Fiskifréttir


Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 2
2 FISKIFRETTIR 29. september 2006 SJAVARUTVEGUR KARLINN í BRÚNNI Ýsuaflinn 2005 (Ráðstöfun eftir tegund löndunar. Heildarafli 96.580 tonn) Gámafiskur 3% (frá fisk- mörkuðum) Heimild: Hagstofan. FISKMARKAÐIR Allir markaðir (Islandsmarkaður) dagana 17.-23. sept. 2006 (Tölur fyrir slægðan fisk eru á undan tölum fyrir óslægðan fisk) Meðal- Lægsta Htesta Tegund Magn verð verð kg kr./kg kr./kg verð krJkg ÞORSKUR 106.955 245,48 113,00 300,00 ÞORSKUR 185.589 212,44 105,00 277,00 ÝSA 81.971 151,10 54,00 199,00 ÝSA 410.344 145,11 1,00 216,00 UFSI 21.040 69,15 5,00 81,00 UFSI 16.477 56,63 5,00 71,00 LÝSA 1.300 54,72 20,00 76,00 LÝSA 4.406 54,18 5,00 97,00 GULLKARFI Ó 99.699 99,33 11,00 123,00 LANGA 12.816 135,71 10,00 147,00 LANGA 23.209 129,85 22,00 143,00 BLÁLANGA 14.901 119,74 67,00 154,00 BLÁLANGA 534 103,42 102,00 133,00 KEILA 36.176 82,47 45,00 96,00 KEILA 20.709 68,84 5,00 81,00 STEINBÍTUR 130.259 132,51 7.00 146,00 STEINBÍTUR 51.903 102,15 28,00 163,00 TINDASKATA Ó 6.841 10.12 5,00 15.00 HLÝRI 57.933 131,72 90,00 149,00 HLÝRI 4.887 120,28 90,00 163,00 SKÖTUSELUR 39.494 329,31 100,00 355,00 SKÖTUSELUR 103 281,22 248,00 298,00 SKATA 281 170,01 5,00 210,00 SKATA 12 74,00 26,00 90,00 HÁFURÓ 1.590 26,80 5,00 62,00 ÓSUNDURLIÐAÐ S 808 60,79 40,00 130,00 LÚÐA 3.809 562,35 120,00 871,00 LÚÐA 56 543,50 355,00 639,00 GRÁLÚÐAS 1.040 199,15 155,00 210,00 SKARKOLI 40.064 166,40 7,00 263,00 SKARKOLI 16 174,44 5,00 212,00 ÞYKKVALÚRA S 30.992 263,16 12,00 437,00 LANGLÚRA 2.206 89,99 9,00 109,00 LANGLÚRA 2.336 64,22 40,00 86.00 STÓRKJAFTA 4.008 73,14 5,00 80,00 STÓRKJAFTA 249108,00 108,00108,00 SANDKOLI 5.701 62,36 11,00 70,00 SANDKOLI 2.529 54,68 5,00 91,00 SKRÁPFLÚRA 3.112 58,76 6,00 100,00 SKRÁPFLÚRA 548 8,53 5,00 50,00 SANDHVERFA S 15 700,00 700,00 700,00 URRARIÓ 12 15,17 6,00 16,00 GELLUR 149 641,03 602,00 661,00 NÁSKATA 301 28,10 5,00 38,00 NÁSKATA 3 5,00 5,00 5,00 UNDÞORSKU 22.317 133,80 91,00 164,00 UNDÞORSKUR 21.927 109,32 83,00 126.00 UNDÝSA 18.680 90,89 75,00 109,00 UNDÝSA 37.946 74,83 57,00 97,00 BLEIKJA S 122 517,94 449,00 800,00 LAXS 1.778 348,97 180,00 450,00 HVÍTASKATA 81 45,00 45,00 45,00 LIFUR 5.012 33,38 30,00 40,00 UNDUFSI 34 6,00 6,00 6,00 .535.281 152,86 sjAvarúivegsvefur fiskifrétta Siguróur G. Sigurjónsson, skipstjóri á Smáey VE: Dapurt á ýsuslóó „Satt best að segja hefur tilveran verið óskaplega róleg hvað fisk- veiðar varðar,” segir Sigurður Guðbjörn Sigurjónsson, skipstjóri á togskipinu Smáey YE í samtali við Fiskifréttir. „Það hefur verið dapurt yfir ýsuslóð og lítil reisn undanfarið. Að vísu fáum við einn og einn góðan dag inn á milli en þeir eru alltof fáir fyrir minn smekk.” Smáey VE. (Mynd: Guðmundur Alfreðsson). Sigurður segist hafa verið að reyna fyrir sér frá Ingólfshöfða og vestur fyrir Vestmannaeyjar og að ástandið sé allsstaðar það sama. „Tíðarfarið er búið að vera fremur leiðinlegt og við höfum því ekki getað sótt eins mikið og við hefðum viljað. Astandið virðist reyndar vera svipað um allt land eins og er. Það var opnað hólf norður á Strandagrunni fyrir um það bil hálfum mánuði og stór hluti flot- ans keyrði þangað í von um afla en við reyndum það ekki einu sinni. Enda kom í ljós að þar var lítið að fá. Að vísu gýs upp veiði á Halanum annað slagið þar sem menn reka í þorsk og einhverja ýsu með en veiðin dettur yfirleitt fljótt niður aftur.” Mikið um smáa ýsu Smáey er að jafnaði vikutúra á sjó og má veiða upp að þriggja mílna mörkunum. Sigurður segir að þeir hafi yfirleit náð að kroppa í hann þegar hann er spurður um aflabrögð. „Við eru að landa þetta 125 körum af stærri gerðinni en höfum farið upp í 160 kör þegar mest hefur veiðst. Auk ýsunnar höfum við verið að landa svolítið af kola. Ýsan sem við fengum i síðasta túr austur við Ingólfshöfða var mjög góð en almennt hefur mér þótt hún frekar rýr. Hún er smærri en á liðnum