Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 5
FISKIFRETTIR 29. september 2006
5
SKOÐUN
FRÉTTIR
Seiðarannsóknir
og framtíðarnýting
- eftir Guðjón A. Kristjánsson
Við rækjuveiðar innfjarða í
áratugi varð til mikil reynsla og
þekking meðal sjómanna, sem
þær veiðar stunduðu, á seiðabú-
skap í flóum og fjörðum við land-
ið. Þessi vitneskja manna, í sjáv-
arþorpunum þaðan sem gert var
út til rækjuveiða, er dýrmæt. Þeim
mönnum sem stunduðu þessar
veiðar í áratugi fjölgar ekki leng-
ur. Það er ekki endurnýjun á þeim
stofni rækjuveiðimanna þar sem
veiðamar eru ekki stundaðar og
þeir eldri deyja að lokum eins og
önnur dýr jarðarinnar.
Þessi þekking á seiðabúskap
ætti að hluta til að vera til á Hafró
þar sem stundum var svæðum
lokað innijarða vegna þorsk- og
ýsuseiða. Fyrir kom að mergðin og
útbreiðslan var svo mikil að engar
rækjuveiðar vom leyfðar, t.d. í öllu
ísafjarðardjúpi og / eða stærstum
hluta Húnaflóa svo dæmi séu
nefnd. Það er þvi vitað að firðir
og flóar frá Breiðafirði í vestri
og allt til suðurfjarða Austfjarða
skipta miklu um vöxt nytjastofna.
Hversu miklu einn fjörður eins og
t.d. Mjóifjörður í Djúpi skiptir
fyrir vöxt og viðhald þorskstofns-
ins á komandi árum er ekki vitað.
Þann fjörð á nú að þvera án þess
að tryggja strauma í þeim fírði
óbreytta, eða sem næst því.
Er einn fjörður verðmætur?
Mér vitanlega liggja hvergi
fyrir langtímarannsókn-
ir um hvað einn af innfjörðum
Breiðafjarðar, Arnarfjarðar,
ísafjarðar og Jökulfjarða, Stranda
eða Húnaflóa gefa af sér til við-
halds nytjastofnum. Allir þessir
firðir em ólíkir hver öðrum, sumir
djúpir, aðrir grunnir, en firðirnir
í vestanverðu ísafjarðardjúpi eru
þó um margt líkir. Lega þeirra
er svo til öll eins til suðvesturs.
Uppvaxandi seiði hafa fundist í
þeim öllum áratugum saman og
rækjuveiðar fyrri tíma gæfu þar
viðbótarupplýsingar um stærð,
magn, útbreiðslu og ferðir seiðanna
„Hversu miklu einn
fjöröur eins og t.d.
Mjóifjöróur í Djúpi
skiptir fyrir vöxt og
vióhald þorskstofns-
ins á komandi árum
er ekki vitaó. Þann
fjörð á nú að þvera
án þess að tryggja
strauma í þeim firði
óbreytta, eða sem
næst því.“
um firðina og út í ísafjarðardjúp og
síðan niður á dýpið þegar sjórinn
fór kólnandi á haustin.
Nú er þessu ferli ekki fylgt eftir
og ekki hafa mér vitanlega verið
teknar upp rannsóknir sem fylla í
þetta skarð. Hvað þá heldur að þær
séu efldar frá því sem áður fékkst
með innfjarða rækjuveiðunum.
Við gætum verið að vinna fram-
tíðinni skaða með því að breyta
straumum í Mjóafirði með þvemn í
Norðursundinu án brúar eða stórra
ræsa sem viðhalda sjávarfallastraumi
inn og útúr firðinum.
Tækifæri til rannsókna
Þverunin gæti hins vegar gefið
okkur einstakt tækifæri til rann-
sókna á því hvað fer inn og útúr
slíkum firði og hvenær, ef vel væri
að verki staðið. Hafró á ísafirði
og Háskóli Vestfjarða ásamt
sveitarfélögum eiga að sjá rann-
sóknarmöguleikana í þessu ein-
stæða tækifæri að geta tekið upp,
með auðveldum hætti, vöktun á
því hvað fer inn og útúr einum af
innfjörðum Isafjarðardjúps.
