Fiskifréttir - 29.09.2006, Side 4
4
FRÉTTIR
FISKIFRETTIR 29. september 2006
Aflahæstu uppsjáv-
arveiðiskip
(Fiskveiðiárið 2005/2006)*
Röö og nafn skips Tonn
1. Vilhelm Þorsteinsson EA 47.048
2. Börkur NK 43.349
3. Jón Kjartansson SU 43.050
4. Ingunn AK 38.940
5. Hákon EA 37.583
6. Faxi RE 33.520
7. Beitir NK 31.358
8. Huginn VE 30.481
9. Ásgrímur Halldórsson SF 30.404
10. Sighvatur Bjarnason VE 28.032
11. Engey RE 27.158
12. Guðmundur Ólafur ÓF 25.792
13. Guðrún Þorkelsdóttir SU 25.104
14. HofTell SU 23.958
15. Gullberg VE 23.910
16. Bjarni Ólafsson AK 22.007
17. Björg Jónsdóttir ÞH 22.000
18. SunnubergNS 20.137
19. Aðalsteinn Jónsson SU 19.848
20. Áskell EA 19.686
Samtals 593.365
*Bráöabirgðatölur. Heimild: Fiskistofa.
Aflahæstu bátar
(Fiskveiðiárið 2005/2006)*
Röð og nafn skips Tonn
1. Sighvatur GK 4.083
2. Kristín GK 4.014
3. Jóhanna Gísladóttir IS 3.983
4. Páll Jónsson GK 3.340
5. Drangavík VE 3.248
6. Hrungnir GK 3.097
7. Smáey VE 3.029
8. Steinunn SF 2.976
9. Halli Eggerts ÍS 2.921
10. Siggi Þorsteins ÍS 2.908
11. Sturla GK 2.760
12. Ágúst GK 2.700
13. Helgi SH 2.647
14. Þorvarður Lárusson SH 2.597
15. Valdimar GK 2.496
16. Tómas Þorvaldsson GK 2.450
17. Þinganes SF 2.417
18. Kristrún RE 2.386
19. Núpur BA 2.347
20. Faxaborg SH 2.314
Samtals 58.712
*Bráðabirgöatölur. óslægt.
Heimild: Fiskistofa.
Aflahæstu
skuttogarar
(Fiskveiðiárið 2005/2006)*
Röð og nafn skips Tonn
1. Arnar HU 8.694
2. Málmey SK 8.338
3. Örfirisey RE 7.628
4. Snorri Sturluson VE 7.379
5. Þór HF 7.343
6. Ásbjörn RE 7.240
7. Venus HF 6.859
8. Ottó N. Þorláksson RE 6.638
9. Helga María AK 6.550
10. Gnúpur GK 6.532
11. Höfrungur IIIAK 6.401
12. Vestmannaey VE 6.369
13. Barði NK 6.329
14. Vigri RE 6.257
15. Björgvin EA 6.223
16. Mánaberg ÓF 6.211
17. Víðir EA 6.210
18. Hrafn Sveinbjarnarson GK 6.112
19. Björgúlfur EA 6.004
20. Þerney RE 5.997
Samtals 135.316
*Bráðabirgðatölur. óslægt. Heimild: Fiskistofa.
Aflahæstu krókabátar
(Fiskveiðiárið 2005/2006)*
Röð og nafn skips Tonn
1. Guðmundur Einarsson ÍS 1.507
2. Hrólfur Einarsson IS 1.458
1.451
4. Narfi SU 1.146
5. Kristinn SH 1.114
6. Gísli Súrsson GK 1.056
7. Daðey GK 970
8. Kristján ÍS 967
9. Þórkatla GK 926
10. Bíldsey SH 926
11. Steinunn ÍS 887
12. Karolína ÞH 796
13. Aron ÞH 765
14. Arnar KE 755
15. Svanur EA 753
16. DigranesNS 748
17. SærifSH 691
18. Friðfinnur ÍS 660
19. Gestur Kristinsson IS 623
20. Siggi Bjartar ÍS 618
Samtals 18.817
*Bráðabirgðatölur. óslægt. Heimild: Fiskistofa.
Aflahæstu smábátar með aflamark
(Fiskveiðiárið 2005/2006)*
Röð og nafn skips Tonn
1. Bárður SH 578
2. Happasæll KE 555
3. ísak AK 401
4. Hafnartindur SH 307
5. Ebbi AK 299
6. Már GK 287
7. Keilir II AK 281
8. Arney HU 279
9. Katrín SH 277
10. Binni í Gröf VE 257
11. Ingimar Magnússon IS 256
Röð og nafn skips Tonn
12. Hraunsvík GK 253
13. Keflvíkingur KE 246
14. Sigrún AK 237
15. Halldór NS 219
16. Inga NK 215
17. Tjálfi SU 201
18. Bresi AK 201
19. Maggi Jóns KE 200
20. Máni ÁR 197
Samtals 5.746
*Bráöabirgðatölur, óslægt. Bátum sem veiða beitukóng sleppt.
