Fiskifréttir


Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 4

Fiskifréttir - 13.12.1996, Blaðsíða 4
4 FISKIFRÉTTIR föstudagur 13. desember 1996 Norsk-íslenski síldarstofninn = HEÐINN SMIÐJA Hönnun • smidi • vidgerdir • þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍIVll 565 2921 • FAX 565 2927 SKIPA- OG kvótaskrá sss,* siavar % fréttir 97 Ulll/ljCfiOotkf.1 TOIVtl TÆKU formi / skranni er að finna upplýsingar um stcvrð og gerð altra íslenskra sliipa ásamt heimilisföngum, símanúmerum, faxnúmerum og kennitölum útgerða, - svo og kvóta skipanna. fl FRÓDI \_1 BÓKA & BLADAÚTGÁFA ivogi 2. 101 ReyKjnvik, sími 515 5500 Skipa- og kvótaskrá Sjávarfretta '96-'97 ANOS Rússnesk verksmiðjuskip á ytri höfninni í Lödingen. Skipin eru gjarnan kölluð klondæk skip með tilvísun til gullæðisins í Alaska á sínum tíma. þar hefur sfldin nú vetrardvöl áður en hún heldur til hrygningar við vesturströnd Noregs eftir áramót. Sfldin hefur dvalið á þessum slóð- um haust hvert undanfarin ár. Miklar veiðar eru stundaðar á henni þá, enda er hún auðveidd þar sem hún heldur kyrru fyrir inni á fjörðunum. A daginn liggur sfld- in á 100 til 170 faðma dýpi, en hún lyftir sér upp á 15 til 40 faðma þegar skyggja tekur á kvöldin. Þá byrja veiðarnar og standa alla nótt- ina. Minni bátarnir landa í höfnum í Norður-Noregi, en stærri nóta- skipin sigla með farma sína suður á bóginn til vesturhéraða Noregs og jafnvel alla leið til Danmerkur. Rússar hafa undanfarin ár verið iðnir við að taka á móti afla frá norska bátaflotanum. Þeir hafa sent stór verksmiðjuskip til þorps- ins Lödingen á hverju hausti. Þar liggja þau í margar vikur á ytri höfninni og taka við afla til fryst- ingar. Fimm rússnesk skip komu í haust og tóku þau alls við rúmlega 10.000 tonnum. Afkastageta þess- ara skipa var um 500 tonn á sólar- hring. Tromsö — Magnús Þór Hafsteinsson Norskir bátar eru nú í þann veginn að Ijúka við árskvóta sinn á norsk- íslensku síldinni. Hjá skrifstofu norska sfldarsölusamlagsins í Björgvin, sem sér um sölu á sfld frá bátaflotanum, var sl. þriðjudag aðeins eftir að veiða um 15.000 tonn af 695.000 tonna heildarkvóta Norðmanna. Reiknað er með að skipin klári kvótann í næstu viku og fari þá í jólafrí. Nýr kvóti tekur gildi 1. janúar. Eins og undanfarin ár hafa Norðmenn veitt langmestan hluta kvóta síns til manneldis. Einungis um 30.000 tonn af heildaraflanum í ár hafa farið í bræðslu. Stærri nóta- skipin hafa einungis sent 3.000 tonn af afla sínum í bræðslu, en þau fengu úthlutað alls 404.000 tonna kvóta í byrjun ársins. I bræðslu frá þessum skipum fer ein- göngu afskurður og annar afgang- ur frá flökun og frystingu um borð. Minni nótaskip og bátar sem veiða í flottroll hafa aðallega staðið fyrir bræðsluveiðunum. í haust hafa veiðarnar farið fram í fjörðunum í grennd við Lófót, en Lödingen, lítið þorp við Vesturfjörð í Lófót í Noregi. Eftir að sfldin fór að hafa vetursetu í fjörðunum í grenndinni hefur bæjarlífið tekið mikinn fjörkipp enda stunda rúmlega 300 bátar veiðarnar í einu og margir landa hér. (Myndir/Fiskifréttir: MÞH). Noregur: Síldarvertíðm fjarar út Unnur Skúladóttir fiskifræðingur: Athugasemdir við um- mæli Ottars Yngvasonar — um rækjustofninn á Flæmingjagrunni í Fiskifréttum 22. nóv. s.l. birtist viðtal við Óttar Yngvason undir fyrirsögninni: „Vona að þing- menn komi vitinu fyrir stjórn- völd“. Þar segir Óttar: „Ég hef það eftir ábyggilegum heimildum að í nýrri stofnmælingu ESB, sem Spánverjar hafa staðið fyrir árlega mörg undanfarin ár, komi í ljós að rækjustofninn á Flæm- ingjagrunni sé tvöfalt stærri en talið var á ársfundi NAFO sem haldinn var í Pétursborg í sept- ember s.l.“. Heimildir Óttars eru ekki ábyggilegar. Sannleikurinn er sá að fjallað var um þessa stofnmæl- ingu Spánverja eins og vanalega á ársfundi NAFO í september í Pétursborg. Stofnmæling Spán- verja á fiski og rækju fer fram í júlí ár hvert og er það m.a. ástæðan til þess að fjallað er um Flæmingjagrunnsrækjuna á aðal- fundi NAFO í september í stað þess að gera það á júní-fundinum þar sem rætt er um flestar teg- undir. í grein undirritaðrar og Gunnars Stefánssonar í Veri Morgunblaðsins 30. okt. s.l. er stofnmæling Spánverja m.a. til umræðu. Stofnmæling þessi þykir gefa vissar vísbendingar um stofn- stærð rækju þriggja ára og eldri. Reyndar er stofnvísitalan árið 1996 ívið hærri en 1995, en aðeins 75% af stofnstærðinni árið 1993 þegar veiðar hófust. Þetta er það óná- kvæmt mat að stofnstærðin þykir hafa verið nokkuð svipuð öll árin. Það var einkum tvennt sem menn höfðu áhyggjur af á fundin- um í Pétursborg. I fyrsta lagi var það hversu mjög kynþroska kven- dýrum hafði fækkað á fjórum ár- um, eða niður í um þriðjung. Hitt var það að mjög lítið var af tveggja ára rækju í veiðunum (1994 ár- ganginum) miðað við árið á und- an. Þá var verið að miða við mjög sterkan árgang frá 1993. Stofnmæling Kanadamanna Undirrituð sat vinnufund um rækju á Flæmingjagrunni 19.-20. nóvember s.l. í Kanada. Þarna var aðallega rætt um samræmingu vinnubragða rækjuvísindamanna er fást við rannsóknir á rækju á Flæmingjagrunni. Þar komu m.a. fram niðurstöður Kanada- manna úr fyrstu stofnmælingu þeirra á rækju á Flæmingja- grunni. Um þessa stofnmælingu var fjallað lítillega í viðtali við undirritaða í Fiskifréttum 29. nóvember s.l. Enda þótt úttekt á rækjustofninum á Flæmingja- grunni væri ekki á dagsskrá á þessum fundi var sagt frá stofn- mælingunni og metið hvort ætti að halda áfram með slíka mæl- ingu. Þar sem þetta var fyrsta stofnmælingin af þessari gerð, þar sem notaðir voru 13 mm möskvar í poka, var að allra mati engan veginn unnt að túlka hana með tilliti til stofnmælinga Spán- verja, sem nota 35 mm í poka og 60-80 mm í belg. Þannig hefur álit í sambandi við fjölda kven- rækja ekkert breyst frá því á sept- ember-fundinum í Pétursborg og reyndar er ekki heldur unnt að meta árgangastyrk tveggja ára rækjunnar. Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.