Ég hef kynnt þessi viðhorf og
ábendingar fyrir samgönguráð-
herra og vegagerð, sem og Hafró.
Þar er enga framtíðarsýn að finna
í þessum málum. Svokallað sjálf-
Ásgrímur Halldórsson SF:
Seldur til írlands
Ásgrímur Halldórsson SF. (Mvnd: Jón Páll Ásgeirsson).
írska útgerðarfélagið Antartic
Fishing Company festi fyrir
skömmu kaup á nóta- og togveiði-
skipinu Ásgrími Halldórssvni
SF.
Aðalsteinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skinneyjar
Þinganess hf., sagði í samtali
við Fiskifréttir að Asgrímur yrði
afhentur nýjum eigendum nú í
vikunni. Antartic Fishing átti
annað skip sem gert var út á
makríl sem var selt og reiknað er
með því að Ásgrímur muni koma
í þess stað.
Ásgrímur Halldórsson SF var
í eigu útgerðarfélagsins Þingey
ehf. sem Skinney Þinganes og
Síldarvinnslan eiga í sameiningu.
Aðalsteinn sagði að ekki væri enn |
búið að ákveða hvað tæki við hjá I
Þingey ehf. Söluverð fékkst ekki
uppgefið.
skipað náttúruverndarfólk hefur
enga hugsun í þessum efnum
að mínu mati, enda um sjáv-
arliffræði að ræða sem ekki
sést á yfírborðinu, sem öll nátt-
úruverndarumræða fjölmiðla
og stórs hluta náttúruvernd-
arsinna snýst um. Hér er ekki
verið að tala um rauðbrystinga,
gæsir, hreindýr, fossa, fjöll,
dali eða lyng og fjólur í brekk-
um. Seiðaveiðar i áframeldi að
Nauteyri við Isafjarðardjúp eru
nú stundaðar og gefa enn frekari
vitneskju um að Djúpið í heild
er merkileg og mikilvæg uppeld-
isstöð. Við höfum tækifæri til að
vinna frekar að þessum þekk-
ingarmálum um vöxt og viðgang
nytjastofna á fyrstu vaxtarsvæð-
um seiðanna. Sá sem þetta ritar
hefur tekið þessi mál upp við
umræðu á Alþingi og á þingum
Fjórðungssambands Vestfjarða.
Hér með eru þessi mál sett fram
til að vekja almenna umræðu.
Spurningin er: Höfum við vilja
og þor? Hvað segja ráðamenn
nú?
Höfundur er alþingismað-
ur og formaður Frjálslynda
flokksins.
Útgerðarmenn:
Meðal
ríkustu
manna
í Noregi
- eignir Rökke
metnar á 187
milljarða ísl. kr.
Fyrir skömmu birti norska
viðskiptablaðið Kapital hinn
árlega lista sinn yfir ríkustu
menn Noregs. Það vekur athygli
sjávarútvegsblaðsins Fiskaren að
fjöldi manna úr norskum sjáv-
arútvegi er á listanum, að því er
fram kemur á Skip.is
Ríkasti maður Noregs, sam-
kvæmt Kapital, er skipakóng-
urinn John Fredriksen sem nú
er einnig orðinn umsvifamestur
í norsku fiskeldi sem aðaleigandi
Pan Fish. Eignir hans eru metnar
á 41,4 milljarða NOK eða litla
466 milljarða íslenskra króna.
Sagt er að hann þoli vel verulega
verðlækkun á eldislaxi án þess að
það hafi áhrif á fjárhagsstöðuna.
Þriðji ríkasti maður Noregs er
stórútgerðarmaðurinn Kjell Inge
Rökke en hann kemst þó ekki með
tærnar þar sem Fredriksen er með
hælana. Eignir Rökke eru metnar
á jafnvirði 187 milljarða íslenskra
króna og fylgir það sögunni að það
sé ekki slæmur árangur hjá les-
blindum sjómanni, segir á Skip.is.
Allur björgunarbúnaður
sem þarf um borð
ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is