árum og hún hefur ekki verið að gefa sig á sömu slóð og áður. Satt best að segja finnst mér meira um smáýsu hlutfallslega og það er líka minna af henni. Ég hef ekki neina skýringu á þessu en þykir ekki ósennilegt að það tengist ætisskorti. Umhverfið hlýtur að tengjast þarna inn í enda hafa fiskifræðingar verið að tala um að lítið sé af sandsíli á miðunum. Ég hef aðeins kíkt í magann á ýsunni í sumar og sýnist innihaldið fremur þannig að hún virðist hafa lítið að éta. Fiskurinn sem við fengum við Ingólfshöfða í síðasta túr var allt öðru vísi og með mun meira æti í sér og því betur haldinn. Fallegri og feitari.” Veður ræður verði „Þrátt fyrir góðan afla í kola vestan við Eyjar fyrir skömmu má segja að svipað sé upp á ten- ingnum með hann. Ef vel veiðist er fiskurinn yfirleitt minni og ekki eins spennandi,“ segir Sigurður. Smáey VE landar í Vestmannaeyjum og fer nánast allur afli í gáma. „Verðið hefur verið upp og ofan og helst í hendur við veður og eftirspurn. Við fengum ágætt verð síðast, um 200 krónur fyrir kílóið, en það hefur oft verið lægra. Þegar veðrið er blíðast og best er verð- ið Iágt en þegar veður er vont og lítið er að hafa fæst besta verðið.” Notar leggglugga I máli Sigurðar kemur fram að hann notar leggglugga í staðinn fyrir smáfiskaskilju. „Riðillinn fyrir ofan pokann er stærri og gerir sama gagn og skiljan. Að mínu mati er minni slysahætta af leggglugganum vegna þess að skiljan vill slást til í rennunni þegar er verið að keyra hana út og það hefur valdið slysum. Annars er allt gott að frétta og ég er bjartsýnn á fram- tíðina. Við megum veiða um 2.200 þorskígildistonn á fisk- veiðiárinu og gerum skipið út allt árið á því. Maður verður víst að spila úr því sem maður hefur,” segir Sigurður Guðbjörn Sigurjónsson, skipstjóri á Smáey VÉ, að lokum. „Ysan er smærri en á liðnum árum og hún hefur ekki verió aó gefa sig á sömu slóó og áóur.“ Rússland-Noregur: Innflutningsdeilan hefur verió leyst Samkomulag hefur tekist á milli norska matvælaeftirlitsins og yfirvalda í Rússlandi um innflutning á afurðum frá Noregi til Rússlands. Rússar höfðu boðað að nýjar og mjög strangar reglur tækju gildi um næstu mánaðamót sem norskir útflytjendur töldu að ómögulegt væri að uppfylla. íslenskir útflytjendur töldu að þessi deila gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning á íslensku fisk- afurðum til Rússlands. Greint er frá samkomulaginu vegsráðuneytisins í dag. Helga á heimasíðu norska sjávarút- Pedersen sjávarútvegsráðherra fagnar því að lausn hafi fundist í deilunni en samkvæmt sam- komulaginu verður formi útflutn- ingsvottorða breytt þannig að erf- iðara verður að falsa þau. Rússar hafa gert alvarlegar athugasemd- ir við að norskur lax hefur verið fluttur til Rússlands á fölskum vottorðum enda óttast menn að slíkur fiskur hafi ekki fengið vott- un matvælaeftirlitsins og mönn- um geti stafað hætta af neyslu hans. Nýju vottorðin eiga að vera tilbúin fyrir 15. október nk. Þá er í samkomulaginu kveðið á um að hægt eigi að vera að rekja uppruna afurðanna. Aðeins eld- isfiskur frá viðurkenndum og vottuðum stöðvum fær innflutn- ingsleyfi. Skip.is greindi frá. Ft.ski FRETTIR Útgefandi: Fiskifréttir ehf. Mýrargötu 2 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Ritstjórn: Sími: 569 6625 Fax: 569 6692 Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir hertha@fiskifrettir.is Auglýsingar: Sími: 569 6623 Fax: 569 6692 Áskriftarverð m/vsk: 2.025 kr. á mán. m/kreditkorti 2.250 kr. á mán. m/greiðsluseðli Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími: 569 6625 Fax: 569 6692 Áskrift og innheimta: Sími: 511 6622 Fax: 569 6692 Lausasöluverð: 550 hvert tölublað Blaðamaður: Vilmundur Hansen vilmundur.hansen@gmail.com Sími: 569-6624 Fax: 569 6692 Skip.is - fréttavefur Fiskifrétta Eiríkur St. Eiríksson Sími: 569 6610 Fax: 569 6692 Prentvinnsla: Gutenberg

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.