Heimild: Fiskistofa.
Nýlióió fiskveióiár:
Vilhelm Þorsteins
var aflahæstur
Vilhelm Þorsteinsson EA. (Mynd: Þorgeir Baldursson).
Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm
Þorsteinsson EA er aflahæsta
skip flotans á nýliðnu fiskveiði-
ári með um 47 þúsund tonna
afla. Þar á eftir koma Börkur
NK og Jón Kjartansson SU (ex.
Hólmaborgin SU) með rúm 43
þúsund tonn. Ingunn AK, sem
var aflahæsta skip flotans fisk-
veiðiárið 2004/2005, er í fjórða
sæti með um 39 þúsund tonn.
Verulegur samdráttur er í afla
uppsjávarveiðiskipa miðað við
fiskveiðiárið á undan. Þá voru 20
efstu uppsjávarveiðiskipin sam-
anlagt með 890 þúsund tonna
afla en á nýliðnu fiskveiðiári voru
þau samanlagt með um 590 þús-
und tonna afla. Ingunn AK og
Hólmaborg SU fóru bæði yfir 70
þúsund tonna afla fiskveiðiárið
2004/2005. Skýringin á minni
afla að þessu sinni er aðallega
sú að á síðustu loðnuvertíð voru
aðeins veidd rétt um 200 þúsund
tonn.
Togararnir með
svipaðan afla
Skuttogaralistinn, þ.e. skut-
togarar á hefðbundnum veiðum
öðrum en veiðum á uppsjáv-
arfiski, er með svipuðu sniði og
fiskveiðiárið á undan nema röð
efstu skipa hefur riðlast aðeins.
Arnar HU er í fyrsta sæti með
um 8.700 tonn og Málmey SK
kemur þar á eftir með 8.300 tonn
og Örfirisey RE er í þriðja sæti
með 7.600 tonn. Eins og sjá má
nær listinn jafnt yfír frystitogara
sem ísfisktogara. I heild veiddu
20 hæstu togararnir rúm 135 þús-
und tonn á nýliðnu fiskveiðiárin
en árið þar á undan var sam-
anlagður afli þeirra tæp 137 þús-
und tonn.
Vísisbátarnir í
aðalhlutverki
Sighvatur GK er aflahæstur
í bátaflokknum með um 4.100
tonn. Kristín GK kemur þar á eftir
með um 4.000 tonn og Jóhanna
Gísladóttir ÍS er í þriðja sæti með
tæp 4.000 tonn. Athyglisvert er
að í fimm af sex efstu sætunum
eru beitningarvélabátar frá Vísi
hf. í Grindavík. Drangavík VE er
aflahæsti togbáturinn á listanum.
Af 20 hæstu bátunum eru 15
línubátar og 5 togbátar. Engir
dragnótabátar finnast á listanum
hvað þá netabátar.
Metin falla
Bátar í krókaaflamarkinu hafa
fengið verðskuldaða athygli síðustu
dagana enda hafa íslandsmetin
verið að falla hvert af öðru í þeim
flokki. Guðmundur Einarsson IS
er þar efstur á blaði með 1.507
tonn. Þar á eftir koma Hrólfur
Einarsson ÍS með 1.458 tonn og
Sirrý ÍS með 1.451 tonn. Allt eru
þetta bátar frá Bolungarvík sem
raða sér í þrjú efstu sætin. Sex
bátar fara yfir 1.000 tonnin og 12
bátar eru um eða yfir 800 tonnin
sem þótti óheyrilegur afli hjá
smábáti fyrir ekki svo mörgum
árum síðan. Samanlagður afli 20
hæstu krókaaflamarksbátanna
er 18.800 tonn en var um 13.850
tonn fiskveiðiárið 2004/2005.
Aukningin milli fiskveiðiára hjá
20 efstu bátunum er um 4.950
tonn, eða rétt um 36%.
Mest 200-300 tonn
Tölurnar eru ekki eins háar
hjá smábátum með aflamarki.
Hæsti báturinn þar, Bárður
SH sem veiddi um 580 tonn á
nýliðnu fiskveiðiár, kæmist ekki
inn á listann yfir 20 hæstu króka-
aflamarksbátana. Annars voru
aflahæstu smábátar með afla-
mark á fískveiðiárinu að veiða
mest á milli 200 og 300 tonn.
Á þessum lista eru ekki teknir
með bátar sem veiddu aðallega
eða eingöngu beitukóng, eins
Garpur SH, Jakob Einar SH og
Sproti SH.
Arnar HU. (Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson). Sighvatur GK. (Mynd: Hafþór Hreiðarsson).
Guðmundur Einarsson ÍS.
Bárður SH. (Mynd: Alfons Finnsson).