuveiðunum og segir Björn Lúðvík að tegundir eins og keila, langa, lúða og skata séu orðnar næsta sjaldgæfar. Hins vegar hafi meira veiðst af ýsu en oft áður. — Keilan virðist vera búið spil. Færeyingarnir hafa verið duglegir við að hjálpa okkur við að þurrka hana upp. Það kemur fyrir að við fáum eitt og eitt löng- ukvikindi en það er ekkert sem orð er á gerandi. Lúðan sést varla og skötuveiðin er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var fyrir nokkrum árum. Hins vegar er hægt að veiða mikið af tinda- bikkju. Hún raðar sér á krókana, sérstaklega ef við beitum smokki, en það er verst að verðið er svo lágt að það svarar ekki kostnaði að hirða hana. Verðið stendur varla undir kostnaði við að flytja tindabikkjuna til verk- enda á suðvesturhorninu, segir Björn Lúðvík. Eitt er það, sem nóg er af á miðunum fyrir austan, en það er lúsin sem leggst á beituna og fisk- inn. Þetta er einhvers konar marfló og segir Björn Lúðvík hana ákaflega skæða um þessar mundir. — Stundum verðum við ekki varir við lúsina en stundum gerir hún okkur lífið leitt eins og núna. Lúsin er leggst á beituna og fisk- inn á línunni og það er stundum ófögur sjón að sjá fiskinn eftir að lúsin hefur farið í hann. Einu sinni er við vorum á grálúðuveið- um þá var lúsin búin að hreinsa svo vel af einum króknum að það var bara beinagrindin sem kom upp, sagði Björn Lúðvík Jóns- son. Útgefandí: Fróðí hf. Héðínshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík Pósthólf 8820,128 Reykjavik Sími: 515 5500 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson Ritstjórnarf ul Itrúi: Eiríkur St. Eiriksson Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Krístján E. Einarsson Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir Ritstjórn: Sími 515 5610 Telefax 515 5599 Auglýsingar: Sími 515 5558 Tefefax 515 5599 Áskrift og innheimta: Sími 515 5555 Telefax 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Aðalritstjórí: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf. Áskriftarverð: 3.984 kr. m.vsk. sept.~des. 1996 Hvert tölublað í éskrift 249 kr, m.vsk. Peir sem greiða áskrift með greiðslu- korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar- verð verður 3.586 kr. fyrir ofangreint tímabil og hvert tölublað þá 224 kr. Lausasðluverð 349 kr. Alit verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert. ISSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.