Fiskifréttir


Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 29.09.2006, Blaðsíða 9
FISKIFRÉTTIR 29. september 2006 9 FRÉTTIR Sóknardagakerfió: Síóasti Méhíkaninn hættur Eskey SF í höfninni á Hornafirði. Við lok síðasta fiskveiðiárs lauk tveggja ára aðlögunartíma sem eigendur smábáta sem veitt höfðu á sóknardögum fengu til að breyta yfir í krókaaflamark. Fáir nýttu sér þennan rétt í upphafi en Bjarni Fr. Bragason, sem gerir út Eskey SF, var einn síðasti Móhíkaninn á sókn- ardögum til að nýta sér aðlög- unartímann að fullu. „Eg var á sóknardögum í tvö ár umfram flesta aðra og ástæðan er einfaldlega sú að ég gat veitt mun meira á sókn- ardögum en kvótinn á bátnum gerði ráð fyrir. Úthlutunin á bát- inn í krókaaflamarki var um 28 tonn en á síðastliðnu fiskveiðiári veiddi ég 81 tonn á sóknardög- um þannig að það munar gríð- arlega miklu þegar horft er á aflaverðmætin,” segir Bjarni en hann fékk úthlutað 18 sókn- ardögum i upphafi fiskveiðiárs- ins 2005/2006. Heimahöfn Eskeyjar er Hornafjörður en Bjarni segist hafa veitt þar sem aflinn var mestur hverju sinni vítt og breitt um landið. Eftirsjá að sóknardög- unum „Þrátt fyrir að það sé erfitt að hafa tvö kerfi í gangi í einu þykir mér eftirsjá að sóknardagakerf- inu. Mér þótti það mest spenn- andi við kerfið að menn fóru út á sjó til að veiða sem mest af fiski en ekki endilega til að fá stærsta fiskinn. Ég er keppnismaður og samkeppnin var meiri á sókn- ardögum en hún er á aflamarki. Það var líka meiri séns fyrir nýliða að komast inn í sóknardagakerfið en inn í aflamarkskerfið eins og það er í dag. Kerfið var ekki gallalaust frekar en önnur kerfi en það breyttist mikið eftir að klukkustundatalningin var tekin upp í staðinn fyrir dagana. Helsti gallinn við sóknardagana var að þeir hvöttu til offjárfestingar í bátum alveg eins og er að gerast í Færeyjum,” segir Bjarni. Byrjaði snemma að kaupa kvóta Bjarni segist hafa átt kvóta á öðrum báti sem hann er nú búinn að flytja yfir á Eskey eftir að hún er komin endanlega inn í krókaaflamarkskerfið. Alls má hann nú veiða 190 tonn af þorski. „Ég var byrjaður að kaupa kvóta áður en ég keypti mig inn í sókn- ardagakerfið og leigði hann frá mér á meðan ég veiddi í því. Upphaflega skipti ég á kvóta sem ég átti og leyfinu til að veiða á sóknardögum en keypti þann kvóta svo aftur. Ég sá strax að það var hægt að gera það mun betur á sóknardögunum en á kvótanum sem mér var úthlut- að og það var einfaldlega þess vegna sem ég keypti mig inn í sóknadagakerfið. Staða mín er því ágætt í dag og ég get haldið áfram að veiða af krafti,” segir Bjarni Fr. Bragason að lokum. Veiðar á handfærí dragast saman Handfæraveiðar hafa dregist mikið saman frá því að sókn- ardagakerfið var afnumið. Hér á árum áður veiddu sókn- ardagabátamir í kringum 10 þús- und tonn af þorski og nokkrir krókaaflamarksbátar veiddu hluta af kvóta sínum á færin. Einn og einn bátur í aflamarkinu hefur líka farið á handfæraveiðar hluta úr ári. Á árinu 2003 voru veidd um 16 þúsund tonn af þorski á færin. Litlu minna var veitt árið 2004 en árið 2005 var þorskaflinn á handfæri komin niður í tæp 8 þúsund tonn. Ufsaaflinn á færin á sama tíma hefur haldist nokk- uð stöðugur, en hefur þó heldur minnkað. Hafnarey SF. (Mynd: Tryggvi Sigurðsson). Togarinn Hafnarey SF: Seldur til Rússlands Togarinn Hafnarey SF 36 hefur verið seldur til Rússlands. Gengið var frá samningum þar að lútandi í gær. Kaupandi er útgerðarfélag í Murmansk og verður skipiö gert út til bolfiskveiða í Barentshafi, að því er fram kemur á Skip.is. Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með endurbæturnar á skipinu sem gerðar voru hjá Skipapol í Póllandi Hafnarey SF 36 er í eigu Krosseyjar ehf. en það fyr- irtæki var fyrr á þessu ári selt til Ingimundar hf. I Reykjavík. Milligöngu vegna þeirra viðskipta hafði Viðskiptahúsið en sama fyrirtæki sá einnig um sölu á Hafnarey til Rússlands. Hafnarey SF lá í Reykjavíkurhöfn um miðja vikuna en þá var fyrirhugað að sigla skipinu áleiðis til Noregs og þaðan áfram til Rússlands. Að sögn Þóris Matthíassonar, forstöðumanns sjávarútvegssviðs Viðskiptahússins, er vöntun á góðum togbátum í Murmansk og hann segir að ein ástæða þess að Rússarnir leiti hingað sé sú að hér séu yfirleitt bátar og skip i góðu ástandi og uppfylli flest þau skil- yrði sem farið er fram á að hálfu kaupenda. Um borð er eftirfarandi nýr búnaður frá R. Sigmundssyni 1. Kajo Denki KCS-2200Z Super Scanning hringsónar 2. Koden KGP-913/913D, GPS móttökutæki 3. Wynn tvöföld rúðuþurka vÉbf vélasalan SKffoL # rcicliomidiin R. SIGMUNDSSON www.velasalan.iswww.rs.iswww.radiomidun.is fiskislóð 16 | ánanaustum 1 | 101 reykjavík | sími 520 0000

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.