Fiskifréttir


Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 3
FISKIFRETTIR 29. september 2006 3 FRETTIR Á netaveiðum. (Mynd: Alfons Finnsson). Fiskveióiárió 2005/2006: Minni kvótabruni - en undanfarin ár Á nýliðnu fískveiðiári brunnu inni 7.792 þorskígildistonn sem er heldur minna en næstu físk- veiðiár þar á undan. Ræður þar mestu um að ekki var skilinn eftir neinn ónotaður loðnukvóti í ár eins og undafarin ár. Aðalskýringin á því að ekki náðist að nýta allar aflaheim- ildir fiskveiðiársins 2005/2006 er sú að úthafrækjukvótinn er nánast ósnertur vegna þess að veiðarnar borguðu sig ekki og lítið aflaðist einnig. Tæp 10 þús- und tonn af rækjukvótanum eru óveidd eða um 6.700 þorskígild- istonn. Erfiðlega gekk að veiða fleiri tegundir eins og sandkola og skrápflúru en menn bjarga sér fyrir horn með því að nýta þær tegundir í tegundatilfærslu. Um 1.150 tonn af ufsa brunnu inni á nýliðnu fiskveiðiári. Þegar nánar er rýnt í töflur Fiskistofu urn kvótastöðu kemur í ljós að um 1.300 af ufsa voru búin til með tegundatilfærslu. Það skýt- ur því skökku við að megnið að tegundatilfærslunni skuli vera í tegund sem að hluta til brennur inni. Kvótategund Kvóti sem brunnið hefur inni (fímm fískveiðiár - skráð í tonnum) 2001/02 2002/03 2003/04 2004/05 2005/2006 Þorskur 78 41 18 60 41 Ýsa 27 293 141 57 74 Ufsi 75 1.400 905 2.089 1.142 Karfi 60 34 428 102 73 Langa 81 63 45 43 30 Keila 91 40 47 50 30 Steinbítur 20 384 1.881 829 24 Skötuselur 19 7 14 3 3 Grálúða 10 20 2.209 148 57 Skarkoli 21 18 2 5 19 Þykkvalúra 24 73 4 2 2 Langlúra 12 8 15 1 4 Sandkoli 18 166 440 276 250 Skrápflúra 39 390 806 791 308 Síld 16.661 12.651 322 3 62 Loðna 43.380 1.292 160.705 164.042 424 Lfumar 0 0 26 0 0 Úth.rækja 5.326 6.723 4.123 10.709 9.898 Hörpudiskur 71 186 0 0 - Innfj.rækja 66 55 26 2 17 Þorskígildi (Heimild: Fiskistofa). 7.515 8.821 17.089 19.323 7.792 Krókaaflamarksbátar 2005/2006: Veiddu 23 þús. tonn af ýsu Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskistofu veiddu krókaafla- marksbátar um 22.700 tonn af ýsu á nýliðnu fiskveiðiári miðað við afla upp úr sjó, sem er um 23% af heildarýsuafla landsmanna. Miðað við slægt er ýsuafli krókabáta um 19 þúsund tonn. Þegar listi yfir kvótastöðu er skoðaður kemur í ljós að í upp- hafi fiskveiðiársins 2005/2006 voru krókaaflamarksbátar með nm 13.800 tonna ýsukvóta miðað við slægt þegar búið er að reikna með bótum og tilfærslu á milli ára. Þeir hafa því veitt um 5.200 tonn umfram þessa tölu sem helgast af því að þeir hafa leigt til sín úr stóra kerfinu og einhver afli kemur síðan utan aflamarks í gegnum línuívilnun. Einnig kemur fram á kvótastö- ðulistanum að krókabátar hafa tryggt sér ríflegar aflaheimildir á nýliðnu fiskveiðiári því þeir flytja tæp 1.800 tonn af ýsu yfir á fiskveiðiárið sem nvhafið. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum, Hveradölum föstudaginn 6. október 2006 kl. 11:00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson, formaður SF Ársreikningur SF 2005 Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda Ræða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra Að bræða grjót, gögn, gúanó og hjörtu kaupenda - Af markaðsmálum stóriðju, tölvuiðnaðar og sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. Peningastefna á óvissum tímum Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands Efnahagslífið - Hvert liggur leiðin? Vilhjálmur Egílsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Hvað er framundan í efnahags-, gengis- og peningamálum? Pallborðsumræður undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, fréttastjóra Þátttakendur: Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. Erla Kristinsdóttir, frkvstj. Sjávariðjunnar Rifi hf. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Stjórnin ]^.WOODWARD Viðurkennd viðgerðarþjónusta fyrir Woodward-gangráða. Eini viðurkenndi aðilinn á íslandi af hálfu flokkunarfélaganna DNV og Lloyd’s Starfsmenn, sem hlotið hafa þjálfun frá Woodward. Gangráðar keyrðir í prufubekk áður en þeir j fara frá verkstæði. I VÉLAR ©g] SKIP ®GtíL HÓLMASLÚÐ 4,101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 0095, FAX 562 1095

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.